Morgunblaðið - 30.03.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 23
ÚR VERINU
Framkvæmdasljóri ÚA á aðalfundi félagsins í gær
Laun í landvinnslu hafa
hækkað um 65% á 3 árum
Morgunblaðið/Kristján
Pétur Bjarnason og Friðrik Jóhannsson, sera sæti eiga í stjóm IÍA, ræða
við Guðbrand Sigurðsson framkvæmdastjóra á aðalfundi félagsins.
Stjórnarformaður
Utgerðarfólags Akureyringa
Umræða um gjald
töku á villigötum
MÁNAÐARLAUN ákveðins hóps
starfsmanna Útgerðarfélags Akur-
eyringa hafa hækkað á síðustu
þremur árum um 65%, úr 92.208
krónum í 152.368 þúsund krónur.
Guðbrandur Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri ÚA gerði launaþró-
un landverkafólks í verksmiðju ÚA
á Akureyri á síðustu þremur árum
að umtalsefni á aðalfundi félagsins
sem haldinn var í gær, en sem
kunnugt er var verkfalli VMSÍ
frestað um tvær vikur og vonaði
Guðbrandur að samningar næðust
áður en til verkfalls kæmi.
Snemma árs 1997 voru vinnslu-
línur verksmiðju ÚA á Akureyri
endurnýjaðar og samhliða var út-
gerðarmynstri ísfisktogara félags-
ins breytt í þá veru að byrjað var á
karfa og endað á þorskveiðum, en
það hafði í för með sér að nýrri
þorskur var unninn í verksmiðj-
unni Guðbrandur gat þess að fé-
lagið hefði á að skipa sérlega góðu
starfsfólki bæði til lands og sjávar
og góð samvinna hefði verið milli
þess, verkalýðsfélagsins Einingar-
Iðju og félagsins um breytingar á
vinnutíma og launakerfi. Markmið
þeirra var að bæta framleiðni
verulega en það varð ekki gert
nema með því að auka afköst í
verksmiðjunni.
Bónus hefur hækkað mikið
Fram kom í máli Guðbrands að
frá því núverandi samningar voru
gerðir hefðu tímalaun hækkað úr
396 krónum í 427 krónur fyrir
starfsmenn með 7 ára reynslu, en
það eru nánast allir starfsmenn
fyrirtækisins. Pá hefur bónus
hækkað mikið á samningstímanum,
eða úr 136 krónum á klukkustund í
275 krónur. Allir starfsmenn fá
greiddan hópbónus og hefur hann
farið hækkandi sem endurspeglar
meiri afköst í verksmiðju ÚA.
Þegar skoðuð eru greidd mánað-
arlaun kemur í ljós að hækkunin
nemur 34% miðað við fulla dag-
vinnu á byrjendataxta, en launin
hafa hækkað úr tæplega 85 þúsund
krónum í nær 114 þúsund. Laun
þeirra sem starfa á 7 ára taxta
hafa hækkað um 32%, úr um 92
þúsund krónum í nær 122 þúsund.
Þá greindi Guðbrandur frá því
að auk þessa greiddi fyrirtækið
starfsmönnum í snyrtingu svo-
nefnda snyrti-premíu en um hana
munaði verulega. f ár hafa alls 108
starfsmenn fengið hana greidda.
Meðaltal nokkurs hóps starfs-
manna er 177 krónur á klukku-
stund en besti starfsmaðurinn í
snyrtingunni hefur að meðaltali
280 krónur á klukkustund í snyrti-
premíu. Mánaðarlaun þess hóps
starfsfólks sem fær snyrti-premíu
greidda hafa hækkað um 65% á
þremur árum, úr rúmum 92 þús-
und krónum í 152 þúsund krónur.
FRIÐRIK Jóhannsson, stjórnar-
formaður Útgerðarfélags Akureyr-
inga hf., segir opinbera umræðu um
gjaldtöku af sjávarútvegi á villigöt-
um og langt frá raunveruleikanum.
í ræðu sinni á aðalfundi ÚA í gær
ræddi Friðrik m.a. um afkomu sjáv-
arútvegsins og hugsanlega gjald-
töku af greininni. Þannig væri því
væri nú haldið fram í opinberri um-
ræðu að veiðileyfagjald af sjávar-
útvegsfyrirtækjum gæti numið sem
svarar öllum tekjusköttum sem ein-
staklingar greiða eða allt að 30
milljörðum króna á ári.
Friðrik benti á að nettóafrakstur
sjávarútvegs hérlendis væri um 5
milljarðar króna á síðasta ári. Fátt
gefi til kynna að heildarafkoma fyr-
irtækjann breytist verulega þó ein-
hver bati sé fyrirsjáanlegur. „Bent
hefur verið á að með frekari sam-
runa fyrirtækja í sjávarútvegi megi
auka framlegð og ná betri nýtingu á
framleiðslutæki. Þrátt fyrir að
langt verði gengið í þeim efnum er
ljóst að hugmyndir um afrakstur og
álögur, sem heyrst hafa í opinberri
umræðu eru langt frá raunveruleik-
anum.
Raunhæft er að nettóafrakstur
fari upp í 7-8 milljarða króna á ári á
næstu árum og miðað við það má
reikna með að atvinnugreinin greiði
yfir 2 milljarða króna í tekjuskatt
þegar uppsöfnuðu tapi hefur verið
mætt, auk þeirra 600-700 milljóna
króna sem hún greiðir nú í formi
þróunarsjóðsgjalds og veiðieftirlits-
gjalds,“ sagði Friðrik.
Díoxíninnihald í fískimjöli
Akvörðun dregst
SERFRÆÐINGAR Evrópu-
sambandsins í dýrafóðri hafa var-
að við því að ákvörðun um leyfi-
legt innihald díoxins í fiskimjöli
geti dregizt á langinn. Segja þeir
að töfin stafi af því að vísinda-
menn þurfi meiri tíma til rann-
sókna á mögulegum skaða díox-
insins. Evrópusambandið fól
vísindanefnd um næringu dýra að
koma með ráðleggingar um leyfi-
legt innihald efnisins, en mikil
seinkun hefur orðið á því. Nefndin
hefur lýst því yfir að hún geti sett
mörk fyrir alla aðra fóðurflokka
en fiskimjöl þar til vísindamenn
geti lagt fram staðfest mat á því
hve mikið díoxinið megi vera.
Vonast er til að það geti legið fyrir
í apríl.
/ fyrsta skipti á Islandi „outlet“
sa/ð aú bandarískri fijrirmijnd
Emcjnncju m&rkjavara ocj \/erd
sem ekki hefur sést áúur á íslandi
Upnar i Perlunni fnstuclaginn
31. mars kl. b4 ug stenclur til
sunnudagsins 9. apríl
Upnunartiml
Virkir dagar: frá kl. 14-19
Helgar: frá kl. 11-19 Æ
LJfJiJltjs irnjtfs imi
Verðdæmi:
Adidas galli, fullt verð kr. 6.990,
okkar verð...kr. 1.500
Adidas smá barnagalli, fullt verð kr. 2.990,
____ .okkarverð^.ki^—SSQ
Etonic golfskór, fullt verð kr. 5.990,
/_____________okkar verð...kr. 1.500
Nike skór, fullt verð kr. 13.490,
| okkar verð...kr. 2.990
Nike barnasett, fullt verð kr. 3.990,
okkar verð...kr. 990
Bauer línuskautar, fullt verð kr. 14.990,
okkar verð...kr. 3.500
, Speedo bakpokar, fullt verð kr. 2.300,
okkar verð...kr. 500
P',
-'*• Lv.i-
P8®
• k Lk® % : k 5».
SKECHERS
Etonic