Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 37 HESTAR Gæðingakeppni og úrtaka Stefnir í met- skráning’u í kynbótadómum ÞJÁLFUN kynbótahrossa stendur með miklum blóma á fs- landi um þessar mundir. Um það vitnar mikil skráning í tvær stærstu kynbótasýningar ársins í Reykjavík og á Gaddstaðaflöt- um. Er greinilegt að mikill hug- ur er í hrossaræktarmönnum fyrir landsmótið og hitt að áróð- ur þess efnis að sem flest hross sem tamin eru komi til dóms virðist virka. í gær hófust dóm- ar í Víðidalnum í Reykjavík en þar eru um 250 hross skráð til dóms og virðist um metskrán- ingu að ræða. Upphaflega átti að dæma frá þriðjudegi til föstudags en hefur verið breytt þannig að dómstörf hófust í gær mánudag og verða dómarar að til laugadags en þá verður yfirlitssýningin sem hefst klukk- an 10. Á Gaddstaðaflötum er talan komin ylir 500 hross og kvaðst Halla Eygló Sveinsdóttir hjá Búnaðarsambandi Suðurlands gera ráð fyrir að þau gætu jafn- vel orðið 520 hross. Dómstörf hefjast á Gaddstaðaflötum næst- komandi föstudag klukkan 8:30 en yfirlitssýning verður föstu- daginn 9. júní og hefst hún klukkan 8 og mun standa yflr lungann af deginum. Halla Ey- gló kvaðst alveg eins gera ráð fyrir að færa þurfi hluta yfir- litssýningarinnar yfir á laugar- dag og mun hún þá hefjast klukkan 10. Hún taldi líklegt að á yfirlitssýninguna kæmu á milli 300 og 350 hross. Hjá Búnaðarsamtökum Vest- urlands er svipaða sögu að segja þar er allt í raun orðið fullt og sagði Guðmundur Sigurðsson ráðunautur að þeir væru komnir með biðlista. Hann gat þess að nokkuð væri um að skráð væru hross sem væru að fara á sýn- ingu í Reykjavík. Þau sem hugs- anlega næðu landsmótslágmörk- um í Reykjavík myndu falla út og þar með skapaðist pláss. Fyrirhugað væri að hefja dóm- störf mánudaginn 12. júní og stefnt að yfirlitssýningu föstu- daginn 15. júní. Vera kynni þó að færa þyrfti yfirlitssýninguna yfir á laugardaginn. Guðmundur taldi eins vel líklegt að hér yrði um metskráningu að ræða en áður hefði verið dæmt í fjóra daga auk yfirlitssýningar. Það má því segja að gróska sé í kynbótastarfinu og eins vel lík- legt að færri komist að með hross í dóm en vilja. L'erslunin AI4RKID Ármúla 40 • Símar 553 5320 / 568 8860 www.mbl.is Beygt 3 km austan viö Hveragerði Harðgerð tré og runnar ígarðaf skógrœkt og skjólbelti. Einnig úrval dekurplantna s.s. alparósir, klifurplöntur, rósir, sígrœnir dvergrunnar, fjölœr blóm og sumarblóm. J-Jráiffsfatl: w»§ - Gééar pMkrotiw Að koma við íNátthaga borgar sig. Opiö «11« dm®m feii ul m m m Sími: 483 4840 Fax: 483 4802 Netfang: natthagi@centrum.is Veffang: http://www.natthagi.is §j|jjjl Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Ormur frá Dallandi hefur gefið tóninn þótt ekki færi hann yfir níuna að þessu sinni. Ljóst er að hann og Atli Guðmundsson verða sterkir á lands- mótinu í sumar enda almennt taldir sigurkandídatar númer eitt í A- flokki að svo komnu máli. Háar tölur hjá Fáki GÆÐINGAKEPPNI Fáks hófst á laugardag þegar og A- og B-flokks gæðingar mættu til leiks ásamt knöpum sínum en um þrefalda keppni verður að ræða. Byrjað var á forkeppninni þar sem sýnt var brokk og tölt í B-flokki og skeiðinu bætt við í A-flokknum. Á morgun miðvikudag verður keppninni haldið áfram en þá mæta 20 efstu hrossin í fullnaðar- dóm þar sem fet og stökk bætist við í báða flokkana. En dómarar slógu á háar nótur á laugardag enda miklir gæðingar á ferð. Eins og reiknað var með stóð Ormur frá Dallandi efstur A-flokks gæðinga. Ormur fór sem kunnugt er yfir 9 í kynbótadómi í fyrra fyrir hæfileika og því snérist spennan lík- lega mest um það hvort Atli Guð- mundsson kæmi klárnum yfir níuna í keppninni nú. Ekki tókst það að þessu sinni en þeir hlutu 8,92 í einkunn. Þrír dómarar gáfu eink- unnir yfir 9 en tveir dómaranna fóru nokkuð lágt með Orminn sem gerði það að verkum að ekki tókst í þetta sinn að rjúfa múrinn. Næstur Ormi kom Óður frá Brún sem Auðunn Kristjánsson sýndi með 8,77 og Klakkur frá Búlandi þriðji með 8,66 en Vignir Jónasson sat hann sem fyrr. Tómas Ragnarsson er nú kominn á fulla ferð í keppnis- mennskunni á nýjan leik og reið Kjarnveigu frá Kjarnholtum í fjórða sætið með 8,62 en Sigurbjörn Bárð- arson var með næstu tvo hesta, þá Byl frá Skáney með 8,59 og Hugin frá Haga með 8,57.1 sjöunda til átt- unda sæti eru svo Ragnar Hinriks- son með stóðhest sinn Stjarna frá Dalsmynni og Sveinn Ragnarsson með annan eldri stóðhest, Brynjar frá Árgerði. Sá kunni gæðingur Kolfinnur frá Kvíarhóli er í níunda sæti með 8,49 en Þorvaldur Þor- valdsson sat hann og Vignir Jónas- son er með Lilju frá Litla-Kambi í tíunda sæti með 8,47. I B-flokki er spennan örlítið meiri á toppnum þar sem litlu munar á Valiant frá Heggstöðum sem Hafliði Halldórsson sat og Djákna frá Litla- Dunhaga sem Sigurbjöm Bárðarson sýndi. Valiant með 8,72 en Djákni með 8,69. Báðir hafa þessir hestar sigrað í B-flokki hjá Fáki og verður spennandi að sjá hvor þeirra muni hafa sigur um næstu helgi. Filma frá Reykjavík er þriðja en Magnús Arn- grímsson sýndi hana. Hún hlaut í einkunn 8,53. Svona einkunnalega séð virðist langsótt að þau geti skák- að hinum fyrrnefndu en aldrei er hægt að útiloka neitt í þessum efnum fyrirfram. Hryssan Bjarma frá Ár- bakka sem vakti nokkra athygli hjá Róbert Petersen á Reykjavíkurmót- inu á dögunum er í fjórða sæti með 8,51 ásamt Stóra-Rauð og Leó G. Arnarssyni. Einni kommu neðar er Lýður og Gylfi Gunnarsson og jafnir í sjöunda til níunda sæti með 8,47 eru Huginn frá Bæ sem Sigurður Marin- usson sýndi, Jöfur frá Hrappstöðum sem Vignir Jónasson sýndi og Gyllir frá Gillastöðum sem Sigvaldi Ægis- son sýndi. í tíunda sæti er svo Brún- hildur frá Minni-Borg sem Páll Bragi Hólmarsson sýndi með 8,46. Það vekur nokkra athygli hversu þátttakan í gæðingakeppni er Fáks er lítil að þessu sinni. Aðeins 30 voru skráðir í A-flokk og 38 í B-flokk en oft hafa verið skráðir á milli 50 og 60 í hvorn flokk. En það er í fullnaðar- dómnum á föstudag sem val hinna níu gæðinga sem mæta íýrir hönd Fáks á landsmót ræðst. Keppni yngri flokkanna verður á miðviku- dag ásamt forkeppni í tölti. Taktu þátt í póstatkvæðagreiðslu um nýjan VR og Samtaka atvinnulífsins. Atkvæðaseðilinn þarf að senda í síðasta lagi Hafðu samband við skrifstofu VR í síma 510 1700 ef þú hefur ci fengið kjörgögn send heim. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.