Morgunblaðið - 15.04.2000, Page 16

Morgunblaðið - 15.04.2000, Page 16
16 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Knatthús ehf., Toyota og Skeljungur fá út- hlutað um 8 ha lóð í Garðabæ. Morgunblaðið/Kristinn Þau Rúdólf Jón Ámason, Gísli Ottósson og Kristín Sesselja Róbertsdóttir, nemendur í 8. bekk í Hagaskóla sögðust vera ánægð með þá nýbreytni að fá að velja námsbraut. Nemendur í 8. bekk í Hagaskóla velja sér námsbraut fyrir næsta vetur Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þrír af fimm stofnendum Knattspymufélagsins Hauka, þeir Helgi Vilhjálmsson, Hallgrímur Steingrímsson og Sófus Bertelsen, ásamt Lúðvíki Geirssyni, formanni félagsins. um stað og það er stefnt að apríl 2001, á 70 ára afmæl- gestir voru við reisugildið í því að húsið verði klárað 12. inu,“ sagði Lúðvík. Um 200 gær. Námið tekur mið af skipulagi fram- haldsskolanna yrðir, smíði, myndmennt O.S.fl’V. Flosi sagði að þó allir verðandi nemendur í 9. bekk á landinu ættu kost á auknu vali væri mjög misjafnt hversu mikið val skólarnir gætu boðið upp á og sagði hann að það væri nokkuð háð stærð skólanna. Alls ekki snúið að velja „Stóm skólarnir, sem hafa a.m.k. þrjá bekki í ár- gangi, eins og Hagaskóli, Garðaskóli, Árbæjarskóli og jafnvel Réttarholtsskóli, hafa meira svigrúm til að geta boðið upp á fjölbreytt- ara val en hinir minni. Hérna höfum við haft allt upp í sjö bekki í árgangi og því hefur valið verið alveg galopið. Ki-akkarnir núna gátu t.d. valið líffræði á 7 mismunandi tímum í vik- unni.“ Þau Gísli Ottósson, Rúd- olf Jón Arnason og Kristín Sesselja Róbertsdóttir, nemendur í 8. bekk í Haga- skóla, voru öll mjög ánægð með þá nýbreytni að fá að velja sér námsbraut og sögðu að það hefði alls ekki verið snúið. Gísli sagðist hafa valið sér náttúrufræðibraut, aðallega vegna þess að foreldrar hans hefðu mælt með því, en hann sagðist samt hafa áhuga á líffræði og sagðist jafnvel stefna á að læra eitt- hvað tengt henni í framtíð- inni. Rúdólf og Kristín sögðust hinsvegar hafa áhuga á öðru. „Ég valdi samfélagsfræði- braut því ég hef mikinn áhuga á landafræði," sagði Rúdólf og Kristín tók undir með honum og sagðist einn- ig hafa valið samfélags- fræðibrautina. Ungmennin eru öll harðá- kveðin í að fara í framhalds- skóla en sögðust ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um það í hvaða skóla þau hygðust fara, enda enn góð- ur tími til stefnu. Gísli og Kristín nefndu samt MR sem líklegan kost en Rúdólf sagðist hafa meiri áhuga á Verslunarskólanum, því þar væri boðið upp á meiri tölvukennslu. Haukar halda reisugildi Hafnarfjörður HAUKAR í Hafnarfirði fögnuðu því í gær að nýtt íþróttahús félagsins með tveimur handknattleiksvöll- um og stæðum fyrir um 2000 áhorfendur er orðið fokhelt og undir það hillir að starf- semi félagsins flytjist öll á íþróttasvæðið á Ásvöllum. „Það er búið að loka þeim hluta hússins sem á að taka í notkun í haust,“ sagði Lúð- vík Geirsson, formaður Hauka, í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Þetta er stærsta gerð af húsi með tveimur handknatt- leiksvöllum í löglegri stærð og heilmikilli aðstöðu til við- bótar; félagsaðstöðu, skrif- stofum, tækjasölum og leik- fímisölum," sagði Lúðvík. Starfsemi féiagsins hefur til þessa farið fram á nokkr- um stöðum í Hafnarfirði, knattspyrna hefur verið æfð á Ásvöllum, keppt hefur ver- ið í handknattleik og körfu- knattleik í íþróttahúsinu við Strandgötu en félags- og æf- ingaaðstaða hefur að hluta til verið í gamla Haukahús- inu í Haukahrauni. Haukar fögnuðu 69 ára af- mæli félagsins þann 12. apríl sl. „Nú í haust stefnir í það í fyrsta skipti í sögu félagsins að öll starfsemin verði á ein- Fjölskyldumið- stöð í Vetrarmýri Garðabær HUGMYNDIR eru uppi um að koma upp einhverskonar fjölskyldumiðstöð í tengslum við nýtt knattspymuhús sem ráðgert er að reisa í Vetrar- mýri í Garðabæ. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Kristin Bjömsson, for- stjóra Skeljungs, en Skeljung- ur ásamt P. Samúelssyni (Toyota) og Rnatthúsum ehf. fékk í síðustu viku leyfi hjá bæjaryfirvöldum til að vinna sameiginlega að skipulagi svæðisins, en um er að ræða tæplega 8 hektara svæði á norðausturhorni Vífilsstaða- vegar og Reykjanesbrautai'. „Þama gæti verið áhuga- vert að setja á stofn einhvers- konar þjónustumiðstöð í ki-ing- um þetta fyrirhugaða knatt- spymuhús," sagði Kristinn. „Þarna gæti t.d. verið mögu- leiki á að bjóða upp á aðra af- þreyingu en fer fram í sjálfu knattspymuhúsinu, en þó eitt- hvað tengt því, eitthvað tengt íþróttum, eða hugsanlega úti- vem, því þetta svæði er nálægt golfvellinum.“ Sýningarsalur fyrir Toyota Kristinn sagði að forsvars- menn fyrirtækjanna myndu hittast í næstu viku til að ræða þessi mál enn frekar og því væri þetta allt enn á frumstigi. Hann sagði hinsvegar Ijóst að ef samstarfið myndi ganga, væri a.m.k. ráðgei-t að byggja knattspymuhús á reitnum, Toyota myndi byggja stórt hús sem myndi hýsa sýningar- og söluaðstöðu fyrirtækisins og Skeljungur myndi reisa bens- ínstöð og jafnvel stóra Select- verslun. „Hugmyndin er síðan að spila inn á þarfir fjölskyldunn- ar og bjóða upp á íþrótta- og tómstundaaðstöðu fyiir hana. Þama er aðstaða til að fara í golf og iðka knattspymu, þó þeir tímar verði náttúrlega eitthvað fi-áteknir, en spum- ingin er hvort eitthvað sé hægt að spinna við þetta og bjóða upp á líkamsrækt á staðnum eða eitthvað annað tómstunda- gaman, innan dyra eða utan.“ Stærsta sýningaraðstaða höfuðborgarsvæðisins Að sögn Kristins er þetta það sem lóðarhafarnir eru að skoða núna, en hann sagði að eini fasti punkturinn í þessum áformum væri að þama yrði reist knattspymuhús. ,Auðvitað er það líka fastur punktur að við ætlum að vera þama með þjónustustöð og Toyota ætlar að byggja sitt hús, en lóðin býðm- upp á miklu, miklu meira en þetta. Það gæti því verið áhugavert að kalla fleiri til að þessu máli, en ég held að þetta muni allt skýrast mjög fljótlega.“ Kristinn sagði að líklega yrðu allar byggingamar, þ.e. knattspymuhúsið, sýningar- salur Toyota og hús Skeljungs, tengdar saman þannig að hægt yrði að ganga á milli þeirra. „Ég get ekki betur séð en að ef þetta gengur eftir sé þarna komin einhver stærsta sýning- araðstaða á höfuðborgarsvæð- inu sem er undir þaki á einum stað. Þarna væri þá t.d. hægt að bjóða upp á sýningarað- stöðu fyrir þessar stóra alþjóð- legu sýningar því þama verður óhemjuflæmi undir þaki. Þannig að möguleikamir era alveg geysilega miklir á þessu svæði og það liggur mjög vel við allri umferð og öll aðkoma þama er mjög greið. Auðvitað er þungamiðjan í þessu að þessir þrá’ aðilar era allir að fara þama inn til að vera hver fyrir sig með sína þjónustu, en menn era mjög opnir fyrir því, alla vega eram við mjög opnir fyrir því að þróa þetta svæði eitthvað enn frek- ar og gera þetta að fjölskyldu- vænum stað.“ Vesturbær NEMENDUR í 8. bekk í Hagaskóla fengu í fyrsta skipti í vetur að velja sér námsbraut fyrir næsta vet- ur, en þá verða þeir í 9. bekk. Þetta aukna val nem- enda er í samræmi við þá stefnu menntamálaráðu- neytisins að leyfa ungu fólki að einbeita sér ennfrekar að þeim námsgreinum sem það hefur áhuga á. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðs- ins við Flosa Kristjánsson, aðstoðarskólastjóra Haga- skóla, en hann sagði að 10. bekkingar hefðu haft tölu- vert valfrelsi frá því grunn- skólalögin frá árinu 1974 hefðu tekið gildi, en að nú væri í fyrsta skipti verið að leyfa 9. bekkingum að velja. „Þetta er að vísu ekki stórt stökk,“ sagði Flosi. „Helstu breytingarnar eru þær að verkmenntagreinar eru felldar niður sem skylda og það sem upp á vantar er frjálst val hjá krökkunum." Fjórar námsbrautir í boði Að sögn Flosa eykur Hagaskóli reyndar aðeins við viðmiðunarstundaskrá ráðuneytisins, en samkvæmt henni er nemendum skylt að taka 26 tíma samkvæmt for- skrift, en fá síðan 10 tíma í val. I Hagaskóla var sú leið farin að búa til fjórar náms- brautir, þ.e. tungumála- braut, náttúrufræðibraut, samfélagsfræðibraut og list- og verkmenntabraut. Með því að búa til þessar brautir er búið að binda um helm- inginn af vali nemenda en á móti er búið að búa til námsbrautir með sérstökum áherslum, sem taka mið af skipulagi framhaldsskól- anna. Nemendur fá síðan nokkra tíma í val og er það val alveg frjálst, þannig að nemandi á tungumálabraut getur t.d. valið sér enn frek- ari tungumálakennslu, en ekkert mælir gegn því að hann velji sér frekar hann- Hafnarfjörður með í Knatthúsum Hafnarfjörður BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar samþykkti á fundi á fimmtu- dag að leggja fram 15 m.kr. stofnframlag til Knatthúsa ehf., sem hyggst reisa sam- eiginlegt knattspymuhús fyrir íþróttafélög í Hafnar- firði, Garðabæ og Bessa- staðahreppi í Vetrarmýri í Garðabæ. Fyrirtækin Skelj- ungur og P. Samúelsson kanna nú möguleika á þátt- töku í verkefninu. Garðabær og Bessastaða- hreppur hafa þegar sam- þykkt þátttöku í Knatthús- um en Kópavogsbær hefur ákveðið að verða ekki með. Á fundi bæjarráðs á fimmtudag var aðild að fé- laginu samþykkt með vísan til samþykktar í rammafjár- hagsáætlun bæjarins 2001- 2003 og samþykktar íþrótta- ráðs bæjarins frá 11. þessa mánaðar en þar segir að tryggja þurfi að viðunandi fjöldi æfingatíma fáist í væntanlegu húsi fyrir íþróttahreyfinguna í Hafn- arfírði. Bæjarráð samþykkti 15 m.kr. stofnframlag en að í framhaldinu verði gerður samningur um fjölda æf- ingatíma í væntanlegu knatthúsi fyrir íþróttahreyf- inguna í bænum. Bærinn skuldbindur sig því að svo stöddu ekki til að tryggja ákveðnar leigutekjur, líkt og hin tvö sveitarfélögin hafa gert. Steinunn Guðnadóttir bæjarfulltrúi sat hjá við af- greiðslu málsins þar sem þarfagreining frá íþrótta- ráði liggur ekki fyrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.