Morgunblaðið - 24.05.2000, Side 25

Morgunblaðið - 24.05.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 25 LISTIR Samkeppnisstofnun samþykkir samruna M&M og V öku-Helgafells Sátt náðist um ákveðin skilyrði Myndbönd í LÍ SAMKEPPNISSTOFNUN leggst ekki gegn áformum Máls & menn- ingar hf. og Vöku-Helgafells hf. um að stofna nýtt alhliða útgáfu- og miðlunarfyrirtæki sem yfirtaki rekstur félaganna tveggja og dótt- urfélaga þeirra. Er fyrirtækjunum þó gert að hlíta ákveðnum skilyrð- um til að koma í veg fyrir röskun á samkeppni, með vísan til markmiðs samkeppnislaga, og til þess að tryggja virka samkeppni á þeim mörkuðum þar sem samruni fyrir- tækjanna hefur áhrif. Eftir að hafa fjallað um málið í síðasta mánuði þótti Samkeppnis- ráði efni til að grípa til íhlutunar á grundvelli 18. gr. samkeppnislaga. Með hliðsjón af því mati fóru fram viðræður milli Samkeppnisstofnun- ar og umræddra fyrirtækja og hafa þær leitt til sátta. Sáttin felur í sér eftirfarandi skil- yrði: „Starfsmenn og stjórnarmenn í Dreifingarmiðstöðinni ehf. skulu hvorki sitja í stjórn né vera starfs- menn eignaraðila Dreifingarmið- stöðvarinnar ehf. eða annarra dótt- urfélaga þeirra. Stjórn og starfsmönnum Dreif- ingarmiðstöðvarinnar ehf. er óheimilt að veita stjómarmönnum og starfsmönnum eigenda fyrirtæk- isins hvers konar viðskiptalegar upplýsingar sem stafa beint eða óbeint frá keppinautum eigend- anna. Stjórnarmenn og starfsmenn Dreifingarmiðstöðvarinnar ehf. skulu undirrita yfirlýsingu um trún- að og þagnarskyldu gagnvart stjórn og starfsmönnum eigenda fyrirtæk- isins varðandi hvers konar við- skiptalegar upplýsingar sem stafa beint eða óbeint frá keppinautum eigendanna. Öll viðskipti milli Dreifingarmið- stöðvarinnar ehf. og eigenda henn- ar skulu vera eins og viðskipti milli óskyldra aðila. Dreifingarmiðstöðinni ehf. er skylt að veita öðrum fyrirtækjum, sem þess óska og uppfylla málefna- leg skilyrði, sömu þjónustu og eig- endur Dreifingarmiðstöðvarinnar ehf. njóta ,og með sambærilegum kjörum. Gjaldskrá og viðskiptakjör Dreif- ingarmiðstöðvarinnar ehf. skulu vera opinber og öllum aðgengileg. Dreifingarmiðstöðinni ehf. er óheimilt að semja um eða hafa hvers konar milligöngu gagnvart endurseljendum um verðlagningu eða viðskiptakjör á þeim vörum sem fyrirtækið dreifir. Hinu nýja fyrirtæki sem verður til úr samruna Máls og menningar hf. og Vöku-Helgafells hf., hér eftir nefnt nýja fyrirtækið, dótturfyrir- tækjum þess og fyrirtækjum sem það hefur virk yfirráð yfir er óheim- ilt að gera einkasölusamninga eða aðra samninga, formlega eða óformlega, við endurseljendur á bókum sem miðast að því eða hafa þau áhrif að aðgangur fyrir vörur keppinauta að markaðnum takmarkast. Nýja fyrirtækinu, dótturfyrir- tækjum þess og fyrirtækjum sem það hefur virk yfirráð yfir, er óheimilt að grípa til hvers konar ráðstafana gagnvart endurseljend- um sem miðast að því eða hafa þau áhrif að aðgangur fyrir vörur kepp- inauta nýja fyrirtækisins að mark- aðnum takmarkast, t.d. vegna fram- stillingar og kynningar í verslunum endurseljenda. Slíkar ráðstafanir geta t.d. falist í því að: - tvinna saman viðskipti með ein- staka bókatitla eða aðrar vörur, - veita óeðlilega afslætti eða önn- ur viðskiptakjör, - beita sölusynjun eða gera lík- legt að sölusynjun verði beitt. Keppinautar nýja fyrirtækisins, dótturfyrirtækja og fyrirtækja sem það hefur virk yfirráð yfir, á sviði bókaútgáfu, skulu hafa sams konar aðgang að bókaverslunum undir yf- irráðum nýja fyrirtækisins og bóka- útgáfa nýja fyrirtækisins og tengdra fyrirtækja. I þessu felst að sams konar viðskiptakjör gilda og ekki er um að ræða óeðlilega mis- munun hvað varðar kynningu og framstillingu í bókaverslunum.“ Ekki ógnun við markaðinn Halldór Guðmundsson, útgáfu- stjóri Máls & menningar, kveðst ánægður með niðurstöðuna. „Þetta er það sem við áttum von á. Við töldum aldrei að þessi sameining væri ógnun við samkeppni á ís- lenska bókamarkaðnum. Það er auðvelt að komast inn á þann mark- að og alltaf nægir sem vilja gefa út bækur á íslandi. Sem betur fer.“ Halldór er ánægður með atriði sáttarinnar sem snúa að starfsemi Dreifingarmiðstöðvarinnar. „Sam- keppnisstofnun vildi að við hefðum ákveðna starfshætti þar og við er- um stofnuninni fullkomlega sam- mála.“ Næsta skref, að sögn Halldórs, er að ljúka undirbúningi vegna sam- einingar fyrirtækjanna og bindur hann vonir við að það takist á næstu vikum. „Niðurstaða Samkeppnis- stofnunar er einn áfanginn í þessu ferli. Það er ákveðin vinna eftir áð- ur en við getum gengið formlega frá þessu. Nú hellum við okkur í hana.“ Bernhard A. Petersen hjá Vöku- Helgafelli er einnig ánægður með niðurstöðu Samkeppnisstofnunar. „Við áttum alltaf von á að fá grænt ljós á þessi áform enda fullvissir um að þau muni ekki hafa nein áhrif á samkeppni á markaðnum.“ Segir hann báða aðila fúslega sætta sig við skilyrði Samkeppnis- stofnunar enda hafi það ekki verið markmið hins nýja félags að hafa áhrif á samkeppni sem slíka. „Þetta eru allt eðlilegir hlutir sem fela í sér reglur sem fyrirtækin hafa starfað eftir hingað til og munu gera áfram. Til að mynda þetta með Dreifingar- miðstöðina sem var stofnuð fyrir ekki svo löngu. Það kom strax skýrt fram að hún yrði algjörlega rekstr- arlega óháð félögunum til þess að öðlast tiltrú viðskiptavina. Þetta skerpir því bara Dreifingarmiðstöð- ina ennfrekar sem sjálfstætt fyrir- tæki.“ Bernhard er sammála Halldóri um að ekki sé langt í að samruna- ferlinu ljúki. „Því fyrr, því betra.“ VERK Douglas Davis verða sýnd í Listasafni Islands í dag, miðvikudag, kl. 12 og 15, á sýningunni íslensk og erlend myndbönd sem er hluti af sýningunni Nýr Heimur - stafrænai' sýnir. Sýnd verða verkin „Studies in myself," 1973, „Studies in Black and White,“ 1971. Douglas Davis er fæddur 1933. Hann stundaði nám við American University (BA) og Rutgers Uni- versity (MA). Hefur skipað mikil- vægan sess í samtímalist frá 1970 og telst einn af frumkvöðlum mynd- bandalistar á áttunda áratugnum. Davis hefur kennt við fjölmarga há- skóla, skrifað bækur og flutt fyrir- lestra. Hann hefur hlotið viðurkenn- ingar frá National Endowment for the Arts, Rockefeller Foundation og DAAD. Hefur m.a. haldið sérsýning- ar í Centre Georges Pompidou, Par- ís; Metropolitan Museum í New York; Everson Museum of Art, Syracuse og á Kjarvalsstöðum. Á&Æriim • rÆrJmBr ' Afmælisgjöf Nýjasti kaupaukinn frá Clinique er hér í tilefni af 10 ára afmæli Snyrtistofunnar Ágústu bjóðum við þér að koma og fá sex af mestu notuðu og vinsælustu Clinique förðunar- og húðvörunum. Allt í handhægri snyrtitösku sem hægt er að taka með sér hvert sem er. Þessi taska er þín án endur- gjalds ef keyptar eru Clinique snyrtivörur fyrir 3.500 kr. eða meira. Gjöfin þín inniheldur; Dramatically Different Moisturazing Lotion, Turnaround krem, Stay the Day augnskuggatvenna í Buttercream/ Lemongrass, Long last Lipstik í Baby Kiss, Longstemmed Lashes maskari í svörtu. Ein gjöf fyrir hvern viðskiptavin meðan birgðir endast. Þú verður að drífa þig. Clinique. Ofnæmisprófað. 100% ilmefnalaust. www.clinique.com Ráðgjafi verður á staðnum 25. og 26. maí frá kl. 14-18 HAFNABSTRÆTI 5 101 REYKJAVÍK $ i M I 5 S 2 9 0 7 0 Tveir starfsmenn Máls & menningar Kaupa helmingshlut í bókaútgáfunni Bjarti HILDUR Hermóðsdóttir bamabók- aritstjóri hjá Máli & menningu og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, aðstoð- armaður útgáfustjóra sama fyrir- tækis, hafa gert samning um kaup á helmingshlut í bókaútgáfunni Bjarti. Kaupa þær hlutinn af Snæbirni Am- grímssyni, útgáfustjóra Bjarts, sem áfram á helming í fyrirtækinu. Hildur og Þóra láta af störfum hjá Máli & menningu um næstu mánaða- mót og vilja að svo stöddu lítið tjá sig um kaupin. Þóra staðfestir þó að um nýjungar verði að ræða. „Við höfum ákveðnar hugmyndir." Kaupin munu eiga sér skamman aðdraganda. Hildur hefrn’ starfað hjá Máh & menningu í tólf ár og Þóra átta. Snæbjöm Amgrímsson, útgáfu- stjóri og eini eigandi Bjarts fram að þessu, segir söluna tímabært skref sem eigi eftir að styrkja starfsemi út- gáfunnar. Þá segir hann mikinn feng í þeim Hildi og Þóra. „Þær koma inn í reksturinn með ákveðnar hugmyndir sem mér líst vel á. Báðar era þær margreyndar á sviði bókaútgáfu, öfi- ugar og samviskusamar, þannig að þetta leggst ljómandi vel í mig.“ Tilboðsdagar 20. - 24. maí »i§j §1* Qsr ST0FNU01955 -ag? v/Miklatorg Síml 551 7171 - Fax 551 7225 Mikið útval notaðra bíla á verulega lægra verði 100% fjármögnun í boði. Arfur aldanna ÞJOÐS AGNAS AFN Tilvalin stúdentsgjöf „Glæsitegt þjóðsagnaúrval... útgáfan er einstaklega smekkleg að útliti og öllum frágangi.“ Sigurjón Björnsson, Morgunblaðinu * VAKAHELGAFELL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.