Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 53 MARGMIÐLUN LEIKIR Rayraan tvö var nýlega gefinn út fyrir Dreamcast. Rayman er lítill fjólublár karl með engan háls, upp- handleggi né lappir. Margir muna eflaust eftir honum frá fyrstu PC- tölvunni sem þeir keyptu en þar var tvívíddar útgáfa af Rayman nánast staðall. Nú hefur Ubi Soft gefið út nýjustu útgáfu Rayman, The Great Escape, fyrir Dreamcast tölvuna. Minniskort er nauðsyn. RAYMAN tvö er ævintýraleikur sem gerir sitt besta til að ná sannri ævintýrastemmningu og höfða til sem flestra aldurshópa. Spilendur taka sér hlutverk Raymans og taka við þar sem fyrsti leikurinn skildi við. Globox hefur komist inn í fangelsisskip sjóræningjanna sem fönguðu Rayman í enda fyrri leiksins og tekist að bjarga Rayman. Hann verður nú að hindra kaptein Razorbeard og hervélmenni hans í því að eyðileggja heiminn. Sögu- þráðurinn er kannski ekki með því flóknasta eða frumlegasta sem sést hefur en leikurinn bætir það algjörlega upp með athyglis- verðum verkefnum strax frá byrj- un og skemmtilegum karakter- um. Borð Rayman tvö eru flott og afar vel gerð. Dreamcast-vélin hægir aldrei á sér og sjást hvergi neinar villur, leikurinn er reynd- ar hönnunarlega séð stórt spark í rassinn á þeim sem hafa haldið því fram að leikjahönnun sé ekki Höfðað til ævintýraþrár list; ef einhver er ekki sammála því ráðleggur greinarhöfundur honum að kaupa Monkey Island 3 fyrir PC og Rayman tvö fyrir Dreamcast. Grafík leiksins er ótrúlega flott og líklega ein sú flottasta sem sést hefur á Dreamcast til þessa; hið ótrúlega umhverfi leiksins, þar sem allt er glóandi og á hreyfíngu, kemur afar vel út og hjálpar spilendum að lifa sig virkilega inn í leikinn. Hljóðrás er ótrúlega flott og passar fullkomlega við ævintýra- legt umhverfið. 011 dýr hafa sitt eigið tungumál sem þau tala sín á milli og ekkert tungumál er eins; hönnuðum leiksins hefur tekist að búa til húmor með engum orðum, sem fáir geta státað af. Stjórn Rayman tvö er frábær. I PC-útgáfunni var aðalvandamálið að þurfa að spila með lyklaborð- inu en Dreamcast-fjarstýringin nær verkinu afar vel, engar kvartanir þar. Rayman tvö er leikur sem höfð- ar til ævintýraþrárinnar í okkur öllum, sama hver aldurinn er. At- hyglisverður og skemmtilegur söguþráður sér til þess að þeir sem setjast niður til að spila þennan leik standa ekki upp aftur fyrr en margir tímar eru liðnir (staðreyndin að það er ekki hægt að vista leikinn nema á milli borða á reyndar þar nokkurn hlut að máli). Ingvi Matthías Árnason Bakdyr í boði Microsoft UNDANFARIÐ hafa fréttir verið tíðar af göllum á nethugbúnaði Microsoft og menn dregið öryggi þeirra mjög í efa. Það var svo til að gefa öllum slíkum vangaveltum byr undir báða vængi þegar kom í ljós að hrekkur forritara fyrirtækisins hefði óvart komi bakdyrum fyrir á vefsetri með Microsoft vefþjóni. í þeim grúa skráa sem fylgir með FrontPage-viðbótum Microsoft er ein skrá sem heitir dvwssr.dll. Sé - litið inn í skrána með ritþór kemur þar línan Iseineew era sreenigne epacsteN, eða Netscape engineers are weenies!, verkfræðingar Netscape eru aular! Að sögn örygg- isráðgjafa gerir vitneskja um tilvist þessarar setningar óprúttnum auð- veldara að brjótast inn í vélar. Skráin er á Microsoft IIS vefþjónum sem eru með FrontPage 98-viðbótum. I fréttum netmiðla kemur fram að Microsoft hafi stað- fest að textann í skránni megi nota sem einskonar bakdyr að viðkom- andi setri. I Wall Street Journal kemur og fram að fyrirtækið muni senda frá sér sérstaka yfirlýsingu um þetta mál innan skamms og bjóða um leið upp á endurbætur. Þetta vandamál er ekki til staðar í Windows 2000-vefþjónum með FrontPage 2000-viðbótum. I I I I I I Fyrir stuttu var skotleikurinn Syp- hon Filter 2 gefinn út fyrir Play Station. Leikurinn er framhald Syphon Filter sem kom út fyrir ári. SÖGUÞRÁÐUR Syphon Filter, sem var aldrei neitt til að klappa fyiir, hefur lítið sem ekkert breyst milli leikja. Gabriel Logan stendur enn í baráttu við risafyrirtæki sem hóta heiminum með Syphon Filter vírusnum. Liang Xing, félagi Log- ans, er nú sýkt af vírusnum og Gabriel verður að gera allt sem hann getur til að bjarga henni. Vandamálið er það að vírusinn á að vera sá hættulegasti í heimi en Lian er ennþá lifandi eftir að margar vikur líða í leiknum! Verkefni leiksins eru ótrúlega fjölbreytt og ættu að höfða til allra. I einu af fyrstu borðunum þarf spilandinn meðal annars að drepa hershöfðingja án þess að að- stoðarmaður hans, sem stendur við hlið hans, fatti það. Þessu hef- ur Eidetic lítið breytt frá fyrsta leiknum en markmiðið er að fá spilandann til að finnast að hann "verði" að klára annað verkefni. _ Stjóm leiksins er ekki sú besta. Ágætt er að stjórna Gabriel en hann hleypur ennþá eins og hann sé með bleyju. Þegar miða þarf nákvæmlega, einhvað sem er nauðsynlegt í flestum borðum þar sem leyndar er krafist, verður allt- af að líta frá til að skipta um byssu þegar skotfærin em búin. Þetta getur orðið afar þreytandi í stöð- um þar sem margir óvinir era í kringum Gabriel og verður oftast til þessa að spilandinn tapar tölu- verðri orku á meðan hann miðar á ný. Einn takki sér um að miða í átt að óvinum og velur þá einn sér- staklega. Þetta er ágætt þegar spilandinn er með sprengiefni þar sem litlu máli skiptir hvar hann hittir. Þegar venjulegar byssur eru aftur á móti í spilinu er ógjörningur að hitta þó spilandinn standi beint við hliðina á óvini. Besta aðferðin til að drepa óvin er að miða sjálfur með fyrrgreindum göllum. Grafík leiksins er prýðisgóð og þó vél hans hafi ekki breyst mikið milli leikja lítur allt mun betur út, sérstaklega allar sprengingar og rákir eftir eldflaugar svo nokkuð sé nefnt. Mikil vinna hefur verið lögð í jafnt óvini sem bandamenn þó enginn sé með almennilegt and- lit. Hljóð leiksins er með ágætum, tónlistin er afar flott í sumum borðunum og ýtir vel undir and- rúmsloft leiksinns, grúví techno með framtíðar og house ívafi ræð- ur þar ríkjum. Leikurinn hægir nokkuð oft á sér, einhvað sem Eidetic hefði átt að laga áður en leikurinn kom út. Þetta er í raun sama vandamálið og í Syphon Filter eitt en ef þrír era á skjánum á sama tíma, sér- staklega ef þeir eru að skjóta, hægir leikurinn afar mikið á sér, galli sem erfitt er að þola. Fyrir tvo spilara er Syphon Filt- er frábær leikur og þó erfitt sé að hitta hver annan er "deathmatch" valmöguleiki leiksins afar vel gerð- ur með sérsmíðuðum borðum og nóg af vopnum fyrir alla sem eiga yngri bróðir og tvær fjarstýringar. Syphon Filter var frábær leikur sem var sérstakur vegna þess að% hann var byltingarkenndur í hönn- un og smíði. Syphon Filter 2 er bara meira af því sama, ómissandi fyrir þá sem elskuðu fyrri leikinn og alveg þess virði að kíkja á fyrir hina, sérstaklega þá sem fíla laum- upokaleiki. Ingvi Matthías Árnason LEIKIR Meira af þ ví sama Reuters Þeir Metallica-vinir James Hetfield og Kirk Hammett á Hróarskelduhá- tíðinni fyrir rúmu ári. Metallica í mál við Napster UNDANFARNA mánuði hafa ýmsir hamast að Napster-hugbún- aðinum, en hann auðveldar mönn- um til muim að skiptast á tónlist á MP3-sniði. Útgáfufyrirtæki og eig- endur höfundarréttar hafa reynt sem mest þeir mega að stöðva út- breiðslu forritsins vegna meintra brota á höfundarrétti, og skólar og netþjónustur hafa margar bannað notkun fomtsins enda margfaldar það álag á nettengingar. Ovinum Napster bættist óvæntur liðsauki á dögunum þegar rokksveitin Met- allica höfðaði mál á hendur Nap- ster og fleiri aðila. Metallica höfðaði fyrir hérað- sdómstóli í Kaliforníu mál á hend- ur Napster og Háskóla Suður-Kaliforníu, Yale-háskóla og háskólanum í Indiana. Napster er lögsótt fyrir framleiðslu á hugbún- aði sem auðveldi ólöglega dreifingu tónlistar og hvetji beinlínis til þess og skólamir fyrir að láta það af- skiptalaust að nemendur séu að dreifa ólöglegum varningi um tölvunet þeirra. Skammt er síðan þessir skólar hrintu af stað átaki til að hindra slíka dreifingu og tveir þeirra bönnuðu notkun á Napster á skólanetinu, en allt kom fyrir ekki. I yfirlýsingu segir trymbillinn Lars Ulrich, sem er óopinber leið- togi sveitarinnar, að hún leggi jafn- an hart að sér við listsköpun sína og sú listsköpun taki til allra þátta útgáfu verka hennar, tónlistar, texta, umslags og umbúða. Það sé hljómsveitarmönnum því mikill þymir í augum að fyrirtæki og ein- staklingar séu að dreifa verkum hennar í öðrum búningi en hún hafi kosið sjálf og komi engin greiðsla fyrir. Ekki fyrsta málið Napster-menn segjast lítið geta sagt um þetta einstaka mál, enda hafi þeim ekki verið birt stefnan, þeir hafi aðeins lesið um hana í fjölmiðlum. Þeirra málsvöm bygg- ist aftur á móti á því að þeir geti ekki borið ábyrgð á því hvernig menn beita hugbúnaði þeiiTa frek- ar en hægt sé að sækja byssufram- leiðendur til saka fyrir glæpi sem framdir eru með söluvamingi þeirra. Höfundar- og flutningsréttar- samtök vestan hafs hafa áður reynt að höfða mál til að hindra út- breiðslu MP3-skjala og þannig tap- aði RIAA máli gegn Diamond jað- artækjaframleiðandanum sem snerist um Rio MP3-spilara Diam- ond. í því máli komst dómari að þeim niðurstöðu að lög frá 1992 sem fjalla um heimaupptökur nái ekki yfir stafrænar upptökur á tónlist í tölvum og tölvubúnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.