Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000
UMRÆÐAN
30% hækkun
lægstu launa
í MORGUNBLAÐ-
INU í gær var grein
eftir Gylfa Pál Hersi,
félagsmann í Eflingu -
stéttarfélagi. I grein-
inni dregur hann fram
aðeins eina launahækk-
un í nýgerðum kjara-
samningi Flóabanda-
lagsins upp á 3,9% og
má skOja greinina svo
að þessi eina launa-
hækkun sé inni í samn-
ingnum.
Þarna slítur Gylfi
Páll Hersir launa-
hækkanir samningsins
úr öllu samhengi. 3,9%
hækkunin er aðeins
hluti af lágmarkslaunahækkunum
sem er fyrir þá sem eru með 91.000
Samningar
Meginmarkmið í kröf-
um Flóabandalags-
samningsins, segir Hall-
dór Björnsson, var að
leggja áherslu á að
lægstu laun hækkuðu
verulega.
kr. mánaðarlaun og hærri og samtals
verða lágmarkshækkanir 12,71% á
samningstímanum.
Hið rétta er að
hækkanir þeirra sem
eni á 70 þúsund króna
töxtum í dag eru 30% á
samningstímanum.
Þessar hækkanir skipt-
ist þannig:
1. mars 2000 hækka
laun 8,9%
1. janúar 2001 hækka
laun 6,5%
1. janúar 2002 hækka
laun 6,5%
1. janúar 2003 hækka
laun 5,25%
Samtals er þetta 30%
hækkun á 70 þúsund
króna laun sem verða
90.000 kr. 1. janúar árið
2003.
Meginmarkmið í kröfum Flóa-
bandalagssamningsins var að leggja
áherslu á að lægstu laun hækkuðu
verulega.
Þá sleppir Gylfi Páll því að tekju-
trygging samkvæmt samningnum
verður 85.000.- kr. frá næstu ára-
mótum 2000/2001.
Þó menn séu á móti samningnum
eiga þeir ekki að nota rangfærslur til
að sverta hann í augum félagsmanna
Flóabandalagsins sem nú eru að
greiða atkvæði um samninginn.
Um önnur atriði í grein Gylfa
verður ekki fjallað hér. Hins vegar
ætti Gylfi að hafa í huga hið forn-
kveðna að hafa skal það sem sannara
reynist.
Höfundur er formaður Eflingar
- stéttarfélags.
Halldór
Björnsson
oz.com
Íslandssími ericsson $
h e i m s m ó t.
í s k á k Chess(o lceland
1.og 2. apríl í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs
Mótið hefst kl. 13.00 báða dagana
Bein útsending á Q) SKJÁ EINUM - Netútsendingar á strikss og chess.is
gsp.