Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 13 ig geysileg freisting fyrir stjórnmála- menn að framkvæma hlutina með þessum hætti vegna þess að þannig mætti fela skuldbindingar hins opin- bera. Það ætti við um hægri menn og ekki síður miðjumenn á borð við Verkamannaflokkinn á Bretlandi. „Stjómmálamennimir geta haldið áfram að opna skóla, barnaheimili og elliheimili án þess að sýna þær skuld- bindingar, sem þessu fylgja,“ sagði hann. „Skuldh-nar skrifast á einkaað- ila, en skuldbindingar hins opinbera felast hins vegar fyrst og fremst í því að sjá þessum fyrirtækjum fyrir kúnnum, hvort sem það em skóla- börn, sjúklingar, gamalmenni eða fangar, og það mælist á allt annan hátt í bókhaldinu. Þannig að þetta er náttúrlega líka gróft bókhaldsbragð og það er skoðunarvert hvort taka eigi á þessu.“ Ogmundur sagði að einnig væri ýmis vandi í því að fela einkaaðilum velferðarþjónustu gagnvart þeim, sem hennar eiga að njóta. „Þarna á ekki að virkja markaðs- lögmálin þannig að hægt sé að velja milli stofnana, heldur er ætlunin væntanlega að vera með einsleitt kerfi,“ sagði hann. „Þá vaknar spurn- ingin um eftirlitið. Hver á að hafa það með höndum og hvemig á að beita því. Menn segjast ætla að gera það með reglum og reglugerðum og gagnsæjum sammngum, sem síðan verði fylgst með. Eg held að ákaflega erfitt sé að koma eftirliti af þessu tagi við. Ef þú afnemur innra eftirlit og kraftinn, sem kemur frá starfsfólkinu sjálfu, og færir það inn í eftilitsstofn- anir og reglugerðir held ég að það verði aldrei jafntraust og ella.“ Raunhæfur kostur miðað við að rfldð fjármagni beint Sigurgeir Örn Jónsson, deildar- stjóri hjá Kaupþingi, sagði að Kaup- þing væri sífellt að meta fyrir fyrir- tæki hvort borgi sig að taka lán beint eða fara þá leið að nota fjármögnun- arleigu og byggðu niðurstöður ávallt á samanburði á kjöram. „Þegar gerður er samningur til margra ára er núvirði fasteignar í lok samningstíma mjög lágt,“ sagði hann. „I grandvallaratriðum er þetta því mjög raunhæfur kostur saman- borið við að ríkið fjármagni hlutina beint.“ Hann sagði að það væri rétt að einkaaðilar fengju verri vaxtakjör en ríkið, en ef maður gengi aðeins lengra í þeirri röksemdafærslu mætti spyrja sig hvort íslenska ríkið, sem hefur hag íslensks atvinnulífs að leiðarljósi, ætti ekki að veita ríkisábyrgð fyiir öll fyrirtækjalán til að lækka heildar- vaxtakostnað. „Við sjáum sti-ax að sú röksemda- færsla gengur gegn markaðshugsun- uninni,“ sagði Sigurgeir Öm. „Tök- um til dæmis Japan þar sem menn hafa gefið sér að ríkisábyrgð væri til staðar þótt hún væri það ekki form- lega. Þar hefur afleiðingin verið of- fjárfesting, bæði of mikil og röng. Þannig að aðeins hærri vaxtakostn- aður einkaaðila er ásættanlegur svo lengi sem hann nái fram hagræðingu á öðrum sviðum verkefnisins." Hann sagði að þegar verið væri að vega og meta hvaða leið ætti að fara við framkvæmdir væri málið einfalt. „Aðalatriðið er mat á arðsemi og það er í sumum tilfellum mjög einfalt að meta hana,“ sagði hann. „Ef það er arðsamara að fara einkaframkvæmd- arleiðina á að velja hana. En vissu- lega koma ýmis mál inn í þetta, til dæmis þjónustan, sem veita á, og sveigjanleiki. Menn era hræddir við að einkaaðilar reyni einfaldlega að veita eins lélega þjónustu og kostur er. Inn í þá umræðu vantar hins veg- ar að það geta fyrirtæki ekki gert nema að hafa skammtímasjónarmið að leiðarljósi. Þau fyrirtæki, sem munu ná árangri í þessu, era þau, sem horfa til langs tíma og era þekkt fyrir það að uppfylla samninga sína og gott betur. Fyrirtæki, sem stend- ur sig illa fær ekki fleiri verkefni. Eg held því að markaðurinn muni leiða menn inn á rétta braut í þessu.“ Hann sagði að þekkt væri að skil- virkni yrði meiri hjá einkaaðilum. Þar væri ýtt undir nýjar hugmyndir og markmiðið að draga úr kostnaði án þess að skerða þjónustu. „Hvatar innan ríkiskerfisins eru öðravísi en innan einkageirans," sagði Sigurgeir Örn. „En mestu skiptir fyrir ríkið er að ramminn sé það vel skilgreindur að verið sé að tala um sömu þjónustu. En ef það er gert má leiða að því líkum að einka- aðilar geti í flestum tilfellum stundað reksturinn með hagkvæmari hætti en ríkið og þar af leiðandi boðið lægra verð, en ríkið gerir ráð fyrir.“ Að sögn Sigurgeirs Arnar er hægt að nota þá aðferð að taka á leigu í stað þess að fjármagna framkvæmd með láni að einhverju leyti til að hagræða bókhaldinu, en það dygði skammt þegar heildarreksturinn væri skoð- aður. „Það má ekki gleyma því að ríki og sveitarfélög hafa margvíslegar skuld- bindingar í eigin rekstri án þess að þær séu færðar í bókhald,“ sagði hann. „Bara það að halda úti skóla og læknisþjónustu era langtímaskuld- bindingar, en þær era ekki í bók- haldi.“ Má ekki vera dýrara fyrir borg- ina en gerði hún hlutina sjálf Anna Skúladóttir, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, sagði að skilyrði fyrir einkaframkvæmd hlyti að vera að hún væri hagkvæmari en opinber framkvæmd. „Til þess að þetta sé hagkvæmt fyrir sveitarfélagið verða menn ein- hvers staðar að vera með hagkvæmar einingar í einkarekstrinum," sagði hún. „Sveitarfélag eins og Reykjavík- urborg hefur allt annan lántöku- kostnað en verktaki á markaði, ef að- eins er horft á það, þannig að þeir hljóta að þurfa að vera með hag- kvæmnina í rekstrinum einhvers staðar annars staðar. Avinningurinn verður að vera annars staðar fyrir einkaaðilann til þess að það sé hag- kvæmt fyrir sveitarfélagið að fara út í þetta.“ Anna sagði að það væri erfitt að segja til um hvað vaxtamunurinn væri mikill, en hann væri veralegur. Reykjavíkurborg nyti mjög svipaðra lánakjara og ríkið, en verktakar væra í áhættuumhverfi. Vissulega gæti það haft áhrif á lánakjör verktaka að hann ætti í vændum tryggar endur- greiðslur frá aðila á borð við Reykja- víkurborg, en það kæmi tæplega í sama stað niður og stæði borgin sjálf að verki. „Þetta era náttúrlega tryggar end- m-greiðslur, en þá mega endur- greiðslumar frá Reykjavíkurborg til verktakans ekki vera svo miklar að það sé orðið dýrara fyrir borgina að ráðast í framkvæmdina með þeim hætti en að gera hlutina sjálf,“ sagði hún. „Einhvers staðar verða menn að . fá sinn ávinning og ég held að eftir því sem verkefnið er stærra og verk- takinn hafi meira frelsi séu meiri lík- ur á að þetta sé áhugavert því að þá getur hann tekið á fleiri þáttum til hagræðingar." Anna sagði að það gæti einnig ver- ið kostur fyrir sveitarfélög að byggja húsnæðið og gera samning um rekst- urinn. „Sveitarfélög á Norðurlöndunum hafa fremur verið að gera slíkt. Þau byggja sjálf og hafa á því félagaform og bjóða síðan út reksturinn. Þeirra reynsla er að með því að skilgrema nákvæmlega magn og gæði þeirrar þjónustu sem sveitarfélagið ætlar að kaupa náist veraleg hagræðing. Kostnaður vegna einstakra rekstr- areininga verður að öllu jöfnu betur skilgreindur í slíku umhverfi. Þeir segja að ef einkaaðili getur sinnt um- ræddri þjónustu jafnvel eða betur en sveitarfélagið þá skuli bjóða rekstur- inn út. Þetta tel ég mjög spennandi og held að hægt sé að ná fram vera- legri hagræðingu með því að stíga slík skref,“ sagði hún. Hún kvaðst telja að það þyrfti hins vegar að skoða það vandlega áður hvort fara eigi með framkvæmd á borð við íþróttahús til einkaaðila og ljóst sé að íþróttahúsið í Reykjanes- bæ hafi verið dýrt. „En ég er ekki að segja að ekki eigi að skoða þetta vel,“ sagði hún. „Reykjavíkurborg er að gera það og við viljum láta reyna á það hvort þetta sé áhugavert í einhveijum til- vikum.“ Hún sagði að tekin yrði ákvörðun með íþróttahús síðar á þessu ári. Sú framkvæmd hefur farið í útboð og hafa þátttakendur verið valdir og sagði Anna að enn væri horft til þess að þetta yrði einkaframkvæmd. „Við erum því enn að gera okkur vonir um að út úr því komi hagkvæm niðurstaða," sagði hún. „En við eram með hugmyndir um það hvað við vilj- um greiða að hámarki til þess að vera jafnsett." Anna sagði að leið verktakans til ávinnings hlyti að byggjast á því að nýta mætti húsnæðið með fjölbreytt- um hætti. Þar gæti þá verið um að ræða rekstur, sem sveitarfélag myndi ekki fara að vafstra í, til dæmis rekstur apóteks í heilsugæslustöð, eða skrifstofur í íþróttahúsi. „Það má gefa sér að það sé ná- kvæmlega skilgreint hvað hinn opin- beri aðili vilji fá, en einnig sé rými til að gera fleira þannig að þegar upp er staðið hafi báðir ávinning af fram- kvæmdinni," sagði hún. „Ef við- skiptasamningur á að vera góður hlýtur hann að vera hagkvæmur fyrir báða.“ Ekki má eingöngu dæma út frá hagstæðustu vaxtakjörum Þórður Friðjónsson þjóðhagstofu- stjóri sagði að ljóst væri að hið opin- bera fengi betri lánskjör en einkaaðil- ar og sá munur gæti verið mikill. „Ef um væri að ræða öfluga einka- aðila með samninga til langs tíma um föst verkefni verður vaxtamunurinn hins vegar minni,“ sagði hann. „Það er mjög mikilvægt í þessu sambandi að geta þess að ekki má eingöngu dæma þetta út frá því hver fær hag- stæðustu vaxtakjörin. Við getum tek- ið dæmi, sem flestir era sammála um, og það er að hið opinbera eigi ekki að vera í hefðbundnum bankaviðskipt- um. Þó er alveg Ijóst að viðskipta- bankar með rfldsábyrgð að baki nái betri lánskjöram á erlendum mörk- uðum en einkabankar. Það er hins vegar skoðun langflestra að skyn- samlegt sé að einkaaðili reki slíka starfsemi fremur en rfldð. Þess vegna finnst mér að ekki megi leggja of mikla áherslu á vaxtamun hjá opin- beram aðilum og einkaaðilum í þessu efni.“ Þórður sagði að grandvallaratriði væri hvað hentaði skattborguram og það væri að viðkomandi rekstur væri með sem hagkvæmustum hætti. „I flestum tilvikum er einfaldlega hægt að færa sterk rök fyrir því að einkafyrirtæki nái meiri árangri á því sviði,“ sagði hann. „Vandamálið er auðvitað þar sem um einokun er að ræða og hagfræðinga greinir helst á um það. Þar er auðvitað erfitt að finna samanburð, en tiltölulega auð- velt í venjulegu viðskiptaumhverfi þar sem menn era flestir sammála um að einkaaðilar reki fyrirtæki eða taki að sér þjónustu þrátt fyrir vaxta- mun.“ Að sögn Þórðar hefur einkafram- kvæmd ekki tíðkast það lengi hér að komin sé endanleg niðurstaða um hagkvæmni þess að fara einkafram- kvæmdarleiðina. „En það er ekki hægt að meta þetta eingöngu á hagrænan kvarða," sagði hann. „Það era félagsleg og pólitísk atriði, sem taka þarf tillit til, en hins vegar finnst mér mikilvægt að menn geri þessar tilraunir og beri síðan saman hvernig tekst til við það, sem við höfum hingað til byggt á.“ Þórður kvaðst telja að í þessu efni yrði eftirlitsþátturinn eitt megin- verkefnið og spurning hvernig því yrði best við komið. „Það er einfaldlega svo að þegar einkaframkvæmd eða einstaklings- framtaki er beitt á sviðum þar sem er einokun er eftirlitshlutverk hins op- inbera einfaldlega meginmál," sagði hann. „Eftirlitshlutverkið og hvemig því er sinnt ræður í raun alveg um niðurstöðuna af því hvemig gengur. Það er einmitt á þessu sviði, sem vandi er að finna réttu lausnimar við eftirlitið. Markaðurinn sér um það í flestum tilfellum þar sem ríkir sam- keppni, en á þessu sviði gegnir allt öðra máli.“ Leigusamningur við hið opinbera þýðir betri kjör Brynjólfur Helgason, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Landsbankanum, sagði að ríkið fengi hagstæð lán þar sem það væri í svo- kölluðum 0-flokki samkvæmt CAD- reglum um áhættufiokkun. „Það þýðir að það þarf ekki að taka frá neitt eigið fé í reikningum bank- anna vegna lánveitinga til rfldsins og hægt er að bjóða því bestu lánskjör," sagði hann. „Varðandi einkafyrirtæki eram við með 9-flokka áhættuflokk- unarkerfi þar sem AAA er best og C lakast. Rfldð mundi lenda í AAA- flokki, enda talið áhættuminnst og nýtur bestu kjara. I öðrum gerðum fyrirtækja metum við stjómendur, markaðshorfur og aðra þætti.“ Hann sagði að munurinn á sveitar- félögum og rfldnu væri sá að þegar sveitarfélög fengju lán væri krafan um eigið fé 20%, en fyrirtæki almennt féllu í 100% flokk og væra lágmarks- kvaðir um eigið fé 8%. Þetta kæmi þannig út að þegar fyrirtæki fengi lánaðar 100 milljónir þyrfti eigið fé bankans á móti að vera átta milljónir, en ef verið er að lána sveitarfélagi sömu upphæð þyrfti eigið fé á móti að vera 1,6 milljónir. Ef rfldð ætti í hlut þyrfti ekkert að leggja á móti. „En sveitarfélögin eru mjög mis- munandi," sagði hann, „þannig að gagnvart þeim gildir líka áhættu- flokkun. 'Fjárhagsstaða þeirra getur verið mjög mismunandi og lánskjara- bilið milli þeirra breitt, þótt erfitt sé að nefna ákveðna prósentu. Þetta er alveg eins og með bestu og lökustu fyrirtækin.“ Vextir ríkisins era miðaðir við ávöxtunarkröíú rfldsskuldabréfa á hveijum tíma. Hann sagði að til að fyrirtæki, sem hefði gert langtíma- leigusamning við ííkið, byðust lána- kjör, sem nálguðust kjör rfldsins, væri forgangsatriði að það væri traust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.