Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 35 s Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson Halldór Guðmundsson og Sigurður Svavarsson. Islensk leiklist í Þjóðleikhúsinu ITILEFNI af 50 ára afmæli Þjóðleikhússins stendur leik- húsið fyrir margvíslegum viðburðum og er einn liður í hátíðarhöldun- um leiklestrar- öð í Listaklúbbi Leikhússkjalla- rans sem ber yfirskriftina Gullkistan. Les- in eru brot úr leikritum nokk- urra íslenskra höfunda sem settu svip á fyrstu áratugi hins nýja Þjóðleik- húss og fjallað um höfundarverk þeirra. Þegar hefur verið fjallað um Halldór Laxness en önnur leikskáld sem minnst er á þennan hátt eru Agnar Þórðarson, Oddur Björnsson og Guðmundur Steinsson. Næstkomandi mánudagskvöld, Morgunblaðið/Ásdís Lausnargjaldið samlesið. Erlingur Gíslason, Jón Viðar Jónsson og Kjartan Guðjónsson. kl. 20.30, verður farið yfír sögu ís- lenskrar leikritunar í Þjóðleikhús- inu á tveimur fyrstu starfsáratug- um þess og fjallað verður sérstaklega um Agnar Þórðarson og Odd Björnsson. Leiklesin verða brot úr Lausnargjaldinu eftir Agn- ar og fluttur verður einþáttungur Odds, Jóðlíf. Umsjón með dag- skránni hefur Jón Viðar Jónsson. Leikarar sem lesa úr verkunum eru Erlingur Gíslason, Kjartan Guð- jónsson, Ragnheiður Steindórsdótt- ir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir. Húsið verður opnaðkl. 19.30. Giuliani sættist við Brooklyn-listasafnið RUDOLPH Giuliani, borgarstjóri New York-borgar, batt á mánudag enda á baráttu sína fyrir því að Brooklyn-listasafninu verði vísað burt úr byggingu í eigu borgarinn- ar, auk þess sem greiðslur til safns- ins voru hafnar að nýju, en þær voru lagðar niður í kjölfar Sensa- tion-sýningarinnar sem sett var upp í Brooklyn-safninu á síðasta ári. Sýningin var að mati Giuliani bæði viðbjóðsleg og óguðleg, en þar mátti m.a. sjá mynd af Maríu mey unna úr fílamykju. Nýtt samkomu- lag Giulianis við safnið gerir hins vegar, að því er dagblaðið New York Times greindi frá, ráð fyrir að Giuliani reyni ekki frekar að fá Brooklyn-listasafninu vísað á brott úr húsnæði sínu og að borgin hefji að nýju greiðslu mánaðarlegra fjárframlaga til listasafnsins. I framhaldi sættust stjórnendur listasafnsins á að fella niður mála- ferli sem voru uppi gegn borgar- stjóranum og lýstu safnaðaryfirvöld yfir ánægju sinni með tillhögun mála. En með því að forðast dóms- mál hefur Giuliani, sem nú keppir við Hillary Rodham Clinton um öld- ungadeildarþingsæti New York, komið í veg fyrir að sér verði vikið úr embætti á meðan á kosninga- baráttunni stendur. • Undirbúningur prófa - próftaka Lestraraðferðir - skipulag - hugarfar Stundafjöldi 4x2 klst. Skráning er hafin • Stjórnun prófkvíða Tengsl hugsana, kvíðaviðbragða og náms Lestraraðferðir - kvíðatemprandi leiðir - slökun Stundafjöldi 4x2 klst. Skráning er hafin ráð fyrir nám og starf Laufásvegur 17 • 101 Reykjavfk • sími: 561 2428 • fax: S61 3328 netfang: hollrad@hollrad.is • veffang: www.hollrad.is Kjartan Örn Ólafsson og Bjarni Þorsteinsson. við um Heilsubók fjölskyldunnar og ýmsir spennandi möguleikar, eins og bókin um 20. öldina sem Vaka - Helgafell gaf út út fyrir síðustu jól, væru fyrir hendi. Bjarni sagði hlut- ina vera orðna meira þannig, að fyrst værí hugmyndin að bókinni seld og síðan væri hún framkvæmd og þann- ig kæmust fleiri að verkinu. „Við viljum hefja útrás,“ sagði Kjartan Örn glaðbeittur. „Mörg er- lendu forlögin eru svo mikil bákn, að þar er sérhæfingin á hverju strái, en hjá okkur eru margir sem þekkja allt útgáfuferlið. Þess vegna held ég að fyrirtæki eins og okkar eigi fullt er- indi í forystu um fjölþjóðlegt útgáfu- samstarf. Við erum reyndar þegar byrjaðir. Þegar vantaði kennsluefni, sem tengdist þjóðsögum, tókum við að okkur að búa til Þjóðsögur við sjó. Við framleiddum sérstaka bók fyrir hverja Norðurlandaþjóð og nú eru þær komnar í kennslu. Þetta sannaði það, að við eigum erindi á þennan markað.“ Harðspjaldatrítlar og heljarins mikil fræðiverk Bókamessuna sóttu ekki bara út- gefendur og umboðsmenn. A neðri hæðinni rakst ég á bóksala, sem voru að leita sér að sölubókum og svo gátu menn gengið inn af götunni og kom- ist fyrir 15 pund á fjölskrúðugan bókamarkað. Þarna ægði hreint öllu saman. Einn sá ég kaupa litlar harð- spjaldabækur í kippum meðan annar stóð og fletti margra binda fræði- verki um tónlist. Þarna var Penguin, þarna var Tate-listasafnið í London með kynningu á listaverkabókum sínum, þama var þýzka Steidl-for- lagið, sem gefur út talsvert af ís- lenzkum höfundum, þama vora dönsk forlög saman um bás og norsk í öðrum, þarna var Já, þarna var Hvílík sæla að ráfa innan um allar þessar bækur. En bókamessa er ekki bara bækur og fundir undir fjögur augu. Alls konar dagskrár era í gangi og stöku rithöfundur sést á ferli. Réttindamál era rædd fram og aftur, því það er ekki nóg bara að verzla með réttinn, það þarf að vernda hann líka. Svo era bækur lesnar inn á snældur og nú taka menn tölvubók með sér í ferðalagið og geta reyndar sótt sér aðra bók, þegar ein er lesin. Stór og mikil ritverk eru sett á tölvudiska og talið að sum þeirra, eins og Britann- ica, komi aldrei aftur út í bókar- formi. Og svo er það Netið. Bækur era keyptar og seldar á Netinu. Það er verzlað með staka bókarhluta og rithöfundar eru farnir að birta skáld- verk sín á Netinu, eins og metsölu- höfundurinn Stephen King er nýj- asta dæmið um. Hvað sem Netinu líður, þá nægir það mér ekki. Ég þarf að hafa bókina milli handanna, geta strokið kápuna, þefað af pappírnum og fundið til hverrar blaðsíðu. Það era einmitt svona veizlur, eins og bókamessan í London, sem færa okkur heim sann- inn um það, að allar fréttir af andláti bókarinnar era stórlega ýktar. Anthony Powell látinn London. AP, AFP. BRESKI rithöfundurinn Anthony Powell lést á þriðju- dag, 94 ára að aldri. En Powell var einna þekktastur fyrir verk sitt „A dance to the music of times,“ sem gefið var út í tólf hlutum og tók hann 20 ár að skrifa. Söguþráðurinn spannar ör- ar þjóðfélagsbreytingar í Englandi á árunum frá 1914 til áttunda áratugarins og hefur oft verið líkt við „Leit- ina að glötuðum tíma“ eftir Marcel Prousts. Powell skrifaði fjölda ann- arra verka, en það var „A dance to the music of time,“ sem tryggði honum sess með- al breskra rithöfunda. Hann gaf m.a. út dagbækur sínar 1995 og þykja þær fullar af slúðri sem og meinyrtar, enda eru þær uppfullar af skemmtilegum, stuttum frá- sögnum af þekktum einstakl- ingum og var Powell þar m.a. oft hvassyrtur í garð annarra rithöfunda s.s. Virginíu Woolf, Graham Green og Salman Rushdie. ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 5704500, FAX 570-4505 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/ Hrauntunga Kópavogi Góð 121 fm neðri sérhæð með sérinngangi í tvíbýli. Stofa og 3 herb. Ný- leg innrétting í eldhúsi. Þvottaherb. í íbúð. Áhv. húsbr. 6,4 millj. Verð 11,9 millj. Klapparstígur Nýkomin í sölu 85 fm 4ra herb. íbúð á tveimur hæðum í nýlegu fjölbýli ásamt stæði í bílskýli. Parket á gólfum. Vestursvalir. Utsýni. Laus fljót- lega. Ahv. húsbr. 6,4 millj. Dalshraun - Hafnarfirði Heil húseign auk byggingarréttar 1.715 fm heil húseign, sem er kjallari og tvær hæðir. Um er að ræða iðn- aðar- og skrifstofuhúsnæði. Bygging- arréttur að 1.500 fm byggingu á lóð- inni. Eignin er frábærlega vel stað- sett við ein fjölförnustu gatnamót á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Selst í einu lagi. Nánari uppl. á skrifstofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.