Morgunblaðið - 15.04.2000, Side 59

Morgunblaðið - 15.04.2000, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 59 greiða þessum flokkum, hafi rýmað á leiðinni, eða aldrei komið í kassa þeirra. Jón hittir þama naglann á höfuðið, en fékk bágt fyrir hjá Þór Whitehead, sagnfræðingi. Líklegt er, að skiptar skoðanir séu meðal sósíalista um hvort réttlætan- legt sé að taka við erlendu fé til þess að styrkja baráttuna gegn auðvalds- öflunum. Ég hef alltaf verið and- snúinn slíku. Þótt barátta alþýðunnar gegn ofurvaldi hins alþjóðlega auð- valds sé alþjóðleg, er ekld þar með sagt, að rétt sé að þiggja fé að utan til hennar. Það er sterkara, að standa á eigin fótum og láta andstæðingana eina um að nota illa fengið fé til þess að kosta stjómmálabaráttuna. Á fundi hjá Máli og menningu í Súfistanum í nóvember sl. um bók Jóns, Kæru félagar, skýrði ég frá því, að ég hefði verið gjaldkeri Kommún- istaflokksins árið 1937 og síðan Sós- íahstaflokksins til 1957, er ég tók við Borgarfelli. Ég lýsti því yfir, að í minn kassa kom aldrei neinn fjár- stuðningur frá erlendum flokkum né þjóðum. Jón segir, að Kommúnista- flokkurinn hér hafi fengið fjárstuðn- ing frá Sovétríkjunum vegna kosn- inganna 1931 og 1937 (bls. 47,97). Ég get ekkert sagt um slíkan fjárstuðn- ing árið 1931 því þá var ég aðeins 14 ára, en 1937 stjómaði ég kosninga- skrifstofu flokksins og var um leið gjaldkeri. Erlendur í Unuhúsi var mér innan handar og ráðgjafi um skipulag, spjaldskrá og bókhald. Er- lendur brýndi sérstaklega fyrir mér að halda sjóðsbók, þar sem allar tekjur og útgjöld væm færð með fylgiskjölum um hvert atriði. Ég get fullyrt, að enginn tekjuhður í þessari sjóðsbók var fjárstuðningur frá Sov- étríkjunum, né gat slíkur stuðningur verið falinn undir neinum tekjulið. Ég man enn í dag, að eitt stærsta framlagið kom frá manni, sem ég kannaðist við í sjón, en var ekki í flokknum. Hann gaf tíu krónur í kosningasjóðinn og þótti okkur mikið til um. Við græddum verulega fjár- upphæð á þessum kosningum, sem og öllum kosningum öðrum, sem ég tók þátt í að skipuleggja innan flokks sem utan. Það þótti með ólíkindum, að okkur tókst fyrirhafnarlítið í kosn- ingunum 1937 að fylla Gamla Bíó, sem tók 608 manns í sæti, og taka þó 50 aura í aðgangseyri og safna auk þess fimmhundrað krónum á fundin- um. Allir aðgöngumiðamir seldust upp tveimur dögum fyrir fundinn. Um milljónimar, sem heimilað var að greiða hingað samkvæmt Moskvu- skjölunum á áranum 1956-1966, veit ég ekki en tel líklegast að það fé hafi aldrei verið sent eða lent í vösum rússneskra gróðapunga. Ég tel úti- lokað, að þeir sem tóku við gjaldkera- störfunum af mér, hafi tekið við þess- um peningum og trúi þeim, er þeir segja, að þeir hafi aldrei orðið varir við þessa peninga. Eftir Súfistafundinn átti ég stutt tal við Jón Ólafsson og benti honum á, að óheppilegt hafi verið, að hann skyldi ekki hafa haft samband við mig áður en hann skrifaði bókina. Hann sagðist reyndar hafa reynt að hafa samband við mig þrisvar eða fjóram sinnum, en ekki tekist og er það mjög miður. Jón bætti því við að þótt hann væri búinn að skrifa þessa bók væri ekki öll nótt úti og skildist mér að leiðréttingar væra mögulegar þótt síðar yrði. Eg tjáði Jóni, að ég hefði alla tíð verið andvígur öllum fjárstuðningi til íslenskra flokka er- lendis frá. I það eina skifti, sem ég hafði aðstöðu til að hitta frammá- menn í austantjaldslöndum í verslun- arerindum þar, spurði ég beinh'nis hvort þessi lönd gætu stutt Sósíal- istaflokkinn með fjárframlögum. Svar þeirra var stutt og laggott: Þeir hefðu enga möguleika til þess að styrkja flokka erlendis, þeir hefðu meira en nóg með að byggja upp eftir ógnir styrjaldarinnar, lönd þeirra væru í kalda koli og þyrftu á öllu sínu að halda. Þeir menn, sem ég ræddi við, höfðu aldrei heyrt getið um slík- an stuðning við sósíalista á íslandi. Það eina sem þeir hefðu gert væri að bjóða fáeinum einstaklingum til stuttra dvala í sumarleyfum. Gullkistan var íslensk alþýða Sannleikurinn er sá, að íslensk al- þýða, listamenn og fjölmargir menntamenn hafa kostað baráttuna gegn auðvaldinu hér, eins og sá mæti maður, Magnús Kjartansson rit- stjóri, færði rök að í fjölmörgum greinum sínum. Það er móðgun við minningu þúsunda íslenskra alþýðu- manna, leikra sem lærðra, að halda því fram, að þeir peningar, sem þeir létu af hendi til flokka íslenskrar al- þýðu, hafi komið frá Sovétríkjunum. Gegnum tíðina stóðu flokkar ís- lenskrar alþýðu fyrir sífelldum fjár- söfnunum af ýmsu tagi, happdrætt- um, uppboðum og sölu á listaverkum, sem listamenn gáfu, og beinum fjár- söfnunum vegna sérstakra verkefna, svo sem kaupa á húsi við Tjamargötu og byggingar Þjóðviljahússins við Síðumúla. Öll laun fyrir störf þeirra, sem tóku sæti í nefndum á vegum ríkis og bæj- ar gengu til flokksins, einnig laun fyr- ir setu í bæjarstjómum. Mikill ágóði varð af hverskonar útgáfustarfsemi, gerð Jóns Sigurðssonar-barmmerkja og veggskjalda og gróði af veitinga- staðnum Miðgarði undir stjóm kjamakonunnar Guðrúnar Hjartar- dóttur. Einnig varð gróði á öllum kosningum til alþingis og bæja. Síð- ast en ekld síst var Sigfúsarsjóður sterkur bakhjarl. Ekki dugði þetta til að greiða tapið af Þjóðviljanum og varð að leita til bankanna um stórlán alla tíð. Bankamir tóku þessum lána- beiðnum af skálningi og leitt til þess að vita, að til gjaldþrots skyldi koma, en allt var gert til að bæta bönkunum tapið. Ennfremur var leitað til fjölda flokksmanna og fylgjenda auk manna úr öðram flokkum um að skrifa upp á víxla, mismunandi stóra. Þessir víxl- ar vora síðan seldir í bönkum og framlengdir ótal sinnum. Ekki má gleyma langlundargeði starfsfólks Þjóðviljans, sem bæði var illa launað og varð oft að bíða lengi eftir greiðsl- um. Allt kostaði þetta ótrúlega vinnu fyrir starfsmenn flokks og blaðs. Of langt yrði að telja upp allt þetta fólk. Af öllu framansögðu má vera ljóst, að fjárstuðningur erlendra flokka við Kommúnistaflokkinn og Sósíalista- flokkinn hér hefir aldrei komið í kassa þessara flokka, þrátt fyrir að vafasöm gögn frá Sovétríkjunum gefi það til kynna. Þá er fráleitt að slíkur stuðningur hafi komið gegnum Borg- arfell. Ekki geri ég ráð fyrir, að aðrir en þeir, sem mig þekkja persónulega, trúi því, sem ég hef hér skýrt frá um þessi mál, en bendi þeim, sem ekki trúa, á þá staðreynd, að enginn þeirra manna, sem árum saman vora í for- ystu þessara flokka, en gengu síðar til liðs við aðra flokka, hafa haldið því fram, að flokkamir hafi þegið Rússa- gull. Má þar nefna Stefán Pétursson, Þorsteinn Pétursson og Áka Jakobs- son, sem var einn helsti forystumað- ur flokkanna í áraraðir og lengst af í fjármálaráði þeirra. Nærri má geta, að enginn þeirra manna hefði legið á vitneskju um Rússagull ef þeir hefðu vitað um það. Af núlifandi mönnum má nefna Kjartan Ólafsson, sem var fram- kvæmdastjóri Sósíalistaflokksins það lengi, að hann hefði vissulega orðið þess var ef Rússagull hefði streymt í kassa flokksins. Enda skýrði Kjartan frá því í fréttatíma Stöðvar 2, að hann hefði aldrei orðið var við þessa pen- inga. Mér þyldr þó leitt að sá góði drengur Kjartan Ólafsson skuli, í við- tali við Stöð 2, hafa látið að því liggja, að peningar að austan gætu hafa komið í kassann, þótt hann hafi ekki vitað til þess. Ber hann þar fyrir sig tímaritsgrein eftir sovéskan sendi- herra hér, sem hefur eftir Einar 01- geirssyni að hann (Einar) hafi orðið að beita flokksmenn ákveðnum blekkingum til að fela stuðning frá Moskvu við ákveðin fyrirtæki flokks- ins. Þetta er langsótt og ótrúlegt, að Einar hafi sagt nokkuð í þessa veru við blessaðan sendiherrann. Þeir voru nú ekki beysnir margir hverjir, sem hér vora, flestir ómælandi á aðra tungu en rússnesku. Kjartan veit líka mæta vel eftir margra ára störf við Þjóðviljann og hjá Sósíalistaflokkn- um og í Qölda ijársafnana, að gullið í kassa flokksins kom frá íslenskri al- þýðu. Höfundur erfv. forstjóri. * ISLENSKT MAL Tungumál er ekki aðeins tæki til þess að gera sig öðra fólki skiljan- legan. Málið er líka tæki til þess að búa til listaverk, ef menn hafa til þess hæfileika og metnað, að gera það vel. Vont er að láta sér á sama standa um móðurmálið. Þvílíkt kæraleysi endar á því að málið tek- ur skemmdum og skakkaföllum og deyr út. Mállaus þjóð án eigin bók- mennta getur ekki verið sjálfstæð. Það er um svona mikið að tefla. Til eru þeir, sem segja: Allar breytingar í máli, sem auðvelda mönnum að gera sig skiljanlega, era góðar. Þeir taka ekki mið af hefð eða smekk sem oft verða æðstir dómara, þegar metið er hvort sé fallegt og rétt, eða rangt ogljótt. Ágætir menn hafa glímt við, áratugum saman, að viðhalda því sem gott var í íslensku, eða þá að búa til viðhlítandi nýyrði. Ég tek hér fáein dæmi af mörgum og að slepptum höfuðskáldum: Sigurður skólameistari, Vilmundur land- læknir, Sigurður Nordal, Pálmi Pálsson, Guðmundur Finnboga- son, Ágúst Bjamason, Guðmund- ur Bjömsson, Halldór Halldórs- son, Baldur Jónsson, Kristján Kristjánsson. Hjálmar Jónsson, sem sig nefndi Eyftrðing, oft kenndur við Bólu, kvað: Islenskan er orða fijósöm móðir, ekki þarf að sníkja, bræður góðir. Auðvitað breytist málið. Við bú- um til nýyrði og viðurkennum tökuorð með vissum skilyrðum. En þegar nóg er til af góðum og hefðgrónum orðum og orðasam- böndum um sama efni, þá er óþarft að smíða eitthvað nýtt til að auð- velda mönnum að tala og skilja, með rislitlum, lágkúralegum nýyrðum, en þó era menn sem óð- ast að gera það. ★ Ég ætla að nefna sem sýningar- dæmi sagnimar að funda og skiða. Hvorag þeirra á sér hefð í málinu, og smekkur minn hafnar þeim báðum. Ég fletti upp í bókinni Orðastaður (1994), og mér til mik- illar ánægju fann ég hvoraga. Jón Hilmar Jónsson hefur bæði kunn- áttu og smekk. Ég fletti upp í Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar. Hvorag sögnin er þar. Ásgeir Blöndal hafði bæði til að bera kunnáttu og smekk. Ég fletti þessum kúrulegu sögnum upp í Orðabók Menningarsjóðs. Þær voru ekki þar. Árni Böðvars- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1053. þáttur son hafði til að bera kunnáttu og smekk. Orðabók Háskólans hefur í bókmálssafni sínu elstu dæmi frá seinni hluta 20. aldar. Hvemig skyldi okkur þóknast, ef teknar væru upp sagnimar að *sleða, að *hesta og að *skipa í staðinn fýrir að aka, ríða og sigla? Ég spyr ekki að ástæðulausu, því að nú er komin á kreik, hjá háum og lágum, flatneskjusögnin að *tjóna. Það er hörmung að heyra: „Hann tjónaði bílinn minn! = Hann skemmdi bíl- inn minn. Það er eins og mönnum hafi gleymst sagnir eins og skemma og eyðileggja. Klesstur = skemmdur, eyðilagður, er jafnvel hóti betra en kúramyndin „tjónað- ur“. ★ Að fara á skíðum styttir stund, stúlku fríða spenna mund, siglaumvíðihúnahund, hesti ríða slétta gfund. Þannig hljómar gömul vísa, og þarna era engar lágkúra- eða bjálfasagnir. Víðir er heiti fyrir sjóinn, húna hundur er kenning fyrfr skip, spenna mund er að faðma. Höfundur segir frá hinu skemmtilega: fara á skíðum, ekki „*skíða“, ríða hesti, ekki *hesta. Höfundur hefur smekk, og auðvit- að gleymdi hann ekki að faðma fríða mey. I Degi var fimm dálka fyrirsögn yfir mynd 14. mars: Frelsandi að skíða. Þetta er ekki að smekk um- sjónarmanns. Skyldi það nokkuð hafa misskilist, þótt fyrirsögnin hafði t.d. verið: Skemmtilegt á skíðum, já eða bara bregða á leik og segja: „Frjálst er í íjallasal"? Skyldi nokkur skíðamaður segja: Nú ætla ég að *sviga niður brekk- una, þegar hann (í svigi) ætlar að renna sér ofan brekkuna? Fer í gegnum skóg á skíðum. skörulegurhalureinn, kvað Grímur Thomsen. Um- sjónarmaður trúir því, að hann hefði aldrei sætt sig við *að skíða. Ég nefndi áðan Jón Hilmar Jóns- son í heiðurs skyni. Hann segir undir orðinu Fundur, sem leitt af 3. km. so., finna „efna til fundar, boða fund, halda fund, sækja fund, setja fund“. Hann forðast sögnina að funda eins og heitan eldinn. Umsjónarmaður bætir við orð- um í skyldri merkingu: Finnast að máli, hittast, ræðast við. Kúru- sögnin að „funda“ er óþörf. ★ Stofnanamálið lætur ekki að sér hæða. Pétur Halldórsson dag- skrárgerðarmaður sendi mér ljós- rit af lesmáli frá upplýsingaþjón- ustu bænda. Það er svohljóðandi: „í dag (11. mars) kl. 17.30 munu landbúnaðarráðherra og fjármála- ráðherra, ásamt samninganefnd Bændasamtaka Islands og Lands- samtaka sauðfjárbænda, undirrita samning um framleiðslu sauð- fjárafurða í Hliðarsal (Búnaðar- þingsal) á 2. hæð Hótels Sögu. Jafnframt verður undirrituð sérstök viljayfirlýsing samnings- aðila, Rannsóknastofnunar land- búnaðarins og Landgræðslu ríkis- ins vegna mats á landnýtingu vegna gæðastýringarþáttar í samningi um framleiðslu sauð- fjárafurða." Nafnorðahrönglið í seinni hluta tilkynningarinnar minnti mál- næman mann á kargaþýfi og líkist því sem Englendingar kalla of- ficialese, en það nefnum við stofn- anamál. Þá er einnig óíslenskuleg notkun sagnarinnar munu nær upphafi. Islenskan hefur mörg merldleg sérkenni. Eitt er það, að nota nútíð í framtíðarmerkingu. Venjulegur íslendingur með óbr- englaða málkennd segir: Ég fer í kvöld, ekki: Ég mun fara. Þá hefði enskan tekið völdin. ★ Hlymrekur handan kvað: Með haldlítið efni, í hlýrana, svo heillandi, að presturinn fljT ’ana, svoreistogsvofrökk ogsvofallegadökk gengur Fama um götur í Tirana. ★ Þess er getandi að umsjónar- maður var í ham, þegar þessi þátt- ur var skrifaður um miðjan mars. Undanfarið hefur dunið á okkur flóðbylgja orðglapa, eins og aur- skriður í haustrigningum. Kann því sitthvað vera ógætilega mælt. Huggunin er sú, að allt gengur í öldum eða fer í hring, segja skil- ríkir menn. Það er hringbylgjuk- enningin, sem lærðir menn þýddu óðara á þýsku og nefndu Die Ring- Wellen-Theori. Auk þess benti góðviljaður mað- ur mér á vonda villu í 1051. þætti. Stefán Már var eitt bama Einars Benediktssonar, en ekki Ólafur Haukur sem var bróðir Einars, en ekld sonur og hét auk þess Sveinar að millinafni. Beðist er afsökunar á þessum glöpum umsjónarmanns. i Sölusýning á nýjum og gömlum handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel, Sigtúni Laugardag 15. apríl kl. 12-19, sunnudag 16. apríl kl. 13-19. Ný sending 10% staðgreiðslu- afsláttur ^ólratep^ HÓTEL REYKJAVIK RAÐGREIÐSLUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.