Morgunblaðið - 15.04.2000, Síða 55

Morgunblaðið - 15.04.2000, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 55 + Bjarni Guð- mundsson bif- reiðastjóri fæddist í Túni í Flóa 26. jan- úar 1908. Hann lést á Landakoti 4. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 12. apríl. Nú hafa kvatt með fárra vikna millibili bræðurnir Jón og Bjarni Guðmundssyn- ir báðir kenndir við bæinn Tún þar sem sama ættin hefur búið síðan 1823. Minning þess sem þetta ritar um þá bræður er tengd rauðum Benz- bílum sem koma færandi varning- inn heim á hóflegum hraða niður Gaulverjabæjarveg. Undir stýri jafnlyndir og geðprúðir menn svo af ber. Það er kostur, seint ofmet- inn, í starfi sem byggist á stöðug- um mannlegum samskiptum enda- lausu snatti og „reddingum". Ef einhver telst meðal frumherja í bflstjórastétt og flutningum á Is- landi þá fyllir Bjarni í Túni þann flokk. Hann var ásamt Guðmundi Jónassyni brautryðjandi í hálendis- ferðum og hópferðum en vöruflutningar urðu fyrirferðarmestir í starfi Bjarna. Hvort tveggja. er í dag tæknivædd nútímaat- vinnugrein og varla nokkur starfandi í dag sem getur ímyndað sér aðstæður á upp- hafsárunum. 1933 byrjaði Bjarni og fyrsta farartækið var Ford 30 kassabíll. Uppúr 1940 fer Jón bróðir hans að keyra með honum og fleiri komu að þegar bílaflotinn var stærstur. Jón sá um að fara til okk- ar í Gaulverjabæjarhreppi á fastri áætlun í hverri viku. Það var oft líflegt á hlaðinu í Gaulverjabæ þeg- ar bílarnir streymdu á bæjarhlaðið. Traktorar, Landrover,Willys og síðar Bronco. Úr Pörtunum komu þeir stundum rasssíðir, hlaðnir pokum með allskyns jarðávöxtum nánast allt árið. Rófupokar víða að og eggjakassar úr timbri fullir af ferskum eggjum sem myndu telj- ast náttúruvæn afurð í dag. Allt þetta ásamt öllum mögulegum öðr- um varningi fluttu bræðurnir frá Túni fyrir íbúana hér og voru hreinlega partur af tilveru fólks. I fersku minni er þegar Jón birtist kíminleitur fyrir jólin með kassa af ilmandi eplum og hvítölið sem hann sótti fyrir okkur í Ölgerðina. Bjarni birtist hins vegar á vorin með skilum flytjandi „útlenda" áburðinn. Alltaf með bros á vör og pípuna á sínum stað. Þegar ég tók við búskap af föður mínum 1984 hélt ég að sjálfsögðu áfram við- skiptum við Bjarna. A honum var enda ekkert lát. Samfellt flutti hann hingað vörur í 60 ár. 85 ára gamall rétti hann mér síðast áburðarpoka, hoppaði jafnfætis niður af pallinum og vippaði sér undir stýri. Yfir kaffibollanum var gaman að spjalla við Bjarna og mér er ekki grunlaust um að hann hafi haft gaman af að koma hingað. Farið að hægjast um og hann spurði frétta af flestum bæjum. Að spjalla við hann var líkt og að hrað- spóla til baka enda fylgdi aldurinn nánast öldinni. Bjarni talaði hins vegar sjálfur um gamla fólkið og taldi sig sjálfan ekkert sérstaklega í þeim flokki þó hann næði 92 ára aldri. Hann var heilsuhraustur og hans eina sjúkrahúslega var síðasti mánuðurinn í hans lífi. Rykskýið þyrlast upp á Bæjar- hreppsveginum. Rauður flutninga- bíll fer héðan með stefnuna á mitt Ingólsfjallið. Þetta er síðasta ferð- in. Valdimar Guðjónsson. BJARNI GUÐMUNDSSON STEFANÍA SIGUR- BERGSDÓTTIR + Stefanía Sigur- bergsdóttir fæddist að Eyri í Fá- skrúðsfirði 18. júní 1915. Hún lést á Elli- heimilinu Grund í Reykjavík 7. apríl síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Fossvogskapellu 13. apríl. Elsku amma, þá ert þú farin. Eftir þín erf- iðu veikindi þá er það okkur huggun að þér líður þó vel núna. Mínar fyrstu minningar um þig eru úr Skaftfelli þar sem ég kom oft sem krakki. Þar var okkur alltaf vel tekið og það var alltaf spennandi að fá að kíkja inn í búr og í kökudunkana og pönnukökurnar þínar eru örugglega þær bestu í heimi. Alltaf varst þú í góðu skapi, dugmikil og full af lífskrafti. Ekki voru það fá verkin semþú saumaðir og heklaðir og prýða í dag hús barna þinna og ömmubarna. Svo má ekki gleyma ullarsokkunum og vettlingunum sem þú prjónaðir á okkur krakk- ana sem komu sér vel á köldum vetrardögum. En það jafnaðist ekkert á við það þegar maður kom kaldur inn og þú nuddaðir á manni tærnar með þínum hlýju höndum. Við áttum margar góðar stundir saman í Skaftfelli þegar ég var lít- ill drengur og oft var gripið í spil og spjallað. Við krakkarnir lékum okkur oft í garðinum sem enn stát- ar af þínum fögru verkum. Svo fluttir þú úr litla fallega firðinum suður til Kópavogs, og þar fékk ég að njóta þess að dvelja hjá þér í nokkra mánuði og ekki vantaði umhyggjuna og hlýjuna frá þér. Og það var svo notalegt að vera í ömmuhúsum, þegar ég kom einn í stórborgina til að fara í skóla, þar til pabbi og mamma fluttu suður. Ég þakka fyrir allt og megi guð geyma þig, elsku amma. Birgir Ómar Ingason. Sérfræðingar í blóinaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Blómabúði m Ú^aúðskom v/ Possvogski»*l<jtt0a»*ð Sími: 554 0500 Gróðrarstöðin “ mtcm • Hús blómanna Blóinaskreytingar við öll tækifæri. Dalvcg 32 Kópávogi sími: 364 2480 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar. Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. V Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is i Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki með þjónustu allan sólarhringinn. Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GESTS EYJÓLFSSONAR garðyrkjubónda, Heiðmörk 42, Hveragerði. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna deil- dar 11E á Landspítalanum. Halldóra Guðlaug Steindórsdóttir, Eyjólfur Gestsson, Sigrún V. Gestsdóttir, Sigursveinn K. Magnússon, Steindór Gestsson, Ólöf Jónsdóttir, Guðríður Gestsdóttir, Kristján B. Gíslason, Sigurbjörn Á. Gestsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, ÁSTRÍÐAR R. JÓNSDÓTTUR, Byggðarenda 19, Reykjavík. Jón Sigurðsson og fjölskylda. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og stuðning vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FRIÐRIKU HALLGRÍMSDÓTTUR, sambýlinu Bakkahlíð 39, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækninga- deildar FSA og sambýlisins í Bakkahlíð 39 fyrir frábæra umönnun og stuðning. Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, Hallbjörg Þórhallsdóttir, Örn Herbertsson, Nanna Kristín Jósepsdóttir, Rafn Herbertsson, Svala Tómasdóttir, Sveinbjörn Smári Herbertsson, Hansína Sigurgeirsdóttir, Hjörtur Herbertsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð vegna andláts okkar elskulega sonar, bróður, mágs og dóttursonar, STEINARS VILHJÁLMS JÓHANNSSONAR. Sigríður Vilhjálmsdóttir, Kristín María Kjartansdóttir, Ingólfur Hauksson, Hannes Jóhannsson, Beth Marie Moore, Kristín María Gísladóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.