Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 29 UMRÆÐAN Samgöngur og þjóðarhagur SUMIR stjórnarand- stæðingar gátu ekki dul- ið óánægju yflr því að án tilstillis þeirra var sam- þykkt metnaðarfull vegáætlun sem skapar samgöngubætur í öllum landshlutum. Aðrir ásteytingarsteinar gátu þó orðið varasamari í málinu og verðskulda landsbyggðarþingmenn virðingu fyrir að láta ekki upphlaup gegn jarðgangaáætlun valda andstöðu þeirra við nauðsynlegar stórfram- kvæmdir á suðvestur- horninu. Ruglað var saman framkvæmdum sem lögum samkvæmt skal fjármagna af tekju- stofnum til vegamála og öðnjm sem fjármagna verður öðruvísi, sem lá fyrir í stjórnarsáttmála. Það var rangt að segja að jarðgangagerð á Norðurlandi og Austfjörðum mundi koma í veg fyrir almenna vegagerð í Reykjaneskjördæmi. Þrátt fyrir upphlaupið tókst um þetta mikil- væga mál sú samstaða sem til þurfti og er það vel. Þrátt fyrir stórhuga vegáætlun bíða úrlausnar mörg brýn verkefni í samgöngumálum. Flestum er ljóst að þörf er fyrir mun meiri vegafram- kvæmdir en tekjustofnar þeirra rísa undir. Því er rík nauðsyn til að stefna verði mótuð af framsýni og í ljósi heildarhagsmuna, en skæklatog, hrepparígur og minnisvarðapólitík lögð af. Brýnar þarfír Vegna gríðarlegs umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu er brýn þörf og mikil arðsemi framkvæmda við Reykjanesbraut gegnum Hafnar- fjörð og Vesturlandsveg til Mosfells- bæjar. Á báðum hefur umferð aukist svo hratt vegna útþenslu íbúðar- byggða og atvinnusvæða að auka verður flutningsgetu til að mæta þörfum íbúa og fyrirtækja. Raunar er sama þörf fyrir nýjan Suður- strandarveg og jai'ðgöng norðan og austan. Ný kjördæmamörk breyta litlu um flutnings- og ferðaþarfir fólks og fyrirtækja því kjördæmi veita enga þjónustu. Arðsemismat dregur fram þá hagsmuni sem í húfl eru við val milli framkvæmda. Ég tel það þó ekki nægja sökum þess hvaða efnahagsleg at- riði þar eru skoðuð - og hver ekki. Arðsem- ismat nær ekki til þeirra áhrifa sem nýj- ar framkvæmdir hafa með tilfærslu umferð- ar. Þó er augljóst að þau kunna að vera um- talsverð. Nýr þjóðveg- ur skapar sparnað í flutningskostnaði með styttri vegalengdum. Mjög brýnt er að ná slíkum sparnaði, öllum til hagsbóta og þæg- inda. Umferð færist á ódýrari leiðir, vöru- flutningar færast af sjó á vegi og verða þægilegri og kostnaðarminni. Fólk velur greiðfæran þjóðveg til að sinna erindum sínum annars staðar á eigin bifreið. Nú er áætlunarflug milli mjög fárra staða og Reykjavík- ur en áætlunarsiglingar með strönd- inni hafa lagst af fyrir löngu og komuhöfnum hafskipa fækkar. Því fagna ég undirbúningsstarfi sam- gönguráðherra fyrir samræmda samgönguáætlun samkvæmt álykt- un Alþingis á síðasta kjörtímabili. Þannig má forðast slík fjárfesting- armistök. Við arðsemismat jarð- ganga milli Siglufjarðar og Olafs- fjarðar er ég óviss um að tekið hafi verið tillit til ferða fólks milli bæj- anna vegna sameiningar stærstu at- vinnufyrirtækja þeirra. En hefði arðsemismatið náð til þess að jarð- göngin og þjóðvegir mundu taka við núverandi flugferðum og sjóflutn- ingum Siglufjarðar og vesturhluta Eyjafjarðar hefði matið orðið raun- hæfara. Vegabætur hafa áður valdið því að flugferðir og skipaflutningar á Húsavík færðust á þjóðveginn til Ak- ureyrar. Að auki viljum við sem bú- um á suðvesturhorninu aka góða þjóðvegi um landið. Reykjanesbrautin tvöfölduð Helstu þættir arðsemismats eru umferðarþungi og framkvæmda- kostnaður. Kostnaður vegna slysa hefur lengst af ekki verið metinn og arðsemismat frá ólíkum tímum því ekki samanburðarhæft. Það á við um samanburð á arðsemi tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Reykjavík allt suður til Keflavíkur og Leifsstöðvar við arðsemi stóira umferðarmann- virkja á höfuðborgarsvæðinu. Orsak- ir þessa eru sérkenni Reykjanes- brautar og umferðar um hana: afar mikil næturumferð, meiri en um nokkurn annan þjóðveg eða þéttbýl- isbraut; gífurlegur fjöldi stóiTa bif- reiða, þ.m.t. ótal rútur vegna flugfar- þega; allir vegfarendur ei'u tíma- bundnir og því óþreyjufullir sem hefur bein áhrif á aksturslag, jafnvel ökuhraða. Þetta veldur mikilli hættu, enda er tíðni óhappa og slysa hærri á Reykjanesbraut en öðrum þjóðveg- um eða þéttbýlisbrautum. Sérkenni Reykjanesbrautarinnar sjálfrar eru þau að hún er gömul, var byggð á mjóu vegarstæði með mjótt rutt grenndarsvæði, en hinir nýrri upp- byggðu þjóðvegir okkar eru byggðir á breiðum vegarstæðum með breið rudd grenndarsvæði. Óhöpp og slys á Reykjanesbraut eru verri vegna mjórra öryggiskanta, mikils bratta af veginum niður á jafnsléttu og hve stutt er í úfið hraunið. Hærri tíðni óhappa og slysa, og verri afleiðingar af óhöppum og slysum á fólki en ann- Samgöngumál Sé metinn kostnaður þjóðfélagsins af óhöpp- um og slysum á fólki, segir Árni Ragnar Arnason, er hvergi eins mikil arðsemi af samgöngubótum eins og tvöföldun Reykjanesbrautar. ars staðar. Sé metinn kostnaður þjóðfélagsins af óhöppum og slysum á fólki er hvergi eins mikil arðsemi af samgöngubótum eins og tvöföldun Reykjanesbrautar. Hvergi verður eins mikil bót íýrir öryggi, líf og heilsu vegfarenda. Með samþykkt langtímaáætlunar í vegagerð fyrir fáum árum var ákveðið að tvöfalda Reykjanesbraut og með samþykkt vegáætlunar nú var henni flýtt svo um munar. Með því hefur Alþingi fallist á þau rök sem ég hef ávallt haldið fram. Málið stöðvaðist um sinn vegna undarlega neikvæðra við- bragða sveitarstjórnarmanna á Suð- umesjum þegar vel horfði fyrir nokkrum árum, en nú er skammt í framkvæmdir. Þær verða ekki stöðv- aðar og munu strax skila árangri í langþráðu bættu öryggi vegfarenda á Reykjanesbrautinni. Höfundur er alþingismaður. Utiírsnúningar hjá talsmanni Go TALSMAÐUR breska flugfélagsins Go, Jón Hákon Magnússon, reynfr í Morgunblaðinu sl. laugardag að svara gagmýni minni á falsk- ar auglýsingar flugfé- lagsins. Því miður kýs Jón Hákon að snúa út úr málinu og draga persónu mína inn í það að óþörfu, í stað þess að svara efnislega. í grein minni gagn- rýndi ég að þrátt fyrir margra daga leit á vef- síðu Go flugfélagsins, var ekki hægt að flnna eina einustu ferð til London fyrir 10 þús. kr. Þessa sömu daga var Go með heilsíðu auglýsingar í dagblöðunum þar sem ferðirnar voru sagðar kosta 10 þús. kr. Af þess- ari ástæðu sakaði ég Go um að hafa Islendinga að fíflum. Jón Hákon velur afar óheppiiegt dæmi til að styðja mál sitt. Hann seg- ir: „Ef maður fær ekki miða á vinsælt leikrit í Þjóðleikhúsinu vikum saman af því að það er uppselt, er þá leikhús- ið að hafa Islendinga að fíflum?“ Jóni yfirsést að þegar miðar eru uppseldir á vinsæl- ar leiksýningar, þá stendur orðið UPP- SELT í auglýsingunum. Flest allar 10 þús. kr. ferðimar hjá Go em uppseldar, eins og Jón segir sjálfur í grein sinni. Samt heldur hann áfi'am að auglýsa þær á fullu án þess að benda á að þær séu ófáanlegar. Á mæltu máli heitir þetta að hafa fólk að fífl- um. Talsmenn Go em tvísaga um lægstu far- gjöldin og fjölda þeirra. I grein sinni segir Jón að um 4.000 Bretar hafi bókað far hingað á lægsta fargjaldinu sem býðst frá London, sem hann segir vera 120 pund, eða um 14.000 kr. Einnig segir hann að rúm- lega 700 íslendingar hafi fengið far- gjöld hjá Go á 10 þús. kr. og að þau séu flest öll uppseld. Á blaðamannafundi Go þann 18. apríl sl. sagði David Magliano sölu- stjóri Go hins vegar, skv. frétt Morg- unblaðsins, að Islendingum mundi Flug Talsmenn Go eru tvísaga um lægstu fargjöldin, segir Tómas Jónsson, og fjölda þeirra. bjóðast flugmiði til London á 10 þús- und krónur báðar leiðir með sköttum og að um helmingur allra sæta yrði seldur á þessu verði. En nú era 10 þús. kr. ferðirnar sagðar nær uppseídar og samt hafa aðeins rúmlega 700 manns keypt þær. Samkvæmt því hefur helmingur flug- sætanna þá aldrei staðið til boða á 10 þús. kr. heldur innan við 10% þeirra. Þessi sérkennilegu vinnubrögð Go era nú komin til meðferðar hjá Sam- keppnisstofnun, eins og sjá mátti í frétt í DV. Þar komast talsmenn Go væntanlega ekki upp með að snúa út úr málunum. Höfundur er iþrdttanuddari. Tómas Jónsson FEGURSTA BORG HEIMS! $jó de Jantiro Verð frá kr. 99.800. - Sumarauki 15.-23. október. RÍÓ-SALAN Á ENDASPRETTI-TRYGGÐU FARIÐ NÚNA Fólk áttar sig á hinum frábæru kjörum í Ríóferðinni 15. okt. 2000. Nú eru aðeins um 100 sæti til ráðstöfunar. Gististaðurinn MIRAMAR er uppseldur og margir hafa tryggt sér gistingu á dýrari hótelunum, Río Othon Palace og Sofitel Río Palace, en þar stendur aðeins tak- markað magn herbergja til boða. Erfitt verður eða úti- lokað að útvega gistingu, þegar nær dregur brottför, vegna mikillar eftirspurnar á þeim tíma. VIÐBÓTARGISTING Á FRÁBÆRUM KJÖRUM! Tekist hefur að útvega ágæta gistingu til viðbótar fyrir BRASILÍUFARANA okkar og á lægsta verði á eftirtöld- um hótelum: COPA SUL HOTEL ★★★ Með hálfufieði án aukagjalds Stendur við Copacabana stræti no. 1284 í annarri húsröð, um 100 m frá stöndinni og skáhallt milli Miramar hótelsins og Río Palace. Aðeins 87 herbergi, öll með loftkælingu, sjónvarpi, síma, minibar og öryggishólfi. Bæði morgunverður og kvöld- verður innifalinn í lægsta verði ferðarinnar, hreinlegt, einfalt en vistlegt. Sama verð og Miramar en með fæðinu inniföldu. Kr. 99.800 í tvíb. ATLANTIS COPACABANA HOTEL ★★★+ Með morgutwerði Mjög skemmtileg staðsetning við Rua Bolhoes de Caravalho no. 61, Copacabana, í þriðju húsaröð frá Copacabana strönd- inni, en rétt við Arpoador ströndina og sjálfa IPANEMA. Nálægðin við allar þessar strendur veldur miklu um vinsældir þessa hótels, sem býður persónulega þjónustu, 87 vistleg her- bergi með sturtu, minibar, sjónvarpi, síma, veitingasal, sauna, lítilli sundlaug og sólbaðsverönd á þaki hótelsins með útsýni til allra átta. Um 400 m frá Río Palace hótelinu Góður kostur á lægsta verði, sama og Miramar. Kr. 99.800 í tvíb. MIRAMAR PALACE HOTEL ★★★+ Með morgunverði Við strandgötuna, Av. Atlantica 3668. Rúmgóð, vistleg her- bergi með loftkælingu, sjónvarpi, síma, ísskáp og öryggishólfi. 140 herb. á 16 hæðum. Uppselt. (55 herb.) RÍO CALIFORNIA OTHON CLASSIC ★★★★ Með morgunverði Snýr beint að Copacabana ströndinni á Avenida Atlantica 2616. Vistleg herbergi, innréttuð í klassískum stíl eins og hótelið allt, samt. aðeins 112 herbergi og persónuleg þjónusta. Tilvalið fyrir þá, sem heldur kjósa rólegt umhverfi fremur en margmenni. Oll herbergi með loftkælingu, minibar, síma, sjónvarpi og öryggishólfi. Um 300 m frá Río Othon Palace hótelinu í sömu húsaröð við strandgötuna. Sama verð og Othon Palace. Kr. 113.800 í tvíb. RÍO OTHON PALACE HOTEL ★★★★ Með morgunverði Stendur við miðja strandgötuna. Stærsta hótel Ríó með 560 herbergi á 30 hæðum, sundlaug og sólbaðssvæði á efstu hæð, líkamsrækt, sauna, nudd- og snyrtistofu. Öll herbergi með loftkælingu, minibar, sjónvarpi, síma með skilaboðahólfi. Nokkrir veitingasalir og barir. Öryggishólf. Góður kostur á góðum kjörum. RÍO PALACE SOFITEL HOTEL ★★★★★ Með morgunverði Þekktasta lúxushótel Ríó, nú allt nýuppgert, með 418 herbergi á 8 hæðum, 2 sundlaugar, frægir barir og matstaðir. Öll her- bergi með loftkælingu, síma, sjónvarpi, minibar og öryggis- hólfi. Gisting í „superior" herbergjum á kr. 122.800,- á mann í tvíbýli. De Luxe herbergi eru með svölum og útsýni á strönd- ina, gegn aukagjaldi. ATH. Ofangreint verðfiramlengt til mánaðamóta. Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK Fyrir frábærar ferðir PÖNTUNARSÍMI 562 0400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.