Morgunblaðið - 15.04.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 15.04.2000, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Norex gæti leitt til samruna norrænu kauphallanna Finnska kauphöllin enn hikandi um þátttöku Helsinki. Morgunblaðið. Lárus Jónsson við tökur á Spáni fyrir Marbella Film Factory. Saga film stofnar dótt- urfyrirtæki á Spáni SAMRUNI norrænna kauphalla gæti orðið framhaldið á Norex, sam- starfí kauphallarinnar í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn, sem Ósló og Reykjavík verða með í síðar á árinu, að sögn danska blaðsins B0rsen. Eins og er miðast Norex við sameig- inlegar reglur og samræmt kaup- kerfí, en hugmyndir um samruna eru einnig á kreiki. Finnska kaup- höllin, sem hingað til hefur heldur kosið að þróa samstarf við kauphöll- ina í Frankfurt, fylgist með nor- rænu þróuninni. Opinberlega er þvl haldið á lofti þar að það þjóni betur fínnskum hagsmunum, en hikið staf- ar einnig af stærðarmun kauphall- arinnar í Helsinki og Stokkhólmi. I Barsen er haft eftir Hans Ejv- ind Hansen stjórnarformanni Köbenhavns Fondsbors að vísast muni danska kauphöllin vera til um mörg ókomin ár, en ekki sem sjálf- stæð eining, heldur sem hluti af samstarfi annarra kauphalla og kaupkerfa, eða sem hluti af samein- aðri norrænni kauphöll. Sem hlið- stæðu benti hann á samstarf kaup- halla í Brussel, Amsterdam og París, sem væru á leið að stofna sameiginlegt eignarhaldsfélag, Euronext. Ekki væri óhugsandi að Norex þróaðist í sömu átt. Hugmyndin um samruna er þó ekki alveg raunsæ, því í raun væri um að ræða að sænska kauphöllin yfírtæki þá dönsku, því fyrirtækið, sem á sænsku kauphöllina, OM Gruppen, er miklu stærra en Fonds- borsen. Veltan í dönsku kauphöll- inni á síðasta ári var 168 milljónir danskra króna, um 1,68 milljarðar íslenskra króna og hagnaðurinn nam 6,5 milljónum danskra króna. Velta OM Gruppen einungis á fyrsta ársfjórðungi í ár var hins vegar 695 milljónir sænskra króna, um 6,3 milljarðar íslenskra króna og hagn- aðurinn 251 milljón sænskra króna, en væntingarnar eru enn meiri í ár. Fondsbprsen reiknar með hagnaði upp á 15 milljónir danskra króna í ár. Búist við frekari evrópskum hræringum Ejvind Hansen undirstrikaði að þó stefnan væri nú á þróun Norex og hugsanlegan samruna í kjölfar þess væri samnorræn kauphöll ekki takmarkið, heldur aðeins liður í þró- un evrópska kauphallarsamstarfs- ins, sem einnig stefndi í samruna og yfirtökur til að skapa sterkt evrópskt kauphallasvið. Það er að sama skapi ljóst að OM Gruppen býst við frekari evrópskum hrær- ingum á þessu sviði, bæði samruna og samræmdari þjónustu við bæði verðbréfasala og fjárfesta. Heima fyrir hefur OM Gruppen látið í það skína að hugleitt sé að loka kl. 22 á kvöldin til að gera viðskipti kleif í Stokkhólmi, jafnhliða opnunartíma kauphallarinnar í New York. Samkvæmt fínnskum heimildum Morgunblaðsins eru engar áþreifan- legar hreyfíngar innan fínnsku kauphallarinnar að þokast nær Nor- ex. Astæðan er ekki vantrú á nor- rænu samstarfi á þessu sviði, heldur hafa finnsk stórfyrirtæki eins og Nokia, Sonera og Stora Enso þrýst á um fínnska þátttöku í evrópsku samstarfi umfram hið norræna. Samstarfið við kauphöllina í Frank- furt hefur því orðið ofan á, fremur en þátttaka í Norex, sem keppi við evrópska kerfið. Finnsk stórfyrir- tæki eru almennt einnig skráð í kauphöllinni í Stokkhólmi. Finnskar vangaveltur um stærðarmun Að baki þessu liggja einnig fínnskar vangaveltur um stærðar- mun fínnsku og sænsku kauphallar- innar. Fyrir 3-4 árum var markaðs- verðmæti fyrirtækja, sem skráð voru í sænsku kauphöllinni 2-3 sinn- um meira en fyrirtækja á finnska markaðnum, en nú er verðmætið hins vegar orðið ámóta mikið. Hins vegar er veltan á sænska markaðn- um eftir sem áður þre- eða fjórföld á við veltuna á fínnska markaðnum. Finnum er í mun að halda í sjálf- stæðan markað sinn, sem starfaði náið með evrópska markaðnum, fremur en að ganga inn í samstarf, þar sem sænska kauphöllin hlyti vegna stærðar sinnar að vera þungamiðjan. Þeim er þekkja til rígsins, sem löngum hefur verið milli Finna og Svía, mun vísast ekki koma þessi afstaða Finnanna á óvart. SAGA film hf. hefur fært út kvíarnar og stofnað dótturfyrir- tæki á Suður-Spáni ásamt spænska kvikmyndafyrirtækinu Quasar S.A. í Madrid, Marbella Film Factory. Fyrirtækið er stað- sett í smábænum Marbella í And- alúsíu. í tilkynningu frá Saga film kemur fram að Marbella Film Factory sé þjónustufyrirtæki fyrir kvikmyndaiðnaðinn og þá einkum fyrir sjónvarpsauglýsingagerð. Tökusvæðið sé Suður-Spánn, Gí- braltar, Suður-Portúgal og norð- urhluti Afríku. Hjá hinu nýja fyr- irtæki starfa íslenskir og erlendir leikstjórar. „Náttúran hefur mikið að segja- um hvar einstök verkefni eru kvikmynduð. Hið nýstofnaða fyr- irtæki mun bjóða upp á fjöl- breytta staðarval, má segja að nyrsti hluti þess sé jöklar, svartir sandar, hverir og náttúra íslands, en syðsti hluti þess sé eyðimerkur Norður-Afríku,“ segir í tilkynn- ingunni. Stofnun þessa fyrirtækis hefur átt sér nokkurn aðdraganda. Mik- il samvinna hefur verið milli Quasar S.A. og Saga Film að und- anförnu, og hafa leikstjórar og sérhæft starfsfólk frá Saga Film unnið við gerð auglýsingamynda á Spáni og í Bandaríkjunum í samvinnu við Quasar Films, sem siðan hefur leitt til stofnunar þessa fyrirtækis. Marbella Film Factory hefur nú þegar unnið verkefni fyrir breska markaðinn og standa tökur yfir á auglýsinga- kvikmynd fyrir vínframleiðanda. Stjórn Marbella Film Factory skipa þau Jón Þór Hannesson og Alicia Crespo. VÞI gefur út Fact Book VERÐBRÉFAÞING íslands hefur gefið út Fact Book 2000 sem hefur að geyma upplýsingar á ensku um Verðbréfaþing og starfsemi þess, ásamt upplýsingum um markaðinn á síðasta ári. Þetta er í fyrsta skipti sem Verð- bréfaþing gefur út slíka bók og verð- ur henni dreift til erlendra kaup- halla, þingaðila, skráðra félaga og fleiri. Erlendar kauphallir gefa út Fact-bækur í upphafí hvers árs og verður þetta því árleg útgáfa hjá VÞÍ. Bókin er þegar komin á heima- síðu þingsins. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV 2000 auglýsir eftir tillögu að þjóðhátíðarlagi í ár. Tillögum að þjóðhátíðarlagi skal skilað á kassettu eða diski undir dulnefni eigi síðar en 1. maí 2000. Einnig skal fylgja með í lokuðu umslagi dulnefni, rétt nafn höfundar. rÞjóðhálíflarnefnd ÍBV c/o Ólafur Týr Guöjónsson Túngötu 18 900 Vestmannaeyjum , merktu * * Borgaðu með VISA þu gætir hitt á töfrastund! Danskt- íslenskt verslunar- ráð stofnað DANSKT-íslenskt verslunarráð verður stofnað í Borsen í Kaup- mannahöfn þann 27. apríl næstkom- andi og geta fyrirtæki og einstakling- ar í ríkjunum tveimur gerst félags- menn og hafa fjölmai’gir nú þegar skráð sig sem stofnfélaga, að því er frarn kemur í íréttatilkynningu frá Verslunarráði íslands. Að stofnun ráðsins standa Verslunarráð, sendi- ráð Islands í Kaupmannahöfn og sendiráð Danmerkur í Reykjavík. Þetta er í sjöunda sinn sem Versl- unarráð íslands kemur að stofnun slíks millilandaverslunarráðs, en fyrir eru verslunairáð milli íslands og Bandarílganna, Bretlands, Frakk- lands, Spánar, Svíþjóðar og Þýska- lands. Markmið Dansk-íslenska verslun- arráðsins verður að styi’kja enn fí-ek- ar viðskiptatengsl landanna sem eiga sér aldalanga sögu. Til að ná þessu markmiði mun ráðið m.a. standa fyrir fundum og ráðstefnum um málefni sem tengjast viðskiptum landanna, sinna hagsmunagæslu gagnvart stjómvöldum og veita beina þjónustu samkvæmt nánari ákvörðun stjómar. Stofnfundurinn verður í Bprsen kl. 15:30 fimmtudaginn 27. apríl og ræðumenn fundarins verða Geir H. Haarde, fjármálaráðherra íslands, og Marianne Jelved, efnahagsmála- ráðherra Danmerkur, sem mun fjalla um evmna og afstöðu Dana í þeim efnum. Tanaka UMGERÐISKLIPPUR V Garðyrkjumenn landsins nota Tanaka klippur VETRARSOL Hamraborg 1-3, norðanmegin S. 564 1864 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.