Morgunblaðið - 15.04.2000, Síða 20

Morgunblaðið - 15.04.2000, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Einníg mikil lækkun á notuðum sleðum // Akureyri, Dalsbraut 1, sími 462 2840 // Kópavogi, Smiðjuvegi 4, sími 577 5040 Hugmyndir um byggingu hótels í biðstöðu PASKATILBOÐ Há örfáum sleðum \> > 846.000 > 799.000 > 799.000 Flugleiðahótel sóttu um lóð í miðbæ Akureyrar Andrésar Andarleikarnir á skíðum haldnir í 25. sinn Uppl. í sfmum 861 7766/ Höfum einnig Forester 862 1043. KARLAKÓR Akureyrar-Geysir bryddar upp á nýjungum í starfinu á þessu vori. Auk hefðbundinna tónleika í lok maímánaðar stendur kórinn fyrir bítlakvöldi á Oddvit- anum á Akureyri síðasta vetrar- dag, 19. apríl, og skírdag/sumar- daginn fyrsta, 20. apríl, kl. 21.00. Liðlega helmingur kórsins tekur þátt í því að endurvekja bítla- stemmninguna frá 7. áratugnum Polaris 600 Touríng Polarís 700 SKS Polaris RIVIK 1,078.800 1.057,500 1 057.500 Kristinn Björnsson fslandsmeistari í svigi heiðrar þátttakendur á Andrésar Andarleikunum og í gærmorgun fór hann sem undanfari í leikjabraut þeirra yngstu. Veðrið setti sitt strik í reikninginn hjá þátttakendum á Andrésar Andarleikunum í Hh'ðaríjalli í gærmorg- un, en þessi ungi þátttakandi lét það ekki á sig fá og renndi sér fimlega í gegnum leikjaþrautina. Nýr Subaru Þátttakendur tilbúnir í slaginn. Morgunblaðið/Kristj án Hávaðarok í Hlíðarfjalli HÁVAÐAROK setti mark sitt á fyrsta keppnisdag Andrésar And- arleikanna á skíðum sem var í gær, föstudag, en leikarnir eru nú haldnir í 25. sinn. „Það er skemmst frá því að segja að hér er drulluveður," sagði ívar Sigmundsson, forstöðumaður Skíða- staða, í samtali vð Morgunblaðið eftir hádegið gær. Þá voru á bilinu 7 til 9 vindstig á skíðasvæðinu og enn hvassara í vindhviðum. Loka varð stólalyftunni af þessum sökum og þá var stromplyftan, sú efsta í Hlíðar- fjalli einnig lokuð eftir hádegi. „Hér er biðstaða, en við vonum að það lægi í kvöld eða nótt,“ sagði ívar. Um 790 börn á aldrinum 7-12 ára taka þátt í leikunum að þessu sinni og er þetta næstmesti fjöldi kepp- enda frá því leikamir voru fyrst haldnir fyrir 25 árum. Börnin koma hvaðanæva af landinu auk þess sem 9 keppendur koma frá Kulusuk í Grænlandi. Keppt er í alpagreinum og göngu. Fremsti skíðamaður landsins, Kristinn Björnsson, setti leikana formlega á fimmtudagskvöld, en hann hóf sinn frækilega skíðaferil með þátttöku í Andrésar Andarleik- unum. Bítlakvöld á Akureyri og er útsetning laga The Beatles sem næst frumútgáfunni og gerð af stjórnandanum, Roar Kvam. Með kómum koma fram söngvar- amir Pálmi Gunnarsson og Helena Eyjólfsdóttir og einnig kemur fram fjölskipuð hljómsveit þekktra hlj ómlistarmanna. Ekki er að efa að gamlir sem og nýrri aðdáendur Bítlanna munu fagna þéssu framtaki, og lög þeirra Paul McCartney og John Lennon munu vekja upp gamlar endurminningar. Kirkjustarf AKURE YR ARKIRKJ A: Ferming- armessur kl. 10.30 og 13.30 á morg- un, Pálmasunnudag. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag í kirkjunni. Mömmumorgunn í Safnaðarheimili frákl. lOtil 12. GLERÁRKIRKJA: Fermingar- messur kl. 10.30 og 13.30 á morgun, Pálmasunnudag. Barnamessa verð- ur í Lögmannshlíðarkirkju á morg- un og verður lagt af stað frá Gler- árkirkju kl. 11 um morguninn. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera frá kl. 12 til 13 á miðvikudag, orgel- leikur, fyrirbænir og sakramenti, léttur hádegisverður á vægu verði á eftir. DALVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í Dalvíkurkirkju sunnu- daginn 16.apríl. Hittumst við heilsu- gæslustöðina kl. 11:00 og göngum fylktu liði til kirkju. Foreldrar hvattir til að mæta með börnum sínum. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli á morgun, sunnudag kl. 11, bænastund kl. 16.30, almenn samkoma kl. 17 og unglingasam- koma kl. 20. Heimilasamband kl. 15 á mánudag, hjálparflokkur fyrir konur á miðvikudag kl. 20. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning kl. 20 í kvöld, laug- ardag. Sunnudagaskóli fjölskyld- unnar á morgun, sunnudag kl. 11.30, kennsla úr orði Guðs fyrir alla aldurshópa. Léttur málsverður að samkomu lokinni. Almenn vakn- ingarsamkoma kl. 16.30 sama dag. G. Theodór Birgisson safnaðarhirð- ir predikar á báðum samkomum. Fyrirbænaþjónusta og barnapöss- un. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 11 í kirkjunni við Eyr- arlandsveg 26. LAUGALANDSPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Möðruvalla- kirkju annað kvöld, Pálmasunnudag og hefst hún kl. 21. Sr. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur syng- ur messu og predikar. LJÓSAVATNSPRESTAKALL: Hátíðarmessa í Ljósavatnskirkju kl. 14 á morgun, Pálmasunnudag. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. MÖÐRUV ALL APRESTAKALL: Messa verður í Bægisárkirkju á morgun, Pálmasunnudag kl. 11. SJÓNARHÆÐ: Lokafundur sunnudagaskólans og barnafund- anna verður á Sjónarhæð, Hafnar- stræti 63 í dag, laugardag kl. 13. Al- menn samkoma verður kl. 17 á morgun, pálmasunnudag. Legacy Nýr • Nýr Einstakt tækifæri. Subaru Legacy m/öllu. Vél 2500. Leðurinnrétting. Tölvustýrð miðstöð m/loftkælingu o.fl. Verð 2.550.000. Verð áður kr. nú kr. jjjjh. Þroskahjálp á Norðurlandi _ eystra ÞROSKAHJÁLP Á NORDURLANDI EYSTRA —..—... ..—... —..... Aðalfundur Þroskahjálpar á Norðuriandi eystra verður haldinn á Hótel KEA fimmtudaginn 27. apríl kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf, kaffiveitingar. Allir velkomnir. Stiómin. FLUGLEIÐAHÓTEL sóttu um lóð í miðbæ Akureyrar í byrjun árs en félagið hefur lýst yfir áhuga á að byggja 50-100 herbergja hótel í bænum. Kostnaður við slíka fram- kvæmd er áætlaður á bilinu 350-700 milljónir króna. Kári Kárason framkvæmdastjóri Flugleiðahótela sagðist hafa fengið viðbrögð frá bæjaryfirvöldum við umsókn fé- lagsins en hins vegar sé málið í ákveðinni biðstöðu og að framhald- ið sé óljóst. „Við höfum áður lýst yfir áhuga á að skoða þessa hugmynd í sam- hengi við hugsanlegt menningar- hús. Það er valkostur númer eitt og við ætlum okkur að hafa þolinmæði Aglowfundur AGLOW, kristileg samtök kvenna, halda fund í félagsmið- stöðinni Víðilundi 22 á Akur- eyri á mánudagskvöld, 17. apríl og hefst hann kl. 20. Katrín Harðardóttir flytur ræðu kvöldsins. Einnig er á dagskrá söngur, lofgjörð og fyrirbænaþjónusta og þá er kaffihlaðborð. Þátttökugjald er 450 krónur. til að sjá hvernig það mál þróast. Ef hins vegar kemur til þess að það dragist mjög á langinn, eins og maður á alveg von á að gerist, mun- um við skoða aðra kosti. Kári sagði að margir aðilar á Ak- ureyri hafi haft við þá samband vegna hugsanlegra framkvæmda og væru ýmsar hugmyndir í gangi. Komi til þess að ráðist verði í bygg- ingu menningarhúss á Akureyri, hefur verið horft til svæðsins aust- an Glerárgötu og sunnan Strand- götu en það er einmitt sá staður sem Flugleiðahótel horfa einnig til. Kári sagði að þótt málið væri í ákveðinni biðstöðu væri verið að skoða og útfæra ýmsa möguleika. „Við sitjum ekkert með hendur í skauti. Hins vegar er alveg ljóst að tenging við hugsanlegt menningar- hús gefur mönnum færi á að hugsa aðeins stærra. Ef við ætluðum að fara af stað og byggja einir og sér einhvers staðar, myndum við frekar gera það í áföngum en með menn- ingarhúsi yrði trúlega farið strax alla leið. Flugleiðahótel, sem er dótturfé- lag Flugleiða, er stærsta hótelfyrir- tæki landsins, með 22 hótel í rekstri yfir sumartímann og þar af 7 heils- árshótel. Félagið er ekki með rekst- ur heilsárshótels á Akureyri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.