Morgunblaðið - 15.04.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.04.2000, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Litadýrð einkennir verk listamannsins. Glerlist í minningu frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur Undraverk með litadýrð glersins í FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði síðdegis í gær sýningu á verkum bandaríska gler- listamannsins Dale Chihuly í Vest- ursal Kjarvalsstaða. Sýningin er haldin í minningu eiginkonu hans heitinnar, frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. Forsetinn fagnaði í ávarpi sínu mikilhæfum listamanni og merki- legum áfanga í glerlistasögu á ís- landi. Chihuly væri í fremstu röð þeirra snillinga sem skapað hafa undraverk með litadýrð glersins. „ verkum hans sjáum við töfraheim. Likt og Picasso breytti málverkinu og Mozart tónlistinni er Chihuly að breyta glerlistinni. Áhrifa hans gætir víða um heim.“ Ólafur Ragnar sagði þá ákvörðun að halda sýninguna í minningu Guðrúnar Katrínar hafa snortið fjölskylduna afar djúpt. „Sá heiður að sýningin skuli vera hingað kom- in er okkur kærari en orð fá lýst.“ Þakkaði hann Eiríki Þorlákssyni, forstöðumanni Listasafns Reykja- víkur, sérstaklega hans þátt í und- irbúningi sýningarinnar. I máli forsetans kom fram að Guðrún Katrín hefði verið unnandi glerlistar og oft hafi verk af þeim toga orðið fyrir valinu þegar þau hjónin gáfu erlendum þjóðhöfðingj- um góðar gjafir. Hann sagði þau fyrst hafa séð verk Chihulys á heimili vinafólks á Indlandi og það hafi oft verið Guð- rúnu Katrínu tilhlökkunarefni, í baráttunni við erfið veikindi, að atwllm? knapp Morgunblaðið/Ásdís Sýningarstjórinn, Jennifer P. Lewis, og Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands virða fyrir sér eitt verka Chihulys. eiga þess kost að sækja heim vinnu- stofu listamannsins í Seattle. „Sú ósk rættist ekki.“ Ólafur Ragnar sagði þau hjónin margsinnis hafa glaðst á sýningum á Kjarvalsstöðum og það hefði orð- ið Guðrúnu Katrínu einkar kært að fagna verkum Chihulys í húsinu. Bað hann gesti að lokum að fagna í hennar anda, njóta verkanna með þeirri Iífsgleði sem einkenndi Guð- rúnu Katrinu Þorbergsdóttur. Eiríkur Þorláksson ávarpaði sýn- ingargesti einnig. Sagði hann mik- inn feng í sýningunni enda væri Chihuly einn merkasti núlifandi listamaður sem vinnur í gler. BÓK 30% Hvert kvöld var hún ofurölvi og þó vissu fæstir af drykkjunni. Hispurslaus frásögn af tuttugu ára slítandi ástarsambandi við áfengið. Eiríkur þakkaði tveimur mönn- um öðrum fremur að tekist hefði að fá sýninguna til landsins. „Af þess- ari sýningu hefði aldrei orðið hefði ekki komið til vinátta tveggja manna, George Russell í Seattle í Bandarikjunum og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Islands." Yfírskrift sýningarinnar er Chihuly á íslandi - Form úr eldi. Hún stendur til 18. maí. Ekki talinn ábyrgur fyrir alvarlegu slysi HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest sýknudóm Héraðsdóms Reykjavík- ur yfir lögreglumanni í Lögregl- unni í Reykjavík, sem ók lögreglu- bifreið sinni gegn rauðu ljósi og lenti í hörðum árekstri við einka- bifreið á gatnamótum Egilsgötu og Snorrabrautar hinn 24. febrúar 1999 með þeim afleiðingum að ökumaður einkabifreiðarinnar slasaðist lífshættulega. Lögreglumanninum var m.a. gefið að sök í ákæru ríkissaksókn- ara að hafa ekið lögreglubifreið- inni í neyðarakstri með forgangs- ijós án nægilegrar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður á blaut- um vegi í myrkri. Lögreglubifreið- in skall á vinstri hlið einkabifreið- arinnar sem ekið var á grænu ljósi inn á gatnamótin með fyrrgreind- um afleiðingum auk þess sem eig- inkona ökumannsins hlaut rif- beinsbrot. I dómi Hæstaréttar kemur fram að ekki hafi þótt útilokað að bilun- ar hefði gætt í hemlum lögreglu- bifreiðarinnar þegar slysið varð og að lögreglumanninum hefði tekist að komast hjá árekstrinum ef þeir hefðu virkað með eðlilegum hætti. Fyrir héraðsdómi báru fjórir lög- reglumenn að þeir hefðu orðið var- ir við hemlabilun í bifreiðinni ým- ist fyrir slysið eða eftir það. Þótti verða að skýra þann vafa sem lék á um orsakir slyssins lögreglu- manninum í hag og var hann því sýknaður af ákæru ríkissaksókn- Ríkisskattstjóri að fengnu áliti um- boðsmanns Alþingis Skoða beiðni um skattaleiðrétt- ingu opnum huga INDRIÐI H. Þorláksson ríkis- skattstjóri segir að embætti sitt muni skoða mál sjálfstætt starfandi verkfræðings, sem synjað var um beiðni um leiðréttingu á opinberum gjöldum, opnum huga eftir tilmæli umboðsmanns Alþingis þar að lút- andi. Umboðsmaður Alþingis taldi ríkisskattstjóra ekki hafa farið að lögum er hann hafnaði beiðni verk- fræðingsins 23. desember 1997 og beindi því þeim tilmælum til em- bættisins að umrædd ákvörðun yrði endurskoðuð, óskaði verkfræðing- urinn þess. Verkfræðingurinn óskaði eftir leiðréttingu á opinberum gjöldum sínum fyrir gjaldaárin 1985 til 1992 í kjölfar dóms Hæstaréttar 19. des- ember 1996, þar sem fallist var á að sjálfstætt starfandi mönnum væri heimilt að draga frá rekstrartekj- um sínum framlag í lífeyrissjóð af eigin vinnu vegna þess hluta sem almennt greiðist af vinnuveitanda. Eigi að síður hafnaði ríkisskatt- stjóri erindi hans um leiðréttinguna með vísan til þeirrar ákvörðunar embættisins að binda almennar leiðréttingar á skattskilum sjálf- stætt starfandi manna við lífeyris- sjóðsframlög ársins 1992 og yngri ára. Ákvörðun um að hafna beiðni verkfræðingsins var tekin hjá em- bætti ríkisskattstjóra, áður en Indriði H. Þorláksson tók við emb- ættinu." Hann segir að æskilegast væri að hafa ákveðin lagaákvæði i gildi um tilvik af þessu tagi. „Það getur alltaf hent að dómstóll komist að annam niðurstöðu um tiltekm efni en skattayfirvöld,“ segir hann. „Að sjálfsögðu munum við skoða þetta mál opnum huga því okkar hlutverk er að hafa skattamálin í samræmi við það sem lög kveða á um og góð stjórnsýsla kallar á.“ 4> FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Sfmi S15 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Nýtt símkerfi blaðadreif- ingar Morgunblaðsins ÁSKRIFTARDEILD Morgun- blaðsins hefur tekið í notkun gagn- virkt símkerfi sem er ætlað að veita betri stjórn á tímasetningu blað- burðar. Ski-áning í kerfið er gerð með tónvalssíma og gerir kerfið áskrift- ardeildinni kleift að íylgjast með hvar blaðið er statt í dreifingarferl- inu á hverjum stað fyrir sig. Tekur skráningin aðeins örfáar sekúndur í hvert skipti og er gjaldfrjáls fyrir notendur kerfisins. Örn Þórisson áskriftarstjóri seg- ir kerfið, sem er að erlendri fyrir- mynd, byggjast upp á því að allir sem vinni að dreifingu blaðisins skrái hvenær þeir hefji verk sitt og hvenær þeir Ijúki því. Á þann hátt hafi áskriftardeildin góða yfirsýn yfir tímasetningu á dreifingu blaðs- ins og geti brugðist við komi eitt- hvað upp á. „Ferlið byijar hjá bflstjórunum, þeir keyra blaðið á áfangastað á nóttunni og skrá sig inn í kerfið þeg- ar þeir leggja af stað. Um leið geta blaðberamir hringt inn og fylgst með því hvort bfllinn er farinn af stað eða ekki, hvort einhver seinkun sé í framleiðslukerfinu og þannig eiga þeir auðvelt með að fylgjast með hvenær blaðið kemur til þeirra,“ segir Örn. Þegar blaðberinn leggur af stað skráir hann sig inn og eins þegar hann hefur lokið við að bera út blað- ið. Örn segir að keifið áminni blað- bera sjálfvirkt, með símhringingu, hafi þeir ekki skráð sig inn í kerfið fyrir klukkan hálfsjö. „Þar erum við fyrst og fremst að reyna að tryggja það að áskrifendur fái blaðið fyrir klukkan sjö eins og við lofum,“ segir Öm Steftit að því að áskrifendur fái beinan aðgang að kerfínu Öm segir þetta mikinn mun fyrir vinnu áskriftardeildarinnar og bæti þjónustu hennar til áskrifenda. „Þetta hjálpar okkur að svara áskrifanda nokkuð nákvæmlega ef hann hringir á morgnana og bíður eftir blaðinu sínu.“ Örn segir að kerfi þetta geti skipt gríðarlega miklu máli, til dæmis ef bilun kemur upp í prentsmiðjunni. „Þá eigum við auðveldara með að okkur á því á hve löngum tíma við getum klárað að bera út blaðið a ákveðnum svæðum og komið upp- lýsingum um stöðuna miklu betur til blaðberanna. Þetta nýja kerfilýs- ir engu vantrausti á blaðbera, síður en svo. Fjöldi blaðbera vinnur sitt starf samviskusamlega og vel. Fyrir þá er símkerfið nýtt hjálpar- og ör- yggistæki. Margir blaðberai- hafa hringt til að lýsa ánægju sinni meo þessa nýjung og jafnvel óskað eftir að færa áminningarhringingu sína og nota hana til að láta vekja sig.“ Öm segir stefnt að því að áskrit- endur fái beinan aðgang að kerfínu bæði í síma og á Netinu og geti þannig fylgst með komutíma blaðs- ms.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.