Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 VIKULOK MORGUNBLAÐIÐ Nýtt land sunnan Heklu Séð niður eftir hiíðum Heklu yfir upplyfta hólinn, suðvesturálmu nýja hraunsins allt til Trippafjalla lengst til vinstri. Hekla og nýja hraunið sunnan hennar, útsýni frá Vatnafjöllum. Lengst til vinstri á myndinni bera gufur við himin frá gígnum sem heimsóttur var í ferðinnni. svo sýnist sem hann hafi ekki verið virkur nú í gosinu 2000 heldur nýr gígur skammt sunnan hans. Hlíðin er mjög laus í sér og erfið yfirferðar. Stundum tvö skref upp og svo þrjú niður. Brattinn óx þegar nær dró gígnum og að sama skapi varð út- sýnið yfir nýju hraunin sífellt betra og gott var að átta sig á hvar helstu hraunstraumarnir höfðu runnið, hvar helst væri von á hellum. Gufu- sprengingar voru í gígnum öðru hvoru og gufumekkimir mismiklir. Svo mikil var gufan þegar við nálg- uðumst gíginn að menn sáu ekki hver til annars þótt innan við metri væri á milli. Svo rofaði skyndilega til í nokkrar sekúndur og þá var hægt að halda áfram. Gígurinn Gígveggurinn að sunnanverðu er mun lægri en á aðra vegu enda hef- ur hraunið runnið þá leiðina niður fjallið. Mun minni gufa og að sama skapi betra útsýni var þarna af sunnanverðum gígbarminum. Við blasti gígurinn sjálfur, ógnvekjandi stór og heitur og einhvern veginn eins ævintýralegur og einn staður getur orðið. Stórkarlalegur, hrika- legur, fagur, ógnvekjandi og heill- andi allt í senn. Marglitar gufur, sprengingar og reyndar umhverfið allt gerði þennan stað án efa að ein- um þeim áhugaverðasta á íslandi umræddan sunnudag og raunar mun svo líklega verða næstu vikur og mánuði. Kuldann þarf ekki að óttast. Hægt er að setjast niður og finna ylinn frá jörðinni en þarna á gígbarminum hitnar mönnum vel eftir stutta setu. Ekki þótti okkur hellamönnum líklegt að margir hefðu barið gíginn augum á undan okkur og þar sem um nýtt land er að ræða komu land- könnuðirnir upp í okkur. Ekki höfð- um við þó lengi dvalist hjá gígnum þegar ferðlang bar þar að til að líta dýrðina augum. Var fararskjóti hans langt undan og hann búinn lengi að ganga. Eins var með hann og okkur hellamennina níu að vel þótti okkur gangan launuð þegar lit- ið var til gígsins. Hvarf göngumað- urinn sjónum okkar en handbolti, markmaður og ÍR komu einhvem veginn upp í hugann þegar hann gekk ákveðnum skrefum út í gufu- mekkina sem umkringdu okkur. Niður á ný Eftir að hafa lofað sjálfum okkur því að sækja gíginn heim á ný nú í sumar, síga þangað niður og kanna hans innstu fylgsni, var haldið niður stórfenglega hraunrásina til suð- vesturs. Greinilegt er að hraun hef- ur ekki runnið á yfirborði frá gígn- HEKLA hefur lengi átt sérstakan heiðurssess hjá Ferðafélagi íslands sem hefur skipulagt ferðir þangað árlega frá því fé- lagið var stofnað fyrir hart nær sjötíu og fimm ár- um. Þá var Hekla viðfangsefni Guð- mundar Kjart- anssonar jarðfræðings í Arbók Ferðafélags íslands 1945. Fræði þeirrar bókar fengu þó ekki að standa óhögguð lengi. Laugardags- morguninn 29. mars 1947, innan við tveim ámm frá útgáfu Árbókar Guð- mundar Kjartanssonar, logaði fjallið enda á milli og hafði áður en gosinu lauk tekið miklum breytingum. Gos- ið stóð á annað ár en lognaðist út af í apríl 1948. Aðfaranótt 17. janúar 1991 réðust vígvélar og mannsöfnuður undir merkjum Sameinuðu þjóðanna á Ir- ak og drápu þar mann og annan. þegar leið að kvöldi þess dags hér uppi á íslandi hófst eldgos í Heklu og olli ekki manntjóni. Síðar um kvöldið þennan sama dag andaðist Ólafur fimmti Noregskonungur. Af líkindum má ráða að bækur um eldfjöll endist betur séu þær ritaðar skömmu eftir eldsumbrot heldur en skömmu fyrir eins og raunin varð með Árbók Ferðafélags íslands 1945. Á fimmtíu ára afmæli þeirrar bókar, árið 1995, var viðfangsefnið enn Hekla og höfundurinn Árni Hjartarson jarðfræðingur. Þúsaldargos Þegar kvöldið var rétt tekið við af deginum þann tuttugasta og sjötta febrúar síðastliðinn bárust fréttir af eldsumbrotum í Heklu og það nokkru áður en eldgosið sjálft hófst. Veður, færð og skyggni voru með versta móti flesta gosdagana. Frétt- ir af gosinu drukknuðu í fréttum af fólki sem komst ekki leiðar sinnar og öðrum ámóta hversdagslegum hlutum. Áttunda mars var gosinu lokið en eftir standa gígar og hraun -undraveröld, nýtt land, ævintýra- heimur sem á vart sinn líka. Þótt gosið stæði aðeins í ellefu daga og mesti mátturinn væri úr því eftir fyrsta sólarhringinn er hraunið um 18 ferkílómetrar og um 0,1 rúm- kílómetri. Það er því hundrað og tuttugu sinnum minna en Skaftár- eldahraunið og um tvö hundruð og tuttugu sinnum minna en Þjórsár- hraun sé miðað við rúmtak. Ef hraunflöturinn er aftur á móti mið- aður við tún bænda er ekki um svo lítið flæmi að ræða. í mínu ungdæmi voru það einungis gildustu bændur sem náðu að slá 100 hektara tún. Átján ferkílómetra hraun er aftur á móti 1800 hektarar eða á við tún tíu stórbænda eða nærri hundrað kot- bænda. Þegar ofan á bætist að nýja hraunið í Heklu er mjög torfært og illt yfirferðar hvurnig sem á það er litið má sjá að vikur og mánuði tekur að skoða þessa nýju veröld að ein- hverju marki. Sunnudagur 2. apríl 2000 Stigið úr rekkju er morgunn tók við af nótt og nauðsynlegustu morg- unverkum sinnt. Stundarfjórðungi síðar kominn á ferðina með stefnu á Heklu. Hafin var ferð níu einstak- linga á þrem bifreiðum undir merkj- um Hellarannsóknafélags íslands. Ekið var sem leið lá með viðkomu í Þorlákshöfn upp að Keldum á Rang- árvöllum. Þar tók við Fjallabaksleið syðri norðan Eystri-Rangár. Áð var Leiðangursmenn á barmi nýja gígsins umvafðir hlýju. Ferðalangurinn einmana lengst til vinstri. á Hraunhálsi suðvestan Hafrafells og breitt úr landabréfum. Snjóleysi hamlaði for til norðurs að Lamba- felli og Heklu. Við Gráfell var staldrað á ný en snjór norður í Kötl- um og Austurhrauni virtist ekki nægur og því haldið áfram um Langvíuhraun austan Vatnafjalla. Snjórinn óx eftir því sem ofar dró og að því kom að vart sást á dökkan díl og færið gott. Mjóaskarð sem nær upp í um 750 metra hæð yfir sjó freistaði ekki að þessu sinni og því var haldið norður yfir Breiðaskarð. Er því sleppti blasti Hekla við í öllu sínu veldi og nýju hraunin skáru sig úr, dökk í þessari annars hvítu ver- öld. Ekið var vestur að kanti nýja hraunsins og á vit ævintýranna. Nýja hraunið Gufur og hiti tóku strax á móti okkur í svo mjög úfnu hrauninu að það getur vart talist fært yfirferðar nokkurri skepnu eða farartæki. Fróðlegt gæti þó verið að sjá stærstu skriðdreka Persaflóastríðs- ins reyna sig við það. Gufa og út- fellingar eru áberandi og á nokkrum stöðum er mikill hiti. Þar var hægt að taka upp hraunstein og þegar snjór var settur á þá hliðina sem áð- ur sneri niður sauð vatnið. Útfelling- um var safnað og spáð í hraun- rennsli, líklegar aðfærsluæðar og hella. Skyldu helstu uppstreymis- staðir gufunnar benda á hella undir eða í það minnsta á aðfærsluæðar? Töldu leiðangursmenn mest spennandi að halda að Heklu upp á milli meginhraunanna tveggja. Var því ákveðið að halda niður með hraunkantinum að Lambafelli og freista þess að komast þar milli hrauns og hlíðar. Nýja hraunið teygir anga sína beggja vegna Lambafells þótt nokkru muni að það hafi orðið eyja í eldhafinu. Það hefur hins vegar þrýst sér svo þétt upp að hlíð Vatnafjalla að komið er í veru- legan hliðarhalla eigi að krækja þar fyrir hraunið. Var ökutækjunum því beitt upp hlíðar Vatnafjalla þar sem afburða útsýni fékkst af efstu tind- um enda komið upp í nær 1100 metra hæð yfir sjó. Haldið var niður vesturhlíðar fjallsins og komið niður á sléttlendið á ný við Lambafell, um- kringt nýju hrauni á þrjá vegu. það- an var haldið norður að rótum Heklu, milli nýju hraunbreiðanna tveggja. Uppi við hraunkant vestur- hraunsins, undir hinum illræmda Axlargíg, tóku gönguskórnir við af belgvíðum hjólbörðum. Fjallgangan Stefnan var tekin upp að gígnum sem var lengst virkur í gosinu. I fréttum oft nefndur Axlargígur en Hvaða leið sem þið veljið að og á Heklu leynast þar ævintýri og undur við hvurt fótmál, skrifar Björn Hróarsson. Nýja hraunið, hóllinn sérkennilegi, nýju gígarnir og svo auðvitað þeir gömlu. Nýja hraunið í návígi. Til hægri sést upplyfti hólinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.