Morgunblaðið - 15.04.2000, Síða 84

Morgunblaðið - 15.04.2000, Síða 84
MORGUNBLAÐIÐ 84 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 FÓLK í FRÉTTUM Sýningin Laddi 2000 frumsýnd í Bíóborginni í kvöld. Stutt FORVITNILEG Framtíð Steps í hættu? FRAMTÍÐ Steps er óljós eftir að Faye Tozer tók sig nýverið til og yf- irgaf flokkinn fríða. Stúlkan hafði víst fengið sig fullsadda af strangi-i tónleikadagskrá og endalausu kynningarstarfi. Nú langar hana að spreyta sig upp á eigin spýtur og hefur þegar hafið undirbúninginn að sólóferlinum ásamt kærasta sín- um, Hollendingnum Jasper. Tals- menn Steps gera lítið úr þeim áhrif- um sem brotthvarf Faye muni hafa á áframhaldandi samstarf hinna fjögurra en óska henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hend- ur. Tapað fundið - ballett- dansarar Sýningarferð ballettdansara frá Senegal um Bandarikin hefur ver- ið aflýst vegna þess að meira en helmingur dansaranna hefur horf- ið sporlaust! Talsmaður ballettsins kveðst agndofa yfir þessum at- burðum og segir að enginn hinna horfnu dansara hafi gefið í skyn að þeir myndu láta sig hverfa eða rætt um að sækjast eftir pólitísku hæli í Bandarikjunum. Utlend- ingaeftirlitinu hefur verið gert viðvart. Jeff Bridges orðinn poppari Leikarinn Jeff Bridges hefur gef- ið út sína fyrstu sólóbreiðskífu sem hann kallar „Be Here Soon“. „Þetta er gamall draumur sem er orðinn að veruleika og ég hef alveg rosalega gaman af þessu,“ segir leikarinn, uppnuminn yfir þessu hliðarspori sínu. Bridges segir skíf- una innihalda blöndu af djassi, sál- artónlist, sveitatónlist og reggae. Skyldi hann vera jafn góður og Don Johnson? Enginn dúett með Björk og Thom Yorke Útgáfufyrirtæki Bjarkar, One Little Indian, hefur borið til baka sögusagnir um að hún liafi hljóð- ritað lag með söngvara Radio- head, Thom Yorke. Segir útgef- andinn þær algjörlega úr lausu lofti gripnar og eflaust komnar frá einhverjum barþjóni úti í bæ sem hafi einungis séð þau á spjalli. Klofínn persónuleiki að atvinnu s Hann hefur eflaust náð að framkalla bros á vör- ' 7 um allra Islendinga ein- hvern tímann á ævi þeirra. Laddi er marg- faldur í roðinu og það tók Birgi Örn Steinar- sson þó nokkurn tíma að finna hans innri mann. ÞAÐ ER fjölmennt inni í huga Þór- halls Sigurðssonar leikara, eða - Ladda eins og þjóðin þekkir hann, og þar inni búa margar af skemmtilegri persónum síðustu þrjátíu ára. í huga hans má finna heilt þjóðfélag persóna sem búa þar í sátt og samlyndi við kosta- kjör í fríu húsnæði og uppihaldi. Vel er mannað í öll helstu störf og má þar finna atvinnuhúsvörð, lækni, sjúklinga, viðgerðarmann, kokk, lögregluþjón og flestallt sem þjóðfélag þarfnast til að geta starf- að sjálfstætt. I Borgarbíói í kvöld frumsýnir Laddi tveggja tíma sýningu sína, „Laddi 2000“, þar sem hann heldur ásamt bróður sínum og góðkunningj- um upp á 30 ára starfsafmæli sitt. Sýningunni er leikstýrt af Sigurði Sigurjónssyni en það voru þeir Gísli Rúnar Jónsson og Laddi sem gerðu handritið. Aðrir leikarar í sýning- unni eru Haraldur Sigurðsson og Steinn Armann Magnússon að frá- töldum mörgum öðrum landsþekkt- um persónum sem vitaskuld leika sig sjálfar. Einnig verður á sviðinu 5 manna hljómsveit þeim til halds og trausts. Nauðsyn að skilja útundan „Upphaflega hugmyndin var sú að draga fram allar persónurnar sem ég hef skapað en það var bara því miður ekki hægt,“ segir Laddi afslappaður á kaffihúsi í bænum. „Síðan vorum við búnir að taka saman eitthvað um 20 en nú erum við að fækka þeim enn meira hægt og rólega. Þeir heltast einn og einn úr lestinni greyin, en þeir eru enn nokkrir sem eru eftir.“ Það hlýtur að vera afar óþægileg tilfinning að vera ímynduð persóna og missa af því tækifæri að fá að brjótast fram á sýningu sem þessari. „Jú, þeir eru mjög svekktir, en við minnum á þá með því að varpa upp mynd af þeim á skjá, þannig að það eru engin sárindi. Þeir verða samt þarna einhvers staðar á bakvið, að gera við klósettin og svona. Þórður var sendur eitthvert niður í kjall- ara.“ En lítur Laddi á þessa sýningu sem uppgjör liðinna ára? „Nei, þetta er nú ekki þannig. Eg er meira að minnast þess að það eru 30 ár síðan ég byrjaði. Þetta eru ekki bara gaml- ar senur, þó svo að þær fái vissulega að fljóta með. Til dæmis ætlum við Halli að endurleika fyrsta atriðið sem við settum upp. Annars eru þetta bara sömu persónurnar í nýj- um senum. Ég er að líta um öxl og gleðjast vegna þess að ég hef veiið hér í 30 ár og um leið vona ég bara að ég fái að vera hér í 30 til viðbótar." Nú hefur þjóðin fengið að sjá ýmis andlit leikarans Þórhalls Sigurðs- sonar. Það er líklegast enginn annar íslendingur sem á jafnmörg af- kvæmi og hann, og þar eru jafnvel fleiri eingetnir synir en almættið getur stæit sig af. Það eru eflaust margir sem hafa velt því fyrir sér hvort Laddi sé með snert af klofnum persónuleika. „Já, ég er ekki frá því Morgunblaðið/Jim Smart Því miður var Laddi (jarri góðu gamni við myndatökuna en hann sendi eitt afkvæma sinna í sinn stað og bað að heilsa. að það búi í mér fleiri en einn maður, það er alveg klárt mál. Ég er marg- klofinn, en það er ekkert á það háu stigi að það hái mér neitt. Þetta er bara af hinu góða og það er gott að geta nýtt sér það.“ Grínari og hljóðnemi Sýningunni verður skipt í tvo hluta og í þeim síðari mun Laddi læsa úti- dyrunum að fjölbýlinu í huga sínum og koma fram einn og óstuddur. Fyr- ir hlé má þó eiga von á heimsóknum upp á svið frá ófáum afkvæmum hans. „Eftir hlé er ég bara einn með „uppistand“ að segja sögur. Mér finnst það skemmtilegra enda er ég búinn að vera í gervi svo lengi, þann- ig að það er gaman að brjóta það upp og takast á við aðra hluti.“ Margt getur gerst þegar grínari og hljóðnemi mætast á sviði. „Það verður engin sýning alveg eins, leik- stjórinn er nokkuð harður á því að ég haldi mínu striki en svo þegar hann er farinn, veit maður aldrei hvað ger- ist. Það fer að sjálfsögðu líka mikið eftir áhorfendum.“ í fyrramálið, daginn eftir frumsýningu, þarf Laddi að vakna eldsnemma til að fara í tökur á nýrri íslenskri kvikmynd sem heitir Ik- ingut. Sú mynd fjallar um ungan In- úítastrák sem berst fyrir slysni til ís- lands frá Grænlandi á ísjaka. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að persóna hans í myndinni er ekki sú alvarlegasta. „Hann er ribbaldi, einn af sjóaragengi og er sennilegast sá heimskasti sem ég hef leikið. Ég fer létt með það, það er voðalega einfalt fyrir mig að leika heimskar persón- ur. Ég veit ekki af hverju," segir Laddi og glottir. Liam fékk sjö dollara í kaup Liam Gallagher hefur enn einu sinni tekist að valda hneykslan, nú vestanhafs þar sem Oasis er á hljómleikaferð. Hann tók upp á því á dögunum að skrópa í upptöku fyrir Jay Leno og leika þess í stað. nokkur lög úti á gangstétt fyrir smáaura, þ.á.m. Blur-lagið „Park- life“. Hann féll augljóslega vel í kramið hjá vegfarendum því hann vann sér inn heila sjö dollara. Mikið er gott að rokkarinn ríki skuli ekki hafa þurft að svelta þann daginn. Dauða- smellir Morgunblaðið/Jón Svavarsson XXX Rotweilerhundar: „Við viljum bikarinn, í Árbæinn!" Rottweiler hundarn- ír skipta SIGURSVEIT Músíktilrauna árið _ 2000 kom fram undir nýju nafni á "Sítrónutónleikum 24/7 og Hard Rocks á fimmtudagskvöldið. Breytingin er reyndar ekki um- fangsmikil og heita þeir nú XXX Rottweilerhundar, en áður kenndu hundarnir sig við póstnúmer Ar- bæjarhverfis, 110. Ekki þótti við hæfi lengur að kenna sig við út- -^hverfið þar sem nýir meðlimir sveitarinnar koma annars staðar um nafn að. Þeir meðlima sem koma úr hverfinu héldu þó tryggð sinni við það og kom meðal annars einn rapparana fram í liðsbúningi Fylk- ismanna, sem er íþróttafélag Ar- bæjarhverfis, og skaut inn í texta sveitarinnar línum á borð við: „Við viljum bikarinn, í Arbæinn.“ Vel var mætt á uppákomuna og skemmtu gestir sér konunglega yfir blygðunarlausu rappi hund- anna. VÍÐA erlendis tíðkast sá siður að kveðja látna á leið til grafar með há- værri lúðrasveitartónlist. Hér er merkilegt safn slíkra jarðarfarar- marsa frá ýmsum þjóðlöndum. Aust- urríkismaðurinn og jarðarfaraá- hugamaðurinn Fritz Ostermeier sá um að safna þeim saman á þennan disk, sem nefnist „Dead and gone“ eða „Dáinn og grafinn“. Það er ógn- vekjandi tilfinning að hlusta á heilan geisladisk fullan af jarðarfararmörs- um þar sem andrúmsloftið er hryggilegt og dapurt. Dæmigerður jarðarfai’armars er hægur og þung- lyndislegur marstaktur sem leikin er yfii' falleg laglína í dauðamoll. Oft eru blásturshljóðfærin látin „gráta" þannig að spilað er skært og sjúskað og þau hljóma eins og grátkór. Þetta safn er einstaklega glæsilega unnið og fjölbreytilegt. Þarna er að finna gullfallegar upptökur frá jafn ólíkum löndum og Ghana og Serbíu. I safn- inu er aðallega lögð áhersla á stemmninguna í upptökunum. Það eru ekki hljómgæðin sem skipta máli heldur andrúmsloftið. Upptökurnar eru margar hverjar frá alvöru jarð- arförum, þannig að lögin eru fölsk og úr takti, en það gerir stemmninguna enn sterkari. Safndiskurinn er heildstætt lista- verk í uppbyggingu. Hann byrjar á þungum trommutakti og kirkju- klukkum sem gefa tóninn og heldur áfram um lendur sorgarinnar þar til Tom Waits öskrar: „Anywhere I lay my head“ í lokin.Yfirleitt er þetta þung og sorgleg tónlist en fjörið ræður þó ríkjum í lögunum frá Saig- on og New Orleans. Sorgarmarsar af þessu tagi eru til að kveðja hinn látna á tilfinninga- þrungnari og frjálslegri hátt en tíðk- ast hér heima. Ekkert er meira yfir- þyrmandi en áhrifarík jarðarfarar- tónlist og þessi diskur sýnir það og sannar hver er máttur mollhljóm- anna. Grátur og gnístran tanna ríkir þar sem „Dead and gone“ er í geisla- spilaranum. Ragnar Kjartansson Dead and Gone Funeral Marches Trikont Austurríki TraBermársrbi! - finitral llanlii's | Dead & Gone
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.