Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 1 9 LANDIÐ Ráðhúsið formlega tekið í notkun í Þorlákshöfn Þorlákshöfn - Ráðhús Ölfuss var formlega tekið í notkun fyrr í þess- um mánuði. Sóknarpresturinn, séra Baldur Kristjánsson, blessaði húsið og þá starfsemi sem þar mun fara fram. Húsið er stórglæsileg 2.250 fermetra bygging á tveim hæðum. í menningar- og stjórnsýsluhúsi, eins og húsið var nefnt á undirbún- ingstímanum og er í raun lýsandi nafngift fyrir þá starfsemi og notk- un sem ætlunin var að byggja yfir, eiga að vera skrifstofur sveitarfé- lagsins og afgreiðsla Landsbanka íslands, sem verið er að taka í notkun, ásamt Bóka- og minjasafni Þorlákshafnar, félagsmiðstöð, að- staða fyrir lögreglu og tollvörð, og síðast en ekki síst tveir samkomu- salir. Sesselja Jónsdóttir bæjarstjóri sagði við opnunina, að aðdragand- ann að byggingu Ráðhússins mætti Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Sesselja Jónsdóttir bæjarstjóri og Hjör- leifur Brynjólfsson, oddviti bæjarstjórn- ar, norðan við Ráðhúsið. rekja til þess að í tíð fyrrverandi sveitarstjórnar Ölfushrepps hafi komið fram hugmyndir um hvort ekki væri lag og orðið tímabært að sveitarfélagið byggði hús yfir starfsemi sína. „Það var löngu ljóst að hluti starfsemi sveitar- félagsins bjó við ófullnægj- andi aðstæður í húsnæðis- málum.“ Arkitektar að Skógarhlíð 8 sáu um hönn- un hússins og var Árni Friðriksson aðalhönnuður- inn. Heildarkostnaður framkvæmdarinnar með frágenginni lóð var áætl- aður 250-270 milljónir króna. Fyrsti áfangi var boðinn út 12. febrúar 1998 og var lægsta tilboðinu, sem var frá Sæmundi Gíslasyni byggingarverktaka í Þor- lákshöfn, tekið. Tilboðið hljóðaði upp á 70 milljónir króna. Fyrstu skóflustunguna tók Bjarni Jónsson, Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Nýja Ráðhásiö í Þorlákshöfn er stór og glæsileg bygging. þáverandi oddviti Ölfushrepps, 30. maí 1998. Annar áfangi, sá hluti sem verið er að taka í notkun núna, var boðinn út í febrúar 1999 og var Sæmundur Gíslason aftur með lægsta tilboðið, það hljóðaði upp á 54 milljónir króna. Þeim fram- kvæmdum lauk að fullu nú í apríl. Mikil áhersla verður lögð á að lóð og annar frágangur utandyra verði sem bestur því ný innkeyrsla í bæinn mun liggja að byggingunni. Hönnuðir lóðarinnar eru Landmót- un og hefur Ingibjörg Kristjáns- dóttir landslagsarkitekt séð um hönnunina. Framan við húsið verð- ur torg, sem er afgirt með grjót- hleðslum, og munu Þorlákshafnar- búar þar eignast sitt „Ráðhústorg". Verkið hefur verið boðið út og áttu Björn og Guðni skrúðgarð- yrkjumeistarar lægsta tilboðið, sem var um 15 milljónir króna. Stefnt er að því að húsið verði full- frágengið á miðju næsta ári, sem væri afar skemmtilegt, því þá mun 50 ára afmælis þéttbýlis í Þorláks- höfn verða minnst. Norska tvíbytnan komin til Isafjarðar Skipinu hefur verið gefíð nafnið ísafirði - Isafold, hin nýja tví- bytna Ferjusiglinga ehf., kom til Isafjarðar um kl. 22 á sunnu- dagskvöld eftir þriggja sólar- hringa siglingu frá Noregi. Fjöl- menni var á hafnarkantinum til að taka á móti ferjunni. Skip- stjóri í ferðinni var Jóhann Sím- onarson en auk hans voru í áhöfninni þeir Hörður Guð- bjartsson skipstjóri, Bragi Val- geirsson, Kristján Sigmundsson og Kristinn Ebenezersson. Að sögn Kristins gekk heimferðin eins og í sögu. „Við fengum brælu á leiðinni A Isafold til Færeyja en þar stoppuðum við til að taka olíu. Að öðru leyti gekk ferðin ljómandi vel,“ sagði Kristinn. Það vakti athygli bát- verja að skipið var ekki nema 514 tíma á siglingu frá Siglufirði til ísafjarðar en það er mun skemmri tími en tekur að aka landleiðina. Að sögn Kristins munu sigl- ingar hefjast á næstu dögum. „Við erum að taka til í skipinu og ganga frá öllum pappírum. Ef allt gengur eftir byrjum við að sigla í þessari viku,“ sagði Kristinn. Morgunblaðið/ Halldór Sveinbjömsson Aðastandendur feijunnar við komuna á sunnudagskvöld. Skólaslit Menntaskólans á fsafírði í ísafjarðarkirkju Morgunblaðið/ Halldór Sveinbjömsson Nýstúdentarnir nftján frá Menntaskólanum á Isafirði. ísafirði - Nftján stúdentar voru brautskráðir frá Menntaskólanum á Isafirði við hátíðlega athöfn í ísa- fjarðarkirkju á laugardag. Við- staddir athöfnina voru auk stú- dentsefnanna, ættingjar þeirra og starfslið skólans, og nokkrir hópar eldri stúdenta frá skólanum m.a. hópar tíu, tuttugu og tuttugu og fimm ára stúdenta. Af hagfræðibraut brautskráðist einn nemandi, fimm brautskráðust af mála- og samfélagsbraut og þrettán nemendur brautskráðust af náttúrufræðibraut. í lok desem- ber var siðan einn nemandi til við- bótar brautskráður af náttúru- fræðibraut. Hæstu aðalcinkunn nýstúdenta hlaut Dóra Hlín Gísla- dóttir, 8,45, og er hún þvf „dux schoalc" í ár. Næsthæstu aðalcink- unn hlaut Valgerður Sigurðardótt- ir, 8,05. Sjö nemendur fengu prófskírt- eini af tveggja ára viðskiptabraut. Hæstu einkunn í þeim hópi fékk Nítján stúdent- ar braut- skráðust Birna Jónasdóttir. Sjö nemendur fengu skírteini vélavarðar eftir einnar annar nám og tvær stúlkur fengu skírteini af tveggja ára starfsbraut skólans. Þá luku fjórir nemendur annars stigs prófi af vél- stj órnarbraut og hlaut hæstu eink- unn þar, Jón Ágúst Björnsson, 7,69. Auk þess luku tveir einstak- lingar iðnprófi, einn húsasmiður og einn stálvirkjasmiður. Dagskráin í ísafiarðarkirkju hófst með því að þær Judith Ámal- ía Jóhannsdóttir og Guðrún Jóns- dóttir sungu saman tvö lög við undirleik Guðrúnar Bjarnveigar Magnúsdóttur. Þá flutti Björn Teitsson, skólameistari ræðu. Að henni lokinni spiluðu tveir nýstú- dentanna, þær Dóra Hlín Gísladótt- ir og Hrafnhildur Yr Elfarsdóttir, ijórhent á píanó. Að því loknu tóku fulltrúar eldri stúdenta til máls. Fyrst talaði Bergljót Halldórs- dóttir fyrir liönd 25 ára stúdenta, þá Halldór Jónsson fyrir hönd 20 ára stúdenta og loks Ólafur Sig- urðsson fyrir hönd 10 ára stú- denta. Sfðan fór fram afhending próf- skírteina og verðlauna. Að því loknu flutti „dux schoale" Dóra Hlín Gísladóttir ávarp. Dagskránni lauk sfðan með tónlist f fiutningi þeirra Kristins Steinars Vilbergs- sonar, Valgerðar Sigurðardóttur og Judith Amalíu Jóhannsdóttur. Bókaðu í síma 5703030 og 4711210 V6TÍ frá 9.730 kr. meftflujvallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.