Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUD AGUR 30. MARS 2000 41 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TÖLVUR OG HEILSUGÆZLA SAMSKIPTI með tölvupósti hafa rutt sér hratt og ör- ugglega til rúms og flestir hafa tekið möguleikum þessarar nýju tækni fagnandi. Fyrir þá, sem hafa aðgang að nettengdum tölvum, er þessi samskiptamáti einfaldur, skjótur og skilvirkur. Þrátt fyrir þessa þægilegu boð- skiptaaðferð, sem orðin er mjög útbreidd, hefur lítið borið á því enn sem komið er, að læknar og heilsugæzlustöðvar hafi tileinkað sér þessa nýjung í samskiptum við sjúklinga, þótt hún sé í raun mjög vinnusparandi fyrir alla. Flestir kannast við það af eigin raun, hversu erfitt og tímafrekt það getur reynst að ná sambandi við lækni, ekki sízt á heilsugæzlustöðvum, þótt erindið sé einungis það að panta tíma hjá lækni eða fá lyfseðil endurnýjaðan. Þessi sam- skiptamáti er dýr og hvimleiður fyrir sjúklinga og ekki sízt foreldra, sem þurfa að hafa mikil samskipti við heilsu- gæzlustöðvarnar. Ennfremur hefur þessi samskiptamáti vafalaust óþarflega truflandi áhrif á störf lækna og ann- arra starfsmanna. í Morgunblaðinu í gær var fjallað um tölvusamskiptin við lækna og forstöðumenn heilsugæzlustöðva. Þeir taka almennt vel í það, að tímapantanir hjá læknum og beiðni um endurnýjun lyfseðla fari um Netið. Matthías Halldórs- son aðstoðarlandlæknir segir að embættið leggist ekki gegn þessari boðskiptaleið vegna tímapantana hjá lækn- um eða vegna beiðni um endurnýjun lyfseðla. Guðmundur Einarsson, forstöðumaður Heilsugæzlunnar í Reykjavík, en undir hana heyra tíu heilsugæzlustöðvar á höfuðborg- arsvæðinu, segir að þessar hugmyndir séu ágætar. En stöðvarnar séu þó almennt ekki undir það búnar ennþá að hrinda þessum samskiptamáta í framkvæmd. Hins vegar sé nú unnið að því, að koma honum í þennan farveg og áhugi sé fyrir því innan heilsugæzlunnar. Jóhann Einvarðsson, forstöðumaður Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja, segir, að þar hafi verið rætt um málið og ljóst sé, að samskipti um tölvur sé framtíðin, enda verði vinnusparnaður bæði fyrir heilsugæzluna og ekki síður viðskiptavinina. Þá segir Pétur Pétursson, yfirlæknir á Heilsugæzlustöðinni á Akureyri: „Við höfum fyrir löngu gert okkur grein fyrir möguleikum tölvutækninnar og sér- staklega hvað varðar miðlun upplýsinga." Ljóst er að hér ber allt að sama brunni og það er fagnað- arefni, að heilsugæzlan og læknar almennt muni færa samskiptin við fólk í nútímalegt horf öllum til hagsbóta og hægðarauka. ALÞJÓÐLEG BJÖRGUN- ARSVEIT STOFNUÐ SEXTAN manna alþjóðleg björgunarsveit var stofnuð hér á landi fyrir helgina með samningi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og utanríkisráðuneytis og dómsmálaráðuneyt- is. Hlutverk sveitarinnar verður að veita aðstoð á erlendum hamfarasvæðum við leit og björgun og verður hún byggð þannig upp og þjálfuð, að hún geti annast stjórnun á hamfara- svæði, tæknilega leit með sérhæfðum útbúnaði, vinnu í rúst- um með nauðsynlegum verkfærum, veitt sjúkrahjálp og tæknilega ráðgjöf og annast birgðahald og uppbyggingu búða og fjarskipta. Almannavarnir ríkisins aðstoða við framkvæmd samningsins og eru í viðbragðsstöðu allan sólarhringinn allt árið. Brugðist verður við beiðnum um aðstoð frá Sameinuðu þjóðunum og yfírvöldum í vettvangslandi. Kostnaður við rekstur björgunarsveitarinnar er óljós ennþá, en framlag rík- isins til hennar er 3,5 milljónir á ári. Kostnað umfram það ber Slysavarnafélagið Landsbjörg. Búizt er við einu útkalli á ári hverju. Segja má, að kveikjan að stofnun alþjóðasveitarinnar hafí verið fór hóps íslenzkra björgunarmanna til Tyrklands í fyrra vegna jarðskjálftanna þar. Þá kom m.a. í ljós, að íslending- arnir höfðu yfír að ráða tæknibúnaði, sem fáar björgunar- sveitir hafa, þ.e. myndavélum og hljóðtækjum fyrir leit í rúst- um. Sérþekking og reynsla íslenzkra björgunarmanna getur því nýzt hvar sem er. Það er einkar ánægjulegt, að íslenzkir björgunarmenn muni í framtíðinni leggja fram sinn skerf til aðstoðar á hamf- arasvæðum. íslendingar þekkja af eigin raun, hversu mikil- vægt það er, að hjálp berist skjótt og örugglega og ekki síður að skynja vinarhug á slíkum stundum. Okkur ber að leggja öðrum lið, sem þurfa að þola hörmungar náttúruhamfara. Þess vegna er stofnun alþjóðlegu bjögunarsveitarinnar rétt og tímabært skref. * / Skrtíu- . klaustur a Valþjófs- t / 5l.aaur° , J. íFljótsdal Aðafbót a írennsHsgöng-^^ Hattur Crjótárvelta Sauða- fell , Hafurs- fell Crat«'r,)s ........ . hnúkar \ Nálhus- V Xhnúkar Crjótat hnnkur Surðar- svæðl Snæ |1883* Sauða- hnúkur SnjBftlIs. háls t>jófa- hnúkar hefði orðlð) ) Æ~"'\ ( Háalda Xekiuér- YQtft Getdinga- Hátungui Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir nýjar áætlanir um 360 þús. tonna álver og virkjun við Kárahnúka Eignarhald Norsk Hydro að álveri gæti orðið 40% Fjárfestar í álveri við Reyðarfjörð kanna nú hagkvæmni þess að reisa 240 þúsund tonna álver í fyrsta áfanga og stækka það síðan um 120 þús. tonn, Þetta myndi hafa í för með sér, að sögn Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra, að ráðist yrði fyrst í Kárahnúkavirkjun en síðar í Fljótsdalsvirkjun. Þá yrði óþarft að sökkva Eyjabökkum undir vatn. Hún segist telja, í samtali við Ómar Friðriksson og Jóhannes Tómasson, að Norsk Hydro yrði reiðubúið að eignast allt að 40% í álverinu yrði þessi kostur að veruleika. FJÁRFESTAR í fyrirhuguðu álveri við Reyðarfjörð, Hæfi og Hydro Alumin- ium, hafa komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmt geti reynst að breyta áætlunum um byggingu álversins þannig að strax í fyrsta áfanga verði hafist handa við að reisa 240 þúsund tonna álver og það yrði síðan stækkað um 120 þúsund tonn eða í alls 360 þúsund tonn. Minna miðlunarlón neðan við Eyja- bakkafoss Þessar breyttu áætl- anir hefðu í för með sér að endurskoða þyrfti áætlanir um orkuöflun og að breyta þyrfti virkjanaröðinni, að sögn Valgerðar Sverrisdótt- ur, iðnaðar- og viðskipt- aráðherra. Þannig yrði ráðist í Kárahnúka- virkjun í fyrsta áfanga en síðar í Fljótsdalsvir- kjun og virkjanirnar yrðu samtengdar með aðrennslis- göngum. Það myndi þýða að í stað hugmynda sem uppi hafa verið um miðlunarlón á Eyjabökkum kæmi minna miðlunarlón neðan við Eyja- bakkafoss og Eyjabökkum yrði þannig hlíft. Verði þessar breyttu áætlanir að veruleika verða allar framkvæmdir við virkjanir og álverið settar í lög- formlegt mat á umhverfisáhrifum, að sögn ráðheri'a. Valgerður sagðist gera ráð fyrir að niðurstaða hagkvæmniathugunar á þessum kostum ætti að geta legið fyrir innan fjögurra til fimm vikna. 240 þúsund tonna álver í 1. áfanga og 120 þúsund í 2. áfanga Skv. Hallormsstaðayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, Hydro Alumin- ium og Landsvirkjunar frá 29. júní á síðasta ári hafa áætlanir á undan- förnum mánuðum miðast við að afkastageta álversins yrði í fyrsta áfanga 120 þúsund tonn með mögu- leika á stækkun þess í 240 þús. tonn í öðrum áfanga og loks í 480 þúsund tonn í þriðja áfanga og samhliða þessu hafa virkjanaáætlanir miðast við að reist yrði 210 MW virkjun í Fljótsdal með miðlunarlóni á Eyja- bökkum en síðan yrði virkjað við Kárahnúka vegna síðari áfanganna. Valgerður Sverrisdóttir segir að fjárfestarnir í fyrirhuguðu álveri hafi orðið sammála um að kanna þann kost til hlítar á næstu vikum að breyta fyrri áætlunum og ráðast Valgerður Sverrisdóttir í fyrsta áfanga í byggingu álvers með 240 þúsund tonna afkastagetu, eða tvöfalt stærra álver en gert hef- ur verið ráð fyrir fram að þessu og stækka það síðan um 120 þúsund tonn. „Ástæða þess að þeir fara fram á þetta er sú að þeir telja að hag- kvæmni og arðsemi verksmiðjunnar yrði mun meiri ef reist yrði stærra álver í fyrsta áfanga og það sé í alla staði ákjósanlegri fj árfestingarkostur,“ segir Valgerður. „Það hafa ekki verið teknar ákvarðanir á þessari stundu um að breyta þeirri áætlun sem fylgt hefur verið fram að þessu en stjórnvöld hafa fallist á það að þessi kostur verði skoðaður til hlít- ar,“ segir hún. Valgerður segir ljóst að ef áætlunum verður breytt á þennan veg breytist allar fyrri tíma- og vinnuáætlanir vegna verk- efnisins. Þær hafi raunar breyst eft- ir að umhverfisráðherra ógilti allt ferli umhverfismatsins vegna ál- versins. Valgerður segir að gera megi ráð fyrir að ef þessi kostur verði að veruleika verði í fyrsta lagi hægt að bjóða út framkvæmdir við Kára- hnúkavirkjun í ársbyrjun 2002. Hún segir einnig mikilvægt að þá þegar liggi fyrir ákvarðanir um stækkun álversins upp í 360 þúsund tonn því það hefði áhrif á verkáætlanir Landsvirkjunar. „Verði þetta niðurstaðan þarf að byrja á því að fara í Kárahnúka- virkjun. Ef farið verður í upphafi í byggingu 240 þúsund tonna álvers og það yrði svo tiltölulega fljótlega stækkað upp í 360 þúsund tonn, þá býður sá kostur upp á að virkjanirn- ar verði samtengdar með aðrennsl- isgöngum og þá verði ekki lengur þörf fyrir uppistöðulón á Eyjabökk- um. Þess í stað verði gert mun minna lón fyrir neðan Eyjabakka- foss og vatninu verði veitt í göng sem lægju frá Hálslóni að stöðvar- húsinu," segir Valgerður. Fyrri rannsóknir ekki unnar fyrir gýg Hún tekur þó fram að þessar hug- myndir byggist á því að samkomu- lag náist um að byggja 360 þúsund tonna álver í tveimur áföngum. Hún leggur einnig áherslu á að fyrri hugmyndir um byggingu Fljótsdals- virkjunar hafi ekki enn sem komið a Skáli Stífla — — Göng == Veituskurður | Friðland f Náttúruminjar | 100 m hæðariínur er verið útilokaðar, því ekki hafi verið séð fyrir endann á þeim samn- ingaviðræðum sem nú standa yfir. Að sögn ráðherra hafa miklar rannsóknir þegar farið fram vegna hugmynda um Kárahnúkavirkjun í Jökulsá á Dal. „Verði af þessum kosti eru þær rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið í Fljótsdal ekki unnar fyrir gýg því þær nýtast áfram að veru- legu leyti, að frátöldu Eyjabakka- svæðinu." Hugmyndir um virkjun Jökulsár á Dal byggjast á gerð miðlunarlóns sunnan Kárahnúka, Hálslóni og veitu vatns eftir jarðgöngum um 40 km. leið að stöðvarhúsi neðanjarðar í Fljótsdal niður undir Lagarfljót. Dimmugljúfrum yrði hins vegar hlíft því þau eru neðan við fyrirhug- aða Kárahnúkastíflu og rætt hefur verið um gerð jarðvegsstíflu, sem fellur betur að landslaginu, að sögn Valgerðar. Hefur orkugeta Kárahnúkavirkj- unar verið áætluð 3.500 GWh/a og er talið að sú virkjun gæti verið komin í gagnið um 2007, þegar ál- verið hæfi rekstur. Kostur að fá yfirlýsingar um að verkefnið verði að veruieika Valgerður sagði þessar hugmynd- ir um að breyta áætlunum um bygg- ingu álvers og virkjana fela í sér bafeði kosti og galla. Okostirnir væru fyrst og fremst seinkun fram- kvæmda frá því sem áður hefur ver- ið gert ráð fyrir, sem hlyti að valda Austfírðingum miklum vonbrigðum. „Hins vegar finnst mér kosturinn við þetta vera sá að við gætum inn- an örfárra vikna fengið niðurnegld- ar yfirlýsingar frá fjárfestum um að þetta verkefni verði að veruleika og það skiptir Austfirðinga auðvitað mestu að af þessu verkefni verði,“ sagði hún. Aðspurð sagðist Valgerður fagna því ef komist yrði hjá því að sökkva Eyjabökkum. „Auðvitað var það aldrei markmiðið að sökkva Eyja- bökkum. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það sé fórn að setja Eyjabakka undir vatn en miðað við þau áform, sem við höfðum, var ekki um annað að ræða.“ Aðspurð segist Valgerður telja að bæði Norsk Hydro og íslensku fjár- festarnir hafi mikinn áhuga á þess- um breyttu áætlunum sem nú eru til skoðunar. „Ég tel að ef þetta verður að veruleika verði Norsk Hydro reiðu- búið að eiga stærri hlut í álverinu en áður hefur verið talað um, jafn- vel allt að 40%,“ sagði hún. Framkvæmdir gætu orðið 7-8% af landsframleiðslu Valgerður sagði ennfremur að framkvæmdir af þessu tagi við Kárahnúkavirkjun og tengdar fram- kvæmdir yrðu gríðarlega miklar að umfangi. Gera mætti ráð fyrir að umfang þeirra yrði þó svipað um- fangi framkvæmdanna þegar álver ÍSAL var byggt á árunum 1967- 1970 eða á bilinu 7-8% af landsfram- leiðslu þegar þær eru í hámarki. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um þetta efni vegna byggingar 360 þúsund tonna álvers í tveimur áföngum auk tengdra framkvæmda en áætlað hefur verið að fjárfesting- in, sem hlutfall af heildarfjárfest- ingu, gæti farið upp í 30-35% í lok framkvæmdatímans þegar dýrasta hluta búnaðarins verður komið fyr- ir. Valgerður var að lokum spurð hvort hún teldi að meiri sátt myndi ríkja um virkjana- og álversfram- kvæmdir á Austurlandi náist sam- komulag um að breyta áætlunum á þennan veg. „Það er í sjálfu sér aldrei hægt að ætlast til að það ná- ist samstaða um svona stórt mál. Sjálf er ég mjög viðkvæm fyrir skemmdum á landinu. Það hefur verið gert allt of mikið af því van- hugsað og að ástæðulausu en í þessu tilfelli er um það að ræða að við nýtum okkar auðlindir, vatn- sorkuna, og þá verður að viður- kenna að það verður ekki gert öðru- vísi en að það sjáist á landinu. Hins vegar hafa orðið gífurlegar framfar- ir á síðustu árum hvað það varðar að staðið sé þannig að verki að unn- ar verði eins litlar skemmdir á land- inu og mögulegt er.“ Forstjóri Landsvirkjunar um stærri fyrsta áfanga álvers Nauðsynlegt að breyta virkjanaröð STARFSMENN Landsvirkjun- ar munu næstu daga kanna hvernig breyta má röð virkj- anaframkvæmda norðan Vatnajökuls og ráðast hugsanlega í gerð Kára- hnúkavirkjunar áður en farið yrði í Fljótsdalsvirkjun vegna óskar for- ráðamanna Reyðaráls að reisa stærra álver en upphaflega var áætlað í fyrsta áfanga. Verður stjórn fyrirtæk- isins síðan gerð grein fyrir stöðu málsins. „Það liggur fyrir að þessi áhugi fjárfestanna að byrja með stærra ál- ver og stefna að 360 þúsund tonna álveri þar sem fyrri áfanginn verður 240 þúsund tonn og sá síðari 120 þúsund þýðir að við þurfum að virkja í annarri röð en við ætluðum okkur,“ segir Friðrik Sophus- son, forstjóri Landsvir- Friðrik kjunar, í samtali við Sophusson Morgunblaðið og á þar við að fyrst verði að virkja við Kára- hnúka og síðan Fljótsdalsvirkjun. „Þetta þýðir að við þurfum að fara með Kárahnúkavirkjun í mat á um- hverfisáhrifum samkvæmt gildandi lögum og það tekur að sjálfsögðu nokkurn tima.“ Vel í stakk búin til að hefja matsferlið Friðrik segir Landsvirkjun vel í stakk búna til að hefja matsferlið fljótlega en engu að síður þurfi að efna til frekari rannsókna. Ekki sé við því að búast að því ljúki fyrr en í árslok 2001 eða í ársbyrjun 2002. Matið ætti þá að að geta legið fyrir og verði það jákvætt væri hægt að hefja framkvæmdir á síðari hluta ársins 2002 sem aftur þýddi að hægt yrði að afhenda orku seint á árinu 2007 eða í byrjun ársins 2008. „Það skiptir lika verulegu máli að taka sem allra fyrst ákvörðun um síð- ari áfanga álversins, stækkun í 120 þúsund tonn, því þá yrði hægt að hanna virkjanirnar með þeim hætti að ekki þurfi að setja lón á Eyjabakka heldur myndi smærra lón neðan Eyjabakkafoss duga. Til að þetta sé hægt þarf að setja í upphafi stefnuna á 360 þúsund tonn þótt skipta megi framkvæmdum í áðurnefnda áfanga." Afl Kárahnúkavirkjunar er áætlað 500 MW og er það talið nægilegt fyrir 240 þúsund tonna álver. Komi til stækkunar í kjölfarið um 120 þúsund tonn þarf að bæta við afli frá Fljóts- dalsvirkjun, sem þá yrði rennslisvirkjun án lóns við Eyjabakka og yrði afl beggja virkjana þá um 680 MW og orkuvinnslan alls um 5 þúsund gíga- wattstundir. Forstjórinn segir að fjárfesting vegna beggja virkjana eftir samhæf- ingu þeirra á þennan hátt sé nálægt 90 millj- örðum króna og hann er spurður hvernig Lands- virkjun myndi útvega aukið fjármagn miðað við það er áður var áætl- að vegna Fljótsdalsvirkj- unar einnar. „Við þurf- um auðvitað að setja niður fyrir okkur hvernig best verður staðið að því, ræða við eigendur fyrir- tækisins og þá aðila sem hugsanlega gætu lánað og þá sem kanna lánshæfi fyrirtækisins. Við þurfum að hafa sem fyrst svör við þessum spurning- um, þvi að sameiginleg tímaáætlun þarf helst að liggja fyrir í maímánuði. Lokaákvörðun yrði hins vegar aldrei tekin fyrr en árið 2002, þegar allar kostnaðaráætlanir liggja fyrir og þegar vitað verður hvort leyfi fást vegna mats á umhverfisáhrifum.“ Gífurleg fjárfesting Verður stofnað sérstakt fyrirtæki um Kárahnúkavirkjun? „Það er eitt af því sem þarf að skoða en á þessari stundu er ekki hægt að svara neinu um það. Við höf- um rannsakað þennan virkjunarkost undanfarin ár og þekkjum hann en því verður að svara á síðari stigum hvort við gerum þetta einir eða með öðrum fjárfestum. Kárahnúkavirkjun er gríðarleg fjárfesting og Lands- virkjun fer ekki af stað með fram- kvæmdir án þess að hafa afskaplega góðar tryggingar frá þeim sem ætla að kaupa orkuna." Vilja strax reisa 240 þúsund tonna álver Fjarfestar í fyrirhuguðu ál- veri í Reyðar- firði, Reyðarál hf., sem eru Hæfi og Norsk Hydro, hafa komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmt geti verið að reisa strax í fyrsta áfanga 240 þúsund tonna álver og það síð- an stækkað um 120 þúsund tonn í samræmi við endurmat á orkuöfl- un. Áður hafði verið ráðgert að reisa 120 þúsund tonna álver í Geir A fyrsta áfanga. Gunnlaugsson Fjárfestarnir hafa beint því til annarra aðila Noral verkefnisins, sem eru Landsvirkjun og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, að frumhagkvæmnisathugun verði gerð á þessum kosti næstu vikurn- ar. Útvega þarf meiri raforku til þessa stækkaða fyrsta áfanga og því nauðsynlegt að breyta röðinni í virkj- anaframkvæmdum. „Það er ljóst að 240 þúsund tonna álver er hagkvæmara en 120 þúsund tonna álver sem fyrsti áfangi og við teljum að það sé full ástæða til að skoða þann kost nánar. Þann- ig yrði verkefnið áhugaverðari kostur fyrir fjárfesta," segir Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Reyðaráls í samtali við Morgunblað- ið. „Framleiðslukostnaður á hverja einingu verður minni eftir því sem verksmiðjan er stærri," sagði Geir og benti á að svipaður fjöldi stjórn- enda myndi starfa við 240 þúsund tonna álver og 120 þúsund tonna verksmiðju, ýmis aðstaða sem byggja yrði upp, svo sem verkstæði, hafnarmannvirki og annað myndi nýtast betur í stærra álveri. Ekki langt milli áfanganna Geir sagði að áhugi væri á því að ekki liði of langur tími fram að stækkun um 120 þúsund því þótt 240 þúsund tonna eining væri hag- kvæm væri stærra álver fýsilegra. Hann sagði fjárfestingu 240 þúsund tonna álvers vera 750 til 800 milljón- ir dollara sem þýðir um 50 milljarða íslenskra króna. Norsk Hydro hefur lýst áhuga á því að eiga meira en 25% hlut. „Það hefur komið fram að þeir eru tilbún- ir að eiga stærri hlut í svo stóru ál- veri og þá er verið að tala um kring- um 40% hlut,“ sagði Geir og nefndi Forráðamenn Reyðaráls hf. hafa óskað eftir að reisa í fyrsta áfanga 240 þúsund tonna álver í Reyðarfirði. að leitað yrði til annarra fjárfesta, einkum íslenskra en hugsanlega fleiri erlendra eftir öðrum hluta kostnaðarins. „Það liggur fyrir að fara þarf með verksmiðjuna og Kárahnúkavirkjun í lögformlegt umhverfismat sem tekur töluverðan tíma en ef þessi leið verður farin erum við að tala um að taka ákvörðun um hvort verksmiðjan verður byggð eða ekki fyrri hluta árs 2002. En á næstu vikum þarf að liggja fyrir hvort unnt verður að ráðast í þennan stóra áfanga strax, hvort menn eru tilbúnir að fara þessa leið með breytta virkjanaröð." Geir kvaðst reikna með að tíminn fram til fyrri hluta árs 2002 yrði notaður til að ganga frá nauðsynleg- um samningum við stjórnvöld auk þess sem unnið væri að umhverfis- mati á verksmiðju og virkjun. Sem minnst röskun á náttúrunni Geir var í lokin spurður hvort þessi kostur varðandi virkjanir væri fýsilegri með tilliti til umhverfis- mála. „Við höfum fyrst og fremst verið að hugsa um umhverfismál er varða verksmiðjuna. Það er Landsvirkjuiy- ar og stjórnvalda að huga að um'- hverfismálum varðandi virkjanirn- ar. Það hefur alltaf legið fyrir að menn ætluðu að reisa verksmiðju af nýjustu gerð og með þeim besta búnaði sem fáanlegur er til að frá henni yrði sem minnst röskun á náttúrunni og það eru engar breyt- ingar á þeirri stefnu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.