Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR •• Markús Orn Antonsson útvarpsstjóri á fundi um framtíð Ríkisútvarpsins Ráðherra send beiðni um 12% hækkun afnotagjalda MARKÚS Öm Antonsson útvarps- stjóri upplýsti á fundi Sambands ung- ra framsóknarrnanna um framtíð Ríkisútvarpsins og hugsanlegar breytingar á starfsemi stofnunarinn- ar, sem haldinn var á Kaffi Reykjavík í gær, að stjómendur stofnunarinnar hefðu fyrir nokkru sent menntamála- ráðherra beiðni um að afnotagjöld RÚV yrðu hækkuð um 12%, fæm úr 2.100 krónum í 2.350 krónur. Sagði hann að ráðherra hefði fjallað um málið í ríkisstjóm en niðurstaða lægi ekki fyrir. Markús fjallaði í erindi sínu nokk- uð um fjárhagsvanda RÚV og sagði blikur á lofti í rekstri stofnunarinnar enda hefðu litlar breytingar verið gerðar á afnotagjaldi hennar undan- farin ár þó að kostnaður við rekstur- inn hefði aukist til muna. Síðast hefði verið gerð 5% hækkun árið 1998 og þar áður 4% 1993 en brýn þörf væri á hækkun nú um stundir. Markús sagði menn hins vegar þekkja það frá fyrri tíð að þessi mál væm afskaplega viðkvæm þegar kjarasamningar stæðu fyrir dyrum. Jafnvel væri stundum látið eins og RÚV væri helsti verðbólguvaldurinn í samfélaginu og það gengi ætíð illa að fá hækkun á afnotagjaldinu þó að á sama tíma væri annað að hækka. Á fundinum í gær lýsti Ævar Öm Jósepsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, þeirri skoðun starfsmanna RÚV að stofnunin mætti ekki við jafn beinum pólitískum afskiptum af starfsemi hennar og raun hefði borið vitni undanfarin ár. Gagnrýndi hann jafnframt aukinn þátt kostunar í dag- skránni og varaði við hugmyndum um hlutafélagavæðingu RÚV. Gissur Pétursson, varaformaður útvarpssráðs, sagði hins vegar að pólitísk tengsl væra óhjákvæmileg á meðan stofnunin væri í eigu ríkisins. Taldi hann að menn væm of gjamir á að gagnrýna störf útvarpsráðs og að of oft væri gert lítið úr mikilvægi þess. Fram kom í máli Gissurar að hann teldi RÚV standa á tímamótum. Stofnunin þyrfti að gera upp við sig hvaða hlutverki hún vildi gegna. Of mikið hefði borið á því að reynt væri að elta markaðinn og sagði Gissur t.d. að íþróttaefni væri orðið alltof ráð- andi og kostnaðarsamt í dagskrá sjónvarpsins. Velti hann því fyrir sér hvort ekki þyrfti að stokka hlutina upp. RÚV breytt í samvinnufélag? Gissur sagðist telja að RÚV væri að nálgast hámarkið í því hversu mik- ið væri hægt að treysta á auglýsinga- tekjur í rekstrinum, vægi kostunar og auglýsinga í dagskránni stefndi að því að stofnunin glataði sjálfstæði sínu og sveigjanleika. Sagði Gissur það alls ekki fráleita hugmynd að RÚV hætti alfarið auglýsingum og léti síðan aðra á markaðnum sinna til- teknum dagskrárliðum, svo sem íþróttaefni og afþreyingarkvikmynd- um, en einbeitti sér í staðinn að gerð metnaðarfyllra menningarefnis. Taldi hann að sátt væri um það í sam- félaginu að RÚV gegndi slíku hlut- verki. Gissur skaut ennfremur fram þeirri hugmynd að RÚV yrði gert að samvinnufélagi. Sagði hann önnur rekstrarform en núverandi fyrir- komulag og hlutafélagavæðingu hafa orðið undir í umræðunni en hugmynd sín byggist á því að settar yrðu upp deildir á landinu öllu, deildir sem kysu fulltrúa á aðalfund sem kjósa myndi stjóm. Stjómin, sem gæti heitið útvarpsráð, gerði síðan þjón- ustusamning við ríkið um rekstur RÚV, réði útvarpsstjóra og stofnunin yrði eins konar sjálfseignarstofnun. I lok fundarins gerði Markús Örn auglýsingatekjumar að umtalsefni og spurði á hverju RÚV ætti að lifa að auglýsingum slepptum og var hann þar að vísa til ummæla Gissurar. Sagði hann stjómendur RÚV hafa litið svo á að á meðan skylduáskrift væri við lýði þyrfti að sinna öllum áhorfendum, sem skýrði vægi afþrey- ingar- og íþróttaefnis. Kvaðst hann þó geta verið sammála Gissuri um að íþróttaefni væri e.t.v. orðið of fyrir- ferðarmikið í dagskrá sjónvarpsins. Haraldur kominn yfir 90 km markið HARALDUR Örn Ólafsson norðurpólsfari, sem nú er orðinn einn á ísnum eftir að Ingþór Bjamason flaug til Resolute vegna kals á fingrum, lagði að baki 3,4 km á tveimur klukkustund- um á þriðjudagskvöld, skömmu eftir að Ingþór var sóttur út á ísinn. Haraldur er því kominn slótta 90 km áleiðis til norð- urpólsins og fram að helgi ætlar hann að meta aðstæður og getu sína með tilliti til áframhaldandi göngu. Hann sagði í hádeginu í gær að kveðjustundin hefði verið þeim Ing- þóri erfíð, en ekki hefði þýtt annað en að halda áfram ótrauður. „Ég ákvað að ganga svolítið þótt dagurinn væri nánast liðinn þegar Ingþór fór og var á ferðinni í rúma tvo tíma,“ sagði Haraldur. Hann lagði af stað klukkan 18.10 að stað- artíma, sló upp tjaldi síðar um kvöldið og svaf fyrstu nóttina einn. „Það vom mikil vonbrigði að Ing- þór þyrfti að fara og ég sakna hans en mér líður samt mjög vel. Mér miðaði vel áfram í gærkvöldi [þriðjudagskvöld] þótt fær- ið væri erfitt til að byija með. Ég þurfti m.a. að taka af mér skiðin til að baksa með sleðann yfir íshrygg, en siðan skánaði færið í lokin og mér sýnist það ætla að verða sæmi- legt á næstunni. Ég var mjög sáttur við þá vega- Iengd sem ég lagði að baki í gær á ekki lengri tíma.“ Frostið er mikið sem áður en ná- kvæma hitamælingu er ekki unnt að framkvæma vegna óáreiðanleika mælisins. Þó áætlar Haraldur að frostið sé í kringum 40 stig. Að minnsta kosti fimm norður- pólsfarar hafa þurft að játa sig sigr- aða úti á ísnum siðustu vikurnar vegna áfalla, einkum vegna ofkæl- ingar. Fækkað hefur um einn í báð- um sænsku leiðöngrunum, danski \ X X ■ \ . » : ■ : . ýx ] Áætlaður komutími NaWV'" \ 1 Pólfararnir voru komnir tæplega i 90 km út á ísinn. Haraldar bíður i nú rúmlega 700 km ganga á pólinn Gangan hófst 10. mars Ingþór mun dvelja næstu daga i Resolute og vera í sambandi við Harald á ísnum Flogið var með Ingþór til Resolute í gær h f-Ha ‘strai, f?Y >b V eins manns leiðangurinn misheppn- aðist og sömuleiðis eins manns breskur leiðangur. Nú síðast bættist Ingþór í hóp þeirra sem sneru við. Norski leiðangur þeirra Rune Gjeldnes og Torry Larsens er því eini norræni leiðangurinn þetta árið sem ekki hefur orðið fyrir skakka- föllum. Leið þeirra er um 1740 km löng og hafa þeir lagt að baki tæpa 480 km á 43 dögum. Þeir eru nú við 85. breiddargráðu austan póls. Hallgrímur Thorsteinsson Ráðinn ritstjóri veftorgs á Netinu HALLGRÍMUR Thorsteinsson hef- ur verið ráðinn ritstjóri nýs veftorgs, sem verður opnað á Netinu á næst- unni. Hallgrímur mun stýra efnis- og þjónustuþáttum og framsetningu þeirra á veftorginu. Að rekstri veftorgsins stendur nýtt fyrirtæki, Veftorg hf., sem er í eigu sex fyrirtækja, Flugleiða, ís- landsbanka, Landsbankans, Lands- símans, Morgunblaðsins og Sjóvár- Almennra. Hlutafé þess nemur 100 milljónum króna. Framkvæmda- stjóri er Martha Eiríksdóttir. Markmið hlutafélagsins er að skapa á Netinu öflugt veftorg sam- skipta, upplýsingaþjónustu og versl- unar - íslenska hliðstæðu veftorga á borð við Yahoo, Alta Vista og önnur j helstu veftorg Internetsins, segir í j fréttatilkynningu. Þar segir einnig: „Áhersla verður lögð á að laga veftorgið að þörfum ís- lenskra netnotenda og auðvelda þeim hvers kyns samskipti og upp- lýsingaöflun á Netinu. Leitað hefur verið eftir samstarfi við fjölda fyrir- tækja og stofnana, innlendra og er- lendra, með það fyrir augum að veft- orgið myndi alhliða þjónustu- og viðskiptasvæði á Netinu.“ Hallgrímur lauk mastersprófi í gagnvirkri margmiðlun frá New I York University árið 1991. Hann var markaðsstjóri Miðheima 1994 og framkvæmdastjóri upplýsinga- standakerfisins Asks hjá Skýrr 1995-1996. Þá tók Hallgrímur þátt í stofnun Islandia Internet og Fjöl- nets fyrir íslenska útvarpsfélagið 1997 og gegndi þar störfum fram- leiðslustjóra fram til 1998, þegar hann stofnaði eigið fyrirtæki, Ljósa- \ gang sf. Á níunda áratugnum starf- í aði Hallgrímur sem blaða- og frétta- j maður. Fjármálaeftirlitið vill rökstuðning fyrir hækkunum ökutækjatrygginga Tryggingafélögin segja erindið tilefnislaust FJÁRMÁLAEFTIRLITÐ hefur gert þá kröfu til einstakra vátrygg- ingafélaga að þau að rökstyðji ítar- lega fyrir almenningi hugsanlegar hækkanir á iðgjöldum í lögboðnum ökutælgatryggingum með vísan til fyrri reynslu af iðgjöldum og tjóna- kostnaði auk almennrar fjárhags- stöðu félaganna. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Fjár- málaeftirlitsins segirað það þurfi að efla markaðsaðhald með vátrygginga- félögunum. Hann tekur þó fram að að Fjármálaeftirlitið sé ekki með þessu að taka afstöðu til þess hvort þörf sé á breytingum á iðgjöldum enda liggi ekki fyrir hvort og þá hvemig félögin muni hækka iðgjöldin. Einar Sveinsson framkvæmda- stjóri Sjóvár Almennra og formaður Sambands íslenskra tryggingafélaga segist velta fyrir sér tilgangi þessa út- spils Fjármálaeftirlitsins. „Mér finnst tilefnið í raun ekki vera neitt,“ segir hann. „íslensku tryggingafélögin, hið minnsta þar sem ég þekki til, hafa ávallt gert viðskiptavinum sínum grein fyrir breytingum á iðgjöldum umfram almennar verðlagshækkanir, enda er ákvæði um það í skilmálum lögboðinna ökutækjatrygginga. Jafn- framt er slíkt stutt rökum með tilliti til tjónareynslu," segir Einar og bendir jafnframt á að Fjármálaeftir- litinu sé ávallt gerð grein fyrir breyt- ingum um leið og þær verða og því sé varla um nýmæli að ræða í tilkynn- ingu eftirlitsins nú. Hann bendir hins vegar á að er- lendur samkeppnisaðili íslensku tryggingafélaganna, FÍB-Trygginjg- ar, hafi hvorki gert Fjármálaeftirlit- inu né sínum viðskipavinum grein fyr- ir ástæðum 40-50% hækkunar iðgjalda í fyrra, að þvi er talið hefði verið. „Samband íslenskra Tryggingar- félaga hefur farið fram á að félögun- um sé sköpuð sambærileg starfsskil- yrði og erlendir keppinautar búa við. Þetta gildi jafnframt um framsetn- ingu ársreikninga félaganna, enda hafa þau aldrei farið fram á undan- þágu frá reglum þeim sem gilda innan Evrópska efnahagssvæðisins." Einar nefnir hins vegar að við nýj- an tón kveði í tilkynningunni, að taka skuli tillit til almennrar fjárhagsstöðu vátryggingarfélaga. „Það sem Fjár- málaeftirlitið er í raun að segja með þessu er sé um taprekstur að ræða í einni grein trygginga, eigi að niður- greiða hann með afkomu úr öðram greinum.11 Að sögn Einars er hér um nýmæli að ræða af hálfu Fjármálaeftirlitsins, því skv. lögum um vátryggingastarf- semi frá 1994 segi að Vátryggingaeft- irlitið skuli fylgjast með iðgjalda- grandvelli vátrygginga með það fyrir augum að iðgjöld sem í boði era hér á landi séu sanngjöm í garð vátrygg- ingartaka og í samræmi við þá áhættu sem í vátryggingunum felst og eðli- legan rekstrarkostnað. „Það hefur hingað til verið skilning- ur Sambands íslenskra Tryggingar- félaga og Fjármálaeftirlitsins að þetta þýði að hver vátryggingargrein eigi að standa undir sér þegar til lengri tíma er litið. Ég lít svo á, að sé ekki um mistök eða misskilninng að ræða af hálfu eftirlitsins, sé um stefnubreytingu að ræða sem ekld er í samræmi við lög eða fyrri yfirlýsingar Fjármálaeftirlitsins, sem það m.a. hefur kynnt okkur bréflega," segir Einar ennfremur. Axel Gíslason, forstjóri Vátrygg- ingafélags íslands (VÍS), segir að sér finnist tilkynning Fjármálaeftirlitsins vera tilefnislausa að því er VÍ S varðar enda hafi VÍS ávallt gert Fjármála- eftirlitinu grein fyrir breytingum á ið- gjöldum. „Við munum að sjálfsögðu gera grein fyrir hækkunum iðgjalda á lögboðnum ökutækjatryggingum eins og hingað til og að því leyti kemur ekkert nýtt fram í frétt Fjármálaeft- irlitsins. Að sögn Axels vinnur VÍS að því að gera úttekt á umræddum iðgjöldum og kveðst hann gera ráð fyrir því að þau muni hækka í framhaldi af þeirri úttekt vegna „mjög mikils hallarekst- 1 urs á lögboðnum ökutækjatrygging- um.“ Axel segir það sjálfsagt að einstök vátryggjngafélög rökstyðji fyrir Fjár- málaeftirlitinu breytingar á iðgjöld- um með vísan til fyrri reynslu af ið- gjöldum og tjónakostnaði en kveðst þó ekld sáttur við að Fjármálaeftirlit- ið geri þá kröfu að rökstuðningurinn tengist einnig fjárhagsstöðu félag- anna. „Mér finnst þessi síðasta krafa ekki eiga við í þessu sambandi vegna þess að svo framarlega sem félögin uppfylla þær kröfur sem gerðar eru um fjárhagsstöðu þeirragetur það ekki verið nein spuming um að eitt fé- lag þurfi að hækka meira eða minna heldur eitthvert annað af því að það standi vel að vígi efnahagslega. Að mínu viti verða þessar iðgjaldabreyt- ingar að taka mið af tjónakostnaði og eðlilegum kostnaði af rekstri félag- anna en ekki stærð efnahagssreikn- ings eða eigin fjár nema að því marki að þær upppfylli lögboðnar gjaldþol- skröfur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.