Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 31 Aðgát skal höfð í nærveru sjónar GUNNAR Hersveinn hefur óneit- anlega komið mér í bobba með skrif- um sínum en dómur hans um dóm minn á listmunum Helgu Jóhannes- dóttur birtist í Morgunblaðinu 9. maí, síðastliðinn. Dómur minn um sýningu Helgu í Stöðlakoti birtist hins vegar 5. maí, og vitaskuld í sama málgagni. Bæði var að ég var á leið í ferðalag og gat því ekki svarað samstundis, og hitt að slettireku- skapur Gunnars - en svo er það kall- að þegar menn blanda sér í mál sem þeir sverja að sé þeim ekki skylt - kom mér í opna skjöldu enda er grein hans einhver undarleg blanda af siðfræði og fimm prósentum af fagurfræði, og er sá skammtur þó ríflega veginn. Til dæmis byrjar hann á því að gefa sér að tvær af höfuðdyggðum gagnrýnenda hljóði upp á virðingu og auðmýkt. Þó ég reyni að fara með stækkunargleri aftur til ísókratesar fæ ég ekki komið auga á slíkan codex eticus smíðaðan handa gagn- rýnendum. Öðru nær einkennist slík iðja gegnum tíðina af logandi hisp- ursleysi. Þannig hýddi Jesús frá Nasaret kaupmennina í Musterinu og sparkaði niður sölutjöldum þeirra. Vissulega skaut hann sig í fótinn með athæfinu, eins og Gunnar segir mig gera. Gott ef það var ekki með naglabyssu. Að minnsta kosti er frelsarinn saumrekinn gegnum báða á öllum dæmigerðum róðu- krossum. Honum var nær, er sjálf- sagt viðkvæði Gunnars Hersveins. Þá er frægt hvernig Jónas Hall- grímsson skaut sig í fótinn með Hulduljóðum. Dró fótameinið hann ekki einmitt til dauða? Svo það fari ekki milli mála hve litla virðingu og auðmýkt Jónas auðsýndi smekkvísi og listfengi landa sinna leyfí ég mér að birta eitt erindi úr hinu fræga kvæði hans: Að fræða? Hver mun hirða hér um fræði? Heimskinginn gerir sig að vanaþræl. Gleymd eru lýðum landsins fomu kvæði. Leirburðarstagl og holtaþokuvæl fyllir nú breiða byggð með aumlegt þvaður. Bragðdaufa rímu þylur vesæll maður. Við hliðina á kanónu Jónasar sér hver sæmilega Ijóðlæs maður að grimmd mín er ekki skæðari en baunabyssa. En sjálfsagt hefði Gunnar Hersveinn kosið að kvæði Jónasar hefði aldrei verið ort, hvað þá heldur ádrepa Steins Steinars um tillögu Guðjóns Samúelssonar að Hallgrímskirkju: Húsameistari ríkisins tók handfylli sína af leir, og Hallgrímur sálugi Pétursson kom til hans og sagði: Húsameistari ríkisins! Ekki meir, ekki meir! Gunnar Hersveinn gleymir því að löngu fyrir minn dóm gengu skel- eggari, betri og mun beittari gagn- rýnendur um íslenskan ritvöll og hýddu smekkleysið með svipaðri hörku og Kristur sýndi kaupmönn- unum í Musterinu. Allir skutu þeir sig í fótinn því hjörtu manna slógu bersýnilega með Sigurði Breiðfjörð, og báknið á Skólavörðuholti er til vitnis um að ádeila Steins á líkan Húsameistara kom fyrir lítið. Þannig er gagnrýni mín á Helgu Jóhannesdóttur lítið annað en mjúk- ar strokur. Eg læt hvergi í það skína að hún sé rúin hæfileikum. Reyndar man ég ekki eftir að hafa brigslað Gagnrýni Það er eins og það hafi farið framhjá þér að hálf önnur öld er liðin frá því skilið var milli heim- spekinnar og prédikun- arstólsins, segir Halldór Björn Runólfsson, allri hispurslausri orð- ræðu til margfaldrar blessunar. nokkrum manni um slíkan skort. Hins vegar áskil ég mér rétt til að taka listamenn til bæna fyrir sinnu- leysi og óþarfa dufl við meðal- mennsku og Helga er ekki á neinni undanþágu frá þeirri reglu. Sem gagnrýnandi hlýt ég að spyrja mig hvers vegna manneskja sem bersýnilega kann til verka skuli ekki vanda sig betur við mótun muna sinna. Af reynslu minni veit ég að til eru ýmis nærtæk svör. Al- gengast er að listamaðurinn sé með hugann við eitthvað annað en list sína. Út af hreinum peningaskorti verður honum stundum á að glata einbeitninni og gera hlutina of fal- lega í orðsins upprunalegri merk- ingu. Þá getur löngun hans til að ganga í augun á sínum nánustu, pabba og mömmu, frændum og frænkum, eða vinum og kunningjum orðið smekkvísinni yfírsterkari og Aðför að lýðræðinu EKKI er hægt að segja að blessun sé yf- ir íslensku þjóðinni ef dæma má fréttir síð- ustu daga af efnahags- málum og ákærum á hendur fjölda misynd- ismanna sem gerst hafa afkastamiklir síð- ustu misseri. Það undarlega heyrðist á dögunúm að nefnd á vegum sveit- arfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu hefði lagt til að öll sveitar- félögin á höfuðborgar- svæðinu sameinuðust í eitt. Ekki vita þessir merfn hvað er blessun og réttlæti nema ef vera mætti réttlæti fyrir valdakerfið og klíkur þess. Fjöl- skyldurnar í landinu vita ekki sitt rjúkandi ráð yfír þeim málefnum sem kynnt eru fyrir þjóðinni. Vita þessir valdamenn ekki að lítið sveit- arfélag er einn af hornsteinum lýð- ræðisins, sá allra mikilvægasti og skjöldur fjölskyldna í landinu í flestu tilliti og er með mestu mann- réttindum sem mannkyninu hafa hlotnast. í litlu sveitarfélagi á fólk auð- veldara með að hafa áhrif á um- hverfi sitt, koma saman og hafa samráð við þá fulltrúa sem hafa verið kosnir til að fara með stjórn. Þarfir fólksins eru sýnilegri í litlu samfélagi en stóru, og minna er hætt við að einhverjir verði útund- an. (Þeir sem minna mega sín.) Lýðræðið hlýtur að felast í því að nýjar hugmyndir komi frá fólkinu sjálfu en ekki frá valdastofnunum eða hagsmunaaðilum. En þessu hefur verið að mestu snúið við. Sú árátta hefur komið í æ ríkara mæli frá valdakerfinu á undanförn- um árum að þeir sem kosnir eru, hafi engar skyldur við fólkið eða þurfi ekki á nokkurn hátt að hafa samráð við það heldur geri þeir það sem þeim sýnist. Þegar búið er að upphefja valdastofn- anirnar það mikið að raddir fólksins er þeim til trafala þá er lýð- ræðinu hætt. Þetta virðist vera að gerast hér á Islandi og sér- staklega eftir þessar fréttir af þessu nefnd- aráliti sem auðsjáan- lega er í anda valdakerfisins. Auðveldlega má hagræða í stjórn sveitarfélaganna. Margvíslegum rekstri fyrirtækja og þjónustu við fólkið má reka sameiginlega á öllu höfuðborgarsvæðinu og bjóða út með vönduðum lýsingum sem fólkið sjálft fær að taka þátt í. Með því fyrirkomulagi spöruðust miklar fjárhæðir. Reykjavík á að sjálfsögðu að skipta upp í sjálfstjórnareiningar sem hefðu fulltrúa, sem mynduðu síðan borgarstjórn. Sjálfstjórnar- einingar þýða að í hverju hverfi kjósi menn sér fulltrúa (stjórn) sem leita álits íbúanna um þarfir þess í öllu tilliti. Hér á landi hefur komið í ljós hroki valdhafa sem líta á sig sem yfir aðra hafna og þurfi því ekki að hlusta á gagnrýnar raddir. Þar er talið vera mönnum fjötur um fót ef þeir gagnrýna valdakerfið eða valdamikla menn. (Samanber málflutning á Stöð 2.) Engin rök eru fyrir því að valdaklíkur skuli einoka völdin. Það eru klár rök fyr- ir því að fólkið eigi að ráða en það er ekki einu sinni spurt um álit þess Sveitarfélög I litlu sveitarfélagi á fólk auðveldara með að hafa áhrif á umhverfi sitt, koma saman, segir Árni Björn Guðjdnsson, og hafa samráð. þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar sem hafa gríðarleg áhrif á líf þess svo sem í umhverfismálum og breytingar á stjórnkerfinu. Nefndir eru skipaðar, oftast af fulltrúm valdakerfisins. Ekki kom það fram í fréttinni um sameiningu sveitarfélaganna að nefndin hefði gert skoðanakannanir með skýringum áður en nefndar- álitið var kynnt. Tillagan er algjörlega óraunhæf og út í hött og hefur borgarstjórinn Ingibjörg Sólrún lýst því yfir. Islendingar þurfa að halda vöku sinni, það virðist vera venja á Is- landi að þagga niður raddir manna til hagsbóta fyrir vissa aðila. Þess vegna vilja þeir sameina stjórnkerf- ið færa ákvarðanir frá fólkinu til hagsmunaaðila. Guð gefi að þessari þróun verði snúið við og fram komi samtök (jafnvel Lýðræðisflokkurinn) sem berjist fyrir lýðræði eins það er framkvæmt t.d. í Sviss og Frakk- landi. Guð blessi íslendinga. Höfundur er framkvæmdastjóri og fólagi ( Lýðræðisflokknum. Árni Björn Guðjónsson spillt fyrir sköpunar- gleðinni. Hundrað aðr- ar ástæður mætti sjálf- sagt nefna fyrir flatneskjulegri ásýnd listsýninga. Og vond sýning krefst snarprar gagn- rýni. Skilningur á kreppu listamannsins breytir þar engu. Ef hnoðaður leir er ekki annað en hnoð og leir er ekki hægt að fara neinn milliveg í ádeil- unni. Öll tilraun til falskrar háttvísi - en siðfræði Gunnars Her- sveins virðist mæla með slíkri lausn - er verri en um- búðaleysi. Hún leiðir einungis til pískurs í skúmaskotum um leið og listamaðurinn er blekktur með fag- urgala. íslenskt listalíf er gegnsýrt af þess háttar siðleysi sem tálmar auðvitað allri heiðarlegri umræðu. Það virðist einmitt vera þekking- arleysi Gunnars Hersveins á listrýni - orðræðu hennar og alþjóðlegri þróun - sem kemur honum til að halda að gagnrýni mín sé óvægin og hofmóðug. Reyndar vottar hvergi fyrir fagurfræðilegum þönkum í grein hans nema þegar hann átelur mig fyrir skrautlegan stíl og segir mig falla á eigin prófi í þeim efnum. Hann gleymir að gagnrýni mín er ekki ætluð þeim sem vita og skynja heldur hinum sem eiga erfitt með að átta sig á texta og list nema fast sé kveðið að orði. Mér til mikillar hrell- ingar misskilur annar hver maður látlaust málfar vegna þess að „við“ Islendingar temjum okkur nú orðið að lesa dagblaðatexta á hundavaði. Þannig hendir það mig æ oftar að fá misskilin viðbrögð við gagnrýni minni. Oftar en ekki taka menn hóf- sama ádrepu fyrir lof og prís enda er það orðin lenska að taka gagnrýni fyrir ókeypis auglýsingu. Þú tekur eftir því Gunnar að ég slæ gæsalöppum um „við“ enda skil ég engan veginn viðbrögð þín við persónufornöfnum mínum. Held- urðu virkilega að ég telji mig standa utan og ofan við almenning, eða er það sem mér sýnist að þér finnist sá einn verður að sinna gagnrýni sem hafinn er yfir almennan breyskleik? Veistu, - það var einmitt þessi teprulega afstaða þín til orðræðunnar og allt afsökunartuldrið sem knúði mig til að svara ádrepu þinni. Þér tekst nefnilega ekki að sannfæra mig eina sekúndu um að ritmáti þinn stefni hærra en hver annar stílrænn leikaraskapur. Það er eins og það hafi farið fram- hjá þér að hálf önnur öld er liðin frá því skilið var milli heimspekinnar og prédikunarstólsins, allri hispur- slausri orðræðu til margfaldrar blessunar. Þér er því óhætt að slappa af. Adrepa þín verður varla til að aftra þér inngöngu í hið efra. Alltént trúi ég því varla að almættið ætli okkur svo mikla nærgætni að það sleppi þeim einum innfyrir sem hefðu getað látið vera að fæðast. Höfundur er listfræðingur. Fangaóu athygli HL Displeay götuskilti Margar geróir, tilboÓsverö í maf Háteigsvegi 7 Sími 511 1100 Halldór Björn Runólfsson * ílUSASKLLTI 10°/o afsláttur ef pantað er fyrir 15. maí. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 » Sími 562 3614 j StöklUu til Costa del Sol 8.júní frá kr. 24.955 Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol í maí og júní, en vinsældir þessa staðar hafa aldrei verið meiri en nú, og nú hafa 4.698 farþegar tryggt sér ferðina til Costa del Sol í sumar. Hér finnur þú frábæra gististaði, glæsilega veitinga- og skemmtistaði, frægustu golf- velli Evrópu, glæsilegar snekkjubátahafnir, tívolí, vatnsrennibrautagarða, glæsilega íþróttaðstöðu og spennandi kynnisferðir í fríinu. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Þú getur nú tryggt þér ótrúlegt tiiboð í sólina, þú bókar núna og 4 dög- um fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir. Verð kr. 24*955 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vika, 8. júní, stökktu tilboð. Verðkr. 45.990 2 í stúdíó, 2 vikur, 8. júní, flug, gisting, skattar. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 34.990 M.v. 2 í stúdfó, yikuferð, 8. júnf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.