Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ 52 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 FRÉTTIR ÍDAG Vornámskeið Grein- ingar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins HIÐ árlega vornámskeið Greining- ar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins verð- ur haldið á Grand Hótel Reykjavík 25. og 26. maí kl. 9-16 báða dagana. Vomámskeið Greiningarstöðvar hefur um árabil verið mikilvægur og fjölsóttur viðburður hjá þeim sem starfa að málefnum barna og ung- menna með þroskafrávik og er þetta -• hið fímmtánda í röðinni. í ár er yfir- skriftin: Þroska- og hegðunarírávik bama, granur - framgreining - greining. Um 300 þátttakendur af öllu landinu hafa skráð sig til þátt- töku. Á námskeiðinu verður fjallað um hvemig grunur vaknar um þroska- og hegðunarfrávik hjá börnum og kynntar helstu leiðir í því sambandi. Fjallað verður um hlutverk og að- ferðir ungbarnaeftirlits, leikskóla og skóla við að finna frávik og helstu að- ferðir sem era notaðar til framgrein- ingar. Þá verður fjallað um helstu að- ferðir við ítarlegri greiningu á nokkram tegundum frávika og á hvern hátt greining nýtist til íhlutun- ar og hafi þar með áhrif á framtíðar- horfur bamsins. Fyrirlesarar verða alls 16. Dagskráin er að fínna á heimasíðu Greiningarstöðvar www.greining.is Fundur um skólamál í Hafnarfírði FORELDRARÁÐ Hafnarfjarðar boðar almennan fund um skólamál í Hafnarfírði undir yfirskriftinni . Skólasamfélagið í Hafnarfirði - framtíðarsýn. Fundurinn er haldinn í Hafnarborg í kvöld, miðvikudags- kvöldið 24. maí kl. 20-22. Frammælendur á fundinum koma frá samtökum kennara og foreldra, en einnig frá skólaskrifstofu og menntamálaráðuneytinu. Eftir er- indi frammælenda, eða um kl. 20:45, hefjast pallborðsumræður með þátt- töku frammælenda, pólitískra full- trúa frá skólanefnd Hafnarfjarðar auk viðtækrar þátttöku fundargesta. Framsaga frammælenda er fijáls, *~en meginviðmiðin verða framtíðar- sýn í skólahald í Hafnarfirði með til- vísun til yfirskriftarinnar „Skóla- samfélagið í Hafnarfirði framtíðarsýn". Foreldraráð Hafnarfjarðar er samstarfsvettvangur foreldrafélaga og foreldraráða grunnskóla Hafnar- fjarðar og FABS. Góður árangur í einkaflug- mannsprófum NEMENDUR Flugskólans Flugsýnar náðu mjög góðum ✓ árangri í bóklegum einkaflug- mannsprófum Flugmálastjórnar nú í vor_ að mati forsvarsmanna skól- ans. í fréttatilkynningu frá Flugsýn segir að nemendur hafí nú náð 82% árangri, sem sé 10 prósentustigum hærra en í prófum sem tekin vora í janúar. „Flugskólinn Flugsýn kennir til svokallaðs JAR-prófs (Joint Aviat- ion Requirements) og er því kennt eftir stöðlum JAA (Joint Aviation Authorities). Efnistök JAA-efnisins era mun viðameiri en kennt hefur verið hér á landi undanfarin ár, ásamt því sem gerðar era meiri kröfur til kunnáttu nemenda. Lágmarksein- v kunn er 75 stig af 100 og má því sjá að farið er fram á mikla kunnáttu í efninu. Þeir sem taka JAR-próf era með fullgild skírteini í þeim löndum sem era JAA-lönd (nú 26 Evrópu- lönd) og geta því haldið áfram flugnámi sínu í hverju þeirra," segir m.a. í fréttatilkynningu Flugsýnar. Áhyggjur FAAS vegna ^ skorts á starfsfólki AÐALFUNDUR FAAS, Félags aðstandenda Alzheimerssjúklinga samþykkti nýverið ályktun um skort á starfsfólki. „í ljósi þeirra staðreynda sem við blasa vegna skorts á starfsfólki 'íá öldrunarstofnunum, vill FAAS vekja athygli á því hættuástandi sem getur skapast á deildum sem eru illa mannaðar. Minnissjúkir geta ekki borið hönd yfir höfuð sér og er því viðkvæmur hópur sem getur orðið illa úti vegna lélegrar umönnunar. Skorar FAAS á heil- brigðisyfirvöld að skoða eindregið hvað hægt sé að gera til að laða að fleira fólk til starfa á öldrunar- deildum.“ Stjórn FAAS undirstrikar þá sérstöðu minnissjúkra sem sjúk- dómurinn setur þá í. Hjúkrunar- þyngd á einingum minnissjúkra er mikil og veldur miklu andlegu álagi hjá starfsfólkinu. Vaxandi skortur á fólki til að annast þennan viðkvæma þjóðfélagshóp þarfnast úrlausnar þegar í stað. Ferða- kynning FI FERÐAFÉLAG íslands gengst fyrir ferðakynningu í F.í.-salnum miðvikudaginn 24. maí kl. 20:30. Kynntar verða ferðir á Hvanna- dalshnúk, um Kjalveg hinn forna og um þjóðlendumörk í Gnúpverja- hreppi. Allar þessar ferðir eru á dagskrá F.í. sumarið 2000 og sum- ar reyndar þegar fullbókaðar. Á ferðakynningu verður leiðunum lýst í máli og myndum og farar- stjórar verða til reiðu til að svara spurningum fróðleiksfúsra. Allir eru velkomnir og sumar- áætlun F.í. liggur frammi til kynn- ingar. Enginn aðgangseyrir. Kynning í fó- lagsheimilun- um Gjábakka og Gullsmára VETRARSTARFSEMI í félags- heimilunum Gullsmára og Gjá- bakka í Kópavogi hefur verið afar fjöjbreytt í vetur. í dag, miðvikudaginn 24. maí, verður kynning á starfi félags- heimilisins Gullsmára og hefst kynningin klukkan 14 með því að kór Lindaskóla syngur nokkur lög undir stjórn Hólmfríðar Bjarna- dóttur. Áð því loknu verður starf- semin kynnt og Félag eldri borg- ara í Kópavogi kynnir sína sumarstarfsemi. Þá ætla félagar í Bókmenntaklúbbi Hana-nú að flytja ljóðadagskrá eftir Böðvar Guðlaugsson. Á morgun, fimmtudaginn 25. maí, verður kynning í Gjábakka og hefst hún einnig klukkan 14. Þar verður kynnt sumarstarfsemi Gjá- bakka og einnig starfsemi Félags eldri borgara í Kópavogi og Hana- nú hópsins. Kaffiveitingar verða í báðum fé- lagsheimilunum. Fólk á öllum aldri velkomið. ■ AÐALFUNDUR Hollvinafélags námsbrautar í hjúkrunarfræði verður haldinn fimmtudaginn 25. maí og hefst kl. 16.15. Fundarstaður er Eirberg, Eiríksgötu 34 í Reykja- vík. VELVAKAMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Of dýrt í Fjöl- skyldugarðinn? FYRIR stuttu var Fjöl- skyldu- og húsdýragarður- inn opnaður á ný og hafði þá verðið verið hækkað og lagt á aukagjald á hverja ferð í torfærubílana (100 kr.) sem veldur okkur mikl- um óþægindum því þetta er mest spennandi af tækjun- um í garðinum og jafnframt veldur þetta óþægindum hjá fólki sem hefur minni peninga á milli handanna og er það að sjálfsögðu ekki sanngjarnt að þetta bitni á þeim krökkum. Skorum við því á stjómendur garðsins eða þá sem hafa með þetta mál að gera að lækka gjald- ið eða jafnvel leggja það af. Við komum í garðinn fyr- ir stuttu og vorum búnir að kynna okkur á heimasíð- unni hjá Fjölskyldugarðin- um að árskortið fyrir 6-12 ára kosti 2.000 kr. og íyrir 12 og eldri 3.000 kr. En þegar við komum í garðinn þá kostar 6.500 kr. í ein- hvern vinaklúbb sem við viljum ekki vera í, en ef fjöl- skylda okkar er áskrifandi að Stöð 2 (í M12) þá kostar árskortið 5.000 kr., en samt sem áður þarf að borga 100 kr. í hvert skipti í torfæru- bílana. Svo þarf að athuga í þessu máli að ekki eru allir áskrifendur að Stöð 2. Við mótmælum þessu verði, því það eru ekki allir sem vilja eða geta borgað svona mik- ið og við sem búum í hverf- inu höfum notað garðinn mikið allan ársins hring, en mest á sumrin. Einar Hallsson, kt. 250587-2369, Fannar Þór Friðgeirsson, kt. 030687-2569, Klemenz Kr. Traustason, kt. 300187-2509, Logi Höskuldsson, kt. 30587-2759 Ábending til umsjón- armanna Formúlu 1 LILJA hafði samband við Velvakanda og langaði að koma með ábendingu til umsjónarmanna Formúlu 1 kappakstursins í Ríkis- sjónvarpinu. Mig langar að biðja þá að vera ekki svona hlutdrægir á önnur lið en Ferrari. Það skín alveg út úr lýsingunni að þeir halda eingöngu með Ferrari-lið- inu. Þeir þurfa að sýna öðr- um áhorfendum þá virð- ingu að vera hlutlausir. Einu liðinu er alltaf hamp- að meira en öðrum. Þakkir vegna greinar í Lesbók Morgun- blaðsins LAUGARDAGINN 13. maí sl. birtist í Lesbók Morgunblaðsins grein sem heitir: Eins konar föður- land í mínum huga eftir Nikolajn Simonov, um tengsl Island og Rússlands. Þessi grein er alveg frábær og ég vildi óska að sem flestir læsu hana. Mig lang- ar að þakka Morgunblað- inu fyrir þessa grein. Rósa Snorra. Tapad/fundið Þríkross tapaðist LAUGARDAGINN 13. mai sl. hittumst við nokkr- ar skólasystur á Hótel Barbró á Akranesi. Þarna áttum við einstaklega nota- lega samverustund við góða þjónustu og góðan mat, en ég varð fyrir þvi óhappi í lokin að týna þríkrossinum mínum. Ef svo ólíklega vildi til að einhver hefði fundið hann þá yrði ég mjög þakk- lát Ég heiti María og er í síma 566-6337. Lítið tvíhjól í óskilum LÍTIÐ tvihjól með hjálpar- dekkjum er í óskilum í Grafarvogi. Upplýsingar í síma 586-1674. Dýrahald Norskir skógarkettl- ingar fást gefins ÞRÍR átta vikna einstak- lega fallegir kettlingar fást gefins á góð heimili. Kettl- ingarnir eru af norsku skógarkyni. Upplýsingar í síma 553-4900 eftir kl. 13 á daginn. Persnesk læða hvarf að heiman GÖMUL persnesk læða, brúnbröndótt, hvarf að heiman frá sér að Fléttu- rima. Hún fer aldrei út úr húsi. Hún er nýflutt frá Framnesvegi að Fléttu- rima. Það er haldið að hún hafi sést í Smáíbúðahverf- inu, svo það gæti verið að hún væri að reyna að fara út á Framnesveg. Ef ein- hver hefur orðið var við hana vinsamlegast hringið í síma 587-0766 eða 699- 2728. SKÁK llmsjón Helgi Áss Grétarsson í MEÐFYLGJANDI stöðu hafði ísraelski stór- meistarinn Emil Su- svarta kóngsstaðan er í rjúkandi rúst. 27.RÍ6+ Kh8 28.Rxe4! fxe4 29.DÍ6+ Kg8 30.Bc4! Hc3 31.Rxd8+ og svartur gafst upp enda óverjandi mát í tveimur leikjum. tovsky (2597) hvítt gegn rússneska/ þýska stórmeistaran- um Rustem Dautov (2602) á minningar- móti Borowski sem lauk fyrir stuttu síð- an í Éssen í Þýska- landi. 25.Hxc5! bxc5 25...Bxc5 hefði einnig verið slæmt sökum 26.Dxh6. 26.Rxe6 Be4 Erfitt er að benda á miklu betri varnarleiki þar sem COSPER Nú hefur þú eitthvað alvarlegt á samviskunni, góði minn. Víkverji skrifar... NYVERIÐ lagði Víkveiji leið sína í Graságarðinn í Laugardal í Reykjavík. Þetta er merkilegur garð- ur með fjölda jurtategunda af öllum ættum og tegundum og þeir sem á annað borð hafa gaman af plöntum og áhuga á ræktun una sér þarna trú- lega vel og lengi og leggja leið sína þangað oft. En það er líka gaman fyrir okkur hin, sem eram ekki með sérlega græna fingur, að ganga um garðinn og anda að sér vorilminum, moldar- og blómalykt og fallegar jurtír gleðja augað. Um síðustu helgi var þama múgur og margmenni, flestir að vísu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í til- efni aftnælis, en slangur af fólki naut þess að skoða vöxt og viðgang í jurta- lífinu. Ótrúlegur fjöldi plantna er í Grasagarðinum frá öllum heimshom- um og hefur Víkveiji einhvem pata af því að forráðamenn garðsins hafí ver- ið sérlega duglegir við fræsöfnun hér og þar, skipst á fræjum við aðra garða og ræktunarmenn úti í heimi og stundum komist sjálfir utan til að skoða flórana í öðram löndum. Allt er þetta skilmerkilega tilgreint á spjöldum við hverja plöntu. Þar koma fram íslenskt heiti og latneskt, hverrar ættar plantan er, hvaðan hún er og jafnvel eitthvað fleira. En sá galli er þó á gjöf Njarðar að letrið á þessum spjöldum er alltof smátt. Þau era að vísu nokkum veginn auðlæs þegar staðið er nálægt, þ.e. þau sem era næst gangstígunum, en ef beðið er mjög breitt eða djúpt sér aðeins sá með amaraugu hvað þar stendur. Varla yrði vinsælt að stjákla inní beð- in til að geta lesið á spjöldin en vegna þess ama missa menn af ákveðnum fróðleik. Víkveiji viðurkennir að hann sér svosem ekki alltof vel frá sér en jafnvel með gleraugun uppi við gengur það ekki í þessu tilviki og það hlýtur að vera svo um fleiri. Það ætti að vera næsta auðvelt að kippa þessu í lag. Og bæta má við að þessi hvim- leiði galli er oft uppi á málverkasýn- ingum. Sýningargestir þurfa helst að standa ofan í málverkinu til að sjá heiti þess og aðrar upplýsingar. XXX A AFRAM skal haldið með nöldrið, þetta verður nefnOega að mOdu leyti nöldurhom í dag. í Borgarleik- húsinu er nú sýndur ótt og títt söng- leikurinn Kysstu mig Kata fyrir fullu húsi. Víkverji lagði leið sína þangað um síðustu helgi og skemmti sér ágætlega þótt ekki sé stykkið merki- legt. En sýningin er lífleg og sömu- leiðis sviðsetningin og búningar og leikarar standa sig með prýði. En hverjir vora þeir? Þeir era nefnilega margir ungir og kannski minna þekktir en gömlu refimir sem flestir þekkja eftir margan leiksigurinn. Eftir slíkum upplýsingum leita menn í leikskrá sem ekki var fáanleg. Hún var uppseld. Vai’ þá upplagið búið, sýningar orðnar flefri en ráðgert var? Er þá ekki ráð að prenta aðra útgáfu? Eða í það minnsta setja helstu upp- lýsingar á einfaldan snepil og selja ódýrt eða gefa? Það getur varla verið stórmál að bæta úr þessu. XXX AÐ lokum getur Víkverji ekki stOlt sig um að beiná áskoran tO gatnamálastjórans í Reykjavflí. Nú er væntanlega framundan tími við- gerða og málningar á götum borgar- innar. Þá þarf að loka götum og götu- spottum rétt á meðan. Oft er þetta tilkynnt að morgni dags í útvarpi og er það gott og blessað svo langt sem það nær. Hins vegar er minna um merkingar nálægt viðkomandi við- gerðarsvæðum. Ökumenn geta lent í því að aka nánast fram á viðgerðar- flokkinn og lenda í ógöngum af því hann var ekki varaður við fyrr en á síðustu gatnamótunum. Auðvelt er að bæta úr þessu með því að skella upp skilti tveimur til þremur götuhornum frá slíkum vettvangi og ekki aðeins í eina átt frá staðnum heldur við allar aðkomuleiðir. Þá geta allir verið ánægðir. Er hægt að verða við þessu í ár?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.