Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 33
32 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SILFURÞRAÐUR ÍSLENSKRAR MENNINGAR BÓKMENNTIR hafa stundum orðið útundan á hátíð- um eins og Listahátíð í Reykjavík. Áherslan hefur frekar verið á ýmiss konar sjónmenntir, sviðslistir og tónlist. Það er því sérstakt fagnaðarefni að efnt skuli til ljóðasýningar á Listahátíð í Reykjavík að þessu sinni. Sýningin, sem nefnist Islands 1000 ljóð, var opnuð á upphafsdegi hátíðarinnar, síðastliðinn laugardag, í bókminjasal Þjóðmenningarhússins sem flestir þekkja sem lestrarsal gamla Landsbókasafnsins. Markmiðið með sýningunni er að hylla íslenska ljóð- list og vekja áhuga á ljóðum, fornum og nýjum. Ljóð verða til aflestrar á veisluborðum og veggspjöldum á sýningunni en auk þess má hlýða á upptökur í eigu Rík- isútvarpsins með upplestri höfunda. Er þar úr miklu safni að velja, enda Ríkisútvarpið sinnt Ijóðinu ötullega í gegnum tíðina. Að endingu verður svo hægt að leita ljóða á slóðum Ljóðavefjar Listahátíðar. Netið er senni- lega einn af mikilvægustu vettvöngum ljóðsins í fram- tíðinni enda virðist það henta knöppu og sveigjanlegu formi þess afar vel. Með stofnun Ljóðavefjar Listahá- tíðar gæti orðið til álitlegur grunnur að yfirgripsmikl- um íslenskum ljóðavef en hann verður afhentur Bók- menntafræðistofnun Háskóla Islands til varðveislu og viðhalds að Listahátíð lokinni. Ljóðið er silfurþráðurinn í íslenskri menningu. Rætur hinnar epísku sagnahefðar okkar liggja í ljóðinu. Á viss- an hátt má segja að íslensk hugsun hafi mótast í ljóði, og sömuleiðis sjálfsmynd þjóðarinnar sem átti skáld við hirðir konunga til forna. Ljóðið hefur síðan alla tíð lifað með þjóðinni og verið alþýðueign. Sumir telja að nú eigi ljóðið undir högg að sækja. Aðrir og hávaðasamari miðl- ar eigi meira upp á pallborðið þegar áherslan er á ytra byrði hlutanna, birtingarmynd þeirra og ásýnd. Vont er ef satt er, en erfitt er að trúa því að ljóðið eigi eftir að láta í minni pokann fyrir hávaða og prjáli. Ljóðið hefur geymt innra líf þjóðarinnar betur en nokkurt annað form og mun vonandi halda áfram að gera það svo lengi sem íslendingar hugsa verðugar hugsanir. Ástæða er til þess að fagna þeirri athygli sem Lista- hátíð í Reykjavík veitir ljóðinu. Enginn ætti að verða svikinn af heimsókn í fallegan lestrarsal Landsbóka- safnsins gamla þar sem brakandi lestrarþögnin veitir ljóðaunnendum dýrmætt skjól fyrir dyn hversdagslífs- ins. LOFSVERT FRAMTAK HÁSKÓLANS AUNDANFÖRNUM árum hefur Háskóli íslands lagt æ meir upp úr því að kynna margvíslega starfsemi sína fyrir almenningi. Mikilvægi þessa er augljóst eins og bent hefur verið á hér áður. Vegna breytts umhverfis verð- ur það æ mikilvægara að efla jákvæðan hug til starfsemi Háskólans og almennrar þekkingarleitar. Má færa rök fyr- ir því að það hafi sennilega aldrei verið mikilvægara en nú að halda öllum samskiptaleiðum milli menntastofnana og fólksins í landinu opnum. Menningarborgarverkefni Há- skólans, Opinn Háskóli, er liður í þessu aukna kynningar- starfí og hefur tekist afar vel það sem af er. Á morgun hefst svo menningar- og fræðahátíð Háskólans, Líf í borg, sem stendur fram til 28. maí en þar verður borgarlífið skoðað frá ólíkum sjónarhornum. Að sögn Margrétar S. Björnsdóttur, formanns verkefna- stjórnar hátíðarinnar, er hátíðin fyrst og fremst ætluð al- menningi og verður því boðið upp á fjölbreytta dagskrá sem speglar borgarlífíð í sínum margvíslegu myndum. Dagskráin samanstendur af um eitt hundrað fyrirlestrum þar sem meðal annars verður fjallað um þarfír borgar- fjölskyldunnar, börnin í borginni, glæpi, klám og vændi, trúarlíf í borginni, dýralíf, listalíf, gróðurfar og jarðfræði borgarinnar. Þetta er lofsvert framtak Háskóla Islands og menning- arborgarinnar og einstakt tækifæri fyrir almenning að kynna sér hvað starfsmenn Háskólans og aðrir íslenskir og erlendir fræðimenn eru að fást við. Skal fólk hvatt til þess að leggja leið sína í Háskólann þessa daga til þess að fylgj- ast með áhugaverðri dagskrá. Líf í borg, menningar- og fræðahátíð Háskóla íslands, hefst á morgun, en hátíðin er framlag Háskólans til Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu BORGARLÍFIÐ verður skoð- að frá ólíkum sjónarhomum á menningar- og fræðahátíð sem Háskóli íslands stendur íyrir nú um helgina en hátíðin er fram- lag Háskólans til Reykjavíkur - menn- ingarborgar Evrópu árið 2000. Hátíðin hefst með opnunarhátið í hátíðasal Að- albyggingar Háskóla íslands kl. 20 á morgun og stendur hún fram á sunnu- dag. Á opnunarhátíðinni mun Páll Skúlason háskólarektor flytja ávarp, Matthías Johannessen ritstjóri og skáld ræðir síðan Uð Ástráð Eysteins- son, prófessor í bókmenntafræði, um Reykjavíkurljóð sín, kynnt verða úrslit í samkeppni við kvæði Jónasar Hall- grímssonar, „Vísindin efla alla dáð“, og Háskólakórinn mun flytja verðlauna- lagið. Það fellur síðan í hlut Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra að slíta athöfninni. Um 100 fyrirlesarar taka þátt í hátíð- inni. Dagslo-áin er afar fjölbreytt enda hefur verið leitast við að taka á sem flestum þáttum borgarlífsins. Skipulag hátíðarinnar er með þeim hætti að gerð hefur verið dagskrá fyrh- ellefu mál- stofur, sem allar munu taka á tilteknum þáttum borgarlífsins. Farið verður í vettvangsferðir og staðið fyrir leik-, list- og ljósmyndasýningum. Ennfrem- ui’ munu stúdentar standa fyrir veit- ingasölu í skeifunni íyrir framan Aðal- byggingu Háskólans. Borgarlíkaminn Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði, sagði í samtali við Morgunblaðið að flaggskip dagskrár, sem hefur yfír- skriftina Borgarlíkaminn, sé tvímæla- laust upphafsfyrirlestur sem Evelyn Cox KeUer, prófessor í sögu og vísinda- heimspeki við Massachusetts Institute of Technology, flytur á laugardag. Cox Keller sé heimskunn fyrir rit sín um fé- lagslegt baksvið lífvísmda, einkanlega erfðafræði. Auk fyrirlestrar Cox Keller er hins vegar einnig að finna á dagskránni fyr- irlestra sem margir hafa heldur óvenjulega titla. Segh’ Gísli að umfjöli- unarefni í þessari málstofu verði tví- þætt. Annai's vegar verði rætt um til- tekin atriði sem varði líkama borgarbúa, eins og fæðingu, meðferð líffæra og líkamsupplýsinga, tann- vernd, bros og lyfjanotkun. „Hins veg- ar verður rætt um borgina sem líkama, sem starfandi heild eða stækkaðan lík- ama,“ segir Gísli. Að vissu leyti er hér verið að notast við hugtakið borgarlíkami sem líkinga- mál, að sögn Gísla. í framhaldinu sé spurt hvort eitthvað vinnist við það að tala um borgina með þessum hætti. Hann bendir í þessu sambandi á að menn hafi t.d. lengi talað um borgir sem vistkerfi. Skoða megi upplýsinga- kerfi borgar eins og taugakerfi í líkama svo eitthvað sé nefnt. „En svo má í vissum skilningi segja að þetta sé ekki aðeins líkingamál. í vissum skilningi eru borgarbúar í heild einn líkami. Menn hafa frá miðöldum talað um líkama Krists og heilaga þrenningu sem nánast eina persónu, eða eitt fyrirbæri, og á erlendum mál- um er oft talað um heildir sem eitt „body“, t.d. á enskunni.“ Hér sé því verið að tala um borgir sem samverkandi líkama eða heild. í þessu samhengi megi leiða hugann að ýmsum öðrum hópum sem vinni oft eins og ein samgróin heild, t.d. knatt- spymulið, sem eru stundum í stuði og stundum ekki. Sé einn hlekkur heOdar- innar veikur fyrir verði árangurinn ekki sem skyldi. Þessi sannindi megi vel heimfæra upp á borgarsamfélag - borgarlíkamann. Málstofa um Borgarlíkamann fer fram í hátíðasal í Aðalbyggingu og hefst hún kl. 14 á laugardag. Borgarfjölskyldan Sigrún Júlíusdóttir, dósent í félags- ráðgjöf, hefur umsjón með málstofu sem ber yfirskriftina Borgarfjölskyld- an. Þar verður fjallað í máli og myndum um líf borgaifjölskyldunnar frá ýmsum sjónarhornum og frá sjónarhóli ýmissa fræðigreina. Jafnframt hefur verið reynt að höfða til allrar fjölskyldunnar. Sigrún segir verkefnið fjórskipt. í fyrsta lagi sé um að ræða sýningu sem Vignir Jóhannsson myndlistarmaður hefur sett upp. í öðru lagi listasmiðju bama og unglinga. Þar verði undirbúin skemmtiatriði og uppákomur, tónlist, leikir og listsköpun á vegum íþrótta- og tómstundaráðs. í þriðja lagi er um að ræða veggspjaldasýningu um rann- sóknarverkefni íslenskra fræðimanna á fjölskyldumálum. Stutt frásögn fylgir hverju veggspjaldi og er meiningin að kynna rannsóknir sem ýmist er lokið eða eru í gangi um þessar mundir. Loks er um að ræða ráðstefnu eða málþing sem stendur bæði laugardag og sunnudag. Þar munu ýmsir fræði- menn fjalla um fjölskyldumálefni. „Þessi hluti dagskrárinnar er opnaður með dálítið nýstárlegum hætti, þ.e. litlu tónlistarverki eftir Karólínu Eiríks- dóttur sem heitir Klára fjölskyldan," segir Sigiún. Steinunn Jóhannesdóttir rithöfund- ur hefur skrifað texta við verlrið en það er byggt á doktorsritgerð Sigrúnar og hefur að hennar sögn að geyma bæði grín og alvöru. Reynt sé að sýna hvem- ig hin hæfa íslenska fjölskylda fari að því að láta dæmið ganga upp í íslensk- um veruleika. Sigrún segir aðspurð að það sé ein- kenni á okkar borgarmenningu hversu seint hún tók að þróast. Þegar hún síð- an hafi farið af stað gerist hlutimir á af- ar skömmum tíma og fólk og fjölskyld- ur hafi þurft að aðlagast nýjum aðstæðum afar snögglega. „Það er þetta sem er sérstakt við okkar borgar- samfélag,“ segir Sigrún, „en það er líka styrkur því við erum með annan fótinn í ýmsum góðum hefðum líka, sbr. ættar- mótin og þann áhuga sem er hjá okkur að rækta tengsl við uppmna okkar.“ Málstofa um Borgarfjölskylduna fer fram í Odda, stofu 201, oghefst hún kl. 14 á laugardag. Borgarmenning - Listalíf Ástráður Eysteinsson, prófessor í al- mennri bókmenntafræði, segir að í störfum málstofu um borgarmenningu og listalíf verði leitast við að snerta á borgarmenningu almennt en jafnframt hinum einstöku listgreinum sérstak- lega. Verður þar horft til bókmennta, tónlistar, kvikmynda og síðan mynd- listar í víðum skilningi þess orðs. Að sögn Ástráðs þótti mönnum ráð að hafa umfjöllunina tvíþætta, þ.e. að Reykjavík yrði ákveðið viðmið en ekki endilega umfjöllunarefnið í öllum er- indum. Sum erindi yrðu því um borgina almennt sem fyrirbæri. „Hugmyndin er sú að það sé ekki fjallað um Reykjavík bara sem íslensk- an stað heldur sem borg sem er í eins konar alþjóðlegu samhengi. Þannig getum við nálgast Reykjavík út frá al- þjóðlegum vinkli, jafnvel með hliðsjón af erlendum borgum,“ segir Ástráður. „Eg mun til dæmis sjálfur fjalla um það hvernig borgir spegla hvor aðra, lesa hvor aðra á vissan hátt,“ bætir hann við. Ástráður segir engan vafa leika á því að talsverður munur sé á borgarmenn- ingu og dreifbýlismenningu. íslensk menning hafi reyndar verið dreifbýlis- menning allt fram á síðustu ár og lengi vel hafi menn reynt að spoma við þróun borgarmenningar hér á landi, þ.e. að halda dreifbýlismenningunni áfram sem kjarna íslenskrar menningar. „Það var þá gert á þeirri forsendu að borgar- menning væri alltaf eitthvað útlent og stundum þá jafnframt eitthvað spillt og úrkynjað." Aðspurður segir Ástráður skiptar skoðanir um það hvort þetta hafi staðið íslenskri menningu fyrir þrifum. Marg- ir líti hreinlega svo á að engar forsend- ur hafi verið komnar hér á landi fyrir borgarmenningu fyrr en á seinni hluta aldarinnar. Sér finnist það sjálfum spennandi spurning hvort Reykjavík sé e.t.v. enn þann dag í dag eins og oívaxið þorp, og að þar megi enn finna ýmis einkenni smábæjarmenningar. Á hinn bóginn bendi menn á að þó að Reykjavík sé fámenn borg hafi hún ým- is einkenni stórborgarinnar, t.d. hvað varðar stjómkerfi og menningarlíf; með rekstri leik- og listhúsa og þar fram eftir götunum. Mun ijölmennari borgir erlendis virki t.d. minni en Iteykjavík vegna þess að þær séu oft aðeins risavaxin úthverfi stórborga. Málstofa um Borgarmenningu - Listalíf verður haldin í hátíðasal Aðal- byggingar og hefst kl. 10 á laugardag. Framtíð í borg Framlag stúdenta á menningar- og fræðahátíðinni er tvískipt, að sögn Fanneyjar Karlsdóttur, sem hafði um- sjón með undirbúningi málstofunnar Framtíð í borg ástamt Hauki Agnars- syni. Annars vegar er um að ræða fyr- irlestra og hins vegar menningardag- Borgarlífið sett und- ir stækkunarglerið Lífið í borginni verður skoðað frá ólíkum sjónarhornum á menning- ar- og fræðahátíð sem Háskóli Islands stendur fyrir um næstu helgi. Davíð Logi Sigurðsson ræddi við ellefu einstaklinga sem haft hafa veg og vanda af undirbúningi málstofa á hátíðinni. Gísli Pálsson Ástráður Eysteinsson Fanney Karlsdóttir skrá í skeifunni fyrir framan Aðalbygg- ingu Háskólans. Fyrirlestraröðin fer fram á laugardag og þar munu stúd- entar lýsa framtíðar- sýn sinni á borgina og reyna framsögu- menn að tengja um- fjöllun sína því námi sem þeir stunda við Háskólann. í kjöl- farið verða haldnar pallborðsumræður með þátttöku þjóð- þekktra íslendinga bæði úr atvinnu- og menningarlífi, m.a. þeim Stefáni Jóni Hafstein, Guðrúnu Helgadóttur, Halldóru Geirharðsdótt- ur, Sigurði Amljótssyni, Hrannari B. Amarssyni og Trausta Valssyni. Fanney segir að meðal þess sem beri hæst sé umfjöllun um heilsugæslu á Netinu, framtíð tjáskipta og stöðu ís- lenskrar tungu í borgarsamfélagi fram- tíðarinnar, auk hugmynda um skipulag borgarinnar. Víkur skipulagsumfjöll- unin m.a. að flugvallarmálum, sem ver- ið hafa í brennidepli, og hugmyndum um útvíkkun borgarinnar út í hafið á uppfyllingum. Dagskrá undir heitinu Stúdentalíf hefst hins vegar annað kvöld og stend- ur fram til sunnudags og verður hún haldin í stóm tjaldi fyrir framan Aðal- byggingu Háskólans. Þar munu troða upp námsmenn með ýmis tónlistar- atriði og þar verður veitingasala alla daga menningar- og fræðahátíðarinn- ar. „Þangað viljum við fá alla gesti há- tíðarinnar á milli þess sem þeir sækja fyririestra og aðra viðburði," segir Fanney. Sýndar verða stuttmyndir, Stúdentaleikhúsið mun setja á svið leiksýningar og annað hæfileikafólk úr röðum námsmanna stígur á stokk. Málstofa um Framtíðí borg fer fram í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 12 á laugardag. Huliðsheimur Reykjavíkur Huldufólk og álfa mun bera á góma í málstofu sem Terry Gunnell, lektor í þjóðfræði, hefur umsjón með ásamt Erlendi Haraldssyni, prófessor í sálar- fræði. TeiTy segir að m.a. verði hugað að reynslu Reykvíkinga af látnum og trú þeirra á álfasteina og álfa en Valdi- mar Tr. Hafstein þjóðfræðingur hafi með rannsóknum sínum sýnt fram á að hún búi enn sterkt með borgarbúum. „Við munum líka reyna að færa þjóð- fræðina fram í tímann þannig að það sé ekki aðeins rætt um gamla daga og sveitamenninguna í borgarþemanu," segir Terry. ,Annað verkefni sem er í gangi núna undir leiðsögn Jóns Jóns- sonar í ReykjavíkurAkademíunni er um þjóðtrú bama og hvemig heimssýn þeirra er að breytast, viðhorf þeirra til álfasagna, huldufólks, giýlu og fleira. Hann ætlar að segja okkur frá niður- stöðum rannsókna sinna og hóps fólks sem hefur verið að vinna með honum.“ Terry segir hins vegar einnig mikil- vægt að muna eftir þeim íbúum borgai- innar sem lengst em að komnir, þ.e. nýbúum og afkomendum þeirra. Hann hafi sjálfur gert rannsóknir á því hvemig þjóðtrú Víetnama og þjóðsiðir þeÚTa hafa tekið breytingum. „Núna er komin upp þriðja kynslóð bama sem talar íslensku miklu betur en víetnömsku og þá er áhugavert að kanna hvemig þeim gengur að halda gamla siði oghvernigþau að- laga sig að nútím- anum.“ Segir hann að blöndun hafi átt sér stað á siðum nýbúa og íslend- inga og margt sé síðan líkt, t.d. draumatrú, for- feðradýrkun, öriagatrú og trúin á anda sem þurfi að hugsa vel um. „Þetta er mjög ríkur menningarheimur sem við vitum því miður ekki nógu mikið um,“ segir Terry. „Við munum sem sé fjalla um þessa hlið borgarinnar sem við vit- um ekki neitt um, hið falda borgarlíf ef svo má að orði komast.“ Dagskráin um Huliðsheima Reykja- víkur fer fram í stofu 101 í Odda og hefst kl.lOá sunnudag. Tíminn og tímamót „Tíminn er auðvitað viðfangsefni sem hefur haldið andans mönnum hug- föngnum um langa hríð, hann er eitt elsta viðfangsefni heimspekinnar til dæmis,“ segir Magnús Diðrik Baldurs- son, aðstoðarmaður rektors, en hann hefur haft veg og vanda af undirbún- ingi málstofu sem hefur yfirskriftina Tíminn og tímamót. „Menn eru ekki á eitt sáttir um það hvað tíminn er, og ekki einu sinni hvort hann yfirleitt er. Því hefur verið haldið fram með góðum rökum að tíminn sé ekki til, heldur sé hann í raun bara ímyndun okkar,“ bætir Magnús við. Rifjar hann upp eina þekktustu setn- ingu sem sögð hafi verið um tímann, en hún er eftir heilagan Ágústínus sem sagði að ef einhver spyi’ði hann hvað tíminn væri þá vissi hann það ekki. Ef hann væri hins vegar ekki spurður þá vissi hann það. „Þannig að tíminn er mjög óhöndlanlegt fyrirbæri." í málstofunni verður því semsé tekið á tímanum og í ýmsum myndum, að sögn Magnúsai-. Hinum náttúrulega tíma, tíma eðlisfræðinnar, hinum hug- læga tíma sálarinnar og svo framvegis. Hann leggur áherslu á hversu hugtök eins og aldamót og tímamót spili stóran þátt í lífi okkar. „Við notum tímamót til að skipu- leggja svo að segja lífið, og bijóta það niður í einingar sem við ráðum við. Við höldum aftnæh, við höldum upp á meririsdaga og jafnvel aldamót og við bindum mjög ólíkar tilfinningar við þessi tímamót.“ Aðspurður um það hvernig þetta tengist borginni bendir Magnús á hversu mikilvægur tíminn sé tii að stýra samfélögum, ekki síst borgar- samfélögum. Oll borgin sé skipulögð miðað við tíma, og að ef ekki væri fyrir hendi þessi mældi tími dagatalsins og klukkunnar væru aðstæður allt aðrar. I stórborgum nútímans sé tíminn afar takmörkuð auðlind og allir eru í kappi við tímann. „Þá vaknar auðvitað spurningin um það hver ráði tímanum, hann er jú t.d. mjög mikilvægt valdatæki,“ segir Magnús. Nefnir hann þekkt dæmi um þetta úr frönsku stjómarbyltingunni þegar tími aðalsins leið undir lok í bókstaflegri merkingu ekki síður en táknrænni því uppreisnarmenn tóku sig til og mölvuðu klukkur hvar sem þeir komust til þess. Málstofa um Tímann og tímamót fer fram í hátíðasal í Aðalbyggingu og hefst kl. 16 á fóstudag. Kirkja og trú í borg Haraldur Ólafsson, prófessor í mannfræði, segir tvö viðmið hafa verið höfð í huga í undirbúningi dagskrár um Kirkju og trú í borg. Hið fyrra snúi að þeim breytingum sem hafi orðið á trúariðkun, trúarlífi og starfsemi trúfé- laga eins og þjóðkirkjunnar við þéttbýl- ismyndun. „Það gefur augaleið að það hljóta að verða einhverjar breytingar í starfsemi t.d. prestanna og síðan hefur náttúr- lega komið til margvísleg aukin starf- semi kh’kjunnar varðandi unglinga- starf og félagsstarf af ýmsu tagi. Jafnframt er sálgæsla presta nú til dags öðruvísi heldur en var í dreifbýl- inu þar sem það er auðvitað miklu styttra miili fólks í dag.“ Hins vegar segir Haraldur að menn hafi verið forvitnir að fræðast um það hvemig nýir trúarhópar hafa sprottið upp, en Ijóst sé að fjölbreytnin er mun meiri en var t.d. við síðustu aldamót. Nú hafi menn hvítasunnuhreyfinguna, kaþólsku kirkjuna, aðventista og votta Jehóva svo eitthvað sé nefnt, en þama fari hópar sem í mörgum tilfellum hafa annað starfsvið og annað viðhorf til guðfi-æðinnar heldur en þjóðkirkjan. Loks hafi það nú gerst, að t.d. búdd- ismi, gyðingdómur, og bahá’í hafi rutt sér til rúms hér á landi. Margir þessara hópa eigi erfitt með að starfa nema í þéttbýli og því sé eðli- legt að ræða þessi mál í tengslum við lífið í stórborginni. Augljóst sé að þétt- býlið hafi ýtt undir þessa starfsemi. „Þetta er nú það sem við vildum draga fram,“ segir Haraldur. „Til þess höfum við fengið fulltrúa ýmissa hópa, bæði kristinna, búddista, gyðinga og bahá’ía, til þess að koma og ræða við okkur og kynna í stuttu máli hvað þeir era að boða, og kannski ekki síst hvað þeir era að starfa í borgarsamfélaginu. Mörg þessi félög sinna jú, eins og við vitum, miklu félagslegu starfi, t.d. Krossinn og Vegurinn og hvítasunn- uhreyfingin, sem unnið hafa þjóðþrifa- starf í mörgum málum.“ Málstofa um Kirkju og trú í borgfer fram í stofu 101 í Odda og hefst kl. 14 á sunnudag. Náttúra og umhverfí Náttúran í Reykjavík og það um- hverfi sem maðurinn hefur mótað með athöfnum sínum og aðgerðum í mis- miklum mæli og mismeðvitað er við- fangsefni málstofu sem Agnar Ingólfs- son, prófessor í líffræði, hefur umsjón með. „Það er auðvitað ekki ýkja mikið eft- ir að uppranalegri náttúra í Reykjavík en það er mikið af verðmætu umhverfi sem er mótað af manninum,“ segir Agnar í samtali við Morgunblaðið, „allt frá tiltölulega lítt snortnu umhverfí og upp í þaulskipulagt umhverfi þar sem náttúran, a.m.k. dýr og gróður, er samt engu að síður meginmálið.“ Þetta skipulagða umhverfi verður því stór þáttur í umfjöllun á ráðstefn- unni, að sögn Agnars. Á hann þar bæði við einkagarða og almenningsgarða, allt það sem þar er að finna og það sem þangað hefur leitað af sjálfsdáðum, eins og fuglar. Tjörain í Reykjavík kemui’ til umfjöllunar í þessu samhengi sem og áhrif veðurfars. Vettvangsferðir era stór liður í þess- ari málstofu og snýr ein þeiiTa að miklu leyti að fuglalífi en farið verður í Heið- mörk til að kynnast því. Önnur vett- vangsferð felur í sér könnun á jarð- fræðilegum fyrirbæram í Reykjavík og í þeirri síðustu, og þeirri sérstæðustu að mati Agnars, verður farið í heim- sókn í nokkra garða í borginni, bæði al- menningsgarða sem og einkagai’ða. „Þar er um að ræða sérstaklega skemmtilega garða sem Garðyrkjufé- lag í slands hefur valið,“ segir Agnar. Málstofa um Náttúru og umhverfi í Reykjavík verður haldin í Endur- menntunarstofnun Háskólans og hefst kl.lOá sunnudag. Tækni og vísindi Átta fyrirlestrar verða fluttir á fjór- um fundum á óhkum stöðum í borginni í tengslum við málstofu um Tækni og vísindi í þágu borgarans, sem Robert Magnus, vísindamaður hjá Raunvís- indastofnun, hefur umsjón með. Hann segir grunnhugmyndina þá að tvinna saman vísindi, þ.e. raunvísindi, og tækni. Stillt er saman tveimur fyrirlesurum í hverju tilfelli og kemur annar þeirra úr raunvísindum og hinn úr verkfræði. í þeim geira sem varðar raunvísindi er lögð áhersla á vísindaþætti sem koma til með að hafa áhrif á líf fólks á nýrri öld. Segir Robert besta dæmið um þetta fyrh’lestur Braga Amasonar efnafræðings um vistvæna orkugjafa. „Þetta tvinnum við svo lauslega sam- an við fyrirlestur Guðmundar Þórodds- sonar orkuveitustjóra um veitur sem hornstein byggðar," segir Robert. Er almennt lögð áhersla á almenningsfyr- irtæki í verkfræðiþættinum að hans sögn. Stefán Hermannsson borgarverk- fræðingur mun ræða um þjónustu borgarinnar í gömlum og nýjum hverf- um í ljósi umhverfissjónarmiða og sjálf- bærrar þróunar. Tengist fyrirlestur Stefáns tölu Ágústu Guðmundsdóttur lífefnafræðings um erfðabreytt mat- væli en þar segir Robert þá auðvitað vera að fara inn á svið sem margir hafi áhuga á og vilji heyra um, enda líklegt að erfðabreytt matvæli komi til með að hafa áhrif á nýrri öld. „Borgin gæti ekki gengið sem samfé- lag án tækni og vísinda," segir Robert aðspurður um tengsl málstofunnar við lífið í borginni. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því en í hvert sinn sem þú keyrir um götur Reykjavíkur er það einhver tækni sem stjórnai’ umferðar: Ijósunum sem verða á vegi þínum. í hvert sinni sem þú tekur upp farsíma þá fer líka í gang tækni, mjög flókin stærðfræði reyndar, og þú áttar þig ekkert á því. Hugmyndin er því sú að sýna fólki hvaða tækni og vísindi liggja að baki því sem við þekkjum og því sem við gerum í daglegu lífi í borginni." Málstofa um Tækni og vísindi í þágu borgarans verður haldin víðs vegar um borgina en hefstkl. löístofu 101 í Odda á föstudag. Útivist og borgarskipulag / málstofu um útivist og borgar- skipulag verður lögð áhersla á skipulag og samspil byggðra og óbyggðra svæða borgarlandsins og verður umfjöllunin þrískipt, að sögn Bjama Bessasonar, dósents í byggingarverkfræði. í fyrsta lagi verði fluttir fyrirlestrar um útivist og tómstundir, rætt um hreyfingu í mannvænu borgarsamfélagi og síðan farið í vettvangsferð en áætlað er að hjóla þá um grænu svæðin í Reykjavík. í öðra lagi verður rætt sérstaklega’ um skipulagsmál og arkitektúr, m.a. í tengslum við vaxtarmöguleika borgar- innar, þróunaráætlun miðborgarinnar og háskólasvæðið. Loks komi Árai Ól- afsson, skipulagsfræðingur Akureyrar- bæjar, og gefi álit utanaðkomandi á skipulagsmálum Reykjavíkur, og þá einkum í tengslum við áherslur í um- hverfismálum. Loks verði fjallað sérstaklega um samgöngumál borgarinnar og mun Ti’austi Valsson skipulagsfræðingur þai’ m.a. ræða um samspil flugvallar og byggðar en Bjami rifjar upp að Trausti _ hafi líklega verið sá fyrsti sem kom fram með þá hugmynd að færa flugvöll- inn út í Skerjafjörð. „í framhaldi af þessum fyrirlestram á laugai’dag verður farið í mjög spenn- andi vettvangsferð en við ætlum að fara með Árnesinu og sigla um sundin, al- veg á milli Viðeyjar og Gufuness, skoða ásýnd borgarinnar frá sjó og reyna að sjá fyrir okkur með aðstoð leiðsögu- manna hvaða hugmyndir eru uppi um nýja Sundabraut." Segist Bjami gera ráð fyrir að sam- göngumálin verði mönnum ofarlega í huga, ekki síst í ljósi umræðu um fjölda bfla í Reykjavík. Spurningar eins og hvort bfll eða maður eigi að hafa for- gang þegar hugað er að skipulagsmál- um, og hvort hægt sé að flétta þetta^ saman þannig að allir séu ánægðir. Málstofa um Utivist og borgarskipu- lag verður haldin í Norræna húsinu og hefst kl. 16 á fóstudag. Jaðarmenning og skuggahliðar Síðast en ekki síst ber að nefna að skuggahliðar borgarlífsins verða rædd- ar sérstaklega á fræðahátíð Háskólans en þeir Gunnlaugui’ Geirsson, prófess- or í læknisfræði, og Helgi Gunnlaugs- syni félagsfræðingur hafa haft umsjón með undirbúningi málstofu um þess» efni. Gunnlaugur segir að þegar um- ræða hófst um það hvaða þemu skyldi taka fyrii’ á þessari ráðstefnu hafi mönnum nefnilega ekki þótt einhlítt að aðeins yrði rætt um það sem gott telst. Gunnlaugur bendir á að rætt hafi verið um þessa fræðahátíð sem menn- ingarhátíð - enda tengist hún þeirri staðreynd að Reykjavík er ein af menn- ingarborgum Evrópu árið 2000 - og orðið „kúltúr“ upp á ensku merki jú að menn hyggist rækta eitthvað. Það hljóti að teljast ein helsta fjöður í hatt borgar sem vilji telja sig „kúltúr-borg“ hvemig hún stundi mannrækt, einkum hvað varðar þá sem minnst mega sín. Á málstofunni verður m.a. rætt um jaðarmenningu og það hvort hún teljist ögran við samfélagið eða sé til marks * um fjölbreytni borgarlífsins. Sjálfur segist Gunnlaugur ætla að fjalla um mai’gt það sem er nöpurlegast til í hverju mannlífi en þessum þáttum hef- ur hann fengið að kynnast í starfi sínu sem réttarlæknir. Þar vfla hann vita- skuld að því, sem oftar en ekld valdi því að menn steypist á botninn, þ.e. vímu- efnanotkun. I framhaldi verði fjallað um fangelsi og fangelsisvist og vímuefni sem vágest nýrrar aldar, og það hvemig menn geta fetað stigið frá lægsta þrepi samfélagsins. Loks verði snert á því við- kvæma jafnvægi sem ríki á milli þess að tryggja öryggi borgaranna og hins veg- ar að ganga ekki of langt í því að bijóta friðhelgi einkalífsins. Verður rætt um eftirlitsmyndavélamar í miðborg' Reykjavíkur í þessu samhengi og síðan vikið að lögfræðiþætti viðfangsefnisins. Gunnlaugur er spurður að því hvort líta megi svo á að þessi málstofa muni þá virka eins og einhvers konar samviska ráðstefnunnar Líf í borg. „Já, því ekki það?“ svarar hann og segir að allt snúist þetta auðvitað um viðleitni, þ.e. viðleitni borgarinnar til að gera betur við þá sem eiga erfitt. „Við getum ekki bara litið á góða þætti borgarlífsins, samviska er áreiðanlega einn þýðingarmesti þáttur- inn í þeirri viðleitni að geta talað um menningarborg,“ sagði Gunnlaugur Geirsson. Málstofa um Jaðarmenningu og skuggahliðar borgarlífsins verður hald- in í stofu 101 í Odda og hefst kl. 14 á laugardag. Nálgast má frekari upplýs- ingar um dagskrá menningar- og fræðahátíðar Háskólans á heimasíðu menningarborgarverkefnis Háskólans, www.opinnhaskoli2000.hi.is. ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.