Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rflri og sveitarfélög grípa til einkaframkvæmdar í stað þess að framkvæma sjálf Hagræðing eða hættuspil? Einkaframkvæmd færist um þessar mundir mjög í vöxt og er nýj- asta dæmið samningur um að einkafyrirtæki reisi heilsugæslustöð fyrir hið opinbera í Grafarvogi. Þetta fyrirkomulag er fremur nýtt af nálinni og eiga ýmsir bágt með að trúa yfirlýsingum um að þarna megi tryggja ávinning fyrir alla. Karl Blöndal kynnti sér málið. Morgunblaðið/Sverrir í Borgartúni er risið nýtt stórhýsi, sem er gott dæmi um einkaframkvæmd. Ríkissjóður hefur tekið húsið á leigu til 20 ára og verða sjö ríkisstofnanir þar til húsa. AÐ færist talsvert í vöxt um þessar mundir að ríki og sveitarfélög grípi til svo- kallaðrar einkafram- kvæmdar í stað þess að framkvæma hlutina sjálf. Þetta fyrirkomulag er ekki óumdeilt og hefur meðal annai-s verið bent á að einkaaðilar borgi hærri vexti af lánum en opinberir að- ilar og það eitt valdi því að verkefni verði dýrara fyrir skattborgarann. í þokkabót sé augljóst að einkaaðili vilji hagnast á verkefninu þannig að skattgreiðandinn þurfí ekki aðeins að greiða vaxtamuninn, heldur einnig hagnað einkaaðiians. Fylgismenn þessa fyrirkomulags segja á móti að með þessu fyrirkomulagi sé áhættan hjá verktakanum ef kostnaður fer úr böndum og tafir og aukakostnaður, sem oft verði við ríkisframkvæmd, verði úr sögunni. í stefnuyfírlýsingu ríkisstjórnaiinnar frá liðnu ári er kveðið á um að stefnt skuli að rneiri hagkvæmni við opinberar fram- kvæmdir og nýta skuli kosti einka- framkvæmdar í auknum mæli. Eitt sveitarfélag hefur sennilega gert mest í þeim efnum. Það er Hafn- arfjörður þai- sem gerðir hafa verið samningar í einkaframkvæmd um tvo leikskóla og einn grunnskóla, en þar hefur einnig verið reistur iðnskóli með þessu fyrirkomulagi. I Kópavogi hefur þessari leið í raun verið hafnað og Gunnar I. Birgisson, alþingismað- ur og bæjarfulltrúi í Kópavogi, hefur haldið því fram að menn gætu farið illa út úr því að fara einkafram- kvæmdarleiðina. A Akurejri hefur verið ákveðið að fara þriðju leiðina. Þar verður stofnuð svokölluð eigna- deild og er áætlunin að nýta kosti þess að bærinn fær hagstæðari lán en einkaaðilar, en um leið að nýta það vinnulag, sem talað sé um í sambandi við skipulagningu og samningana um einkaframkvæmdir. Eitt þekktasta dæmið um einka- framkvæmd er íþróttahöllin í Reykjanesbæ, en í Reykjavík velta ráðamenn nú þessum kosti fyrir sér. Nýjasta dæmið er sennilega leigu- samningur ríkisins og heilsugæsl- unnar í Reykjavík við fyrirtækið Þyrpingu hf. um heilsgæslustöð, sem rísa á í Grafarvogi, sem gerður var í apríl og er til 25 ára. Erfítt að bera saman kostnað Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslu Reykjavikur, sagði að það væri erfitt að bera nákvæmlega saman kostnað af því að ríkið sæi um framkvæmdina í Grafarvogi og einkaframkvæmd. „Það er erfitt að hafa þetta ná- kvæmt vegna þess að það er gerður leigusamningur og það hefur ekki bein áhrif á leiguna hvað kostar að byggja húsið hvort sem það verður dýrara eða ódýrara," sagði hann. „Við eigum hins vegar möguleika á að fylgjast með því hvemig í pottinn er búið með allan frágang, gæði efna og svo framvegis þannig að nokkum veginn er séð fyrir því. Einnig er skil- greint hvemig við getum fylgst með því á hönnunarstiginu.“ Guðmundur sagði að almennt séð mætti ætla að einkaframkvæmd væri dýrari en ef ríkið byggði sjálft. „Þá er maður náttúrlega að velta fyrir sér að ríkið á góðan aðgang að lánsfjármagni," sagði hann. „Þetta hefur reyndar breyst í seinni tíð því að lánsfé liggur meira á lausu en var, þótt það sé býst ég við að einhverju leyti dýrara fyrir einkaaðila. A hinn bóginn em einkaaðilar betur setth’ með hvemig þeir geta staðið að svona framkvæmdum en ríkið. Reynslan sýnir að einkaaðilar eru oft fljótari og hjá hinu opinbera verða ýmsar tafir, sem einkaaðilar lenda síður í. Ég tel að svona hlutir geri meira en að vega upp þennan vaxtamun." Hann kvaðst ekki vera að mæla með þessari leið frekar en öðmm, en í þessu tilfelli virtist þetta koma betur út með þessum hætti. „Annað er að húsnæðisrekstur er held ég alveg nógu merkileg atvinnu- grein til að menn sérhæfí sig í henni,“ sagði hann. „Okkar sérhæfing lýtur að öðra þannig að við gemm okkur ekki vonir um að verða þeir bestu í að reka húsnæði, þótt ég voni að við verðum jafngóðir og þeir bestu í að starfrækja heilsugæsluþjónustu." Guðmundur sagði að fyrh- heilsu- gæsluna væri ekki hægt að tala um að einkaframkvæmd væri notuð sem bókhaldsbragð. „Hvað okkur varðar er útkoman frekar neikvæð heldur en hitt,“ sagði hann. „Það er frekar að vildum eiga húsnæðið vegna þess að þá kemur fram lægri kostnaður í starfseminni hjá okkur. Hins vegar höfum við eng- an áhuga á að sýna ekki réttan kostn- að. Sem bókhaldsbragð væri þetta hins vegar fremur neikvætt fyrir okkur, en ég skal ekki segja hvernig þetta kemur út fyrir fjármálaráðu- neytið. Það er ekki mitt að svara því.“ Guðmundur sagði að ákvörðun um að fara þessa leið hefði verið tekin í heilbrigðisráðuneytinu og fjármála- ráðuneytinu, en fmmkvæðið hefði komið frá heilsugæslunni. Verka- skipting ríkis og sveitarfélaga í heilsugæslu er þannig að ríkið greiðh- 85% af stofnkostnaði heilsugæslu- stöðva og sveitarfélög 15%. Sagði Guðmundur að samkomulag hefði náðst um að sama skipting milli ríkis og borgar yrði á greiðslu leig- unnai- af heilsugæslustöðinni í Graf- arvogi. Heilsugæslan auglýsti eftir húsnæði í Grafarvogi og bámst tvö tilboð, annað frá Þyrpingu hf., hitt frá Kór hf. Tilboð Þ.yrpingar hljóðaði GAGNRÝNENDUR einkafram- kvæmdar benda á að ríkið njóti hagstæðari vaxtakjara en einka- fyrirtæki. Munurinn á lánakjörum sveitarfólaga og einkafyrirtækja er einnig nokkur, sennilega um eitt prósentustig að meðaltali. Næsta víst er hins vegar að einka- fyrirtæki myndi njóta þess í láns- kjörum að hafa leigusamning við ríki eða sveitarfélag til grundvall- ar. Til að átta sig á þessum vaxta- upp á 1,1 milljón króna á mánuði og er leigan bundin vísitölu. Þegar Guðmundur var spurður hvort tilboð Þyrpingar hefði verið í samræmi við þær hugmyndir, sem heilsugæslan hefði gert sér um sann- gjamt leiguverð, svaraði hann því til að algengt væri að leiga væri á þessu bili og jafnvel töluvert hærri. Aðeins verið að leigja áður en húsið er reist Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagði að áður hefði húsnæði verið tekið á leigu af einkaaðilum fyrir heilsu- gæslustöðvar, til dæmis í Garðabæ. „Mér finnst heilsugæslustöðin í Grafarvogi í rauninni ekki vera nýtt skref,“ sagði hann. „Eini munurinn er kannski sá að húsnæðið er tekið á leigu áður en búið er að byggja húsið. En menn hafa verið að gera þetta í mörg ár. Það er hins vegar annað mál með hjúkrunarheimilið Sóltún þar sem öll starfsemin er boðin út.“ Áhersla á að binda ekki fjármagn ríkisins í húsnæði Þórhallur Arason, skrifstofustjóri hjá fjármálaráðuneytinu, sagði að þegar húsnæði vantaði og ekki væri ráðgert að ríkið byggði sjálft væri auglýst eftir húsnæði til leigu. „Það sem lagt er til gmndvallar mun mætti taka dæmi með fyrir- vara um að horfa verður framhjá ýmsum óvissuþáttum, sem undir eðlilegum kringumstæðum myndu flækja málin. Göngum út frá því að einkaaðili annars vegar og ríkið hins vegar taki 100 milljónir króna að láni fyrir byggingarkostnaði til 25 ára. Raunhæft er að ætla að ríkið fengið lánið á 5,4% vöxtum, en einkafyrirtækið á 5,95% vöxt- um. Vextirnir eru miðaðir við þessari ákvörðun er að við höfum ein- hverjar hugmyndir um hver bygg- ingakostnaður á heilsugæslustöðvum hjá okkur hefur verið,“ sagði hann. ,A grandvelli þess getum við haft einhverjar hugmyndir um það hver muni vera kostnaðurinn af því að byggja sjálfir í stað þess að leigja. Þennan samanburðargrundvöll höf- um við: annars vegar fermetraverð á mánuði og hins vegar kostnað á fer- metra við að byggja.“ Þórhallur sagði að einnig hefði það verið almenn stefna ríkisins undan- farin ár að leigja fremur en að eiga og byggja sjálft. „Áherslan hefur verið meiri á það síðustu tvö árin að vera ekki að binda fjármagn ríkisins í húsnæði, enda hefur markaðurinn verið að breytast mjög mikið,“ sagði hann. „Fyrr á ár- um byggðu byggingameistarar yfir- leitt undir tiltekna starfsemi. Ef auglýst var eftir húsnæði til kaups eða leigu var það alltaf til sölu. Það er ekki fyrr en nú á seinni áram að byggingaraðili er farinn að bjóða upp á það að húsnæði sé annaðhvort til sölu eða leigu.“ Hann sagði að þetta markaðist af því að hér á landi væm að verða til stór fyrirtæki, sem ættu og rækju fasteignir. Eitt dæmi um þetta væri Þyrping, sem er í eigu fjölskyldu Pálma Jónssonar, stofnanda Hag- kröfu erlendra mynta og gengið út frá því að gengi taki ekki breyt- ingum. Samkvæmt, þvf yrði árleg afborgun ríkisins 7.382.350 krón- ur, en einkafyrirtækisins 7.785.550 krónur. Munurinn er 403.200 krónur og er þar um að ræða vaxtamuninn. Ef reiknað er núvirði af skattahagræði er mun- urinn 3.162.353 krónur miðað við 12% ávöxtunarkröfu og 2.606.344 miðað við 15% ávöxtunarkröfu. kaups, en stjómarformaður er Sig- urður Gísli Pálmason. Einnig mætti nefna Eykt, sem er að reisa 8.000 fer- metra skrifstofuhúsnæði í Borgar- túni og hefur ríkissjóður að mestu leyti tekið húsið á leigu tO 20 ára. Þórhallur sagði þegar hann var spurður um muninn á vöxtum til rík- isins annai’s vegar og einkageirans hins vegar að vissulega þyrfti að vera ávinningur fyrir alla, sem hlut ættu að máli. Losna við kostnaðaróvissu „Það era áhættuþættir í þessu,“ sagði hann. „Það er náttúrlega sjálfiu- byggingakostnaðurinn. Við þekkjum það í gegnum söguna að bygginga- kostnaður verður hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir, þótt við séum auð- vitað líka að koma í veg fyrir það og bæta undirbúning allra framkvæmda og skilgreina framkvæmdir strax í upphafi. En þarna er í það minnsta áhættuþáttur, sem ríkið losar sig við og liggur því hjá húsbyggjandanum." Þórhallur sagði einnig mikOvægt að gengið væri til samninga tO langs tíma. „Það þýðir að húsbyggjandi, sem er með stóra einingu á borð við Borg- artúnið, getur faiið í næsta banka með tuttugu ára leigusamning við iíkið,“ sagði hann. „Þá er greiðandinn öraggur og bankinn hlýtur að meta áhættuna af lánveitingunni miklu minni. Álagið á einkaaðilann er hærra en á ríkið, en hann getur nýtt samninginn við ííkið til þess að minnka það álag, sem fjármálastofn- anir setja.“ Það er ljóst að opinber aðili hlýtur að fara einkaframkvæmdai-leiðina vegna þess að hún er hagkvæmari fyrir skattborgarann, en þá vaknar spumingin hvaðan ávinningur einka- aðilans, sem meðal annars þarf að borga hærri vaxtakostnað, eigi að koma. „Einkaaðilinn byggir sjálfur og getur til dæmis neglt niður sínar skil- greiningar í upphafi og þannig skap- að okkur, sem eram að kaupa leiguna af honum, aðhald,“ sagði hann. „En eigi þetta að ganga upp hlýtur hann að þurfa að byggja ódýrar og reka ódýrar. Þetta er einnig spuming um það hvernig húsnæði er rekið og hvaða viðhaldsstefna er, til dæmis hvaða efni eru notuð, hvort byggt er dýrara í upphafi þannig að minna við- hald þurfi. Það eru margir þættir, sem ráða þessu.“ Hann sagði að bókhaldsreglur hjá ríkinu væru stöðugt að færast nær því sem gerðist hjá einkamarkaði, en grandvallaratriði væri að líta faglega á þessi mál. „Ef þörf er fyrir húsnæðið skiptir ekki máli hvort ríkið byggir það eða einhver annar,“ sagði Þórhallur. Dýrara fyrir skattborgara og notanda þegar upp er staðið Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, hefur gagnrýnt einkaframkvæmdarfyrirkomulagið. „Þetta hefur víða verið reynt - í Bretlandi, Nýja-Sjálandi og víðar - og reynslan af einkaframkvæmd sýn- ir okkur að þetta er mun dýrara fyrir skattborgarann og notandann þegar upp er staðið," sagði hann. ,Ástæð- urnar era augljósar. í fyrsta lagi er fjármagnskostnaður yfirleitt hærri hjá lántakanda á einkamarkaði en op- inberum aðilum. I öðra lagi er það einu sinni svo að einkafyrirtæki, sem ráðast í framkvæmdir af þessu tagi, gera það á grandvelli fjárfesta, sem standa að fyrirtækjunum. Þefr vilja að sjálfsögðu taka arð út úr starfsem- inni. Ef litið er til þeirra krafna, sem nú era settar um arðsemi, era þær 15% ef um áhættufjárfestingu er að ræða, en 5 til 10% í öðrum verkefn- um, sem þessi hljóta að teljast til. Engu að síður eram við að tala um umtalsverðar upphæðfr, sem yrðu teknar út úr þessari starfsemi. Þetta tvennt gerir að verkum að einka- framkvæmdin er dýrari, nema náist að reka starfsemina á miklu hag- kvæmari máta.“ Ögmundur sagði að þar þyrftu menn sérstaklega að hafa varann á því að freistingin væri sú að ná kostn- aði niður með því að fækka starfsfólki og ná kjöranum niður. Það væri einn- Hver er vaxtamunurinn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.