Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Björn Bjarnason menntamálaráðherra í Washington DC Samskipti rædd á um fundi BJÖRN Bjamason mcnntamálaráð- herra er nú í heimsókn í Washington DC í Bandaríkjunum, þar sem hann átti i gær klukkust undarlangan fund með menntamálaráðherra Banda- i'íkjanna, Richard Riley. Fundurinn var góður og fróðlegur að sögn Bjöms. „Við ræddum sam- skipti landanna og þróun mennta- mála. Menntamál setja augljóslega mikinn svip á bandaríska þjóðmála- umræðu og em einn af brennidepl- unum í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningamar," segir Bjöm. Að sögn Björns er menntakerfið í Bandaríkjunum með þvi sniði, að ríkin bera meginábyrgð á sinum skólamálum, en alríkisstjórnin tekur þáttíþeim með óbeinum hætti. Mikill áhugi á tölvuefni OZ í gær kynnti fulltrúi frá tölvufyr- irtækinu OZ efni sem fyrirtækið hef- ur verið að hanna á Netinu um Leif Eiríksson. Bjöm segir, að fulltrúar bandaríska menntamálaráðuneytis- ins hafi hrifíst mjög af því, og kynn- ingin geti hugsanlega leitt af sér ein- hvers konar samvinnu. I dag em tvær athafnir á dagskrá heimsóknar mcnntamálaráðherra til Washington. Annars vegar verður sett málþing um Islendingasögumar og hins vegar verður opnuð sýning í þjóðarbókhlöðu Bandarílganna, Library of Congress, undir yfir- skriftinni „Stefnumót við íslenska sagnahefð", eða „Living and Reliv- ing the Icelandic Sagas“. Þar verður Riley menntamálaráð- herra staddur og mun Bjöm af- henda honum fyrstu samstæðu Is- lendingasagnanna, sem ríkisstjómin hefur ákveðið að gefin verði rúm- lega 600 bandarískum bókasöfnum. Mikið slas- aður eftir árekstur HARÐUR árekstur varð á Reykjanesbraut milli Sand- gerðis og Keflavíkur laust eftir kl. 17 í gær. Ungur öku- maður ók aftan á haugsugu sem var dregin af dráttarvél. Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur mikið slasaður á Landspítalann, þar sem hann var lagður inn á gjörgæslu- deild. Samkvæmt upplýsingum lögreglu lagðist bíllinn nánast saman að framanverðu við áreksturinn og tók töluverðan tíma að ná ökumanninum út. Reuters Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra er nú staddur í Washington DC í Bandaríkjunum. Hér er hann ásamt bandariskum starfsfélaga sinum, Richard Riley. íslenska sendiráðið í Berlín fær lög- fræðing vegna hrossaútflutnings Kanni stöðu rannsóknar á tollsvikum SENDIRÁÐ íslands í Berlín hefur fengið þýskan lögfræðing til að kanna hjá þýskum yfir- völdum hvernig rannsókn á meintum svikum í innflutningi íslenskra hesta til Þýskalands stendur. „Það er alls ekki verið að hafa nein afskipti af málinu eða reyna að hafa áhrif á gang þess,“ sagði Ingimundur Sigfússon, sendi- herra í Berlín, í gær. „Hins veg- ar hafa þýsk yfirvöld tekið því vel að einhver skuli vera í sam- bandi við þau af okkar hálfu.“ Lögmaðurinn heitir Karl Wil- helm Pohl og er með skrifstofur í Köln þar sem þýska tollrann- sóknarembættið er með höfuð- stöðvar. Ingimundur sagði að honum hefði verið falið að kanna stöðuna. Ingimundur kvaðst telja eðli- legt að sendiráðið blandaði sér í þetta mál, en hins vegar hefði ekkert verið ákveðið um að að- hafast frekar. Þegar þýskur embættismaður léti falla um- mæli á borð við yfirlýsingar Wolfgangs Dudda, sem stjórnar stórum hluta rannsóknar þýskra tollyfirvalda á útflutningi ís- lenskra hrossa, og varpaði allri ábyrgð yfir á Islendinga, en fríaði Þjóðverja allri sök, væri málið farið að snúast um ís- lenska hagsmuni og sjálfsagt að kanna stöðuna. Dudda sagði í febrúar að hann hefði rannsakað innflutning á mörg hundruð hestum til Þýska- lands og rétt verð hefði ekki verið gefið upp í einu einasta til- felli. „Ég get fullyrt að þegar farið er yfir gögn um sölu ís- lenskra hesta til Þýskalands eru meiri líkur á að finna fjögurra laufa smára en tollskýrslur þar sem rétt söluverð á hestum er gefið upp,“ sagði Dudda um rannsóknina í nóvember. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri sagði í lið- inni viku að hann teldi ummæli Dudda mjög óvarleg og óverð- skulduð í garð heillar atvinnu- greinar þótt eitthvað kynni að vera athugavert hjá hópi manna. Fulltrúar Noral-hópsins hafa skrifað undir nýja viljayfírlýsingu um virkjun og álver Stefnt að ákvörðun í ársbyrjun 2002 ÚTLIT er fyrir að álver í Reyðar- firði geti tekið til starfa á árinu 2006 og hugsanlega fyrr ef sú áætlun stenst að tekin verði ákvörðun um að hefja framkvæmd- ir við virkjun og álver á Austur- landi í ársbyrjun 2002. Er það meira en einu ári fyrr en áður var talið. Fulltrúar þeirra sem koma við sögu þessara framkvæmda hafa skrifað undir yfirlýsingu um að hefja lokakafla undirbúnings. Framundan eru viðræður um eign- araðild að álverinu og undirbún- ingur að umhverfismati fyrir virkj- un og álver og fleira. Kynna á viljayfirlýsinguna fyrir hádegi í dag. Undir hana hafa skrifað Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, Eivind Reiten, forstjóri Hydro Aluminium, Bjarne Reinholdt, framkvæmda- stjóri Reyðaráls hf., Friðrik Soph- usson, forstjóri Landsvirkjunar, og Geir A. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Hæfis hf. Aðilar Noral-verkefnisins töldu nauðsyn- legt að setja nýja áætlun um fram- gang undirbúnings í framhaldi af þeim breytingum sem urðu á liðn- um vetri á fyrirhuguðum virkjana- og álversframkvæmdum. Var þá ákveðið að kanna hag- kvæmni þess að reisa 240 þúsund tonna álver í fyrstu í stað 120 þús- und tonna álvers sem þýddi að ráðast yrði í aflmeiri virkjun. Er því nauðsynlegt að breyta virkj- anaröð og ráðast fyrst í gerð Kára- hnúkavirkjunar en áður var ætlun- in að hefjast handa við Fljótsdalsvirkjun. Svipuð atriði og í Hallorms- staðaryfirlýsingu Yfirlýsingin tekur til svipaðra atriða og yfirlýsing sem skrifað var undir á Hallormsstað 29. júní í fyrra, þ.e. kostnaðaráætlana, samninga um eignarhald álversins, raforkuverðs, fjármögnunar, að- stöðu í Reyðarfirði og fleira. Fram þarf að fara mat á umhverfisáhrif- um fyrirhugaðrar Kárahnúkavirkj- unar og 240 þúsund tonna álvers og stefna aðilar að því að allar for- sendur, til að unnt verði að taka ákvörðun, liggi fyrir í ársbyrjun 2002. Verði ákvörðun tekin í ársbyrj- un 2002 og leyfi fáist til að hefja framkvæmdir er vilji fyrir því hjá aðilum Noral-verkefnisins að hraða framkvæmdum sem mest. Upphaflega var talið að orkuaf- hending gæti hafist fimm til sex árum eftir að ákvörðun liggur fyrir eða 2007-2008 en nú er talið hugs- anlegt að Kárahnúkavirkjun geti verið tilbúin ekki seinna en árið 2006 og hugsanlega rúmu hálfu ári fyrr og að framleiðsla geti þá haf- ist í álveri í Reyðarfirði um svipað leyti en talsvert lengri tíma þarf til að koma virkjun í gagnið en álveri. 500 börn skráðu sig á námskeið UM 500 börn á aldrinum sex til Qór- tán ára skráðu sig á námskeið hjá Opnum háskóla á mánudagsmorg- un, samkvæmt upplýsingum Mar- grétar S. Bjömsdóttur, verkefnis- stjóra Opins háskóla. Hún sagði að siminn hefði ekki stoppað lyáþeim sem tekið hefðu við skráningu á námskeiðin og að á tveimur klukku- stundum hefðu nánast öll námskeið- in fyllst. „Fleiri komust því miður ekki að að þessu sinni,“ sagði Margrét. „Við kynntum þessi námskeið í nám- skeiðabæklingi fþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur og í Morg- unblaðinu í Iok apríl og það er augljóst að foreldrar hafa bara beð- ið eftir því að skráningin hæfist, slíkar voru undirtektimar." Margrét sagði að um væri að ræða námskeið í nokkmm tungumálum, sem og í heimspeki og stærðfræði. Margrét sagði að þessar góðu undirtektir sýndu það að mikil eftir- spum væri eftir svona námskeiðum fyrir böm. Hún sagði að hugsanlega þyrftu þeir sem stæðu fynr tóm- stundanámskeiðum fyrir böm að fara að hugsa sinn gang og auka ljölbreytnina til þess að svara þess- ari miklu eftirspum. Sérblöð í dag I VERINU í dag er m.a. greint frá mikium loðnu- birgdum Norðmanna, nýju eftirlitskerfi NEAFC og aflabrögðum á Reykjaneshrygg. Þá er rætt við forstjóra Asmar-skipasmíðastöðvarinnar í Chile. Eyjastúlkur stóðu í KR-ingum C/4 ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Sigur spænskrar knattspyrnu C/2 Blaðinu í dagfylgir blaðaukinn Netið og dagskrá ► Teiknimyndasögur ► Myndir ► Þrautir ► Brandarar ► Sögur ► Pennavinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.