Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Urgangs þríhyrningurinn MEÐHONDLUN úrgangs er mikið til um- ræðu um þessar mund- ir. Líklega viljum við flest haga málum þann- ig að úrgangurinn sem við látum frá okkur valdi sem minnstum skaða á umhverfinu, en besta leiðin til þess er ekki alltaf auðfundin. Hér verður ekki reynt að gefa óyggjandi svar við þeirri spum- ingu hvaða leið sé best, hvorld frá fjárhagslegu né umhverfislegu sjón- Stefán armiði. Engin slík al- Gislason gild svör eru til. Tilgangur þessarar greinar er aðeins sá að kynna forgangsröð sem heppilegt er að hafa í huga þegar ákvarðanir eru teknar um meðhöndlun úrgangs. Forgangsröð við meðhöndlun úrgangs er hægt að lýsa mynd- rænt með svokölluðum úrgangsþríhymingi. Þríhymingurinn er þannig byggður upp að fyrst ættu menn að skoða efsta og stærsta hluta hans. Þar er kynntur sá valkostur, sem almennt er heppilegastur frá umhverfislegu sjónarmiði. Sé þessi valkostur ekki fyrir hendi eða þegar fullnýttur færa menn sig eitt skref niður á við, eða velja með öðmm orð- um næstbesta kostinn. Að honum frá- gengnum er farið einu þrepi neðar, og þannig koll af kolli þar til enginn val- kostur er eftir nema sá lakasti sem táknaður er með neðsta og minnsta hluta þríhymingsins. Hér á eftir verður farið nokkmm orðum um einstaka hluta þríhyrn- ingsins: Lágmörkun Besta leiðin til að fást við þau vandamál sem fylgja úrgangi er að koma í veg fyrir að úrgangurinn myndist eða að draga úr magninu eins og kostur er. Slíka möguleika ætti að skoða áður en lengra er hald- ið. Umhverfisvæn hönnun vöra og framleiðsluferla er viðleitni í þessa átt. Einnig er oft ástæða til að spyija eft- irfarandi spurninga: Er varan nauðsynleg? Þarf að nota svona mikið af henni? Eru umbúðimar nauðsynlegar? I þessu sambandi er hollt að hafa í huga að allur úrg- angur hefur einhvem tímann verið keyptur fyrirpeninga. Endurnotkun Eftir að leitað hefur verið allra leiða til að draga úr magni þess úrgangs sem mynd- ast, liggur næst fyrir að reyna að endur- nota vörana eftir að hefðbundnu notkunar- skeiði hennar lýkur. End- umotkun er m.a. það þegar unnt er að nota vöra sem hrá- efni í sama framleiðsluferli án nokkurrar forvinnslu. Undir þetta fellur einnig endumotkun hluta á borð við fatnað, húsgögn, tækjabúnað o.s.frv. Sorp Besta leiðin til að fást við þau vandamál sem fylgja úrgangi, segir Stefán Gíslason, er að koma í veg fyrir að úrgangurinn myndist. Sé ekki talið mögulegt að endur- nýta vöra án forvinnslu er æskilegt að skoða möguleika á endurvinnslu áður en lengra er haldið. Umrædd vara er þá hreinsuð, brotin niður eða forann- in á annan hátt til að nýtast sem hrá- efni. I þessu sambandi ætti fyrst að kanna hvort unnt sé að endurvinna vörana á framleiðslu- eða notkunar- stað, en slíkt mætti kalla „endur- vinnslu heima“. Þannig er áhættu og kostnaði við meðhöndlun og flutninga haldið í lágmarki. Sé ekki um slíkt að ræða þarf að kanna möguleika á „enduivinnslu að heiman". Meðhöndlun Að endurvinnslu frágenginni gerir úrgangsþríhyminguiánn ráð fyrir meðhöndlun sem næsta valkosti. Meðhöndlun getur verið af efnafræði- legum, eðlisfræðilegum eða líffræði- legum toga. Þetta þrep á einkum við þegar um spilliefni er að ræða. Til- gangurinn er að eyða hættulegum efnum úr úrganginum eða að minnka rúmfang hans. Brennsla/urðun með orkunýtingu Hér er komið í lægstu þrep úr- gangsþríhymingsins í aðferðir sem ekki ætti að þurfa að beita nema við mjög takmarkaðan hluta úrgangs og þá að undangenginni vandlegri skoð- un á valkostunum ofar í þríhyrning- num. Líta má á brennslu og urðun sem neyðarúrræði, en þurfi að grípa til slíkra ráða er sjálfsagt að nýta ork- una sem í úrgangnum felst sé þess nokkur kostur. Dæmi um aðferðir af þessu tagi er sorpbrennsla þar sem varmaorkan er nýtt, svo og söfnun og nýting metangass frá urðunarstöð- Urðun/brennsla án orkunýtingar Urðun eða brennsla úrgangs án orkunýtingar er síðasti valkostur úrgangsþríhymingsins. Slíkum að- ferðum ætti aldrei að beita nema allra leiða hafi áður verið leitað til að nýta möguleikana ofar í þríhyrningnum. Þessu lægsta þrepi fylgja umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif. Nýting lands til urðunar er í raun óafturkræf, þar sem niðurbrot úrgangs í vel frá- gengnum urðunarstöðum getur tekið aldir eða jafnvel árþúsund. Þar við bætast umhverfisvandamál vegna sigvatns og lofttegunda sem berast frá urðunarstöðum. Brennslu úr- gangs fylgir loftmengun, jafnvel þótt nýtt sé fullkomnasta tækni sem bygg- ist á brennslu og eftirbrennslu við hátt hitastig. I mörgum tilvikum þarf einnig að nota eldsneyti við brennsl- una. Um leið er verið að kasta verð- mætum á glæ, því úrgangur sem fer þessa leið verður engum til gagns. Höfundur er umhverfisstjórnunar- fræðingur (MSc) og verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á íslandi. Er Eyjafjörður inn of lítill? í DEGI þriðjudag- inn 16. maí var grein sem hafði yfirskriftina Mótmæla kræklinga- eldi og þar var stjórn Fiskeldis Eyjafjarðar að lýsa áhyggjum sín- um af fyrirhuguðu kræklingaeldi í Eyja- ffrði vegna hugsan- legrar sjúkdóma- hættu. Eg undir- ritaður, sem er forsvarsmaður Is- lensks kræklings ehf., hef síðustu 2 ár verið að afla mér upplýsinga um kræklingarækt víða í heiminum og tel mig því vita eitt og annað sem varð- ar þessi mál. En ég verð að viður- kenna að ég varð bæði reiður og hissa er ég las þessa grein og skil engan veginn hvað þessum mönn- um gengur til. Ég efast ekki eina mínútu um mikilvægi þessa braut- ryðjendastarfs á Hjalteyri síðustu 13 ár en myndi gjarna vilja sjá ein- hver vísindaleg rök fyrir þessum mótmælum. Síðustu daga hef ég verið að afla mér upplýsinga um hugsanlega sjúkdóma sem kræklingurinn gæti borið í annan fisk og hef rætt við sérfræðinga hjá Hafrannsókna- stofnun og Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræðum að Keldum I þeim samtölum kom fram að það eru engir sjúkdómar þekktir sem gætu borist frá kræklingi í annan fisk. En aftur á móti er hætta á að efni sem notuð era í eldi, t.d lyf, sótthreinsiefni og fóður geti haft áhrif á lífríkið í kringum stöðv- arnar. Einnig langar mig að benda á að Hafrannsóknastofnun verður í samstarfi við íslenskan krækling ehf. á meðan þessi rækt er á til- raunastigi og stunda rannsóknir á ræktuninni, og þar sem Hafrann- sóknastofnun er einn stærsti hlut- hafi í Fiskeldi Eyjafjarðar veit ég að engin áhætta verður tekin sem gæti skaðað lúðueldið. íslenskur kræklingur ehf. mun alfarið fara eftir tillögum stofnunarinnar varð- andi staðarval fyrir ræktunina. Þar sem töluverðs misskilnings virðist gæta varðandi krækl- ingarækt langar mig að benda á eftirfar- andi: Þetta er rækt, ekki eldi, kræklingur- inn sér alfarið um fæð- uöflun sjálfur. Það er villti stofninn á hverjum stað fyrir sig sem leggur til lirf- ur til ræktunarinnar, það er ekki verið að Víðir koma með neitt nýtt á Björnsson svæðið nema tógin sem notuð eru til ræktunarinnar. Eyjafjörður er ca 350 ferkíló- metrar og er strandlengjan um 160 kílómetrar. Kræklingur lifir frá fjöruborði niður á 35 metra dýpi. Hann finnst allt frá Gjögurtá inn til Oddeyrar og að Múlanum að vest- anverðu. Könnum læsi og kennum lestur NU Á vordögum samþykkti Alþingi að fela menntamálaráð- herra að láta fara fram könnun á læsi Islend- inga. Könnunina á að gera á árunum 2000 og 2001 og skal hún taka til aldurshópanna 18- 67 ára, þ.e. fólks á vinnumarkaði, enda skal hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins við undirbúning og framkvæmd könnunar- innar. I rannsókn á duldu ólæsi meðal Dana á al- drinum 18-67 ára frá árinu 1995 kom m.a. fram að um 12% áttu í umtalsverðum lestrarerfiðleik- um og 23% til viðbótar lentu í erfið: leikum við lestur ákveðinna texta. I inngangi að skýrslu um læsi ís- lenskra barna frá 1993 er tekið fram að engar rannsóknir séu til, svo vitað sé, á læsi fullorðinna hér á landi. Mið- að við þær kannanir sem til era á stöðu barna og ungmenna hérlendis og samanburði við sömu aldurshópa hjá Dönum má gera ráð fyrir að nið- urstöður úr sambærilegri könnun gerðri hér á landi gæfu álíka niður- stöðu, að um 20 þúsund íslendingar á aldrinum 18-67 gætu átt í umtals- verðum lestrarerfiðleikum. Sú rann- sókn sem skýrslan greinir frá leiðir í ljós að 5-10% fjórtán ára unglinga eiga í veralegum erfiðleikum með að skilja fræðsluefni sem þeir lesa, auk þess sem líkur benda til að 10% til viðbótar skilji textann ekki nægilega. Upplýsingar sem Lestrarmiðstöð KHÍ hefur aflað með prófun- um á nemendum í 9. bekk grunnskóla benda til þess að um 15% nemenda séu í áhættu með tilliti tO dyslexíu og að um 10% eigi í al- varlegum erfiðleikum með lestur og/eða staf- setningu. Árangur næst með kennslu Athygli vakti fyrir Svanfríður nokkram áram þegar Jónasdóttir Iðnskólinn í Reykjavík tók upp námskeið í lestri fyrir nemendur skólans. Þau vora tekin upp í kjölfar könnunar sem gerð var á lestri og lesskilningi. Sú kennsla hefur leitt í ljós að unnt er að ná árangri með lesþjálfun þótt nemendur séu komnir af bamsaldri og rannsóknir hafa jafnframt sýnt að framhaldsskólanemar geta náð vera- legum árangri í lestri með mark- vissri þjálfun. Ætla má að sama eigi við um fullorðið fólk. í nýrri skólastefnu er stefnt að því að taka á málefnum barna með „sér- tæka lesröskun", t.d. með lesskimun og greiningu við upphaf grann- skólagöngu. Það er góður ásetningur og mun með aukinni sérkennslu og hærra hlutfalli menntaðra kennara í grannskólunum verða til þess að fleiri böm fá þjónustu við hæfi og auka þannig líkur á því að fleiri böm ljúki grannskóla betur læs. Á meðan samfélagið var lítt tækni- Olæsi Með nýrri tækni og kröfum um meiri lestur, segir Svanfríður Jónas- dóttir, og skráningu alls kyns upplýsinga detta einstaklingar út af vinnumarkaði og kom- ast ekki inn aftur. vætt og margar hendur þurfti til framleiðslunnar var það ekki jafn- alvarlegt fyrir einstaklinginn þótt hann kynni ekki að lesa eða væri treglæs. Þetta er gjörbreytt. Læsi er nú grandvallarforsenda þess að þegnarnir fái þrifist í samfélagi sem tekur öram breytingum og á vinnum- arkaði þar sem einstaklingamir þurfa sífellt að takast á við nýjar að- stæður með breyttri tækni og viður- kennt er að menntun lýkur aldrei. Hvaða möguleika á ólæs einstakling- ur á slíkum vinnumarkaði? Læsi er forsenda þátttöku Nú um aldamótin eram við að ganga inn í hið svokallaða upplýs- ingasamfélag. Það byggist á mikilvægi upplýs- inga í leik og starfi og í allri framþró- un, sem og nýtingu margvíslegrar tækni til að svo megi verða. Mikil- vægt er að fólk hafi færni til að tak- ast á við ný og fjölbreytt verkefni sem slíkum þjóðfélagsbreytingum fylgja. Forsenda þess að geta verið þátttakandi í slíkum breytingum er að geta lesið og er það mikilvægara nú en nokkra sinni fyrr. Með nýrri tækni og kröfum um meiri lestur og skráningu alls kyns upplýsinga detta einstaklingar út af vinnumarkaði, og komast ekki inn aftur, einstaklingar sem gátu tekist á við ýmis störf sem ekki kröfðust lestrar og skráningar með sama hætti og í jafnríkum mæli og á tölvuöld. Að verða læs er einn af undirstöðuþáttum mannréttinda og jafnframt er það krafa sem þjóðfé- lagið gerir til þegna sinna. Fullorðið fólk sem á við lestrar- vanda að etja hefur flest reynt að fela þessa fötlun sína. Bókaþjóðin gengur út frá því að allir séu læsir þátttak- endur. Þeir sem ekki era það era því ekkert að flíka því, sumir með alvar- legum afleiðingum. Það er því mjög mikilvægt að læsi fullorðinna íslend- inga verði kannað svo að traust vitn- eskja liggi fyrir um hve margir eiga við þennan alvarlega vanda að etja. Það þarf að opna umræðuna svo lítt eða illa læst fullorðið fólk átti sig á því að það er ekki eitt að glíma við þessar aðstæður. Við ákvarðanir um hvemig við verður bragðist ætti að líta til þess hvað hefur verið gert til að kenna fullorðnu fólki að lesa, bæði hér og annars staðar. Þetta er bæði ögrandi og mikilvægt verkefni sem menntamálayfirvöld þurfa að takast á við af metnaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Kræklingur Kræklingarækt, segir Yíðir Björnsson, er lífræn ræktun. Það má nokkuð Ijóst vera að stofninn nemur hundruðum ef ekki þúsundum tonna í firðinum. I fjörðunum (rias) í Galesíu á Spáni era ræktuð ca 200.000 tonn af kræklingi á ári (svæðið er lítið eitt stærra en Eyjafjörður) og þar hef- ur verið samfelld ræktun frá 1940. Sú ræktun skapar um 13.000.bein störf og framleiðsluverðmæti um 5 milljarðar. (heim. FAO World market for mussels 1998) I Noregi er mikill uppgangur í kræklingarækt og sem dæmi má nefna að framleiðslan á síðasta ári nam 3.210 tonnum og áforma þeir að vera komnir með 23.000 tonna framleiðslu 2003. Einnig má nefna að nálgunarmörk sem hafa verið 1000 metrar milli ræktunar og eldis er verið að fella niður þar sem rannsóknir hafa leitt í ljós að kræklingurinn hefur mjög jákvæð áhrif á lífríkið (heim.www.skjell.com) (nálgunar- mörk við Hjalteyri eru 5 km). Þar sem ég undirritaður hef enga dokt- orsgráðu í fiskifræðum langar mig til að spyrja forsvarsmenn Fiskeld- is Eyjafjarðar að eftirfarandi. 1) Hvaða (hugsanlegu) sjúkdóm- ar eru þetta sem hér um ræðir? 2) Hvaða smitleiðir hafa þessir (hugsanlegu) sjúkdómar? 3) Af hverju koma þessir(hugsan- legu) sjúkdómar upp við ræktun sem er algjörlega lífræn? 4) Hafa virkilega engar rann- sóknir verið gerðar síðustu 13 ár á sjúkdómshættu frá þeim kræklingi sem þegar er í tonnavís í kringum Hjalteyri? 5) Hvernig er sjótöku háttað í stöðinni? (grófsíað, sandsíað, út- fjólublátt ljós) 6) Hvernig er frárennslismálum frá stöðinni háttað? Kræklingarækt er ný atvinnu- grein á Islandi, hún er mjög áhættulítil, stofnkostnaður lítill, skapar mikla atvinnu, er hægt að stunda á flestum stöðum sem kræklingur vex á annað borð og hefur ekki mengunarhættu í för með sér. Ef þessi atvinnugrein á að vaxa og dafna þurfa ráðamenn að kynna sér málið vel og hætta að tuða um hvernig fór fyrir laxeldinu, þetta eru alveg óskyld mál og því virki- lega sárt að þurfa að hlusta á mis- vitra menn sem virðist ganga það eitt til að skjóta fyrst og spyrja svo. Höfundur er framkvæmdastjóri íslensks kræklings hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.