Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 64
Drögum í dag HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA (SLANDS vænlegast til vinnings Heimavörn Sími: 580 7000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Rannsókn á gögnum Barnahúss um kyn- ferðisbrotamái 20 prósent " gerenda undir 18 ára aldri UM 20% gerenda í kynferðisbrota- málum, sem upp komu á tímabilinu frá nóvember 1998 til desember 1999, samkvæmt gögnum Barna- húss, voru undir átján ára aldri. Þetta kemur fram í rannsókn Bryndísar Óskar Gestsdóttur, nema í félagsráðgjöf, sem hún ^^ann í Barnahúsi. Bryndís fór yflr skýrslur og gögn sem borist höfðu í Barnahús á umræddu tímabili og var mark- mið rannsóknarinnar að kanna í hvaða mæli barnaverndarnefndir sinntu ungum gerendum í kynferð- isbrotamálum. Engin úrræði í málum þrettán gerenda Kannaði Bryndís hvaða úrræða barnaverndarnefndir hefðu gripið til gagnvart gerendunum og kom í —"Ujós að ekki var gripið til neinna úr- ræða í þrettán tilvikum af 26 sem upplýsingar bárust um. A umræddu tímabili fékk Barna- hús vitneskju um 29 gerendur und- ir átján ára aldri, þar af 28 drengi og eina stúlku, að sögn Bryndísar. Komu ungir gerendur þannig við sögu í 20% kynferðisbrotamála sem komu til Barnahúss. Gerendur í þessum málum voru yfirleitt á unglingsaldri og var meðalaldur þeirra 12 ár en meðalaldur þolenda var rúmlega 7 ár. Bryndís segir að þessi hlutföll séu sambærileg við niðurstöður úr rannsóknum sem gerðar hafa verið erlendis í málum af þessu tagi. Einnig kom í ljós að aðeins einn gerendanna þekkti ekki þolanda brotsins. I átján til- vikum var um vini eða kunningja að ræða, flmm systkini og fjóra frændur. Morgunblaðið/Margrét Elva Bjargsig í fullum gangi í Grímsey BJARGSIG er komið í fullan gang í Grímsey og hefur ur I. Bjarnason sem sígur, en honum til aðstoðar talsvert verið tínt af svartfuglseggjum. Skegglan (rit- voru Guðmann Jóhannsson og Guðmundur Finnur an) er enn ekki farin að verpa en senn líður að því að Guðmundsson. Mikið af eggjunum senda eyjaskeggj- menn geti farið að tína skegglueggin. Það er Sigurð- ar vinum og vandamönnum, en hluti fer í verslanir. Hæstiréttur skipar gerðardóm í máli Grundar og ráðuneytis Gæti orðið að próf- máli fyrir stofnanir Seint gripið inn í atburðarás Bryndís sagði að það væri slá- andi hversu seint virtist vera grip- ið inn í þegar svona mál kæmu upp, sérstaklega ef börnin væru ung þegar þau fremdu brotin. Erlendar rannsóknir sýndu að því fyrr sem gripið væri inn í, því meiri líkur væru á að hægt væri að breyta þessari hegðun. Það væri aftur á móti erflðara eftir að gerendur væru komnir á unglingsaldur. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á málþingi Barna- heilla á föstudag, þar sem fjallað verður um meðferð barna sem fremja kynferðisbrot. HÆSTIRÉTTUR hefur skipað í gerðardóm í ágreiningsmáli öldrun- ar- og hjúkrunarheimilisins Grund- ar annars vegar og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins hins vegar, samkvæmt upplýsingum Símonar Sigvaldasonar, skrifstofu- stjóra Hæstaréttar. Málið snýst um greiðslu á daggjöldum til Grundar, en stjórnendur Grundar telja núver- andi daggjaldagreiðslur vera of lág- ar og hafa viijað semja við ráðuneyt- ið um hærri greiðslur, en ráðuneytið hefur ekki samþykkt það. „Ég lít svo á að með þessu hafi ég fengið viðurkenningu á því að ég hafl samningsrétt gagnvart ráðu- neytinu í þessu máii, en ráðuneytið hefur ekki viljað viðurkenna það,“ sagði Júlíus Rafnsson, fram- kvæmdastjóri Grundar. „Nú er búið að viðurkenna að ákvæði í 39. gr. laga um almannatryggingar, sem segir að ef samkomulag næst ekki milli aðila skuli skipað í gerðardóm til að leysa úr ágreiningi, sé í gildi.“ Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, sagði í Morgunblað- inu 10. maí sl., að bréf Grundar til Hæstaréttar væri á misskilningi byggt. Það væri skoðun lögfræðinga ráðuneytisins að ákvæðið um gerð- ardóm í lögunum ætti eingöngu við um þá þætti í almannatryggingalög- unum þar sem Tryggingastofnun ríkisins semdi um ákveðið gjald. í þessum málaflokki væri ákvörðunin um gjald hinsvegar í höndum ráð- herra og að honum bæri að úr- skurða um upphæð daggjaldanna. Skoðun lögfræðinga ráðuneytisins óbreytt Guðríður Þorsteinsdóttir, skrif- stofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagði að skoðun lögfræðinga ráðu- neytisins væri óbreytt, þ.e. að þeir teldu að gerðardómur væri ekki bær til þess að taka ákvörðun um dag- gjöld, sú ákvörðun væri alfarið heil- brigðisráðherra. „Það felst ekki í þessu af hálfu Hæstaréttar nein skoðun á því, eða nein afstaða til þess, hvort þessi gerðardómur sé bær til þess að taka ákvörðun um daggjöld. Þarna er bara tilnefnt samkvæmt beiðni Grundar," sagði Guðríður. „Gerðardómurinn hlýtur að byrja á því að fjalla um það hvort hann sé bær til þess að taka þessa ákvörðun og ef niðurstaðan verður sú að hann sé ekki bær til þess vísar hann mál- inu væntanlega frá. Við munum koma okkar athugasemdum til gerð- ardómsins og gera ki-öfu til þess að málinu verði vísað frá. Ef gerðardómurinn telur sig bær- an til að fjalla um málið mun hann væntanlega úrskurða um daggjöld- in, en ég á ekki von á að það breyti afstöðu ráðuneytisins." Látið reyna á úrskurðinn fyrir dómstólum „Ef við teljum að gerðardómurinn sé ekki bær og hann kveður samt upp úrskurð kemur ráðuneytið til með að þurfa að taka afstöðu til þess, þegar þar að kemur, en svo gæti farið að látið yrði reyna á gildi úrskurðarins fyrir dómstólum. Ljóst er að ef þetta mál fer fyrir dómstóla verður um prófmál fyrir daggjaldastofnanirnar að ræða, þannig að ef dómstólar staðfesta niðurstöðu gerðardómsins hefur það fordæmisgildi fyrir aðrar daggjaldastofnanir.“ Þrír menn eiga sæti í gerðar- dómnum og eru tveir þeirra skipaðir af Hæstarétti, þar sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið skipaði ekki fulltrúa. ÞITT FE Maestro HVAR SEM 1 ÞÚ ERT Foreldrar féllu unnvörp- um á bílprófi FORELDRAR, sem hafa feng- ið að taka skriflegt bílpróf hjá Ökuskólanum ehf., hafa ekki staðið sig sem ætla mætti. Helga Sigrún Harðardóttir, skólastjóri Ökuskólans, segist hafa boðið foreldrum að koma í skólann og þreyta prófið í fyrra. Hún lagði hálft próf fyrir foreldrana og til að gera langa sögu stutta tóku yfir 300 manns prófið og enginn náði. Prófið var 15 spumingar; mest var hægt að fá 45 atriði rétt og til að falla ekki varð að hafa 43 eða fleiri rétt. Sá hluti prófsins sem foreldr- amir tóku fjallaði um umferð- armerki. „Það ber að taka fram að varla er hægt að tala um marktæka útkomu, þar sem enginn undirbúningur átti sér stað. Við notuðum ekki sama próf og notað er í sjálfu prófinu, heldur æfingaverkefni sem Ökukennarafélagið hannaði til að vera sem líkast prófunum," segir Helga Sigrún. Helga segir fólk almennt ekki hafa tekið niðurstöðunum illa. „En sumir vom svolítið hissa, því er ekki að neita.“ Fyrirtæki um tann- fyllingar á Akur- eyri? EGILL Jónsson tannlæknir á Ak- ureyri hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni Nýsköpunarsjóðs. Verðlaunin hlaut Egill fyrir ný- stárlega viðskiptahugmynd um framleiðslu staðlaðra postulíns- fyllinga sem komið geta í stað hefðbundinna plast- og silfurfyll- inga. „Ég nálgast í raun tannviðgerð- ir frá alveg nýju sjónarhomi; í stað þess að fylla í holur snýst hugmyndin um það að búa bein- línis til holur fyrir staðlaðar fjöldaframleiddar fyllingar, en til þess þarf sérstakt tæki sem verið er að vinna að,“ sagði Egill. „Með slikri fjöldafrainleiðslu væri hægt að lækka kostnað verulega en eins og er þarf að sérsmíða fyllingu í hverja tönn. í viðskiptaáætlun er gert ráð fyrir 3% markaðshlutdeild, sem ég tel varlega áætlað, og gangi hún eftir gæti þessi viðskiptahugmynd skilað miklum hagnaði í framtið- inni og skapað mörg ný störf á Akureyri. Postulínsfyllingarnar eru léttar í flutningum og því myndi henta mjög vel að selja þær á Netinu, sem myndi skapa fjölda starfa við að taka við pöntunum hér fyrir norðan,“ sagði Egill. ■ Postulínsfyllingar/21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.