Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Rússar og Hvít-Rúss- ar vilja eina rúblu RÚSSAR og Hvít-Rússar hafa komist að samkomulagi um, að einn og sami gjaldmiðillinn verði í báðum ríkjunum. Ekki er þó ljóst hvenær af mynt- bandalaginu verður en um þetta var samið á fundi þeirra Vladímírs Pútíns, forseta Rúss- lands, og Alexanders Lúka- shenkos, forseta Hvíta-Rúss- lands, í Mínsk um síðustu helgi. Rússneska blaðið Vedomostí sagði í gær, að Rússar ætluðu að lána Hvít-Rússum rúmlega 15 milljarða ísl. kr. í haust til að koma jafnvægi á gjaldmiðilinn en efnahagslífið í Hvíta-Rúss- landi er hörmulega statt. Hefur gengi gjaldmiðilsins fallið um meira en 140% sl. níu mánuði. Óvissan eykst á N-írlandi JOHN Taylor, varaformaður Sambandsflokksins á Norður- írlandi, hefur snúist gegn end- urreisn samsteypustjórnarinn- ar í landinu en David Trimble, leiðtogi Sambandsflokksins, er henni hlynntur. Ætlar hann að bera málið undir framkvæmda- stjóm flokksins á laugardag. IRA, írski lýðveldisherinn, stóð ekki við fyrirheit um að af- vopnast en hefur nú samþykkt að koma vopnunum fyrir í geymslu, sem verði undir al- þjóðlegu eftirliti. Á þetta fellst Trimble en Taylor ekki en auk þess eru margir sambandssinn- ar óánægðir með fyrirætlun bresku stjórnarinnar um end- urskipulagningu lögreglunnar. Sjálfstæðis- yfirlýsing til sölu HVAÐ kostar sjálfstæðið? Á bilinu 300 til 450 millj. króna að mati sérfræðinga hjá breska uppboðsfyrirtækinu Sotheby’s. Þar verður Sjálfstæðisyflrlýs- ing Bandaríkjanna, eitt eintak af 25, sem vitað er um, boðið upp 29. júní nk. en það var selt í New York 1991 fyrir um 180 millj. kr. Er það úr fyrstu prentun Sjálfstæðisyfirlýsing- arinnar 4.-5. júlí 1776. Þetta eintak fannst fyrir tilviljun er maður nokkur keypti gamalt málverk á flóamarkaði í Penn- sylvaníu 1989. Hafði hann augastað á rammanum en þeg- ar hann tók málverkið burt fann hann Sjálfstæðisyfirlýs- inguna á bak við strigann. Þingsæti íarf? YUKO Obuchi, dóttir Keizo heitins Obuchi, forsætisráð- herra Japans, ætlar að sækjast eftir þingsæti foður síns í næstu kosningum. Er hún 26 ára að aldri og hinn fullkomni frambjóðandi að mati margra í Japan en þar í landi þykir það næstum sjálfsögð kurteisi að kjósa t.d. ekkju eða bam þing- manna sem falla frá. Yuko seg- ir, að helsta markmið sitt sé að vera „eins og faðir minn“. Um þriðjungur þingmanna í Japan hefur „erft“ þingsæti sitt en þessi siðvenja sætir vaxandi gagnrýni. ERLENT Morð á tveim ungum stúlkum rannsökuð í Kristiansand í Noregi Lögreglu berast hundruð vísbendinga Ljósmynd/Scanpix Norsku stúlkumar Stine Sarstronen (t.v.) og Lena Slogedal Paulsen sem fundust myrtar á sunnudag. RANNSÓKN á morðmálinu í Krist- iansand í Noregi var haldið áfram í gær og sögðu talsmenn lögreglunn- ar að hún gæti orðið tímafrek. Gert var ráð fyrir að tveir karlmenn, 18- 20 ára gamlir, yrðu yfirheyrðir í gær til að hægt væri að ganga úr skugga um fjarvistarsönnun þeirra, að sögn Aftenposten. Að sögn blaðsins Fædrelandsvennen fylgd- ust mennirnir tveir með stúlkunum myrtu, er þær syntu í lítilli tjöm í Baneheia, vinsælum útivistarstað í grennd við Kristiansand. Búist var við að skýrsla um niðurstöðu kmfn- ingar, sem fer fram í Ósló, yrði ekki tilbúin fyrr en í dag, miðvikudag. Lögreglan yfirheyrði í gær meðal annars 42 ára gamlan mann sem fyrir ellefu áram var dæmdur fyrir morð og morðtilraunir í Kristian- sand. Hún hefur fengið yfir 400 ábendingar frá almenningi í tengsl- um við rannsóknina en allir sem vora á ferli á svæðinu um helgina vora beðnir að skýra frá því sem þeir hefðu tekið eftir. Oftast er um að ræða að nafngreindir era menn og er þá gengið úr skugga um ferðir þeirra um helgina en stúlknanna var saknað á föstudag. Um 40 lögreglumenn vinna að rannsókn málsins, þar á meðal níu sérfræðingar frá glæpadeild ríkis- lögreglunnar norsku. „Við granum engan ákveðinn mann um glæpinn og enginn hefur verið ákærður," sagði talsmaður lögreglunnar, Magnus Andreassen, í samtali við fréttastofuna NTB. Baðföt í poka Lík tveggja stúlkna, hinnar átta ára gömlu Stine Sofie Sorstronen og Lenu Slogedal Paulsen, sem er tíu ára, fundust eftir mikla leit á sunnudagskvöld og höfðu þær verið myrtar. Ekki hefur verið skýrt frá því með hvaða hætti þær vora myrtar og heldur ekki hvort þær sættu kynferðislegu ofbeldi. Baðföt þeirra fundust í plastpoka í skóg- lendi og vora þau blaut og blóðug, sem þótti benda til að verknaðurinn hefði verið framinn eftir að þær voru búnar að synda. Stúlkurnar vora í heimsókn hjá feðram sínum sem búa á svæðinu og fundust líkin, hulin trjágreinum, skammt frá bú- stöðunum. Munu stúlkurnar ekki hafa verið fullklæddar. Hafði umQöllun um mál Quicks áhrif? Krufningarskýrslan getur veitt lögreglunni ýmsar upplýsingar. Nefna má að fundist geta hár eða önnur lífsýni sem hægt er að nota til að greina DNA-erfðaefni en það er síðan hægt að nota til að leita uppi afbrotamanninn eða mennina. Andreassen var spurður um mál tveggja skjólstæðinga geðdeildar Vest-Ágder-sjúkrahússins sem fóra af lokaðri deild á föstudagskvöld og komu ekki heim fyrr en á laugar- dag. Sagði hann að lögreglan hefði enga ástæðu til að bendla þá við morðmálið en sjúkrahúsið er skammt frá Baneheia. Magne Taul- er, yfirlæknir á geðdeildinni, sagð- ist ekki vita til þess að á deildinni væra sjúklingar sem misþyrmt hefðu börnum. Auler minnti á að flest morð væra framin af venju- legu fólki en ekki geðsjúklingum þótt oft beindist athygli fjölmiðla að hinum síðarnefndu í slíkum málum. Á hinn bóginn væri eðlilegt að lög- reglan kannaði alla möguleika við rannsóknina. Lena Slogedal Paulsen er sögð hafa rætt við skólafélaga sína um dularfullan mann sem hefði elt hana og Stine Sofie er þær böðuðu sig í tjörninni sem þær gerðu oft. Sál- fræðingar telja að mikil umfjöllun í norskum fjölmiðlum í liðinni viku um mál fjöldamorðingjans Thomas Quicks geti átt sinn þátt í að kveikja morðhugmyndir hjá öðram. Á ensku er slíkti framferði nefnt copycat-glæpir. Quick er Svíi og var dæmdur fyrir morð á tveim norsk- um stúlkum í Drammen, hefur síð- an játað á sig enn eitt morð og er granaður um fleiri. Réttarhöld í máli Quieks hófust sl. fimmtudag. Stofnandi Herbalife fannst látinn AP Dalai Lama í Noregi TVEGGJA daga heimsókn Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, til Nor- egs lauk í gær eftir fundi með norskum stjórnmálamönnum og Haraldi konungi. Dalai Lama ræddi við norska þingmenn f gær og sagði að menningarleg kúgun kínverskra yfirvalda í Tíbet færi sfversnandi. Hann lýsti kúguninni sem „menn- ingarlegu þjóðarmorði" og sagði að í skólunum væri lögð æ meiri áhersla á hugmyndafræði kommún- ista og kínverska menningu, tungu og sögu en dregið úr kennslu á tíb- etsku. Norsk börn bjóða hér Dalai Lama velkominn til Óslóar fyrir fundina í gær. MARK Reynolds Hughes, stofn- andi Herbalife-fyrirtækisins, fannst látinn á heimili sínu í Kali- forníu sl. sunnudag. Var hann að- eins 44 ára að aldri. Sagt er, að hann hafl látist af eðlilegum ástæð- um en ekki var búið að kveða nán- ar á um það. Hughes stofnaði Herbalife 1980 en það selur eins og kunnugt er megrunarfæði og önnur fæðubót- arefni. Að sjálfs hans sögn fékk hann hugmyndina vegna dauða móður sinnar en hún lést af of stórum skammti af megrunarpill- um er hann var 18 ára gamall. Á níunda áratugnum átti Hugh- es í miklum útistöðum við Lyfja- 1 og matvælaeftirlitið í Bandaríkjun- um og dómsmálaráðuneytið í Kali- forníu en því var haldið fram, að hann markaðssetti Herbalife sem lyf. Lauk því máli með sátt 1986 og féllst Hughes á að greiða um 64 millj. ísl. kr. í bætur. Þetta sama ár var fyrirtækið skráð á almenn- um markaði en sl. haust tilkynnti Hughes, að hann hygðist kaupa fyrirtækið aftur og hætta almennri skráningu. Frá því féll hann þó í apríl sl. vegna erfiðleika við fjár- mögnun. Stærra en Hvíta húsið Hughes var mikið í fréttunum á síðasta ári er hann tilkynnti, að hann ætlaði að koma sér upp húsi og einkaheimili á rúmlega 4.000 fermetram. Brugðust væntanlegir nágrannar hans ókvæða við þeim áætlunum en húsið hefði orðið stærra en forsetabústaðurinn, Hvíta húsið, í Washington.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.