Morgunblaðið - 10.06.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 10.06.2000, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/arnaldur Hópurinn frá Sunnuhvoli saniankominn á tröppum Hæstaréttar ásamt Símoni. Morgunblaðið/amaldur Jóhann, Eiríkur og Kristín Edda voru hæstánægð með heimsóknina. Leikskóla- börn heim- sækja Hæstarétt LEIKSKÓLINN SunnuhvoII við Vífilsstaði heimsótti Hæstarétt í fyrradag. Símon Sigvaldason, skrifstofustjóri Hæstaréttar, leiddi börnin um vistarverur hússins og sagði þeim undan og ofan af þeim störfum sem þar eru unnin. Börnin, sem eru á aldrin- um 4-6 ára, fylgdust andaktug með, en fagurbláar skikkjur dóm- ara virtust vekja mesta hrifningu. Það var stilltur og prúður hóp- ur sem rölti um Hæstarétt og vonandi voru þarna á ferð upp- rcnnandi löghlýðnir borgarar. Að minnsta kosti kváðust þau öll fylgja settum reglum í leikskólan- um og heima hjá sér, enda ættu þau annars von á skömmum. Börnin fengu öll glaðning í poka og í kveðjuskyni tóku þau lagið í anddyri Hæstaréttar og sungu fullum hálsi „Best er að vera bóndakona" og „Á Sunnu- hvoli er gaman“. Heimsóknin er liður í þemavinnu um fjölskyld- una sem leikskólinn hefur verið að vinna í vetur. Foreldrar hafa verið hvattir til að fá börnin í heimsókn á vinnustaði sína, en Símon á tvær dætur á Sunnu- hvoli, þær Erlu og Sonju, sem að sjálfsögðu fylgdu leikskólasystk- inum sinum á vinnustað pabba sins. Menningarhátíð Mosfellinga Listahátíðin Y armárþing Valgeir Skagfjörð Yarmárþing hefst í dag og stendur til 17. júní, en það er menningar- og listahátíð í Mosfellsbæ sem er borin uppi af listamönnum sem búa og starfa í Mosfells- bæ og nágrenni. Valgeir Skagfjörð, framkvæmda- stjóri Varmárþings, var spurðm- hvað yrði á dag- skránni í dag. „Setningarathöfnin verður klukkan 14 í Ála- fosskvos þar sem stígur á stokk Karlakórinn Stefnir og syngur á þjóðlegum nótum. Leikfélag Mos- fellssveitar flytur sveita- annál og í kjölfarið verða opnaðar myndlistarsýn- ingar á vinnustofum myndlistarmannanna í Alafosskvos. Þess má geta að Egill Ólafsson og Jónas Þórir verða sérstakir gestir við opnun myndlistarsýninganna. Um kvöldið verður lifandi músik í veitingahúsunum Asláki og Ala- foss-föt best.“ - Hefur áður verið haldin svona menningarhátíð í Mos- fellsbæ? „Nei, þetta er gert í samstarfi við Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Ákveðið var að ráðast í þetta þar sem mjög margir listamenn búa og starfa í Mosfellssveit og það er í raun ótrúlega fjölbreytt félags- og menningarstarf í sveitinni." - Hvað annað verður á dag- skrá menningarhátíðarinnar? „Fjölmargt er á dagskrá þessa daga og meðal efnis má nefna kórsöng en mjög margir kórar eru starfandi í Mosfellssveit. Þá má nefna söngtónleika þar sem Diddú kynnir fjóra unga söngv- ara úr MosfeUsbæ í Varmár- skóla á miðvikudagskvöld hins 14. júní. Þær Kristjana Helga- dóttir, Viktoria Tzarevskaya og Iwona Jagla halda tónleika í Varmárskóla, 12. júní kl. 21 fyrir píanó, flautu og selló. Stórir rokktónleikar verða í íþróttamið- stöðinni á Varmá, þar troða upp ungar hljómsveitir i Mosfellsbæ, svo sem Mannamúll, Moussief, Spildog, Vígspá og fleiri. Lax- nessdagskrá verður í Hlégarði þriðjudagskvöldið 13. júní. Þar mun Halldór Guðmundsson út- gáfustjóri Máls og menningar spjalla um skáldið og heimahag- ana. Áiafosskórinn syngur lög við texta eftir Halldór Laxness og Leikfélag Mosfellssveitar leikur þætti úr verkum Halldórs, m.a. „Innansveitarkróniku“ og „I túninu heima“.“ - Hvað með útivist og íþróttir? „Þeir þættir skipa að sjálf- sögðu veglegan sess; á hvíta- sunnudag klukkan 11 hefst Varmárganga sem er gönguferð meðíram Varmá, leiðsögumenn eru Guðný Haíldórsdóttir og Magnús Guðmundsson en þau eru formaður og varaformaður umhverfisnefndar sveitarinnar. Á annan í hvítasunnu verður gönguferð og gróður- setning með skóg- ræktarfélaginu í sveit- inni. Síðast en ekki síst verður nýtt útivistarsvæði við Ullarnesbrekkur vígt klukk- an 15 á annan hvítasunnudag og þar verða leikir fyrir æskuna, gi-illað fyrir fólk, skátar reisa leiktæki og skólahljómsveitin leikur." - Hefur svona listahátíð mikið gildi fyrir sveitina annað en skemmtanagildi þessa daga? ► Valgeir Skagfjörð fæddist 8. maí 1956. Hann lauk prófi frá Leiklistarskóla fslands 1987 og hefur starfað sem sjálfstæður leikhúslistamaður allar götur si'ðan. Nú er hann framkvæmda- stjóri Varmárþings 2000. Valgeir er í sambúð með Guðrúnu Gunn- arsdóttur söngkonu og dag- skrárgerðarmanni á Stöð 2 og eiga þau þrjár stúlkur. „Hún færir Mosfellingum heim sanninn um það að þeir hafi mikið af frambærilegu fólki á menningarsviðinu og sýnir fram á að unnið er mikið og óeigingjarnt starf innan þeirra mörgu lista- og menningarfélaga sem starfa í sveitinni. Það er ekki tilviljun að úr þessum jarð- vegi hefur sprottið mikið af efni- legu listafólki, ekki síst tónlist- arfólki, sem m.a. kristallast í hinni stóru skólahljómsveit sveitarinnar og öllu því kórstarfi sem unnið er í hinum átta kórum sem starfa í Mosfellssveit og ná- grenni. Þetta samstarf færir líka sveiturígana saman.“ - Er mikil liststarfsemi á gamla Álafosssvæðinu? „Hún er talsverð; fyrir utan þá níu listamenn sem sýna þar á listahátíð eru fjölmargir aðrir sem sáu sér ekki fært að vera með, eins og Tolli, Magnús Kjartansson og fleiri. Aðstaðan þar er mjög góð fyrir listamenn þótt auðvitað megi bæta um bet- ur, húsin eru orðin gömul og sumt farið að láta á sjá.“ - Eiga Mosfellingar margar hefðir sem koma fram á þessari lista- og menningarhátíð? „Álafosshlaupið á sér tals- verða sögu og núna verður hlaupið frá Álafossbúðinni mánudaginn 12. júní. Skráning hefst í hlaupið klukkan 17.30 við Álafossbúðina og síðan verður hlaupið af stað klukkan 19 og farnar nokkrar leiðir. Kóramótið er líka hefðbundið - föstudaginn 16. júní munu sjö kórar hefja upp raust sína í íþróttamiðstöð- inni á Varmá. Þess má geta að kvikmyndafélagið Umbi er starfandi hér og fyrir nokknim ár- um sýndi félagið allar myndir sínar í sveit- inni. Nú mun félagið sýna „Úngfrúin góða og húsið“ í Hlégarði föstudaginn 16. júní klukkan 17.“ - Er mikill kostnaður samfara þessari hátíð? „Það er töluverður kostnaður við að halda þessa hátíð en þetta tekst með góðum vilja þátttak- enda. Frír aðgangur er á vel- flesta viðburði en selt á vægu verði inn á nokkra. Unnið er mik- ið og óeigin- gjarnt starf á þessari hátíð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.