Morgunblaðið - 15.04.2000, Síða 80

Morgunblaðið - 15.04.2000, Síða 80
80 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Glæsilegnr sigur Hannesar Hlífars SKAK Reykjavíkur skákmótið Nítjánda Reykjavíkurskákmót- inu lauk sl. fimmtudag með glæsi- legum sigri Hannesar Hlífars Stefánssonar stórmeistara með 71/2 vinning í níu skákum. Hann var heilum vinningi fyrir ofan næstu menn, en það er sérlega glæsilegt, þegar haft er í huga, að mjög sterkir keppendur tefldu að- eins níu umferðir á mótinu. Þetta er fyrsti sigur íslendings á Reykjavíkurskákmóti í 6 ár, eða síðan Hannes vann árið 1994. Hannes tefldi mjög vel allt mót- ið og lenti sjaldan í vandræðum. Hann sýndi mikið keppnisskap í flóknum og vandasömum skákum við McShane og Kortsnoj og er vel að þessum glæsilega árangri kom- inn. Hannes hefur alla burði til að ná langt í skákinni og vonandi verður þetta mót honum hvatning til frek- ari afreka. Helstu úrslit í 9. umferð: Hannes Hlífar-Grisjúk, '/2; Short-Ehlvest, '/2; Miles-Bu, 'k; Timman-Sokolov, 'á; Christiansen-Kortsnoj, 'A; deFirmian-Wojtkiewicz, 0-1; Johannessen-Agrest, 'k; Conquest-Bricard, l-0;Hillarp-Persson- Martinez, 0-1; Oral-Drei, 'A; Helgi Áss Grétarsson-McShane, 'A; Bjöm Þorfmnsson-Markowski, 0-1; Helgi Ólafsson-Sarbok, 1-0; Jón Ámi Halldórsson-Þröstur Þórhalls- son, 'A; AmarGunnarsson-Salmensuu, 'A; Bykhovskjj-Stefán Kristjánsson, 0-1; I næstu sætum á eftir Hannesi Hlífari komu enski ofurstór- meistarinn, Nigel Short, hinn ódrepandi Viktor Kortsnoj, rúss- neska undrabamið, Alexander Grisjúk, kínverska undrabamið, Bu, og stórmeistaramir, Wojtk- iewicz (Póllandi), Miles (Englandi) og Ehlvest (Eistlandi), með 6 'A vinning hver. Höfundur þessa pistils getur ekki látið hjá líða að lýsa aðdáun sinni á frammistöðu Viktors Kortsnoj. Hann verður 69 ára eftir 3 mánuði, en lætur htið á sjá. Hann tefldi allar skákir í botn níu daga í röð, 4-5 klukkutíma á dag! Sigur- viljinn og baráttuharkan er ódrep- andi hjá þessum mikla meistara. Undrabömin, Grisjúk (16 ára) og Bu (14 ára), em greinilega að komast í fremstu röð, og sama má segja um McShane (16 ára), sem fékk einum vinningi minna. Þessir ungu meistarar settu svip sinn á mótið með skemmti- legri taflmennsku. 9.-13. Sokolov (Bosníu), Timm- an (Hollandi), Markowski (Pól- landi), Conquest (Englandi) og Martinez (Spáni), með 6 vinninga hver. Um árangur annarra keppenda er þetta helst að segja: 14. McShane (Englandi), 5'A v. 15. Helgi Áss Grétarsson, 5'A v. 20. Helgi Ólafsson, 5 'k v. 27. Amar E. Gunnarsson, 5'A v. 28. Bjöm Þorfinnsson, 5'/2 v. 29. Þröstur Þórhallsson, 5'k v. 30. Tómas Bjömsson, 5'A v. 31. Stefán Kristjánsson, 5'Av. 33. Sigurður Daði Sigfússon, 5'k v. 34. Jón Ámi Halldórsson, 5‘/2 v. íslensku titilhafamir, að Hann- es Hhfari undanskhdum, stóðu sig ekki vel að þessu sinni, en það kemur mót eftir þetta mót. Reykjavíkurskákmót er það skemmtilegasta, sem haldið hefur verið í mörg ár. Þar hjálpast að óvenjuskemmtilegur hópur kepp- enda og umgjörð mótsins í Ráð- húsi Reykjavíkur. í hópi keppenda vom nokkrir skákmeistarar í fremstu röð í heiminum, hinn aldni skáksnilhng- ur Kortsnoj, þrjú erlend undra- böm, svo og flestir af sterkustu skákmeisturam íslendinga. Þessi skemmtilega blanda af skákmeisturum virtist kunna vel við sig í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar skapaðist mikil stemning eins og á Loftleiðahótelinu í þá gömlu góðu daga, enda vann íslenskur stór- meistari stórsigur á mótinu. Að lokum er vert að geta frammistöðu tveggja ungra skák- manna, sem náðu athyglisverðum árangri í baráttu við sterka skák- meistara. Sigurður Páll Steindórs- son, 17 ára, endaði með 4!/2 vinn- ing, en tefldi m.a. við fjóra stórmeistara. Hinn 12 ára gamli Guðmundur Kjartansson vakti mikla athygli með frábærri frammistöðu á mótinu, þótt vinn- ingamir yrðu aðeins 314. Hann var nálægt því að fá a.m.k. tveim vinn- ingum meira, sem sýnir að hann er mikið skákmannsefni. Umfjölluninni um 19. Reykja- víkurskákmótið ljúkum við með snarpri vinningsskák Grisjúks við tékkneska stórmeistarnn Oral. Hvítt: Alexander Grisjúk Svart: Toinas Oral Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4Dc7 Óvenjuleg leikjaröð, sem er lið- ur í áætlun um vafasamt peðsrán. 5. c4 De5?! 6. Rb5 Dxe4+ 7. Be2 De5 8. Rlc3! - Skýringuna á taflmennsku Tékkans í byijun er ef til vill að finna í skákinni Grisjúk- Polulja- hov, Skt. Pétursborg 1998, en þar var framhaldið 8. g3 Db8 9. Bf4 e5 10. Be3 Bb4+ 11. Rlc3 a6 12. Ra3 Rf6 13. 0-0 d6 14. Dd3 0-0 15. Ra4 Rd7 16. Rc2 Rc5 17. Ddl Bh3 og svartur vann. Oral hlýtur að hafa valið þessa byijun af fræðilegum áhuga, því að varla hefur hann haldið, að Grisjúk og Bykhovkij, þjálfari hans, hafi ekki haft neina endur- bót tiltæka. 8. - Rf6? Nauðsynlegt er að leika 8. - a6 9. f4 Db8 10. Rd5 axb5 11. cxb5 e6 (11. - Rd8? 12. b6 Re6 13. f5) 12. Rb6 Re7 13. Rxa8 Dxa8 14. 0-0 og hvítur hefur mikið forskot í lið- skipan. 9. Rd5 Rxd5 Nú er orðið of seint að leika 9. - e6 10. Bf4! Dxb2 (10. - Df5 11. Bd3) 11. Rdc7+ Kd8 12. Rxa8 oghvíturvinnur. 10. cxd5 a6 11. f4 Db8 12. Rc3 Rd8 Stöðumyndin segir allt um al- gjört skipbrot svarts í byijuninni. 13. Be3 e6 14. 0-0 b5 15. f5 Bd6 16. dxe6 dxe6 17. Bf3 Bb7 18. Bxb7 Rxb7 19. fxe6 Bxh2+ Það bætir ekki aðstöðu svarts að eyða tíma í að taka þetta peð, en hann átti enga vöm. 20. Khl 0-0 21. Hxf7! Hxf7 22. exf7+ Kf8 Eftir 22. - Kxf7, fellur biskup- inn á h2, eftir 23. Dh5+, ef hvítur lætur svo lítið að eyða tíma í að taka hann! 23. Dh5 Be5 24. Hfl h6 25. Re4 og svartur gafst upp. Eftir 25. - Dc7 26. Hf5 Bxb2 27. Rc5 Rd8 28. Bf4 verður fátt um vamir hjá hon- um. Bragi Kristjánsson IDAG VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kjör ellilífeyris- þega og öryrkja ÖRORKULÍFEYRIR, ellilífeyrir og húsaleigu- bætur þurfa að hækka hjá þessum hópum. Island hef- ur um árabil verið í hópi fimm tekjuhæstu ríkja OECD. Þegar talað er um góðærið og kjör þessara hópa, talar forsætisráð- herra alltaf um að miðað við OECD-ríkin hafi elli- lífeyrisþegar og öryrkjar það tiltölulega gott. En staðreyndin er allt önnur. Island er aðili að mann- réttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna. 22. máls- grein hljóðar svo: Hver þjóðfélagsþegn skal fyrir atbeina hins opinbera eða alþjóðasamtaka og í sam- ræmi við skipulag og efna- hag hvers ríkis eiga kröfu á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegum, fé- lagslegum og menningar- legum réttindum, sem hon- um eru nauðsynleg til þess að virðing hans og þroski fái notið sín. 25. málsgrein 1. Hver maður á kröfu til lífskjara, sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan hans sjálfs og fjöl- skyldu hans. Telst þar til matur, klæðnaður, hús- næði, læknishjálp og nauð- synleg félagsleg hjálp, svo og réttindi til öryggis gegn atvinnuleysi, veikindum, örorku, fyrirvinnumissi, elli og öðrum áföllum, sem skorti valda og hann getur ekki við gert. Svo er hvergi á Norðurlöndum. Öryrkjar eru hlutfallslega færri á íslandi. í Noregi, Svíþjóð og Finniandi er hlutfall þeirra tvöfalt hærra. Sú þjóð sem alltaf er að stæra sig af góðæri, ætti að sjá sóma sinn í að bæta kjör ellilífeyrisþega og öryrkja. Þá þarf þetta fólk ekki að leita til hjálp- arstofnana á höfuðborgar- svæðinu eins og það hefur þurft að gera. Kjör þess- ara hópa er svartur blettur á þessu samfélagi. Gunnar G. Bjartmarsson. Handbolti og meiri handbolti ANNA hafði samband við Velvakanda og vildi lýsa yfir óánægju sinni með þessa endalausu hand- boltaleiki kvöld eftir kvöld i Ríkissjónvarpinu. Finnst henni það vera hinn mesti misskilningur að þetta sé fyrir alla. Hún veit um mörg dæmi þess að fólk standi upp á kvöldin og slökkvi á sjónvarpinu því það hefur ekki áhuga og ekkert annað sé í boði fyrir fólk sem ekki nennir að horfa. Ef fólk hefur svona mikinn áhuga á að sjá þessa leiki getur það bara farið til þess að horfa á þá. Eg er ákaflega hissa á sjónvarpinu að bjóða fólki upp á þetta kvöld eftir kvöld. Boltaleikir virðast hafa öll völd. Þetta er al- gjör yfirgangur og ekki nóg með að fólk sjái leikina í sjónvarpinu heldur eru glefsur úr þeim endur- teknar í fréttatímunum. Uti um allt land eru börn sem stunda alls konar íþróttir og þau eða foreldr- ar þeirra fá sjaldnast eða aldrei að sjá þau í sjón- varpinu. Margir foreldrar, sem greiða stórfé fyrir íþróttaiðkun barna sinna, hefðu gaman af því að fá að sjá þau í sjónvarpinu, þó það væri ekki nema endrum og eins. Mig iang- ar til að biðja íþróttadeild Ríkissjónvarpsins að taka þetta til athugunar. Þakklæti Kær kveðja og þakklæti til starfsmanns á lager IKEA sem fann peningaveskið mitt þann 11. aprfl og kom því til skila. Bravó fyrir IKEA að hafa svona heið- arlegt fólk í vinnu. Guðrún H. Guðmundsdóttir. 300 kr. hækkun á bótum almanna- trygginga ÞANN 1. aprfl hækkuðu bæturnar um rúmar þrjú hundruð krónur. Nú skil ég ekki tilganginn með því að senda okkur þessa smánarlegu hækkun. Stjórnvöld ættu að skammast sín. Ég iegg til að við sendum Davíð þess- ar krónur til baka. Ein sem lifir á bótum. Mjög slæm þjónusta ÞANN 8. apríl sl. fór ég í barnavöruverslunina Ólav- ía og Oliver í Glæsibæ og keypti þar ungbarnagalla á 3.155 kr. Þar sem ég er komin á níunda mánuð ákvað ég að þvo gallann strax. Þegar ég tek gall- ann úr þvotti sé ég að saumur í munstri hafði raknað upp. Ég fer strax og skila gallanum og ætl- aði að fá eitthvað annað í staðinn, þar sem ég var ekki sátt við þessa vöru, en þá er mér sagt að ég geti aðeins fengið alveg eins flík í staðinn. Ég reyndi að útskýra að ég væri ekki sátt við þetta en annar galli var settur í poka og pokanum hálf hent í mig. Ég ákvað að taka við gall- anum og fer heim og set hann í þvott og viti menn, það nákvæmlega sama gerist aftur! Fer ég þá aðra ferð í þessa verslun og sýni þeim hvað hafi gerst. Er ég þá sökuð um að hafa gert þetta sjálf. Ég sagði að að sjálfsögðu hefði ég ekki gert þetta, það eina sem ég gerði var að þvo gallann. Hún nær þá í þriðja gallann og heimtaði að ég tæki við honum en ég neitaði því og bað um innleggsnótu í staðinn. Eftir góða stund og þras er mér loksins rétt innleggsnóta í umslagi, en þegar ég opna umslagið er upphæðin á nótunni ekki nema 1.590 kr. Ég var sem betur fer ekki komin út úr versluninni svo ég læt hana vita að upphæðin sé ekki rétt og er með kassa- kvittunina þvi til sönnunar. Konan skrifar þá nýja inn- leggsnótu sem hún síðan hálf henti í mig, strunsaði í burtu og baðst ekki afsök- unar. Mér er spurn; hvað er verið að hugsa með svona lélegri þjónustu? Það væri gaman að vita hvort ein af þessum þrem- ur konum væri eigandi verslunarinnar, ef svo er þætti mér gaman að vita hvað hefur orðið um þjón- ustulundina. Ég ráðlegg ófrískum konum að fara ekki þangað vegna lítillar þjónustulundar hjá starfs- fólkinu. Sigríður Þóra Þorsteinsdóttir. Gömul kaffibox óskast EF einhver á gömul kaffi- box í fórum sínum (sér- staklega boxin undan gömlu kaffirótinni) og vill losna við, vinsamlegast hafið samband við Rann- veigu í síma 565-3479 eða 863-7204. Þakkir KVEÐJA til starfsfólks á Hótel Örk Hveragerði, frá tveimur dvalargestur, (ég held frá flestum) sem dvöldu þar sparidagana 2.-7.apríl 2000. Maturinn var einstaklega góður og hlýleg framkoma starfs- fólks var okkur kær. Árni Norðfjörð átti sinn stóra þátt í ánægjulegri dvöl okkar, hann skemmti okk- ur öll kvöld með sínum léttleika og kímnisgáfu sem létti okkur í lund. Gott þakklæti fyrir það Árni Norðfjörð. Á Hótel Örk er fínt og flott / fögur sprund og hal- ir / atlætið er geysigott / og glæstir veislusalir. Gangi ykkur allt í hag- inn og bestu þakkir Inga og Pálina Víkverji skrifar... EF ætlunin er að hvetja borgar- búa til að nýta sér strætis- vagna er auðvitað brýnt að þjónust- an sé þannig að viðskiptavinunum finnist ekki eins og þeir séu hálf- partinn til trafala. Víkverji getur með naumindum sætt sig við að erfitt sé að koma því við að vagnstjórar geti skipt fyrir þá sem ekki era með réttu myntina til að greiða venjulegt fargjald, 150 krónur. Annar galli á þjónustunni er á hinn bóginn óskiljanlegur og getur ekki flokkast undir annað en forneskju. Þeir sem þurfa að ferðast mikið með strætisvögnum geta keypt sér mánaðarkort sem ekki kostar nema 3.900 krónur. Augljóst er að sparn- aðurinn er mikill fyrir þá sem nota vagn tvisvar á dag eða oftar. En hvar kaupir fólk kortin? Aðeins á þrem stöðum í allri Reykjavík, í Mjóddinni, á Hlemmi og á Lækjar- torgi. Varla er þetta þægilegt fyrir þá sem búa í Grafarvogi svo að dæmi sé nefnt. Hvers vegna er ekki hægt að kaupa svona hlut í einföldum sjálfsölum sem hægt væri að dreifa víðar? Fólk afgreiðir sig sjálft í hraðbönkum, kaupir gos og sæl- gæti í sjálfsölum og þá er varla mikið mál að hanna sjálfsala fyrir strætómiða. En rúsínan í pylsuendanum er eftir. Aðeins er hægt að kaupa mánaðarkort daginn sem það tekur gildi eða daginn áður. Ekki þýðir að koma til dæmis fjóram dögum fyrr. Því miður, reglurnar leyfa ekki slíkan munað! Fólk á að koma á réttum tíma, tímanum sem hentar fyrirtækinu en hagsmunir notand- ans eru greinilega ekki í fyrirrúmi. Afgreiðslumaðurinn sem varð fyrir svöram þegar kunningjakona Vík- verja vildi fá skýringar á þessum undariegu viðskiptaháttum kunni enga slíka. Otrúlega mikið er um að þeir sem hafa tekjur af ferðamönn- um sýni ekki viðleitni til að rækta garðinn. Hreindýraveiðimaður sem Vík- verji þekkir segir farir sínar ekki sléttar. Uthlutað er um 400 leyfum til að fella hreindýr í sumar og sam- kvæmt gömlum hefðum er skylda að ráða einhvern eftirlitsmanninn fyrir austan til að annast leiðsögn. Veiðimaðurinn hefur tvisvar ráð- ið færan mann til þessa starfa og segir hann hafa sinnt því með ágætum. Þar sem greitt er fyrir hvern dag er mikilvægt að viðkom- andi leiðsögumaður falli ekki fyrir þeirri freistingu að leiða veiðimenn- ina af ráðnum hug á slóðir þar sem lítil veiðivon er til að teygja tímann. Það gerði þessi kunnáttumaður ekki heldur hefur hann reynst heið- arlegur í hvívetna. En eitt sumarið þurfti að fá annan mann og nú var annað uppi á teningnum. Farið var til veiða í dal inn af afskekktum firði og aðeins völ á einum staðkun- nugum eftirlitsmanni. Veiðimenn- irnir voru vægast sagt ósáttir við þjónustuna sem einkenndist af al- geru virðingarleysi fyrir þeim. Sem dæmi má nefna að maðurinn tók að sér að sjá um matinn fyrir hópinn. Þegar komið var á veiði- slóðirnar og sest að snæðingi fyrsta kvöldið hitaði hann kjötsúpu sem hann hafði eldað heima hjá sér. Nóg var af henni en verðið var heldur ekki skorið við nögl: 2.500 krónur skammturinn! Og ekki dugði að reyna að prútta þar sem ekki var um aðra kosti að velja. Þetta hlýtur að kallast að misnota sér lögmálið um framboð og eftir- spurn og greinilega lítill áhugi á að koma sér upp föstum hópi við- skiptavina. Þeir eiga líklega að vera einnota. „Þeir virðast sumir líta svo á að veiðimaðurinn sé bráð,“ sagði ann- ar hreindýraveiðimaður um eftir- litsmennina. Nú mun vera ætlunin að endur- skoða reglur um hreindýraveiðar og skipa nefnd með fulltrúum nokk- urra aðila. Væri ekki ráð að í þeirri nefnd sæti a.m.k. einn tilnefndur af skotveiðimönnum og ef til vill full- trúi Neytendasamtakanna?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.