Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Námskeið um jarðgerð UMHVERFISDEILD Akureyrar- bæjar og Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum í Ölfusi, standa saman að námskeiði um jarðgerð, íjrir sveitar- félög, stofnanir og einstaklinga. Nám- skeiðið fer fram mánudaginn 3. apríl nk. frá kl. 10-16 í húsnæði umhverfís- deildarinnar á Akureyri. Tryggvi Marinósson, umhverfis- stjóri Akureyrarbæjar, setur nám- skeiðið en síðan verða flutt fimm er- indi. Baldur Gunnlaugsson, garðyrkjustjóri útisvæða Garðyrkju- skólans, fjallar um notkun jarðgerð- ai-afurða í skrúðgarðyrkju, Heimir B. Janusarson, verkstjóri hjá garðyrkju- deild Kirkjugarða Reykjavíkur, nefn- ir erindi sitt; ,Af moldu skaltu verða“ og Björn Guðbrandur Jónsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, ætlar að tala um jarðgerð og jarðgerðargróða. Þá munu Jóhann Thorarensen, verkstjóri ræktunarstöðvar Akureyr- arbæjar, og Guðmundur Sigvaldason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 hjá Akureyrarbæ, gera grein fyrir fram- tíðaráformum í jarðgerð hjá umhverf- isdeildinni. Að síðustu mun Jörundur H. Þorgeirsson, rekstrarstjóri Gáma- þjónustu Norðurlands, fjalla um framtíðarmöguleika fyrirtækisins í jarðgerð. Skráning á námskeiðið fer fram hjá umhverfisdeild Akureyrarbæjar. -----*-++----- Skemmdir unnar á þremur bflum Vitni vantar ÞRÍR bílar sem stóðu á bifreiða- stæðum framan við Hótel Norður- land á Akureyri voru skemmdir um helgina. Lögreglan á Akureyri lýsir eftir vitnum að atburðinum en hann var á tímabilinu frá kl. 24.30 til 6 að- faranótt sunnudagsins. Gengið var ofan á nokkrum bifreiðanna sem voru á stæðinu og skemmdust þrír þeirra og einn sýnu mest, en á hon- um eru verulegar skemmdir eftir að- farirnar. Tveir bílanna voru bláir og einn hvítur. Þeir sem sáu til þeirra sem þarna voru að verki eða telja sig eitthvað um atburðinn vita eru beðn- ir að láta lögregluna á Akureyri vita. -----H-*------ Guitar Islancio í Deiglunni TRÍÓIÐ Guitar Islancio leikur í Deiglunni í kvöld , 30. mars, og hefj- ast tónleikamir kl. 21.15. Tríóið var stofnað síðsumars 1998 og hefur leikið víða m.a. á Listasumri á Akureyri sl. sumar og í október sl. í tónleikaför í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Útsetningar og leikmáti gít- artríósins eru undir áhrifum frá Django Reinhardt, einnig Chick Corea, Duke Ellington o.fl., efni sækja þeir ekki hvað síst í íslensk þjóðlög. Fyrir jólin gáfu þeir út geisladisk með úrvinnslu sinni á ísl. þjóðlögum. Tríóið er skipað þeim: Bimi Thoroddsen og Gunnari Þórð- arsyni á kassagítara, ásamt Jóni Rafnssyni á kontrabassa. Aðgangur verður kr. 500 f. klúbbfélaga en annars kr. 1000. Þeir sem veita Jazzklúbbi Akur- eyrar fjárstuðning em: Akureyrar- bær, KEA, Sparisjóður Norðlend- inga, Café Karolína, VSÓ- ráðgjöf á Akureyri og Kristján Víkingsson. Gufubaðsunnendur á grænni grein eftir að boðlegt gufubað fannst Markmiðið að svitna áreynslulaust Gunnar, Friðjón, Friðjón og Pétur tilbúnir að fara aftur inn í klefann. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Að svitna áreynslulaust, um það snýst málið hjá félögunum í gufubaðsklúbbnum sem ekki ber nafn upp á ástkæra ylhýra heldur nefnist upp á enska tungu The Icelandic Sauna Council. Á efri bekknum sitja nafnarnir Friðjón Friðjónsson og Halldórsson, Ólafur Svanlaugsson og Pétur Torfason, en niðri þeir Valgarður Stefánsson og Valmundur Árnason. Lífsins gagn og nauð- synjar eru til umræðu í gufubaðsfélaginu. Margrét Þóra Þórs- dóttir hitti þennan hressa hóp og komst að því að stutt er í gaman- semina og góðlátlegar sögur um náungann. FÉLAGAR í The Icelandic Sauna Council, tíu til fimmtán karlar á Akureyri, hittast á hverjum föstu- degi eftir vinnu og skella sér í gufubað. Starfsemi klúbbsins hófst í gufubaðinu í Sundlaug Ak- ureyrar fyrir margt löngu, en þegar hafist var handa við breyt- ingar og baðinu lokað á síðasta ári voru góð ráð dýr, ekkert gufubað sem stóðst kröfur fannst til að byrja með innan bæjar- markanna og menn sáu fyrir sér tíðar ferðir upp í Mývatnssveit þar sem boðlegt gufubað er. Einn félaganna, Valgarður Stefánsson, reið á vaðið og gerði bæjarbúum grein fyrir vandanum á heima- síðu Akureyrarbæjar á liðnu hausti. Þessir drengir vilja svitna ærlega alveg fyrirhafnarlaust og þá duga eimböð, með vatnsgufu, ekki. Alveg eins hægt að klæða sig í ullarnærföt og að stunda slík böð. Eyðilagður hópurinn hóf þegar leit að hentugu gufubaði og datt loks niður á eitt slíkt, við Tryggvagötu, þar sem á árum áð- ur var starfrækt Dansstúdíó Alicar, en hefur staðið autt um árabil. Sami kjarninn hefur verið í klúbbnum í yfír 30 ár og enginn sem þar fær inngöngu hættir fyrr en hann sofnar svefninum langa. Það fullyrða þeir félagar í það minnsta og styðja mál sitt með dæmum. Nefna Steindór Stein- dórsson, fyrrverandi skólameist- ara Menntaskólans á Akureyri, Sigurgeir leigubflstjóra og Hörð Tulinius, fram- kvæmdastjóra á Akureyri. Hlusta grannt eftir hvissi Ólafur Svanlaugsson, einn gufu-baðsfélaga, sagði að heims- málin og lífsgátan bæri iðulega á góma og meðal þess sem mikið hefði verið rætt í gufubaðinu væri hvort til væri annað líf. „Hörður vissi að hann var á leið yfír og sagði okkur að hann myndi láta vita hvort eitthvað væri til í þessu með annað líf ef hann mögulega gæti. Við spurð- um hvernig hann myndi gera vart við sig og svarið var að við mynd- um þá heyra hviss, líkt og heyrist þegar menn opna bauka. Við er- um enn að hlusta eftir þessu hljóði, höfum að vfsu stundum heyrt það, en ekki enn áttað okk- ur á því hvort það er frá honum komið,“ sagði Ólafur og bætti við að synir Harðar heiðruðu þá gufubaðsfélaga með nærveru sinni þegar þeir ættu leið um Ak- ureyri. Félagarnir eru farnir að safna fyrir eins konar pflagrímsferð til Finnlands sem væntanlega verður farin í október í haust en þá á að heilsa upp á vini og frændur þar í landi. „Við ætlum okkur að skoða gufuböðin þeirra rækilega og kynnast þeirra gufubaðsmenn- ingu eins og kostur er,“ sagði Valgarður Stefánsson sem þó er ekki viss um hvort hann sjálfur eigi heimangengt. „En þeir skara fram úr og ef- laust munum við kynnast ein- hverjum nýjungum hjá þessum frændum okkar. Félagarnir eru þegar farnir að kynna sér tungu þarlendra og á blaði sem hangir uppi í búningsklefanum geta þeir sem áhuga hafa lært í það minnsta eina setningu: Uxi ulaati gidos sem myndi útleggjast á ís- lenska tungu: einn bjór, takk! Þá fara þeir félagar saman vor- og haustferðir, heimsækja granna sína í Mývatnssveit þar sem er geysigott gufubað í Bjarnarflagi að sögn og eiga saman góðan dag. Gamall félagi þeirra, Sig- björn Gunnarsson sveitarstjóri, býður þeim gjarnan í kaffi og meðþví í þessum ferðum og skell- ir sér með í gufubaðið að því loknu. Ólafur sem hvað lengst allra fé- laganna hefur stundað gufubað, eða samfellt í um 35 ár, og þætti einhverjum sjálfskipaður forseti klúbbsins. „Eg er bara ekkert hrifinn af því að trana mér fram,“ sagði hann þegar hann sveipaði handklæðinu um sig miðjan. Alfreð Almarsson er nú sem stendur í forsvari fyrir klúbbinn. Hann sagði að gufubaðið við Tryggvagötu hefði bjargað geð- heilsu félaganna, en þeir litu þó svo á að um tfmabundið úrræði væri að ræða. „Við verðum ekki þarna til eilífðar, það má búast við að við færum okkur aftur upp í sundlaug þegar breytingum þar er lokið og þeir opna gufubaðið á ný,“ sagði Alfreð. Frá verkfræðingum og niður úr Félagarnir sitja í þetta tíu til fimmtán mínútur í senn inni í heitri gufunni og spjalla, fara yfir daginn, koma inn á lands- og heimsmálin og þá ber lífsgátuna á góma ef sá gállin er á körlunum. Gufubaðsferðin sem endurnærir sál og líkama snýst nefnilega ekki síður um félagsskapinn. Markmið- ið er að hitta félagana og eiga með þeim góða stund. „Svo erum við líka með þeim ósköpum gerðir að við viljum svitna áreynslu- laust,“ segja þeir. En hvaða gaurar eru þetta? „Þetta er allt frá verkfræðingum og niður úr,“ segir Pétur Torfa- son að bragði - og kemur fæstum á óvart að þar fer verkfræðingur- inn í hópnum. „Þetta eru karlar úr ýmsum stéttum; kokkar, sál- fræðingar, trésmiðir, og svo finnst líka einn lík- kistusmiður í hópnum," bætir Gunnar Árnason við og þá stendur ekki á sögunum. Nýir félag- ar urðu nefnilega varir við óvenjulegan áhuga éins gufubaðsfélaga, fannst hann mæna á sig á undarlegan hátt og mæla sig út afar gaumgæfilega. „Við þurfum sífellt að út- skýra að þetta er alls ekki áreitni eða neins konar ástleitni í mann- inum, einungis starfs- áhugi,“ sagði Gunnar um Valmund Árnason, félaga sinn. Bassasöngur hafði ekki tilætluð áhrif Sérstakir karla- og kvennatímar voru í gufubaðinu í Sundlaug Akureyrar og oft kom fyrir þegar karlarnir voru í gufunni að kon- ur villtust þar inn, einkum áttu útlendingar erfitt með að átta sig á að um kyn- skipta tíma væri að ræða. „Það kom oft fyrir að konur væru á vappi utan við gufubaðið og héldu að tíminn væri sameig- inlegur, við spiluðum bara með og hleyptum þeim inn,“ sagði Ól- afur en gat þess að einn félag- anna, Jón bóndi Sigfússon, hefði verið helst til tregur að fá kven- fólkið inn í baðið til sín. Ein- hverju sinni hefði hann verið einn í baðinu og séð út um gluggann konu eina, æði „kúluvarparalega“ eins og henni var lýst og einsýnt að hún var á leið í baðið til hans. Leist honum miður vel á félags- skapinn og eftir að hafa hugsað sitt ráð hóf hann þegar upp raust sína, söng djúpri bassaröddu og vonaði að söngurinn kæmi því til skila að nú væri karlatími og karlmenn eingöngu velkomnir í gufuna. Þau skilaboð misfórust, því konan „kúluvarpara- lega“ lét sér í léttu rúmi liggja hverjir væru í gufubaðinu og mátti Jón því una því að sitja við hlið henn- ar í það skiptið. Konur hafa aldrei leitað stíft eftir inngöngu í gufubaðsklúbb- inn að sögn Valgarðs og karlarnir heldur ekkert sérstaklega leitað eftir því að fá þær með. „Menn eru alla vega í vextinum, ætli þetta sé ekki bara viðkvæmni," sagði hann, en Hallgrímur Indr- iðason benti strax á að það sama gilti um konurnar, þær væru frá- leitt allar eins í vextinum. „Þær hafa aldrei leitað neitt al- varlega eftir inngöngu í klúbbinn. Ég veit ekki hvernig því yrði tek- ið,“ sagði Valgarður. Bókaðu í síma 570 3030 0? 460 7000 Fax 570 3001 • websalesö>airiceland.is • www.flu5felag.is ...fljújðufrekar FLUGFELAG ISLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.