Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ljósmynd/Bragi Asgeirsson
Frá sýningn Jónasar Braga í Listhúsi Reykjavík.
Að gefnu tilefni
ALDREI þykir gott ef sýningar
fara hjá án þess að fá umfjöllun og
í mörgum tilvikum beinlínis grófur
áfellisdómur en getur þó átt sér
ýmsar aðrar orsakir sem hér skulu
tíundaðar að nokkru. Einn slíkur
framningur á myndlistarsviði var
sýning Jónasar Braga í Listhúsi
Reykjavíkur, sem lauk á sunnudag
hafí hún ekki verið framlengd sem
væri æskileg þróun. Hef sannfrétt
að listamaðurinn, sem sýndi þar
sautján ný og athyglisverð gler-
verk, hafi eðlilega orðið mjög sár.
í þessu tilviki er rétt að rekja
allt orsakaferlið, sem getur komið
í veg fyrir að slíkt endurtaki sig,
en hér skal upplýst að þögnin
beindist hvorki að listhúsinu né
listamanninum, því er fjarri. Sal-
urinn er spánnýr, mikið borið í
hann, og ég veit ekki betur en að
hann hafi fengið prýðisdóma hjá
tveim af þrem rýnendum blaðsins
enda bjartur og vistlegur og hér
tækifæri til að vekja endurtekið
athygli á því.
Mál er að rýnirinn var mættur á
staðinn kl. 14 opnunardaginn,
hugðist skrifa strax og skila á
mánudagsmorgni, salurinn þá gal-
tómur en opna átti sýninguna kl.
16. Fannst það í meira lagi skrýtið
því yfirleitt koma menn með verk
sín á sýningastað nokkrum dögum
áður til að fá rúman tíma að koma
þeim fyrir og vekja athygli fjöl-
miðla á framkvæmdinni, getum
eðlilega hvorki skrifað um auða
sali né ófrágengnar sýningar. Þá
hefur færst í vöxt að við rýnendur
mætum fyrir opnanir til að koma
skrifunum eins fljótt og auðið er á
síður blaðsins.
Kom svo aftur á mánudeginum
og furðaði mig hve listamanninum
hafði tekist vel upp með niðurröð-
un verka sinna þrátt fyrir nauman
tíma. En þá voru fleiri og brenni-
heit verkefni á dagskrá og mál
skipuðust svo í miðri viku að
ákveðið var að annar skrifaði
syrpu um allar hinar mörgu sýn-
ingar sem þá voru í gangi á Skóla-
vörðustígnum. Stóðum við rýn-
endumir í þeirri trú að sýning
Jónasar Braga stæði yfir í tvær
vikur og þrjár helgar, sem er hinn
sígildi sýningartími. Hið rétta, að
um vikusýningu væri að ræða,
uppgötvaðist svo ekki fyrr en á
fostudag. Þetta var auðvitað okkar
handvömm, brá mér mjög og sá að
eini möguleikinn væri að koma að
rýni á sunnudeginum með því að
fresta birtingu annars efnis, en þá
komu þau skilaboð að blaðið væri
sprungið þann daginn. Það voru
þannig samverkandi þættir sem
gerðu að verkum að rýni birtist
ekki en má vera nokkur lærdómur
fyrir alla aðila.
Bragi Ásgeirsson
Einlægur atferl-
isvísindamaður
KVIKMYAPIR
lláskólabfó og
S a m b f ó
MAN ON THE MOON ★★★
Leikstjóri: Milos Forman. Handrit:
Scott Alexander og Larry
Karszewski. Aðalhlutverk: Jim
Carrey, Courtney Love, Danny De
Vito, Paul Giametti og Jerry
Lawler. Mutual Film Company
1999.
ÞAÐ er eins og sumir sjái hlutina í
víðara samhengi en aðrir. Eins og
þeir geti horft á mannfólkið úr fjar-
lægð og glott í kampinn yfir fárán-
legri íhaldsseminni og smásálartökt-
um þess.
Andy Kaufman var einn af þessum
mönnum. Enda var hann, að eigin
sögn, ekki grínisti heldur stundaði
atferlisvísindi.
Milos Forman hefur fengið í lið
með sér sömu handritshöfundana og
unnu með honum myndina um Larry
Flynt, annan sérstakan frumkvöðul
og utangarðsmann í bandarísku
samfélagi.
Mér finnst Alexander og
Karszewski ekki takast alveg nógu
vel upp í handritsgerðinni í þetta
sinnið. Upphafsatriðið er mjög
skemmtilegt, en annars stikla þeir á
stóru í lífi Kaufmans en tekst ekki
nægilega vel að sýna tíma eða þróun
og eru of hlutlausir. Það sem gerir
myndina góða er að hún fjallar um
alveg einstakan og ótrúlegan ein-
stakling sem heillar alla með upp-
átækjum sínum, einlægni og heiðar-
leika. Og þá skiptir ekki máli þótt
hann sé að taka bandarískt samfélag
í nefið, hann hefur alþjóðlega tilvís-
un.
Jim Carrey er fæddur í þetta hlut-
verk og skilar því fullkomlega. Hann
er Andy Kaufman, hvað sem Holly-
wood-akademíunni kann að sýnast.
Minna pláss er fyrir aðra kar-
aktera í myndinni og verður hlutverk
Courtney Love, sem unnustunnar
Lynn Marguiles, frekar dapurt.
Hún segir í myndinni að hún viti
að það sé enginn raunverulegur
Andy til. Ég hefði viljað sjá meira
gert í þvi að kryfja þennan einstakl-
ing aðeins nánar, hvaða þörf lá virki-
lega að baki „rannsóknum" hans,
hvað er grín og hvað ekki, hver Andy
Kaufman raunverulega var; snilling-
ur eða fífl. Með þessum lífsbrotum
sem hér eru á borð borin verða
áhorfendur að draga allar ályktanir
sjálfir, og eiginlega kemur maður út
sem stærra spurningarmerki en þeg-
ar maður fór inn.
Það að hann skuli hafa fengið
lungnakrabbamein og enginn trúað
honum er punkturinn fyrir átökin og
krufninguna sem vantar í þessa
mynd, sem fyrir minn smekk hefði
getað orðið fullkomin.
Hildur Loftsdóttir
Biggibýður
Morgunblaðið/Halldór Runólfs
Verk í gryfjunni í Ásmundarsal, eftir Eggert Einarsson.
MYJVPLIST
Ljstasafn ASÍ,
Ásmundarsal
MÁLVERK, HÖGGMYNDIR &
TEIKNINGAR
Birgir Andrésson, Björn R oth,
Eggert Einarsson &
Omar Stefánsson
Til 2. aprfl. Opið þriðjudaga til
sunnudaga frá kl. 14-18.
SÝNING fjórmenninganna í
Listasafni ASI er fyllilega í anda
Fluxus-stefnunnar, hröð, af fingrum
fram og ábyrgðarlítil að því er virð-
ist. Birgir Andrésson mun hafa haft
salinn á leigu og boðið hinum þrem
að sýna með sér. Því lét hann hafa
eftir sér í viðtali að sýningin hefði
mátt heita „Biggi býður“.
Hann er jafnframt sá fjórmenn-
inganna sem sker sig úr sökum lítill-
ar Fluxus-kenndar. Birgir er ekki
alltof trúr þeim grasrótaranda sem
einkenndi framgangsmáta Fluxus-
manna á sjöunda áratugnum. Til
þess er hann of mikill fagmaður í
orðsins íyllstu merkingu, einmitt
þeirri sem sannir Fluxus-félagar ál-
íta til vansa fyrir listina. Birgir er
mun nær afstöðu engilsaxneska
skólans þar sem menn sjá ekkert at-
hugavert við það að vera prófessjón-
al í listinni.
Þar af leiðandi eru „Frímerki"
hans og „Fálkar" óaðfinnanleg verk
tæknilega séð. „Frímerkin" eru í
beinu framhaldi af divisjónisma
Seurat, meðan „Fálkarnir" sverja
sig í ætt við ný-fígúratífar teikningar
popp-listarmanna á borð við Jim
Dine. Ef til viil hefur það alltof lengi
farið framhjá okkur hve popp-ættað-
ur Birgir er, eða hve nátengd við-
fangsefni hans eru þeim heimi sem
Richard Hamilton mótaði á sjötta og
sjöunda áratugnum. Áhugi hans á
klisjum er óaðskiljanlegur hluti
áhuga hans á birtingarmyndum ís-
lenskrar menningar.
Ef þetta er athugað nánar kemur í
ljós að Birgir er ætíð á höttunum eft-
ir fornum - og nær horfnum - teikn-
um íslensks iðnaðar. Klassískt lita-
val, prenttækni, grjóthleðsla og
prjónaskapur voru vísir að iðnaði
þótt sjaldnast kæmist slík atvinna al-
mennilega af handverksstiginu sök-
um skorts á staðlaðri verktækni. Það
er ekki stöðlunin í sjálfri sér sem
vekur áhuga Birgis heldur stíllinn
sem henni er samfara. Án staðlaðra
vinnubragða verður enginn stíll.
Vissulega má segja að Ómar Ste-
fánsson hafi ákveðinn stíl. Málverk
hans eru flestöll sjálfum sér lík, þan-
in og flæðikennd, með urmul af smá-
atriðum sem bráðna saman og
sundrast líkt og vaxkerti. Það er
merkilegt að Ómar, sem fæst við
myndasögugerð og myndasöguút-
gerð, skuli hafa rambað á jafn ógraf-
ískan miðil og málverk á striga. Gou-
ache-litir á kartón hefðu eflaust
hentað teiknaranum afbragðsvel og
væntanlega mun betur en þykkur
smurningurinn sem lætur sig hvergi
fyrir smáatriðum.
En svo má vera að Ómar vilji ein-
mitt hafa myndir sínar eilítið eins og
subbulega útgáfu af Erró, en mergð-
in í málverkum hins síðarnefnda er
bersýnilega fyrirmyndin. Hvað sem
líður heildarsummunni býr Ómar þó
enn yfir snerpunni og tryllingnum
sem einkenndu bestu verk hans í ár-
daga.
Spíraliðan sem hvarvetna er í mál-
verkum hans rímar sérlega vel við
hringamyndanirnar í verkum þeirra
Björns Roth og Eggerts Einarsson-
ar. Að vísu eru teikningar þeirra
abstrakt, en ofsafengin iðan sem er
þungamiðjan í þeim á sér næstum
táknrænar og gagnsæjar rætur.
Hér er andi Dieter heitins Roth
rækilega kominn í spilið með gríð
sinni. Sonur hans Björn fer á kostum
í stórri veggröð af litteikningum sem
unnar eru með glærum á glærur. í
þessum verkum er mikil og splundr-
andi tjáning þótt forsendurnar séu
ef til vill of nærri Fluxus-tilraunum
sjöunda áratugarins. Það má ekki
gleyma þeirri staðreynd að bakvið
þær tilraunir voru expressjónísku
abstraktmennirnir og súrrealistarn-
ir með ósjálfráða skrift sína.
Vera má að Björn geri sér um of
að góðu þessa hefð án þess að stýra
henni til nýrri landvinninga. Ef til
vill er ekki meira land að hafa, en
það er frekar dauf afsökun því að í
tækni Bjöms býr fullt af ókönnuðum
möguleikum. Líklegra er að eitt-
hvert frumspekilegt tilgangsleysi
elti hann, en kaldhæðinn drungi
virðist elta flesta þá félaga og hafa af
þeim ákveðið þrek til endursköpun-
ar. í því sambandi er vert að skoða
bilaða maskínu Eggerts Einarsson-
ar í gryfju Ásmundarsalar.
Hún er til marks um að eitthvað sé
að mótornum sem knýr sköpunar-
verkið. Eggert er skemmtilegur
myndhöggvari með hugmyndaríkar
samsetningar, en eilítið eins og hjá
félögunum er gangverkið farið að
tapa pústi. Þótt Fluxið hafi heitið sér
að ganga áfram án þess að láta bil-
bug á sér finna eru uppátækin farin
að einkennast um of af endurminn-
ingum. Það er eins og það dugi ekki
alveg eins vel nú, að gera bara eitt-
hvað, og það gerði fyrir þrjátíu til
fjörutíu árum. Afhelgunin sem þá
var aðalinntakið er að breytast í end-
urhelgun, en slíkt væri fullkomlega í
trássi við megininntak Fluxus-
hreyfingarinnar.
Það verður að þróa hlutina hvað
sem það kostar, og það að þróa hlut-
ina er ekki, eins og Ýoko Ono heldur,
að láta steypa þá í brons. Eins er
ekki hægt að halda á lofti sama til-
gangsleysinu og haldið var á lofti
fyrir nokkrum áratugum. Menn
verða að sækja sér nýtt tilgangsleysi
ellegar leita uppi nýjan tilgang. Það
er eina verðuga framhaldið ef blása á
nýju lífi í Fluxið.
Halldór Björn Runólfsson
Aukasýn-
ingar á
Krítar-
hringnum
SÝNINGUM á Krftarhringum í
Kákasus í Þjóðleikhúsinu er að
ljúka en tvær aukasýningar verða
laugardaginn 1. apríl kl. 15 og 20.
Þetta eru allra síðustu sýningar.
Krítarhringurinn var frumsýnd-
ur á liðnu hausti á Stóra sviði Þjóð-
leikhússins og er sýningin sett upp í
samstarfi við Theatre de Complic-
ite í London. Sýningin hlaut nýlega
tilnefningu til Menningarverðlauna
DV í leiklist árið 2000.
Úr leikritinu Krítarhringurinn frá Kákasus.