Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 .7------------------------ MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Farsæl málalok í Laug’ardalnum FARSÆL málalok fengust, segir Alfreð Þorsteinsson, með samningum um flutn- ing Landssímans á lóð Orkuveitunnar. Með ákvörðun borg- aryfirvalda um að falla frá fyrirheiti sínu um lóðarúthlutun til Landssímans í Laug- g^jrdalnum, en bjóða fyrirtækinu hins vegar forkaupsrétt að hús- eignum og lóðum Orkuveitunnar við Suðurlandsbraut og Ármúla, var komið til Landssíminn Farsæl málalok hafa fengist, segir Alfreð Þorsteinsson, með samningum um flutning j Landssímans á lóð Orkuveitunnar. móts við óskir fjölmargra Reykvík- inga, sem annt er um Laugardalinn sem útivistarsvæði og vildu ekki skrifstofubyggingar á svæðinu. Áhugi Landssímans á lóð undir höfuðstöðvar sínar í Laugardalnum helgaðist fyrst og fremst af nálægð- inni við tæknisetur sitt í Armúla, og má því segja, að farsæl málalok hafi fengist með því að samningar hafa ~nú tekist um flutning Landssímans á lóð Orkuveitunnar, sem er í enn meiri ná- lægð við Armúlastöð- ina. Þessi niðurstaða sýnir, að með góðum vilja er oft á tíðum hægt að leysa erfið úr- lausnarefni eins og deilan um Laugardai- inn vissulega var. Þar toguðust á þau sjónar- mið borgaryfirvalda að koma til móts við óskir eins stærsta fyrirtæk- is í Reykjavík um heppilega lóð og hins vegar gífurlega sterk- ar tilfinningar tugþúsunda borgar- búa, sem gátu illa sætt sig við fyrir- hugaðar byggingaframkvæmdir. Mótmæli geta verið af ýmsum toga og misjafnlega vel rökstuddar. Því verður að vega vel og meta hverju sinni hvenær réttlætanlegt er af hálfu borgaryfirvalda að taka tillit til þeirra, því að mótmæli eru ekki alltaf á rökum reist. Og stund- um verður einfaldlega að taka meiri hagsmuni fram yfir minni hags- muni. Stjórnmálamenn ættu að forðast valdhroka í samskiptum sínum við borgarana. í þessu máli fengust farsæl málalok vegna þess, að borg- arstjóri og meirihluti borgarstjórn- ar hlustaði á raddir fólksins en henti ekki undirskriftum þess í Tjörnina eins og henti stjórnendur borgarinnar á árum áður og frægt varð. Höfundur er borgarfulltrúi Heykja- víkurlista. Alfreð Þorsteinsson ÞITT FE Maestro hvar sem ÞÚ ERT Fordómar og staðalmyndir STUNDUM heyr- um við bæði ráðamenn og almenning fullyrða að hér á íslandi séu engir fordómar gagn- vart fólki af erlendum uppruna og enn síður kynþáttafordómar. Þegar við, sem störf- um að málefnum inn- flytjenda á Islandi, heyrum slíkar fullyrð- ingar, vitum við að að- eins er verið að tala um eina ákveðna teg- und fordóma, þ.e. opna, ofbeldisfulla for- dóma. Fordóma, sem lýsa sér þannig að við hin sem ekki verðum fyrir þeim, verðum vör við þá. í tilefni af 21. mars, alþjóðleg- um degi Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttahatri og fordómum, skul- um við skoða nánar hvað felst í þessum hugtökum sem oft eru not- uð í hugsunarleysi. Orðið for-dómar felur í raun í sér merkingu þess, þ.e. við dæmum fyr- ir fram, dæmum eitthvað/einhvern sem við ekki þekkjum. En þá vakn- ar sú spurningin, hvernig það er hægt. Hvernig er hægt að dæma eitthvað eða einhvern sem maður ekki þekkir? Hvernig er hægt að mynda sér skoðun á einstaklingi eða jafnvel hópi fólks án þess að þekkja hann eða hafa nokkra mögu- leika á að þekkja allan hópinn? Það getum við vegna þess að við höfum gert okkur ákveðnar hugmyndir um viðkomandi manneskju eða hópi, myndir sem við lærum að trúa og festast í huga okkar. Myndirnar fáum við víða úr umhverfinu, t.d. úr bókum, kvikmyndum, teiknimynda- sögum og ekki síst fjölmiðlum. Þessar myndir köllum við „staðal- myndir" (stereotypes). Með þessar myndir í huga þykjumst við vita ná- kvæmlega hvernig einhver ákveð- inn hópur fólks ER, jafnvel þótt við höfum aldrei kynnst neinum sem af einhverjum ástæðum hefur verið flokkaður inn í þann hóp. Fólk er gjarnan flokkað niður í hópa: Það er t.d. flokkað eftir menningu, trú, uppruna, hegðun eða eftir útlitseinkennum eins og húðlit, líkamsstærð, hárgerð eða Guðrún Pétursdóttir Skolvaskar Intra skolvaskarnir eru framleiddir ávegg eða innfelldir í borð. Staerðir: 48 x 38 x 19 cm 54 x 45 x 23 cm T€flGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5B41088 • Fax: 564 1089 • tengi.is öðrum einkennum. Síðan eru flokkarnir tengdir ákveðnum eig- inleikum, t.d. þegar flokkað er eftir útlits- einkennum eða upp- runa, er öllum ein- staklingum sem teljast til þess hóps gefnir ákveðnir eiginleikar svo sem latir, duglegir, gáfaðir, skemmtilegir, frekir o.s.frv. Þannig verður til staðalmynd um hóp fólks sem ekk- ert á annað sameigin- legt en að vera með ákveðin sameiginleg útlitseinkenni eða að vera fætt í sömu heimsálfu. Staðalmyndirnar gera okkur í raun kleift að dæma án þess að þekkja. Ef við höfum engar staðalmyndir til að fara eftir, þá getum við heldur ekki dæmt. Kynþáttamisrétti Við hér á íslandi erum í raun í kjöraðstöðu, segir Guðrún Pétursdóttir, til að vinna forvarnar- starf gegn kynþáttafor- dómum. Þegar einstaklingur eða hópur fólks er dæmdur eftir staðalmynd- um en ekki sem einstaklingur þá er um að ræða fordóma. Þannig má segja að forsenda allra fordóma séu staðalmyndir og vil ég sérstaklega benda fjölmiðlum á ábyrgð þeirra í myndun staðalmynda og þar með fordóma. En hvernig lýsa fordómar sér? Lýsa þeir sér alltaf með ofbeldi og augljósri mismunun? Ef svo væri, mætti halda því fram að á íslandi væru litlir fordómar gagnvart fólki af ólíkum uppruna. En svona einfalt er þetta ekki. í raun má skipta for- dómum í tvo meginflokka, þ.e. opna og oft ofbeldisfulla fordóma annars vegar og dulda fordóma hins vegar. Opnir fordómar lýsa sér t.d. með of- beldi og árásum á fólk af erlendum uppruna, hótunarbréfum eða blaða- skrifum og ekki síst stofnun félags- skapar eins og t.d. nýnasistahreyf- inga eða ofstækisfullra þjóðernisflokka. Dulda fordóma verða yfirleitt að- eins þeir varir við, sem verða fyrir þeim. Við hin sem ekki verðum fyr- ir þeim vitum ekki einu sinni af þeim. Ofbeldisfullir fordómar eru enn- þá fremur fátíðir á íslandi en duldir fordómar ekki. En hvernig lýsa sér duldir fordómar? Duldir fordómar lýsa sér t.d. með því að fólk er látið afskiptalaust og einangrað, það er talað niður til þess, því er sýndur hroki og yfirlæti, það fær verri þjónustu, það er uppnefnt og niður- lægt, því er sýnd ókurteisi, óþolin- Silkibolirnir fást í Glugganum Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854. mæði og pirringur svo eitthvað sé nefnt. Þetta kemur ekki fram á síð- um dagblaðanna og fólk sem er í þeirri aðstöðu að vera útlendingur í ókunnu landi, kvartar sjaldnast yfir óþolinmæði í sinn garð. En það er von, því það fæðist enginn með for- dóma. Þeir lærast og því er líka hægt að losna við þá. Kynþáttahatur eða rasismi er einnig byggt á fordómum, en hafa ber í huga að „rasismi" er ekki að- eins byggður á þekkingarleysi, heldur er rasismi einnig ákveðin hugmyndafræði sem fólk aðhyllist, þeir sem t.d. ganga í nýnasistahópa eða aðhyllast þjóðernissinnaða stjórnmálaflokka gera það ekki endilega vegna þekkingarleysis, heldur vegna þess að þeir aðhyllast hugmyndafræði kynþáttahyggjunn- ar. Rasisminn skiptir fólki í meira og minna verða hópa vegna ákveð- inna ytri einkenna. Einkennin sem þessi skipting byggir á eru t.d.: húðlitur, þjóðerni eða uppruni, menning eða trú. Rasisminn rétt- lætir mismunun og stuðlar að henni gagnvart ákveðnum hópum. Eitt megineinkenni rasismans er valdið sem í því felst, þ.e. valdið til að við- halda ákveðinni mismunun. Á okkar tímum hefur hins vegar komið upp ný og enn hættulegri tegund ras- isma, svokallaður ný-rasismi (new- racism). Hættan sem felst í ný-ras- isma liggur fyrst og fremst í því hversu dult hann fer. Áhangendur ný-rasisma segja t.d. að ef til vill sé það rétt að allt fólk sé jafnmikils virði, en menning þess sé svo ólík, að það geti aldrei lifað saman í einu þjóðfélagi. Ný-rasistar byrja ræður sínar gjarnan á setningunni: „ég hef ekkert á móti útlendingum og mér er alveg sama hvernig fólk er á litinn, en mér finnst bara að þetta fólk eigi að vera kyrrt heima hjá sér“. En alveg eins og það eru ekki til „hreinir kynþættir" er heldur ekki til „hrein menning". Á íslandi sjáum við t.d. fjöldann allan af tón- listarstefnum, tískustefnum, matar- gerð og siðum sem ekki eiga upp- runa sinn á íslandi. Unglingar haga sér og tala öðruvísi en þeir sem eldri eru, það er munur á fátækum og ríkum, konum og körlum. í öll- um heimshlutum lifði og lifir mis- munandi menning hlið við hlið. I heimi, þar sem tengsl manna verða sífellt meiri með gervihnöttum, sjónvarpi og interneti, verður fjöl- menningarleg samvinna æ mikil- vægari. Þróunin er þegar komin af stað og það er einfeldni að halda að henni verði snúið við. Það er líka einfeldni að tala ítrekað um „inn- flytjendavandamál" því stór hluti vandans felst í skorti á víðsýni, vilja og skilningi þeirra sem fyrir voru, á þessu nýja og breytta samfélagi. Samfélagi sem er ekki lengur og mun aldrei verða einsleitt og sam- ansett af einstaklingum af sama uppruna eða með sama menningar- lega bakgrunninn. Við hér á Islandi erum í raun í kjöraðstöðu til að vinna forvarnarstarf gegn kyn- þáttafordómum því við getum séð þróunina fyrir og undirbúið þá kynslóð sem er að vaxa úr grasi undir breytingarnar og kennt þeim að búa í fjölmenningarlegu samfé- lagi. Höfundur er vetkefnastjóri hjá Mið■ stöð nybiía.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.