Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 54
'4 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Vashhugi A L H L I Ð A ViÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR 1 Fjárhagsbókhald i Sölukerfi > Viðskiptamanna kerfi I Birgðakerfi ) Tilboðskerfi I Verkefna- og pantanakerfi i Launakerfi I Tollakerfi Nýtt! Treflar og veski í úrvali Buxur 2.990- Bolur 2.490- Faxafeni 8 sími: 533 1555 Nýjar vörur Þrjátíu ár í EFTA FYRIR rúmum þrjátíu árum var aðildarumsókn íslands að Fríversl- unarsamtökum Evrópu, EFTA, eitt megindeiluefni íslenskra stjómmála. ísland gerðist aðili að EFTA hinn 1. mars 1970. Um þá ákvörðun hefur ekki staðið styrr upp frá því. I slag- togi við önnur EFTA ríki hóf ísland þátttöku í Evrópska efnahagssvæð- inu, EES, árið 1994. í aðdragandan- um skiptist íslenska þjóðin í tvær fylkingar, með og á móti aðild. í dag er sátt um þátttöku íslands í EES. I raun virðist það flestra skoðun að með aðildinni að NATO, útfærslu fiskvejðilögsögunnar í áföngum og aðild íslands að EFTA og síðar EES hafi verið stigin stærstu sporin í ís- lenskum stjórnmálum á tuttugustu öldinni. Aðildin að EFTA og EES hefur ekki einvörðungu tryggt íslenskum sjávarafm-ðum að mestu tollfrjálsan aðgang að mikilvægustu mörkuðum meginlands Evrópu og rennt stoðum undir samkeppnishæfni íslensks iðn- aðar- og þjónustugreina. Með þátt- töku íslands í EFTA sneri þjóðin af braut sjálfsþurftarbúskapar og hafta og hóf af einurð þátttöku í alþjóða- samstarfi á sviði verslunar og við- skipta, sem síðar hefur kynt undir nútíma- og alþjóðavæðingu íslensks atvinnulífs. ÓÚku er saman að jafna því umhverfi sem íslensk fyrirtæki og neytendur búa við í dag miðað við það sem gerðist fyrir þrjátíu áram. EFTA var stofnað árið 1960 af Bretlandi, Danmörku, Noregi, Sví- þjóð, Sviss, Austurríki og Portúgal. Markmið samtakanna var að koma á fríverslun í innbyrðis viðskiptum að- ildarríkjanna með afnámi tolla og annarra viðskiptahindrana, að efla viðskiptatengsl við Efnahagsbanda- lagið, sem stofnað var árið 1957 og að vinna fríverslun í heiminum brautar- gengi. Um þessar mundir voru ís- lendingar að glíma við aðlögun at- vinnulífsins að auknu frjálsræði og samkeppni. Það mun hafa ráðið nokkru um að Island gerðist ekki að- ili að EFTA fyrr en tíu áram eftir stofnun þess árið 1970. Hagur íslands af EFTA-aðildinni kom einnig í ljós árið 1972 þegar EFTA-ríkin gerðu tvíhliða fríversl- unarsamninga við Evrópubandalag- ið. Samningarnir snerust að mestu um fríverslun með iðnaðarvörar en voru sniðnir að sérþörfum hverrar þjóðar fyrir sig. Með tvíhliðasamn- ingnum við EB og hinni frægu bókun 6 fengust tollalækkanir fyrir margar Fríverslunarbandalag Nú þegar þrjátíu ár eru --------------7--------------- liðin síðan Island gekk í EFTA, segir Kjartan Jóhannsson, er auðvelt að sjá hve mikill ávinn- ingur hefur verið af að- ildinni. helstu fiskafurðir okkai' á Evrópu- markað og á honum grandvölluðust hin þýðingarmiklu viðskipti við Evrópubandalagsríkin allar götur þai’ til að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tók gildi árið Í994. Bókun 6 gekk hins vegar ekki í gildi fyrr en landhelgisdeilur við Breta og Þjóðverja vora til lykta leiddar 1976. EES-samningurinn bætti síðan enn frekar markaðsaðgang sjávarafurða þegar hann gekk í gildi. Starf íslands í EFTA hefur fært okkur sönnur á að smáríki geta haft áhrif í alþjóðasamstarfi. Eitt gleggsta dæmi þess er að fyrir fram- kvæði og atbeina íslendinga varð full fríverslun með sjávarafurðir stað- reynd innan EFTA árið 1989. Sú samþykkt hafði þýðingarmikil áhrif á niðurstöðu EES-samninganna um sjávarafurðir. Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra benti á í grein í Morgunblaðinu sem skrifuð var af til- efni 40 ára afmælis EFTA nýverið, að samþykktin um fríverslun með fisk innan EFTA hefði leitt til þess að H EIGNAMIÐIXJNIN lUplSllilihbSkbKniU.Mit Pftit* I. Hw ðui i*ii. ymHf tV/jn>trrn. likira’ir. ijnrnfii Titii—ítiiTI Til leigu Aðalstræti - gamla ísafoldarhúsið Eignamiðlunin hefur verið beðin í: um að annast leigu á þessu ij glæsilega húsnæði. Grunnflötur p hússins erum 135 fm. Húsið hef- | ur allt verið uppgert í gamla stíln- um. Annars vegar erum að ræða ; 1. hæðina auk kjallarans sem er með góðri lofthæö og bakinn- gangi. Þessir tveir hlutar gætu hentað fyrir verslunarrekstur eða : matsölustað. Hins vegar er um að ræða tvær efri hæðir sem leigjast í sitthvoru lagi. Þær henta vel fyrir skrifstofur eða félaga- starfsemi. Allar upplýsingar veita Þorleifur og Sverrir. „EFTA-ríkin lögðu strax í upphafi EES- viðræðnanna fram kröíú um að reglur EES-samningsins um fríverslun ættu að gilda um sjávarafurðir." Tel- ur ráðherrann að sam- staða EFTA-ríkjanna á þeim vettvangi hafi „tryggt þann góða að- gang sem við höfum að mörkuðum ESB fyrir sjávarafurðir í dag.“ Avinningur íslands af EES-samningnum er víðtækur og fjöl- þættur. Hann tekur til þjónustuviðskipta, frjáls flæðis fjármagns og vinnuafls og samstarfs á sviði menntunar og vís- inda, svo eitthvað sé nefnt, og hefur fært íslenskum fyrirtækjum ótal ný tækifæri tU að hasla sér völl á evrópskri grandu á grandvelli fijálsrar samkeppni á innri markaði Evrópu. EES-samstarfið snýst um að samræma viðskiptareglur innan alls svæðisins, þeim reglum sem í gildi era í ESB á hveijum tíma. ís- lenskt viðskiptaumhverfi hefur því þróast í takt við þróun innri markað- ar Evrópu. EES-samstarfið hefur greitt götu íslensks atvinnulífs og fjármagnsmarkaðar til alþjóðavæð- ingar. Þessu ber glöggt vitni hin öra nýsköpun sem átt hefur sér stað í ís- lensku atvinnulífi undanfarin ái’ og getið hefiu' af sér fyrirtæki á sviði tækni og hugbúnaðar með útibú og samstarf víða um heim. Samsetning EFTA hefur tekið nokkram breytingum í fjöratíu ára sögu samtakanna. Ný ríki gengu í hópinn og önnur stigu skrefið yfir til ESB. í dag starfar Island með þrem- ur öðram EFTA-ríkjum: Noregi, Liechtenstein og Sviss. Síðastnefnda ríkið kaus að standa utan EES, en saman starfa þessi fjögur ríki nú af auknum krafti að einu meginmai'- kmiði EFTA frá upphafi, nefnilega að tryggja viðskiptahagsmuni aðild- arríkjanna með því að gera fríversl- unarsamninga við ríld utan ESB. Helstu keppinauta EFTA-fyr- irtækja er að finna inn- an ESB sem hefur aukið fríverslunarsamskipti sín við önnur ríki og ríkjasambönd af fullum þunga undanfarin ár. EFTA hefur fylgt ESB eftir með gerð fjölda frí- verslunarsamninga við ríki Mið- og Austur- Evrópu og ýmsar Miðjarðarhafsþjóðir. Þannig hefur tekist að skapa fyrirtækjum EFTA-ríkjanna jafnan samkeppnisgrundvöll á við keppinauta frá ESB í viðkom- andi ríkjum. En fríverslunarsamn- ingarnir hafa einnig þjónað því hlut- verki að örva uppbyggingu í löndum Mið- og Austur Evrópu og að flýta fyrir aðlögun þeirra að evrópsku við- skiptaumhverfi. EFTA-rOdn hafa í vaxandi mæli beint sjónum sínum að ríkjum utan Evrópu í takt við síminnkandi vægi fjarlægðar í alþjóðaviðskiptum nú- tímans. Þau smíða nú brú yfir til vest- urálfu með gerð fríverslunarsamn- ings við Kanada sem verið er að leggja lokahönd á. Ennfremur hafa verið undirbúnar viðræður við Mexíkó, Chile og Mercosur-ríkin (Brasilíu, Argentínu, Úrágvæ og Paragvæ). Samningar af þessu tagi opna íslenskum fyrirtækjum og frumherjum nýjar viðskiptavíddir og tækifæri til að ryðja sér til ráms í fjarlægum heimshomum á grund- velli greiðari markaðsaðgangs og frjálsrar samkeppni. Nú þegar þijátíu ár era liðin síðan ísland gekk í EFTA er auðvelt að sjá hve mikill ávinningur hefur verið af aðildinni. Það er því ástæða til að fagna skrefinu sem stigið var inn í samfélag Evrópuþjóða hinn 1. mars 1970. Höfundur er framkvæmdastjóri EFTA. Kjartan Jóhannsson Haltu kjafti og vertu sæt á UM árum hefur konum fjölgað í íslenskum stjómmálum þó að hlutfall þeirra sé enn langt frá því sem eðli- legt má teljast. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun í samfélaginu virðist ennþá vera ótrálega stutt í for- dóma gagnvart konum í stjórnmálum. Fyrir stuttu birtist viðtal í Vikunni við Garðar Sverrisson, formann Öryrkj abandalagsins, þar sem koma fram ummæli sem ég á erfitt með að sitja athugasemdarlaust undir. Grípum niður í viðtalið: „Nei, svona stjórnmálamenn fá ekki háa einkunn hjá mér, og raunar finnst mér þessi skortur á pólitískum metnaði vera nokkuð einkennandi fyrir meirihluta þeirra kvenna sem tipla í kringum þá Halldór og Davíð. Þeim virðist finnast svo óskaplega gaman að vera með stóru strákunum að það er eins og það komist ekkert annað að en að laga hárið, varalita sig og brosa. Og ég get ekki að því gert, en þegar ég sé þær allar saman komnar í fínu pelsun- um sínum verður mér sífellt hugsað til þess hve hárbeittur hann var titillinn á skáldsögu Vitu Andersen, Haltu kjafti og vertu sæt, þótt skáldkonunni hefði sennilega seint komið til hugar að þessi titill ætti eftii' að verða lýs- andi fyrir samskipti kynjanna á vettvangi íslenskra stjómmála nærri aldarfjórðungi síðar.“ Ég held að þessi orð Garðars geti ekki misskilist, konurnar eru heimskar Ijóskur sem fátt annað kunna og geta en að snyrta sig og aðstoðað kallana þegar Fordómar Þrátt fyrir jákvæða þróun í samfélagínu tel- ur Guðrún Johnsen að ennþá sé ótrúlega stutt í fordóma gagnvart konum í stjórnmálum. á þarf að halda. Þetta era niðrandi ummæli í garð kvenna, sem láta sig jafnréttismál varða, algjörlega óháð því hvar í flokki þær standa. Þykir mér miður að maður í hans stöðu skuli láta hafa slík orð eftir sér og vona ég að slíkir fordómar gagnvart konum í stjórnmálum séu á undan- haldi. Höfundur er hagfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.