Morgunblaðið - 15.04.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 15.04.2000, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 15. APRÍ L 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fyrrverandi gjaldkeri CDU fyrir rannsóknarnefnd þýzka þingsins Vitnisburður Schaubles og Baumeister stangast á Berlín. Morgunblaðið SÉRSKIPUÐ nefnd þýzka þingsins, sem rannsakar nú hvort tengsl hafí verið á milli leynilegra greiðslna í flokkssjóði kristilegra demókrata (CDU) og vissra ákvarðana ríkis- stjórnar Helmuts Kohls, er eftir yfírheyrslur gærdagsins yfír Brigitte Baumeister, fyirver- andi gjaldkera flokksins, engu nær um það hvernig það bar að, að vopnasölumaðurinn Karl- heinz Schreiber lét 100.000 marka fjárframlag, andvirði 3,7 milljóna króna, af hendi rakna til CDU haustið 1994. Baumeister ítrekaði í vitnisburði sínum í gær fyrri frásögn sína af málinu, sem stangast á við frásögn Wolfgangs Schaubles, fyrrverandi flokksformanns, en hann bar vitni fyrir rann- sóknamefndinni í fyrradag. Að sögn Baumeister fékk hún hinn 11. októ- ber 1994 umslag beint úr hendi Schreibers, sem hún hafi síðan látið Scháuble fá. Fallið var í fyrrakvöld frá því í bili að stefna bæði Scháuble og Baumeister saman fyrir nefndina, en vegna þess að eiðsvarinn vitnisburður þeirra stangast á eiga þau nú hugsanlega yfir höfði sér meinsær- isákæru af hálfu þingnefndarinnar. Lögmaður Baumeister, Kristina Pilaci-Borg- greve greiíynja, var í gærkvöld óvænt kölluð sem vitni fyrir nefndina, eftir að það spurðist að hún hefði einnig setið fjáröflunarkvöldverðarboð það, sem eftir frásögn Scháubles var vettvangur fyrstu viðkynningar hans við Schreiber. Scháu- ble segir Schreiber hafa látið sig fá féð að lokn- um þessum kvöldverði, sem var hinn 22. septem- ber 1994, og hann hefði síðan fært Baumeister það. Baumeister bar að hún hefði hinn 11. október 1994 fengið umslag frá Schreiber, stílað á Scháu- ble, sem hún hefði hinn 16. október fært Scháu- ble í Bonn. Schreiber hafi þá aðeins gefíð í skyn, að það væru peningar í umslaginu. Sagði Bau- meister að fáeinum dögum síðar hafí Scháuble boðað sig á skrifstofu sína í Bonn og fært henni annað umslag, sem að hans sögn innihélt pen- inga frá Schreiber. Hún hafi síðar látið Scháuble fá kvittun fyrir móttökunni, að hans beiðni. Hún hafi sama dag látið umslagið í hendur Jiirgens Schomack, skrifstofustjóra síns. Hann hafi fund- ið 100.000 mörk í því og lagt í öryggishólf en síð- an fært endurskoðanda flokksins, Horst Wey- rauch, féð þegar komið var fram á árið 1995. Viðurkennir lögbrot Baumeister viðurkenndi að framlagið hefði ekki verið fært til bókar eins og reglur kvæðu á um. Sig minni að Schreiber hafi beðið hana um það. Að minnsta kosti hafi engin lögformleg framlagskvittun verið gefin út. Schreiber, sem nú býr í Kanada og á yfir höfði sér að verða framseldur til Þýzkalands til að koma þar fyrir rétt í skattsvika- og mútumáli, hefur opinberlega stutt frásögn Baumeister. Fjár- lasraupp- gjöri frestað Berlín. Morgunblaðið. EVRÓPUÞINGIÐ ákvað í gær að slá á frest til 15. maí nk. að leggja blessun sína yfir fjár- lagauppgjör Evrópusambands- ins (ESB) fyrir árið 1998. Framkvæmdastjórnin hefði að mati þingsins ekki enn upplýst með fullnægjandi hætti nokkur atriði varðandi fyrri ásakanir um svik og spillingu. Spillingarásakanir, bornar fram af Evrópuþinginu, urðu í marz í fýrra framkvæmda- stjórn Jacques Santers að falli. Sú stjómkerfiskreppa ESB sem náði hámarki með afsögn framkvæmdastjómarinnar fór af stað með því að Evrópuþing- ið neitaði að samþykkja fjár- lagauppjörið. Hugsanlegt að Clinton verði ákærður eftir að hann lætur af embætti Ætlar ekki að biðja eftirmann- inn um náðun BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í fyrradag að hann myndi ekki fara fram á náðun hjá eftirmanni sínum, færi svo að hann yrði ákærður fyrir meinsæri eftir að hann léti af embætti. Gerði hann einnig hneyksl- ismálin, sem hann hefur lent í, að um- talsefni og varði sjálfan sig af hörku. Meðal annars kvaðst hann enn bíða eftir því að fréttamenn skýrðu frá því að Whitewater-málið hefði verið „uppspuni og tilbúningur frá rótum“. Clinton lét ummælin falla á fundi í Washington með um 500 manns en hann var haldinn í tilefni af ráðstefnu bandarískra dagblaðaritstjóra. Að því er fram kemur í The Washington Post spurði einn ritstjóranna Clinton hvort hann myndi biðja eftirmann sinn um náðun, færi svo að Robert W. Ray, sem tók við af Kenneth W. Starr sem óháður rannsakandi í málum Clintons, ákærði hann um meinsæri eftir að hann léti af embætti. Clinton kvaðst ekki myndu gera það og hann sagðist tilbúinn til að koma fyrir hvaða rétt sem væri. Kvaðst hann einnig vera að bíða eftir því að það væri viðurkennt, t.d. af fréttamönnum, að Whitewater-málið hefði verið „uppspuni og tilbúningur frá upphafi“. Sagði hann ennfremur að það væri fátt „óháð“ við rannsókn Rays og gaf í skyn að hún væri af pólitískum rótum runnin. Gerði Lewinsky-málið út um „byltingu" Gingrich? Clinton sagði um Lewinsky- hneykslið að hann hefði „goldið þau mistök dýru verði“. Hann kvaðst ekki skammast sín fyrir að hafa verið ákærður með embættismissi fyrir augum. Það hefði verið ákvörðun andstæðinga hans. Lewinsky-málið hefði hins vegar átt sinn þátt í að sér hefði tekist að kveða niður „byltingu" Newt Gingrich, leiðtoga repúblikana í fulltrúadeildinni. Hefði hún náð fram að ganga væri staða lands og þjóðar önnur og verri en hún er. Gingrich sagði af sér þingmennsku er repúblikanar misstu fimm sæti í fulltrúadeildinni í kosningunum 1998 þegar málaferlin gegn Clinton voru í algleymingi. Hendir gaman að hneykslismálunum Fundur Eystrasaltsráðsins í Kolding Að undanförnu hefur Clinton vikið nokkrum sinnum að málaferlunum gegn sér í gamansömum tóni en það hefði verið óhugsandi fyrir ári. I síð- ustu viku sagði hann í Louisiana að umdeildur stjómmálamaður þar í ríkinu hefði sýnt og sannað að það væri unnt að hafa alla fjölmiðla á móti sér en verða samt æ vinsælli meðal kjósenda. „Mér datt í hug að láta á þetta reyna, en vissulega fór það dá- lítið úr böndunum," sagði Clinton. AP Nýársgleði í Bangladesh Þúsundir manna fóru um stræti og torg í Dhaka, höfuð- í gær að þarlendum sið. í skrúðgöngunum bar mest á borg Bangladesh, í gær til að fagna nýju ári en það hófst glæsilegum fuglum og brúðum úr pappír. Heilbrigðismálin voru ofarlega á baugi EYSTRASALTSRÁÐIÐ fundaði í Kolding í Danmörku nú í vikunni en ráðið er hugsað sem sameiginlegur vettvangur fyrir Eystrasaltsríkin, Norðurlönd, Þýskaland, Pólland og Rússland og þau mál, sem tengjast svæðinu sérstaklega. Davíð Odds- son, forsætisráðherra Islands, sem sat fundinn, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta samstarf gæti gagnast Islendingum á ýmsan hátt þótt ísland væri strangt tiltekið ekki hluti af svæðinu. „Meginmarkmiðið með fundum Eystrasaltsráðsins er að ná saman forystumönnum ríkja á þessu svæði,“ segir Davíð og nefndi í því sambandi þá „norrænu vídd“ innan Evrópusambandsins, ESB, sem varð Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, að umtalsefni í lok fundarins. Heilbrigðismál voru ofarlega á baugi að þessu sinni, en að sögn Davíðs hefur náðst góður árangur af fyrri fundum ráðsins. Hann nefnir sem dæmi að slíkir fundir hafi leitt til átaks til að stemma stigu við vaxandi glæp- um og hafi m.a. skilað sér í samræmdum að- gerðum lögreglu- og tollyfirvalda. „Það hef- ur skilað heilmiklum árangri," segir Davíð og kveður menn að þessu sinni hafa ákveð- ið að beina athyglinni að vissum þáttum heil- brigðismála. „Einkum þeim sem snúast um smitsjúkdóma sem menn höfðu áður talið sig ráða við, samanber útbreiðslu berkla í Austur-Evrópu.“ Norðmenn munu hafa forystu um framgang þessa málaflokks og segir Davíð að til standi að stofna starfs- hóp undir þeirra stjórn sem fái það hlutverk að leita úrlausna. „Það er gert ráð fyrir að þessi starfshópur verði skipaður fulltrúum frá mörg- um ríkjanna og hann muni vinna hratt,“ segir Davíð og kveður íslendinga koma þar við sögu, en ekki liggi fyrir hvenær hópurinn eigi að skila niðurstöðum sínum. Stækkunarferli ESB til umræðu Stjómmál dagsins voru einnig til umræðu á fundinum og segir Davíð ástandið í Rúss- landi og aðgerðir Rússa í Tsjetsjníu hafa verið þar ræddar þótt ekki hafí verið borin upp ályktun um málið. Þá hafi stækkunarferli Evrópu- sambandsins einnig verið á dagskrá því Pólland sem og Eystrasaltsríkin hafa æskt aðildar að sambandinu og sat Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, fundinn að þessu sinni. Davíð fundaði einnig einslega með Jens Stoltenberg, nýskipuðum for- Davfð Oddson sætisráðherra Noregs, Irenu Deg- utiene, forsætisráðherra Litháens, og Schröder, kanslara Þýskalands. „Ég átti mjög góðan fund með Schröder þar sem við fórum yfir þau mál sem efst em á baugi og jafn- framt þau, sem við höfum sérstakan áhuga á,“ segir Davíð og nefnir af- stöðu íslands til Kyoto-samningsins sem og aukna þátttöku ESB í varn- ar- og öryggismálum. Að sögn Da- víðs er nú reynt að tryggja að aukin þátttaka Évrópusambandsins í vamar- og öryggismálum, sem ís- land hefur stutt, verði ekki til þess að veikja uppbyggingu innan NA- TO. Hann segir allmörg ríki eiga aðild að NATO en ekki ESB og öfugt og sum ESB-ríkjanna hafi til að mynda ekki hug á að ganga í NATO. Davíð segir að stefnt hafi í nokkurt óefni í þessum efnum en hann trúi því að hallkvæm lausn sé nú í sjónmáli. „Við vonumst til að ná þessari niður- stöðu og ég skildi þýska kanslarann þannig að hann hefði skilning á því.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.