Morgunblaðið - 10.06.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.06.2000, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Söngur 2000 í Svarfaðardal í ANNAÐ sinn á tveimur árum verð- ur haldið Masterclass-söngnámskeið á Húsabakka í Svarfaðardal. Að sögn Rósu Kristínar Baldursdóttur, forsvarsmanns námskeiðsins, tókst það vel til í fyrra að ákveðið var að halda annað slíkt í ár. Margir þeir sem tóku þátt í fyrra snúa aftur en einnig hafa einhverjir skráð sig sem ekki voru með árið áður. Þess má geta að sömu kennarar verða og á síðasta ári, þ.e. þau Dario Vagliengo, ítalskur píanisti, og Dóra Reyndal söngkennari. Einnig vinna með söngvurunum píanistarnir Daníel Þorsteinsson, Sólveig Anna Jóns- dóttir og Helga Bryndís Magnús- dóttir. Frestur til að skrá sig rennur út 12. júní og fer skráning fram hjá Rósu Rristínu í síma 861-2833. Að sögn Rósu Kristínar voru þátt- takendumir síðastliðið sumar ein- staklega ánægðir með þann frið sem ' gafst til að vinna að söngnum á þessu þétta fjögurra daga námskeiði. „Hér var ekkert sem truflaði, hægt var að fara í gönguferðir og sund og hlaða sig að nýju í fallegri náttúrunni,“ sagði Rósa Kristín. Hún sagði að nú væri búið að lengja námskeiðið upp í fimm daga en það hefst 23. ágúst og lýkur með Ijóða- og óperutónleikum í Dalvíkurkirkju sunnudagskvöldið 27. ágúst. Að sögn Rósu geta þau ekki tekið nema um 16-18 nemendur á námskeiðið, ef vel á að vera, og því ekki seinna vænna að skrá sig. Sparisjóður Svarfdæla á Dalvík og Dalvíkurbyggð era aðalstyrktaraðil- ar námskeiðsins. Hita- og vatnsveita Ný dælustöð fyr- ir 14 milljómr STJÓRN veitustofnana hefur sam- þykkt að byggja nýja dælustöð fyrir Hita- og vatnsveitu Akureyrar, en rífa þarf bakrásarvatnsdælustöð sem verið hefur á Gleráreyrum vegna framkvæmda við byggingu verslunrmiðstöðvar þar. Dælustöðin verður rifin í kjölfar framkvæmd- anna og starfsemin flutt úr stað. Hita- og vatnsveitan hefur látið teikna nýja dælustöð og er kostnað- aráætlun vegna byggingarinnar um 11,5 milljónir króna og annar kostn- aður sem til fellur vegna flutnings búnaðar og breytinga á lögnum er um 2,5 milljónir þannig að kostnað- ur er samtals tæplga 14 milljónir króna. Ekki var gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2000, en samþykkt var að byggja stöðina og vísa fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar síðar í sumar. Glerárlaug lokuð um helgar í sumar ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð hefur samþykkt breyttan afgreiðslutíma sundlaugarinnar við Glerárskóla, Glerárlaugar. Sundlaugin verður frá 26. júní næstkomandi opin frá kl. 10 til 18 alla virka daga en lokað verður um helgar. Þessi afgreiðslu- tími gildir til 20. ágúst næstkom- andi. Tvær undantekningar verða þó gerðar, þ.e. þegar Pollamót Þórs fer fram og um Verslunarmanna- helgi, en þá verður opið samkvæmt venju. Breytingin er gerð til að hag- ræða í rekstri og auka hagkvæmni. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Hátíðar- messa í Akureyrarkirkju kl. 11, Kór Akureyrarkirkju syngur, ein- söngur Rósa Kristín Baldursdótt- ir, prestur sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir. Guðsþjónusta verður á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri kl. 16.30. sama dag. Guðs- þjónusta verður í Kjamalundi kl. 11 annan í hvítasunnu. Guðsþjón- usta verður á Seli kl. 14 sama dag. Morgunsöngur í Akureyrarkirkju kl. 9 á þriðjudagsmorgun. Ferm- ingarmessa verður í Miðgarða- kirlyu á hvítasunnudag kl. 11 HJÁLPRÆÐISHERINN: Ai- menn samkoma kl. 20 á hvíta- sunnudag í húsnæði hersins á Hvannavöllum 10 á Akureyri. PÉTURSKIRKJA: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 11 í kirkju kaþólska safnaðarins við Hrafnagilsstræti 2. Einstakt tækifæri er til sölu UMBOÐIÐ umboðið er til sölu. Um er að ræða rekstur, fasteignir bæði á Akureyri og í Reykjavík, allan lager og viðskiptavild. Hér er um að ræða einstakt tækifæri fyrir dugmikla einstaklinga. polrris umboðið á íslandi er 25 ára gamalt fyrir- tæki sem hefur sérhæft sig í innflutningi vélsleða, fjór- hjóla og annarra vara tengdum útivist. Allar frekari upplýsingar veitir FASTEieiHASAtM BlörnGuðmundsson ísíaa 897 7832 mrrrin Fasteignasalan Byggö IS1 llliII símar 462 1744 og 4621820 RREKKllGOTI} 4 Fax 462 7746 — Opið virka daga 9-17 Börnin á Pálmholti voru í hátíðarskapi eins og sjá má. Morgunblaðið/Kunar Por Elsta barnaheimili utan Reykjavikur 50 ára Mikið um dýrðir hjá krökkunum á Pálmholti Nói setur saman Heim vonar JÓHANN Ingimarsson eða Nói eins og hann er kallaður hefur síð- ustu vikur unnið við listaverk sitt, „Heimur vonar“ og í gær var kom- ið að þeim tímapunkti að setja verkið saman. Það gekk vel fyrir sig þó umfangsmikið væri. Þetta listaverk verður sett upp við Menntaskólann á Akureyri, norðan við Gamla skóla en það verður af- hjúpað að lokinni brautskráningu nýstúdenta á þjóðhátíðardaginn, 17. júní næstkomandi. Listaverk Nóa er úr járni og steini, kúlan sjálf er úr 544 járn- hlutum sem til hafa fallið við bobb- ingasmíði hér og þar í bænum, en hún er þrír metrar í þvermál. Kúl- unni er komið fyrir á járnstöpli sem myndar fjallstopp, en inni í kúlunni hefur listamaðurinn svo komið fyrir hraungrýtissteini sem hvílir á járnstólpa. Kúlan er flóðlýst og á hún að sögn Nóa að tákna jörðina en einnig þrá manns- ins og leit eftir hinu ókomna, þrot- lausa leit sem líkt og kúlan er án upphafs og endis. Nói er mikill talsmaður þess að fjölga útilista- verkum á Akureyri, vill að þessi gróðursæli bær skapi sér sérstöðu LEIKSKÓLINN Pálmholt á Akur- eyri fagnaði í gær fimmtíu ára afmæli sínu með hátíðardagskrá fyrir bæði börn og fullorðna. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, leik- skólastjóra, var leikskólinn starf- ræktur sem sumardvalarheimili fyrstu 20 árin en er nú rekinn sem leikskóli. Leikskólanum voru færðar góðar gjafir frá skóla- nefnd og foreldrafélaginu. Einnig var opnuð sögusýning um fimm- tíu ára sögu Pálmholts ( máli og myndum „Við byrjuðum á því í morgun að fagna þcssu með börnunum. Við fengum hest sem þau gátu farið á bak á, en teymt var undir þeim. Einnig setttum við upp tjöld með ýmiss konar stöðvum," sagði Sigrún. Eftir hádegið voru síðan flutt ávörp og flutt var nýtt ljóð um Pálmholt eftir Sigmund Bene- diktsson. Að loknum formlegum hátíðarhöldum var gestum boðið að þiggja veitingar. Að sögn Sigrúnar tekur leik- skólinn Pálmholt þátt í þróunar- Morgunblaðið/Rúnar Pðr Alltaf er gaman að skreppa á hestbak. verkefni á fímmtíu ára afmælinu. un og lestrarnámi í leikskóla. Verkefnið lýtur að lestrarhvetj- Verkefnið er styrkt af Þróunar- andi umhverfi fyrir börn, málörv- sjóði menntamálaráðuneytisins. Morgunblaðið/Runar Pór Listamaðurinn Nói fylgist með því þegar verk hans Heimur vonar var sett saman í gær, en það mun prýða lóð Menntaskólans á Akureyri frá og með næstu helgi. meðal íslenskra bæja með því að á fjölda slíkra verka hér og þar um bjóða íbúum og gestum þeirra upp bærinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.