Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 1
90. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Dúman staðfestir START-2 samninginn um fækkun kjarnavopna Sagt greiða fyrir frekari kjarnorkuafvopnun Moskvu. Reuters. DÚMAN, neðri deild rússneska þingsins, stað- festi STAKT-2 samninginn um fækkun kjarna- vopna í gær, sjö árum eftir að hann var undir- ritaður og tveimur dögum fyrir fyrstu ferð Vladímírs Pútíns, starfandi forseta Rússlands, til Vesturlanda. Pútín fagnaði staðfestingunni og sagði að nú væri það undir Bandaríkjastjórn komið hvernig framvindan yrði í afvopnunar- málum. Bandarísk stjórnvöld sögðu ákvörðun dúmunnar sögulegt skref fram á við og greiða fyrir viðræðum um frekari kjarnorkuafvopnun. Gennadí Zjúganov, leiðtogi rússneskra komm- únista, lýsti hins vegar staðfestingu samnings- ins sem „sögulegu axarskafti". Afvopnunarsamningurinn var samþykktur með 288 atkvæðum gegn 131 og fjórir þing- menn sátu hjá. Staðfesting START-2 samningsins er til marks um sterka stöðu Pútíns á þinginu og álit- in gott veganesti fyrir forsetann þegar hann fer til Bretlands á morgun í fyrstu ferð sína til Vesturlanda frá því hann tók við forsetaem- bættinu af Borís Jeltsín um áramótin. Jeltsín hafði reynt í sex ár að fá dúmuna til að stað- festa samninginn en honum tókst það ekki vegna andstöðu kommúnista og bandamanna þeirra. „Boltinn er nú hjá Bandaríkjastjórn" Pútín fór í þinghúsið til að skora á þingmenn- ina að samþykkja samninginn. „Viðsemjendur okkar þurfa nú að taka næstu skrefin,“ sagði hann eftir atkvæðagreiðsluna. „Boltinn er nú hjá Bandaríkjastjórn. Við erum nú í góðri að- stöðu til að halda afvopnunarviðræðunum áfram og auka öryggi heimsins." Pútín skírskotaði til viðræðna um nýjan af- vopnunarsamning, START-3, og tillögu Banda- ríkjastjórnar um breytingar á samningnum sem takmarkar varnir gegn langdrægum eld- flaugum (ABM). Rússar segja að ABM-samn- ingurinn sé undirstaða þeirra afvopnunarsamn- inga sem gerðir hafa verið á síðustu 25 árum og að þeir kunni að þurfá að smíða ný kjarnavopn, verði honum breytt. Þegar dúman staðfesti START-2 samþykkti hún einnig frumvörp sem heimila forsetanum að rifta öllum afvopnunar- samningum Rússa ef Bandaríkjamenn virða ekki ABM-samninginn. „Stórt skref fram á við“ Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fagnaði staðfestingu dúmunnar á START-2 samningnum. „Þetta er stórt skref fram á við. Við hlökkum til að ræða næstu skref í afvopnunarviðræðum okkar og önnur mál þegar ígor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, kemur til Washington síðar í mán- uðinum.“ Samkvæmt START-2 samningnum eiga Bandaríkin og Rússland að fækka kjarnaoddum sínum úr 6.000 í 3.500 fyrir árið 2007. Banda- ríkjaþing staðfesti samninginn árið 1996. Zimbabwe ------------ Askorun stjórnarinn- ar hunsuð Harare. Reuters, AP. LANDTÖKUMENN í Zimbabwe réðust inn á að minnsta kosti fimm bújarðir hvítra bænda í gær þrátt fyrir áskorun ríkisstjórnar landsins um að þeir færu af hundruðum jarða sem þeir hafa lagt undir sig. Ekkert benti til þess að lögreglan hygðist láta til skarar skríða gegn landtökumönnunum þótt dómstóll hefði úrskurðað að jarðanámið væri ólöglegt. Leiðtogi landtökumann- anna sagði að þeir myndu virða úr- skurð dómstólsins að vettugi. Robert Mugabe, forseti Zimba- bwe, kvaðst ekki ætla að falla frá þeirri stefnu sinni að úthluta blökku- mönnum bújörðum hvítra bænda. Hann sagði þó að enginn bændanna yrði landlaus. Stjórnin hygðist „ná“ jörðum sem eru næst byggðum blökkumanna og hvítir bændur sem ættu fleiri en eina jörð fengju að halda einni jörð hver. Þeir sem myndu missa einu bújörð sína ættu að fá aðra jörð annars staðar. Metlækkun á gengi banda- rískra hlutabréfa New York. Reuters, AFP. METLÆKKUN varð á gengi hlutabréfa á bandarískum fjár- málamarkaði í gær er tilkynnt var, að verðbólga í mars sl. hefði verið sú mesta í fimm ár. Vegna þess er búist við enn einni vaxtahækkun fljótlega. Vísitala neysluvöruverðs hækk- aði um 0,7% í mars og grunnvísital- an, sem mælir ekki breytingar á verði matvæla og orku, hækkaði um 0,4%. Eru þessar hækkanir meiri en búist hafði verið við. Mesta gengislækkun á einum degi Nasdaq-vísitalan, sem mælir gengi tæknifyrirtækja, lækkaði í gær um 9,67% og hefur þá fallið um 34,2% frá 10. mars. Dow Jones- iðnaðarvísitalan lækkaði um 5,66% og hefur fallið um tæp 9% frá því á þriðjudag. Gengislækkunin í gær er sú mesta sem orðið hefur á einum degi á bandaríska hlutabréfamark- aðnum. Óttast mikla vaxtahækkun Bandaríski seðlabankinn hefur hækkað vexti fimm sinnum frá því á miðju síðasta ári og um fjórðung úr prósentustigi í hvert sinn. Næsta vaxtaákvörðun verður tekin 16. maí og óttast er, að þá verði vaxtahækkunin meiri en áður. Fréttirnar af aukinni verðbólgu í Bandaríkjunum ollu því, að gengi hlutabréfa á frönskum markaði lækkaði um 2,25%, á þýska mark- aðinum um 3,14% og í London um 2,81%. Bandaríkjastjórn óskar eftir dómsúrskurði í máli Kúbudrengsins Elian verði afhentur Washington. Reuters, AFP. BANDARÍSKA dómsmálaráðu- neytið bað í gær áfrýjunardómstól um að fyrirskipa ættingjum kúb- verska drengsins Elians Gonzalez í Miami að láta hann af hendi. Markmiðið með beiðninni er að senda drenginn til föður síns sem dvelur nú í Bandaríkjunum meðan fjallað er um forræðisdeiluna. Ráðuneytið hafði skipað ættingjum drengsins að afhenda hann banda- ríska innflytjendaeftirlitinu en þeir virtu þau fyrirmæli að vettugi. Carole Florman, talsmaður dómsmálaráðuneytisins, sagði að lögfræðingar þess hefðu einnig ósk- að eftir því að áfrýjunardómstóllinn hafnaði beiðni ættingja drengsins um að hann yrði kyrrsettur í Bandaríkjunum þar til réttarhöld- um í máli hans lyki. Hann bætti við að ef dómstóllinn fyrirskipaði að drengurinn yrði afhentur banda- rískum yfírvöldum væri dómsmála- ráðuneytið tilbúið að gefa út fyrir- mæli um að Elian færi ekki frá Bandaríkjunum meðan réttað væri í máli hans. Florman sagði að faðir drengs- ins, Juan Miguel Gonzalez, hefði fallist á þessar ráðstafanir. Elian, sem er sex ára, hefur búið hjá ættingjum sínum í Miami frá því í nóvember þegar hann fannst á hjólbarðaslöngu undan strönd Flór- ída. Móðir Elians, sem var skilin við föður hans, og tíu aðrir flóttamenn frá Kúbu, drukknuðu þegar bátur þeirra sökk á leiðinni til Flórída. Kosninga krafist í Belgrad RIJMLEGA 100.000 manns komu saman í miðborg Belgrad í gær þegar leiðtogar stærstu stjórn- arandstöðuflokka Júgóslavíu tóku þar höndum saman í bar- áttunni gegn Slobodan Milosevic forseta og kröfðust þess að hann boðaði strax til þing- og forseta- kosninga. Stjórnarandstöðuleið- togarnir efndu til fundarins til að sýna að þeir hefðu bundið enda á sundrungina sem ein- kennt hefur stjórnarandstöðuna og torveldað baráttuna gegn Milosevic. Stjórnmálaskýrendur sögðu að þetta væri einn fjölmennasti mótmælafundur sem haldinn hefur verið í Belgrad en efuðust um að hann yrði til þess að Mil- osevic boðaði til kosninga. Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun eru nú tveir þriðju Serba óánægðir með stefnu Mil- osevic og aðeins 19% ánægð. 35% aðspurðra sögðu að koma ætti stjórn Milosevic frá í kosn- ingum en aðeins 9% sögðust vilja að henni yrði steypt með mót- mælaaðgerðum. MORGUNBLAÐK) 15. APRÍL 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.