Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 37 LISTIR Það kostar klof að ríða röftum KVIKMYJVDIR Háskólabíó Ddttir nágrannans (The Girl Next Door) ★ Leikstjóri og handritshöfundur Christine Fugat. Kvikmyndataka Kate Amend. Tónlist Michelle Wernick, John Loken. Heimildar- mynd um klámstjömuna Stacy Valentine. 82 mín. Bandarísk. Blackwatch International 1999. KLÁMIÐNAÐURINN er skyndilega orðinn áberandi og blómstrandi viðskiptagrein á ísa- köldu Fróni. Sú staðreynd hefur blasað við í ágætri þáttaröð frá Sig- ursteini Mássyni á Stöð 2 að undan- förnu. Hvort sem fólki líkar betur eða verr virðist þessi þrifnaður vera kominn til að vera, líkt og flest annað sem einhverjir geta auðgast á. Teygir meira að segja anga sína inn á ólíklegasta vettvang í þjóðfé- laginu, fyrirhafnarlítið, að því er virðist. Það er því kannski ekki seinna vænna að æðsta menntast- ofnun þjóðarinnar tryggi sér sneið af þessari hnallþórutertu losta og lystisemda, hún kann alltént ýmis- legt fyrir sér í fjárhættuspilabrans- anum. Þessi klámiðnaðarbylting á sér sem sagt sínar broslegu hliðar - ennþá. Aðalpersónan í þessari óvenju- legu, bandarísku heimildarmynd er ung og munaðsfögur stúlka, Stacy Baker, sem hefur tekið upp hið hljómfagra listamannsheiti Stacy Valentine. Fröken Valentine er klámmyndaleikkona, einhverjir verða að leika í þeim tíu þúsund klámmyndum sem framleiddar eru vestanhafs í tugmilljónir þurfa- linga, það liggur í augum uppi. Þeg- ar ungfrúin komst að því að hún var liðónýt í körfubolta, ruðningi og bóknámi virtist ekkert eðlilegra en að skella sér á bakið og hefur Val- entine verið riðin við klámmyndirn- ar síðan ef svo má að orði komast. Ungfrú Valentine lýsir í upphafi þeim ástæðum, sem liggja þeirri ákvarðanatöku til grundvallar; það sé fyrst og fremst náttúruleg helj- argredda og skyldi engan undra. Hún lýsir þessu fjálglega, í smáatr- iðum sem ég reikna ekki með að lesendur hafi sérstakan áhuga á að lesa í Morgunblaðinu. Sem þarf, ef vel á að vera, að senda kvikmynda- gagnrýnendur sína í endurhæfingu - ef Dóttir nágrannans er upphafið á því sem koma skal. Ég læt nægja að taka mér í munn orð listamanns- ins okkar góða sem komst svo skemmtilega að orði um hæfi- leikakamanneskjur í portkonustétt niðri á Italíu, að hún er „góð til munns og handa“. Sjálfsagt er Dóttir nágrannans ekki boðleg sjóuðum klámhundum, engar nærmyndir af hreðjaskaki, munngælum eða öðru slíku sem sá markhópur sækist eftir. Myndavél- in eltir hins vegar frökenina á rönd- um í hennar innihaldslausa lífi, dinglumdanglast átakalítið í 80 mínútur án teljandi hápunkta. Helst að hún ýti við manni þegar verið er að dæla sílikoni í barm og varir dömunnar sem er með ógeðs- legri sjón sem hefur sést í kvik- mynd í áratugi. Að öðru leyti siglir hún átakalítið á ljósbláum, sléttum sjó meðalmennskunnar undir tón- list af sama sauðahúsi og maður er í myndarlok jafnnær um fröken Va- lentine og klámleikonur þessa heims, almennt. Sæbjörn Valdimarsson Hart bopp og þétt TÖNLIST Kaffileikhúsið DJASS Kvintett Stefáns S. Stefánssonar. Birkir Freyr Matthiasson trompet og flygilhorn, Stefán S. Stefánsson tenórsaxófón, Kjartan Valdimars- son pianó, Þórður Högnason bassa og Birgir Baldursson bassa. STEFÁN S. Stefánsson hefur ekki leikið mikið undanfarið ef frá er talinn blástur hans með Stór- sveit Reykjavíkur. Fyrir tæpu ári lék hann með kvintetti sínum á Múlanum þarsem fönk og samba réð ríkjum og skömmu seinna stjórnaði hann Stórsveitinni í Saln- um í Kópavogi, þar sem verk hans voru á dagskrá, en Stefán hlaut listamannalaun árlangt til að vinna að þeim verkum. Það er athyglis- vert að hann er eini íslenski djass- listamaðurinn sem hlotið hefur árslaun þartil Sigurður Flosason fékk þau á dögunum. Fengjust þessir drengir við tónlist æðri áheyrenda væru þeir og fleiri djassleikarar löngu búnir að fá laun til lengri tíma. Það er merki- legt hvernig þeir tónlistarmenn sem ekki fást við hið kórrétta form eru sniðgengnir í öllum styrkveit- ingum - þetta gerist ekki í myndl- ist og í mun minna mæli í bók- menntum. Hörkuboppið réð ríkjum í Kaffi- leikhúsinu á sunnudagskvöldið og fyrir hlé var Horace Silver höfuð- tónskáldið, en settinu lauk á lagi Freddie Hubbards: Gibraltar. Hann átti líka fyrsta lagið eftir hlé: Up jumped spring. Spila- mennskan hjá piltunum var ekki spennandi í þessu lagi þegar bassasóló Þórðar Högnasonar er undanskilin. Það var einsog hann og Birgir Baldursson lifðu sjálf- stæðu lífi utan lags og hljómsveit- ar og sóló Þórðar var listaverk. Aftur á móti náði kvintettinn sér á strik í Pent up house eftir Sonny Rollins, sem er búið að vera á dag- skrá hjá íslenskum djassleikurum meira og minna síðan Rollins hljóðritaði það fyrst árið 1956. Stefán S. Stefánsson hefur sam- ið margan skemmtilegan djassóp- us og einn var frumfluttur á sunnudagskvöld: Red rondo nefnd- ist hann af blúsættinni og sagði höfundur að rondónafnið vísaði til hins fræga Brubeckópusar Blue rondo a la turk, en verkin væru þó það fjarskyld að ekki væri ástæða til málshöfðunar. Þetta er hinn mesti fingurbrjótur, en þeir félag- ar þræluðust í gegnum það og sóló höfundarins var sérlega skemmti- legur. Með klassískum djassblús- blæ í upphafi en nær andblæ hinna frjálsu tenórtryllara í lokin. Sóló Kjartans Valdimarssonar var líka fínn - frjálslegur í upphafi en æ blúsaðri og sveifluríkari er á leið uns sauð á keipum. Verst í hvernig ástandi flygill Jóns Leifs í Kaffi- leikhúsinu er. Það þyrfti alvöru píanóstillari að taka hann í gegn. Eini söngdans kvöldsins var Speak low eftir Kurt Weil. Hinn ungi Vestmannaeyingur, Birkir Freyr Matthíasson, blés laglínuna í flygilhorn með miklum ágætum og sóló hans var fallega uppbyggð- ur. Ég hef aldrei heyrt Birki blása betur en þetta kvöld, enda var hann í félagsskap þroskaðra lista- manna af bestu sort. Tónleikum Stefáns og félaga lauk á Manteca Dizzy Gillespie og eitt er víst að bæði tónleikagestir og spilarar nutu kvöldsins. Er þá ekki til mik- ils unnið? Stórkostleg útsala á vönduðum kvenfatnaði Kjólar, peysur, buxur, flíspeysur, jakkar, úlpur oq margt fleira Allt á 1.000 krónur Opið frá kl.17.00—22.00 í kvöld . Allra síðasti dagur. Erum á Fosshálsi 1 (Dublin-húsið) DAEWOO NUBIRA II \ Verð: 1.490.000 Bfll á mynd Við auglýsum ekki verð frá Fullkominn! Daewoo Nubira er fullur af staðalbúnaði sem tryggir að þú og fjölskylda þín njótið bílsins til fulls. Öryggi, kraftur, tækni, mikið rými og frábært verð eru helstu einkenni bílsins. Þannig er Nubira hönnuð utan um þarfir fjölskyldunnar allrar. Þess vegna leyfum við okkur að fullyrða að Nubira sé fullkominn fjölskyldubílL. Komdu og reynsluaktu og leyfðu Nubiru að koma þér ánægjulega á óvart. www.benni.is Vagnhöfða 23 • 112 Reykjavik • Sími 587-0-587 • Opið laugardaga 10-16 Krínglunni • Opið laugardaga 10-18 og sunnudaga 13-17 Umboðsmenn: Akureyri: BHasalan Ós. Egilsstaðir: BHasalan Fell. -hannaður utan um þig Vernharður Linnet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.