Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ á eina athyglisuerðustu mynd ársins Forsala á kvikmynOma The Wlillion Dollar Hotel í leikstjórn Wim Wenders or halin í Mocjabúö Skífunnar aö Laugavegi 26. II 1 1 n H D 0 LLA R Forsalan er hafin og lýkur I i'j V' i> 5 *• ' ( föstudaginn 26. maí. Nýtið ' ' . . : i rTM \ . ykkur tækifærið og tryggið V •* * L* ' 11 ykkur miða á þessa mögnuðu . : ' : ' mynd sem skartar stjörnunum Mel Gibson og Millu * Jovovich. ■r/> -v Þeir sem kaupa miða í forsölu hjá Skifunni á Laugavegi fá 20% afslátt af verði plötunnar sem inniheldur hina frábæru jJK™' „ . — ■: ■■ tónlist myndarinnar í flutningi f ^ U2 og Bono. Platan inni- VflV w heldur m.a. gæðalög á borð ^ við „The Ground Beneath wBk fc Her Feet“ og „Falling at mÍh U, . Your Feet“. MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 57 FOLKI FRETTUM Þunglyndistónlist óþörf Úr Verinu Það þykir nær öruggt að þegar Land & synir gefa út nýtt efni eiga táningsstúlkur eftir að skríkja. Birgir Örn Steinarsson hitti alla hljómsveitina í hljóðver- inu og tók forskot á Liðsmenn Lands & sona ætla ekki að vera bláir í sumar. slagarasæluna. ÍSLENDINGAR virðast vera það nýjungagjarnir að tónlistarmönnum finnst þeim vera að missa af lestinni ef þeir gefa ekki út nýja plötu á hverju ári. Til að mynda er það ekk- ert óalgengt að hljómsveitir erlendis gefi út breiðskífur á þriggja ára fresti. Smæð markaðsins hér á landi krefst þess að listamenn komi með lögin fersk úr æfingabúðunum. Það mætti stundum líkja þessu við það að slátra lambinu áður en það verður fullþroska og bera það svo fram hrátt. Það eru ekki allar íslenskar hljómsveitir sem ná að standa í slíkri framleiðslu svo vel heppnist. Von- andi eru íslendingar ekki eins fljótir að gleyma og þeir eru að gleypa við nýjum hlutum. Hálfþröngstuttskífa? Ein þeirra hljómsveita sem virðist búa yfir nægilegri sköpunargleði og hæfileikum til að svala íslenskri eft- irspum er hljómsveitin Land & syn- ir. Það er varla liðið hálft ár síðan þeir félagar gáfu út aðra breiðskífu sína, Herbergi 313, en þó er von á nýju efni með þeim félögum í sumar. „Við erum að gefa út hálfskífu, eða einskonar þröngstuttskífu,“ segir Hreimur, söngspíra hljómsveitar- innar, og á þar við fimm laga þröng- skífu sem kemur út í þriðju viku júnímánaðar. Þar af eru fjögur splunkuný lög en það fimmta er end- urhljóðblöndun af gömlu lagi. „Þetta er samstarfsverkefni Vífil- fells og Símans GSM. Platan verður á þeirra snærum og mun ekki fást í plötuverslunum," segir Njalli hljóm- borðsleikari. „Það kemur svo í ljós síðar hvernig verður hægt að nálg- ast plötuna.“ Piltarnir taka þó ekki fyrir það að eitt lagana endi á safn- plötunni „Svona er Sumarið 2000“. Hver er ástæðan fyrir þessu sam- starfi við stórfyrirtækin? „Við telj- um það okkur í hag og þeir líka. Þetta er risastórt samvinnuverkefni með mikla dreifingu í huga,“ útskýr- ir Njalli. „Henni verður dreift í 15 þúsund eintökum. Það ætti að þykja nóg.“ Það má því búast við því að 5,6% þjóðarinnar muni eignast þessa plötu. Þess má til gamans geta að gullplötusala miðast við 5000 eintök seld. Dauði hljóðveranna „Við eigum okkar eigin upptöku- græjur. Meginhluti þessarar plötu er tekinn upp í hótelíbúðum í Hvera- gerði,“ svarar Hreimur aðspurður um vinnuferlið. „Að eiga upptöku- græjumar sjálfir gerir okkur það kleift að geta gefið okkur mjög góð- an tíma til þess að vinna efnið. Við fáum mjög mikinn innblástur við það að fara út um víðan völl til þess að taka upp. Við höfum gert mikið af því, bæði hér heima og erlendis." Með tölvuvæðingu hljóðupptakna er nú allt í einu orðið mun ódýrara að koma sér upp góðri upptökuaðstöðu og virðist þróunin vera sú að hljóm- sveitir eru byrjaðar að hljóðrita lög sín í heimahúsum frekar en í hljóð- verum, sem getur sparað stórar fjár- hæðir ef rétt er að farið. „Menn not- ast nánast eingöngu við hljóðverin í dag til þess að hljóðblanda," segir Birgir trommuleikari og á þar við lokavinnsluna í upptökuferlinu. Öðruvísi umgjörð Þegar önnur breiðskífa þeirra fé- laga kom út fyrir síðustu jól var mörgum aðdáendum brugðið. Tónn sveitarinnar var mun alvarlegri en á fyrri plötunni og texamir ekki eins áhyggjulausir og áður. Hvemig skyldi framhaldið svo verða? „Við eram bara að þróast og stoppum stutt á hverjum stað,“ útskýrir Hreimur. „Lögin hafa meiri upp- sveiflu en síðast.“ Hljómsveitin segir að mikill mun- ur sé á þeim lögum sem komi út í sumar en vora á síðustu plötu. „Sumarútgáfa og haustútgáfa er tvennt ólíkt. Fyrir sumarútgáfu þarftu ekki að gefa út neina þung- lyndistónlist," segir Njalli. Landsmenn mega því búast við sumarsmellum frá Landi & sonum. „Þetta eru slagarar, öðruvísi slagar- ar,“ segir Hreimur. „Melódíumar eru grípandi en um- gjörðin er breytt," útskýrir Gunnar gítarleikari frekar. „Þetta sleikir hamstur," útskýrir Jón bassaleikari enn fremur. En ætli útgáfa á nýrri þröngskífu geti ekki dregið úr sölu breiðskíf- unnar síðustu? „I fyrra gáfum við út smáskífu ásamt Símanum sumarið eftir að fyrsta platan okkar kom út og þá jókst salan á stóru plötunni," segir Njalli. „Sú plata var rúman meðgöngutíma á sölulistum, eða um tíu mánuði. Það gæti alveg gerst núna en maður veit það náttúrlega aldrei." Ending íslenskra hljómplatna er oftast það stutt að hægt er að full- yrða fyrir útgáfu að flestar þeirra muni aldrei ná gelgjuskeiðinu. „Ending er jafnstutt og við erum fjölmenn þjóð,“ segir Hreimur. „Það eru svo örar skiptingar hérna heima því það þarf svo lítið til að metta alla þjóðina." Nu er til mikils aö vinna Fjárfestu á hlutabréfamarkaði án þess að taka áhættu FORGJOF Þú getur ekki tapað .andsbankinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.