Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Olíufélagið með 31% hlut í Fiskiðjusamlagi Husavfkur Stefna að góðu samstarfí við bæjarfélagið í FLÖGGUNARTILKYNNINGU sem borist hefur Verðbréfaþingi seg- ir að Olíufélagið eigi orðið beint og óbeint 31,67% hlut í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Eins og fram hefur komið keypti Ker ehf., eignarhaldsfélag Olíufé- lagsins hf., alla hluti í Jökulvík ehf. af Ljósuvík hf., en eina eign Jökulvíkur er tæplega 21% eignarhlutur í Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur. Ker hefur einnig keypt 3,2% hlut í Fiskiðjusam- laginu og fyrir á Olíufélagið 7,49% hlut. Hluthafafundur verður haldinn í Fiskiðjusamlaginu á næstu dögum. Aðspurður um hvað gerist þar segir Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins, að ljóst sé að stjórnarskipti verði og Olíufélagið nái meirihluta í nýrri stjórn. „Við munum reyna að vinna þessi mál í góðu samstarfi við bæjarfélagið sem áfram mun eiga að- ild að stjóm félagsins. Verkefni ný- kjörinnar stjórnar verður að ráða forstjóra og halda síðan áfram rekstri félagsins. Félagið hefur skil- að góðum hagnaði eins og milliupp- gjör hafa sýnt þrátt fyrir lægð í rækjuvinnslu,“ segir Geir. Fram að sölu Ljósavíkur á sínum hlut í Fiskiðjusamlaginu höfðu bæj- ai-stjóm Húsavíkur og Ljósavík ver- ið í meirihlutasamstarfi í stjórn fé- lagsins. „Olíufélagið stóð fyrir utan þetta samstarf. Bæjarfélagið átti forkaupsrétt að hlutum Jökulvíkur og við tjáðum eigendum Ljósavíkur frá áhuga okkar að kaupa þá hluti ef ekki kæmi til að bærinn myndi nýta þann rétt,“ segir Geir. Um ástæður þess að Ker keypti aukinn hlut í Fiskiðjusamlaginu seg- ir hann að þarna hafi boðist tækifæri til að brjóta reksturinn upp og breyta með arðsemissjónarmið í huga. Hækkuð ávöxtunarkrafa hefur neikvæð áhrif á afkomu bankanna Máli skiptir hvernig húsbréfín eru færð í bókhaldi HÆKKANDI ávöxtunarkrafa hús- bréfa hefur neikvæð áhrif á afkomu bankanna, en þeir bankastjórnendur sem Morgunblaðið hafði samband við vora ekki fúsir til að tjá sig um hvaða áhrif hækkunin hefði á af- komu bankanna. Húsbréfaeign bankanna er annars vegar færð í svonefnda veltubók, sem gerð er upp á markaðsvirði, og hins vegar í fjárfestingarbók. Inn í veltubók era færðar skammtímafjár- festingar bankanna í verðbréfum, þ.e. þau verðbréf sem þeir kaupa og selja innan árs. Sá hluti verðbréfa- eignar bankanna sem era langtíma- eignir era hins vegar færðar í fjár- festingarbókina. Með hækkun á ávöxtunarkröfu húsbréfa hefur markaðsvirði þeirra eigna sem færð- ar era í veltubók því lækkað. Ljóst er Biöndunartæki Rafeindastýrt, snertifrítt blöndunartæki. Hentar sérlega vel fyrir matvælaiðnað, læknastofur, veitingastaði o.fl. Einnig fyrir heimili. Geberit - Svissnesk gæði ■HWThEbTTTVHÍ Tcnsi Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Simi: 5641088 • Fax: 564 1089 • tengi.is því að hækkandi ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur neikvæð áhrif á af- komu bankanna. Ekki fengust upplýsingar hjá bönkunum um skiptingu eigna þeirra milli hinna tveggja bóka og ekki heldur hve mikið af húsbréfum þeir eiga nú. Fram kom í samtölum sem Morgunblaðið átti við banka- stjórnendur að mjög strangar reglm- gildi um upplýsingagjöf fyrirtækja á Verðbréfaþingi íslands og að bönk- unum sé ekki heimilt að birta tölur um hluta af rekstri milli uppgjöra. Þó kom fram í viðtölum að sumir þeirra að minnsta kosti hafa bragðist við með því að færa meira af skulda- bréfaeignum í fjárfestingarbók. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Islands var húsbréfa- eign innlánsstofnana 28,7 milljarðar króna á síðustu áramótum en hún var komin í 32,5 milljarða í lok apríl síðastliðinn. 0) Nettoa^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Herseta ísraelshers í Líbanon hófst með innrás árið 1978 Varð sífellt óvinsælli í Israel Reuters Fylgismenn Hizbollah hafa lagt hald á brynvagn sem SLA-liðar hafa skilið eftir í S-Líbanon. Fólkið fagnar ákaft og veifar fána samtakanna. Hernaðarumsvif Israela í Suður-Líbanon voru upphaflega afleiðing af átökum þeirra við PLO fyrir meira en tuttugu árum. MEÐ ákvörðun sinni um að draga ísraelska herinn frá Líbanon, bindur Ehud Barak, forsætisráðherra ísr- aels, enda á áratugalanga hersetu ísraela í landinu og uppfyllh' kosn- ingaloforð sitt frá því á síðasta ári. Hersetan hefur með árunum sífellt prðið óvinsælli meðal almennings í ísrael, eftir því sem fleiri synir þjóð- arinnar hafa snúið heim frá Líbanon í líkpokum. Ríkisstjómin hefur einnig sannfærst um að eina leiðin til að stöðva flugskeytaárásir Hizbollah- skæraliða á þorp og bæi í norðurhluta ísraels sé að draga herliðið til baka. Árásir PLO leiddu til innrásar Meðal þess sem styrjaldir ísraela við ai'abaríkin 1948 og 1967 höfðu í för með sér var að u.þ.b. tvær milljón- ir Palestínumanna urðu landflótta og settust að í nágrannaríkjunum, þ.á m. í Líbanon. Hinn mikli fjöldi flótta- manna varð til þess að breyta póli- tísku landslagi í Líbanon og raska viðkvæmu jafnvægi milli ólíkra sam- félags- og trúarhópa þar. Afleiðingin varð langvinnt borgarstríð sem lauk ekki formlega fyrr en árið 1991 og er reyndar að sumra mati ekki að fullu lokið enn. Stöðugar árásir liðsmanna Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO) suð- ur yfir landamærin milli Líbanons og ísraels ollu því að árið 1978 gerði ísraelsher innrás í Líbanon. ísraelar hunsuðu kröfur öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna, sbr. ályktun ráðsins nr. 425, um að draga herlið sitt tafar- laust til baka og næstu ár geisuðu mjög hörð átök í landinu. Þau náðu hámarki árið 1982 með umsátri Isr- aela um höfuðborgina Beirút. PLO hætti í kjölfarið stríðsrekstri gegn Israelum en við hlutverki hreyfingar- innar tóku ýmis önnur hryðjuverka- samtök. Fimmtán kílómetra breitt belti ísraelar lýstu því einhliða yfir árið 1985 að þeir hefðu myndað öryggis- svæði í suðurhluta Líbanons til að koma í veg fyrir árásir skæruliða á norðurhluta Israels. Síðan þá hefur herinn, ásamt bandamönnum ísraela í Líbanon, átt í stöðugum átökum við skæraliða sem kostað hafa mörg mannslíf. Öryggissvæðið myndar um 15 kflómetra breitt belti frá landa- mæram ísraels og er svæðið rúmlega 1.100 ferkflómetrar að stærð. I norð- urhluta þess eru öflug virki og neðan- jarðarbyrgi og þar hafa bandamenn ísraela annast varðstöðu. Þeir kallast Her Suður-Líbanons (SLA) og eru liðsmenn hans á bilinu 2-3.000, flestir kristnir. ísraelar hafa séð liðsmönn- um SLA fyrir þjálfun og vopnum. Þessum mönnum og fjölskyldum þeirra hefur nú verið boðið hæli í Israel en óljóst er hversu margir þeirra munu þiggja það boð. Sumir hafa gengið svo langt að kalla ákvörð- un ísraelsku ríkisstjómarinnar svik við SLA-hermennina og fjölskyldur þeirra. Eftir að PLO lét af vopnaðri bar- áttu í Líbanon urðu Hizbollah-skæru- liðasamtökin skæðasti andstæðingur ísraelshers. Hizbollah eru samtök shítamúslíma og hafa notið stuðnings bæði Sýrlands en einkum þó Irans- stjómar. A síðustu áram hefur mann- fall i röðum Israela og SLA verið mikið og það hefur vakið upp spurn- ingar meðal almennings í Israel um hvort hemámið sé réttlætanlegt. ísraelar hafa átt erfitt með að verjast skærahemaði og hnitmiðuðum árás- um Hizbollah. Óbreyttir borgarar hafa orðið fórnarlömb hefndarárása ísraela gegnum árin það hefur einnig bakað hernáminu óvinsældir, jafnt innan sem utan ísraels. Átti að vera hluti af samningi við Sýrlendinga Sigur Baraks í kosningunum síð- astliðið vor var staðfesting þess að al- menningur í Israel vildi kappkosta að koma á friði við nágranna ríkisins. Um 300.000 manns fögnuðu á kosn- inganóttina sigrinum á torgi í mið- borg Tel Aviv, þar sem Yitzhak Rab- in, fyrrverandi forsætisráðhema, var myrtur þremur og hálfu ári áður. Fólkið fagnaði undir risastóram plak- ötum af Rabin. Fyrir því þýddi sigur Baraks að friðarviðleitni Rabins yrði endurvakin. Barak sagði að hann ætlaði sér að draga herinn út úr Líbanon innan árs frá því að hann tæki við embætti. Hann kvaðst einnig vilja taka upp DÓMSTÓLL í Houston í Texas dæmdi mexíkóska fjöldamorðingjann Angel Maturino Resendiz, ,jám- brautamorðingjann“ svokallaða, til dauða í fyn-adag. Hafði hann játað á sig níu morð en var aðeins dæmdur fyrir eitt þeirra. Resendiz krafðist þess upphaflega sjálfur, að hann yrði dæmdur til dauða fyrir morðin þótt verjendur hans mótmæltu því og héldu því fram, að hann væri ekki heill á geði. Við réttarhöldin nú hélt Resendiz því hins vegar fram, að hann hefði verið blekktur til að gefa sig fram við yfir- friðarviðræður við Sýrlendinga að nýju, en þær höfðu legið niðri síðan 1994. Vitað er að Barak hefði gjaman kosið að semja við Sýrlendinga áður en hann kallaði herinn heim frá Líb- anon. Talið var að Sýrlendingar hefðu einnig áhuga á að nota áhrif sín innan Líbanon sem skiptimynt í samning- um við Israela um helsta deiluefni þjóðanna, Gólan-hæðir. Auðsótt væri fyrir sýrlensk yfir- völd að stöðva árásir Hizbollah, þar sem vopn og vistir á leið til skæralið- anna fara um flugvöllinn í Damaskus og tugir þúsunda sýrlenskra her- manna eru í Líbanon. Ekki er talið útilokað að ísraelar hefðu getað fall- ist á að skila Gólan-hæðum gegn því m.a. að Sýrlendingar tryggðu frið á landamæram ísraels til norðurs. En eftir að líkur á friðarsamningi milli ísraela og Sýrlendinga minnkuðu fjarlægðist þessi lausn. Engar form- legar samningaviðræður fara nú fram milli Sýrlendinga en óformlegar viðræður era enn sagðar í gangi. Allt stefnir hins vegar í að ísraelskur her verði á bak og burt frá Líbanon innan fárra daga án þess að Sýrlendingar komi þar nokkuð við sögu. völdin. Hefði hann verið hjá systur sinni í Mexíkó og hefði bandaríska lögreglan samið um það við hana, að hann kæmi yfir landamærin og þyrfti þá ekki að óttast dauðarefsingu. Resendiz var dæmdur fyrir að myrða lækni, Claudiu Benton, en henni var nauðgað og síðan stungin til bana rétt fyrir jól 1998. Fyrsta morð- ið framdi hann í ágúst 1997 en það var ekki fyrr en tæpum tveimur áram síðar, að það uppgötvaðist að morðin voru flest framin nálægt lestartein- um. Með lestunum flæktist Resendiz um í leit sinni að fórnarlömbum. „Járnbrautamorðingi“ dæmdur til dauða Houston. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.