Morgunblaðið - 15.04.2000, Page 32

Morgunblaðið - 15.04.2000, Page 32
32 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ráðgjafí Maskha- dovs handtekinn Moskvu. AP, AFP. RÚSSAR hafa handtekið helsta ráðgjafa Aslans Maskhadovs, for- seta Tsjetsjníu, og yfirmann tsjetsjneska herráðsins. Var hann fluttur til Moskvu í gærmorgun og er nú í Lefortovo-fangelsinu. Rússneskir öryggissveitarmenn handtóku Apti Batalov í bænum Shali á fimmtudag og er nú verið að yfirheyra hann í Moskvu. Batal- ov lét mikið að sér kveða í fyrra Tsjetsjníu-stríðinu 1994-’96 og í desember 1996 útnefndi Maskha- dov hann yfirmann tsjetsjneska hersins. I júlí 1997 var hann skip- aður yfírmaður öryggisþjónust- unnar og ári síðar forsætisráð- herra stjórnar Maskhadovs. Sagt er, að óvildina, sem er á milli Maskhadovs og eins foringja skæruliða, Jórdanans Khattabs, megi rekja til andúðar Batalovs á málaliðum og Batalov studdi Maskhadov dyggilega þegar tveir aðrir skæruliðaforingjar, þeir Shamil Basajev og Salman Radúj- ev, sökuðu forsetann um að ganga erinda Rússa. Handtaka Batalovs er því mikið áfall fyrir Maskhadov en Radújev er nú einnig fangi Rússa í Lefortovo. Rússar gáfu í skyn í fyrradag, að þeir ættu í viðræðum við ónefnda Tsjetsjena um pólitíska lausn en átökin í landinu halda samt áfram. Grafarvogur - Stakkhamrar 170 fm, bjart, ein- býlishús á einni hæð. Fjögur rúm- góð svefnherbergi. Góð stofa og eld- hús. Innangengt úr húsi í innbyggðan bílskúr. Góð stað- setning á eftirsótt- um stað. Verð 19,2 millj. Réttarhöld í njósnamáli gyðinga í íran vekja athygli AP Fjölskyldur nokkurra þeirra gyðinga sem ákærðir eru fyrir njósnir í Iran sjást hér fyrir utan dómshúsið í Shir- az á fímmtudag. Oánægja var meðal íranskra gyðinga með ákæruna gegn mönnunum, en að þeirra sögn er um venjulegt fólk að ræða sem ekki hefur aðgang að leynilegum upplýsingum. Fjórir sagðir hafa játað á sig sakir Shiraz, Teheran, Washington, París. AP, AFP. IDSS Opið laugardag kl. 12-15 FASTEIGNASALA Faxafeni 5, 108 Reykjavík, sími 533 1080, fax 533 1065. RÉTTARHÖLD yfir 13 írönskum gyðingum, sem sakaðir eru um pjósn- ir í Iran, hafa vakið umtalsverða at- hygli í vikunni. Rétta á yfir mönnun- um fyrir lokuðum dyrum en réttarhöldunum var frestað stuttu eftir að þau hófust á fimmtudag, þeg- ar talsmenn íranska réttarkerfisins greindu frá því, að fjórir hinna ákærðu hefðu játað sekt sína og beð- ist vægðar. Esmail Naseri, lögfræð- ingur sakborninganna, sagði játning- Við bíðum með óþreyju eftir sumrinu á Pizza Hut og til að koma þér í sumarskaþið bjóðum við þér eins mikinn ís með þizzunni þinni og þú getur í þig látið. (Tilboðið gildir til 25. apríl og aðeins í veitingasal). Komdu og gerðu þér glaðan dag. SPRENGISANDI & HÓTEL ESJU • SÍMI 533 2000 Ábótinn á Pizza Hut isbarinn okkar heitir Abótinn og þar bjóðum við ekta rjómaís frá Emmess ís úr ísvél. Þ°ð fýlgir ís með hverri pizzu sem 'j þú borðar i veitinga- j salnum og þú færð ábót á ísinn. amar hins vegar marklausar og ónothæfar þar sem þær hefðu ekki verið veittar í návist veijanda. Sendiherrar vestrænna ríkja, er- lendir blaðamenn og mannréttinda- sinnar fjölmenntu að dómshúsinu í borginni Shiraz, suður af höfuðborg írans, Teheran, þegar málaferlin hóf- ust og hafa Frakkar, Þjóðverjar, Sameinuðu þjóðimar og mannrétt- indasamtökin Amnesty Intemational ýmist fordæmt handtöku gyðinganna eða krafist þess að réttað verði yfir þeim á sanngjaman hátt. Bandarísk stjómvöld hafa enn- fremur varað við að framkvæmd rétt- arhaldanna og úrskurður kunni að hafa neikvæð álirif á þá þíðu sem ríkt hefur í samskiptum ríkjanna frá því Mohammad Khatami tók við embætti forseta írans 1997. Yfirvöld í Iran saka gyðingana um að hafa stundað njósnir fyrh- ísraela og Bandaríkjamenn en forráðamenn beggja þjóða segja engan grandvöll fyrir ákærunum. Réttarhöldunum hefur nú verið frestað til 1. maí til að veita lögfræðingum sakbominganna meiri tíma til að undirbúa vörn sína. Hossein Ali Amiri, yfirmaður dómskerfisins í héraðinu, gi-eindi frá játningunni á fréttamannafundi eftir að búið var að fresta réttarhöldunum. Hann sagði þó ekki hvenær sakbom- ingamir hefðu játað en kvað Sadeq Nourani dómara í málinu telja játn- ingamar gildar. „Fjórir hinna ákærðu sem komu íyrir rétt í morgun hafa játað að hafa stundað njósnir fyrir Israel en hafa beðið dómarann náðar,“ sagði Amiri. „Við höfum sann- anir gegn þeim sem gefa til kynna að þeir hafi stundað njósnir fyrir fsrael." Kennarar og ríkisstarfsmenn Verði mennimir dæmdir sekir um njósnir kann þeirra að bíða löng fang; elsisvist og jafnvel dauðadómur. I hópi hinna ákærðu era kaupmenn, trúarbragðakennarar, ríkisstarfs- menn og námsmenn og er að sögn ír- anskra gyðinga um venjulegt fólk að ræða sem ekki hefur haft aðgang að leynilegum upplýsingum. Talið er að réttai'höldin kunni að skaða tengsl Khatamis forseta við vestræn ríki og era þau jafnvel talin bera keim af pólitískum átökum milli umbótasinnaðra stuðningsmanna for- setans og íhaldssamra afla, sem hafa töglin og hagldirnar í réttarkerfi landsins. Um 80.000.000 gyðinga bjuggu í ír- an fyrir íslömsku byltinguna 1979, en flestir þeirra fluttust á brott eftir byltinguna og búa nú um 25.000 gyð- ingar í landinu. L : P |, L r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.