Morgunblaðið - 10.06.2000, Side 24
24 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Pútín hyggst
heimsækja
N-Kóreu
Harðar deilur á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
Auðug Vesturlönd sökuð
um útbreiðslu „siðleysis44
Samcinuðu þjódunum. AP, Reuters.
Moskvu. AFP.
VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss-
lands, hyggst fara í heimsókn til
Norður-Kóreu í sumar til að reyna
að draga úr spennunni á Kóreu-
skaga og binda enda á einangrun
kommúnistastjórnarinnar í Pyon-
gyang. Verður það fyrsta heimsókn
rússnesks forseta til landsins.
Pútín hyggst heimsækja Kim
Jong-U, leiðtoga Norður-Kóreu,
einhvern tíma á tímabilinu 10.-20.
júlí á leið sinni á leiðtogafund átta
helstu iðnríkja heims í Japan.
Bandaríkjastjóm hefur lýst
Norður-Kóreu sem „útlagaríki" og
álítur tilraunir landsins til að smíða
kjarnavopn og langdrægar eld-
flaugar ógn við öryggi Bandaríkj-
anna. Bandaríkjamenn og Rússar
hafa deilt um áform Bandaríkja-
stjórnar um að koma upp eldflauga-
varnarkerfi til að verjast hugsan-
legum kjarnorkuárásum
Norður-Kóreu og fleiri ríkja.
Stjómmálaskýrendur í Moskvu
segja að heimsóknin sé liður í til-
Speight
faðmaður
ABISEY Tora, áhrifamaður frá
vesturhluta Fídjíeyja, faðmar Geor-
ge Speight, leiðtoga uppreisnar-
manna á eyjunum, á fundi ætt-
bálkahöfðingja með
uppreisnarforkólfunum í þinghús-
inu í höfuðborginni, Suva, í gær.
Áhrifamiklir höfðingjar frá Vestur-
Ffdjí reyndu á fundinum að fínna
lausn á stjórnarkreppunni sem ríkt
hefur á eyjunum frá því Speight og
samverkamenn hans tóku 31 þing-
mann f gíslingu, þ.á m. for-
sætisráðherrann. Halda þeir gíslun-
um enn og segjast hvergi munu
hvika fyrr en orðið verði við kröf-
um þeirra, m.a. um sæti í nýrri rík-
isstjóm.
raunum rússneskra ráðamanna til
að koma í veg fyrir eldflaugavarn-
arkerfíð og markmiðið sé að draga
úr líkunum á því að Norður-Kórea
ógni öryggi Bandaríkjanna.
ígor Ivanov, utanríkisráðherra
Rússlands, sagði í gær að markmið-
ið með viðræðunum yrði að bæta
samskipti landanna og draga úr
spennunni á Kóreuskaga.
Norður-Kóreumenn vom banda-
menn Sovétríkjanna í kalda stríðinu
en Bandaríkin studdu Suður-Kóreu.
ívanov fór í tveggja daga heimsókn
til Norður-Kóreu í febrúar og var
það fyrsta ferð háttsetts rússnesks
embættismanns til landsins í tíu ár.
Utanríkisráðherrann undirritaði þá
nýjan vináttusamning við Norður-
Kóreu þar sem Rússar skuldbundu
sig tál að styðja ekki árás þriðja rík-
is á landið. Samingurinn kveður þó
ekki á um að Rússar sendi hersveit-
ir til Norður-Kóreu til að verja
landið ef ráðist verður á það, eins
og kveðið var á um í fyrri vináttu-
samningi ríkjanna.
BANDALAG andstæðinga fóstur-
eyðinga og trúaðra aðgerðasinna á
kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna, sem fram fór í New York, sak-
aði auðug ríki á Vesturlöndum um að
knýja á um „róttækt orðalag" um
fóstureyðingar, kynferðisréttindi og
réttindi samkynhneigðra og tefja
þannig fyrir samkomulagi um loka-
yfirlýsingu ráðstefnunnar.
Frjálslyndari aðgerðarsinnar
kvenna sökuðu Vatíkanið og ýmis ísl-
ömsk og kaþólsk ríki um að standa í
vegi fyrir samkomulagi um skjal sem
myndi stuðla að jöfnun réttinda
kvenna.
Fulltrúar frá um það bil 180 þjóð-
um sátu á fundum þar sem farið var
yfir þróun mála síðan á kvennaráð-
stefnunni í Peking fyrir fimm árum,
og reyndu að koma sér saman um
orðalag lokayfirlýsingar. Skipuleggj-
endur ráðstefnunnar höfðu ákveðið
að hún skyldi liggja fyrir á fimmtu-
daginn, en ráðstefnunni lauk í gær.
Aisha Ismail, kvennamálaráð-
herra Nígeríu, sagði í ávarpi fyrir
hönd 133 þróunarríkja að forgangs-
atriði þeirra í málefnum kvenna væri
að útrýma fátækt og bæta heilbrigð-
is- og menntamál. Síðan ráðstefnan
var haldin í Peking hefði tæknin
breytt heiminum í eitt þorp, en kon-
ur í þróunarlöndum hefðu átt „mjög
erfitt með... að halda í við hnattvæð-
ingaröflin".
Deilur andstæðinga fóstureyðinga
og aðgerðarsinna kvenna drógu fram
í dagsljósið umdeildustu málefnin,
sem eru að mörgu leyti svipuð helztu
deiluefnunum er upp komu á ráð-
stefnunni í Peking og urðu þar til
þess, að ekki náðist samkomulag um
lokayfirlýsingu fyr en á síðustu
stundu.
Gita Sen, prófessor við Fram-
kvæmdastjómarstofnun Indlands og
leiðtogi grasrótarsamtaka kvenna,
sagði að Vatíkanið, Nicaragua,
Lýbía, Súdan og Irak væru efst á
listanum yfir ríki sem hindruðu að
samkomulag næðist og krafðist þess
að „harðstjóm þessa smáa minni-
hluta“ lyki. Aðrir fulltrúar höfðu
einnig nefnt Alsír, íran og Pakistan í
þessu samhengi.
Bandalag hópa íhaldssinna og
trúaðra kvaðst vera fulltrúi ríkjandi
viðhorfa í heiminum, og birti bréf,
undirritað af 23 bandarískum þing-
mönnum, þar sem lýst var „alvarleg-
um áhyggjum" af því, að sendinefnd
Bandaríkjanna á ráðstefnunni krefð-
ist þess að aðgangur að fóstureyð-
ingum yrði aukinn og nám í fram-
kvæmd þeirra yrði gert að skyldu.
Þá væri sendinefndin að kynna „nýtt
og hættulegt hugtak, „kynferðisleg
réttindi“.“
Austin Ruse, forseti Kaþólsku fjöl-
skyldu- og mannréttindastofnunar-
inar, sagði á fimmtudaginn að texti
lokayfirlýsingarinnar væri ekki til-
búinn vegna þess að auðug, vestræn
ríki væm að reyna að breiða út „sið-
leysi“ til þróunarríkjanna með nýrri
gerð „kynferðislegrar nýlendu-
stefnu“.
„Ekki láta karla
ráða ferðinni“
Á ráðstefnunni varaði Richard
Holbrooke, sendiherra Bandaríkj-
anna hjá SÞ, konur við því að láta
karla ráða ferðinni í nýjungum í
tölvutækni. Hætta væri á að þær
myndu gjalda þess, líkt og fyrri
kynslóðir hefðu gert er nýjungar í
landbúnaði hefðu komið fram.
„Ekki láta karlana ráða ferðinni,
vegna þess að af augljósum eða duld-
um, meðvituðum eða ómeðvituðum
ástæðum ... ef karlar ráða því hver
fer á ráðstefnur um notkun nýrrar
tækni munu karlarnir bjóða vinum
sínum og þeir munu ekki bjóða kon-
unum,“ sagði Holbrooke.
Landbúnaðarbyltingin er orðið
hefði í þróunarlöndunum fyrir 30 ár-
um, og fólst í tækni á borð við áveitu
og tilbúinn áburð, hefði átt að koma
konum til góða, en hefði haft þveröf-
ug áhrif. „Konur biðu lægri hlut á all-
an hugsanlegan máta. Þegar frítími
jókst tóku karlarnir hann allan og
konumar héldu áfram að erfiða jafn
mikið og áður. Þegar alþjóðasamfé-
lagið bauð upp á kennslu í þessari
nýju tækni settust karlar í öll sætin.
Þetta var áfall, og kom öllum að
óvöram.“
Áhrif Evrópuríkja utan ESB á nánara öryggis- og varnarsamstarf imian álfunnar
Núverandi tillögur
virðast aðgengilegar
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
„Ég er bærilega bjartsýnn," sagði
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra um horfur á að lausn náist á
fyrirkomulagi varnarsamstarfs
Evrópusambandsins (ESB) þannig
að ríki Atlantshafsbandalagsins
(NATO) sem ekki eru í ESB beri
ekki skarðan hlut frá borði. Halldór
ræddi meðal annars þessi mál á
fundi forsætisráðherra Norður-
landa á Skagen, en Halldór sat
fundinn í stað Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra. Á fund ráðherra
kom einnig Mbeki forseti
Suður-Afríku, en undanfarin ár hef-
ur hann setið sumarfund norrænu
forsætisráðherranna.
Nauðsynlegt að flnna
lausn sem endist
Búist er við að varnarmálasam-
starf ESB taki á sig mynd á leið-
togafundi ESB í Portúgal nú síðar í
mánuðinum. íslendingar og þær
aðrar NATO-þjóðir, sem ekki era í
ESB hafa haft af því áhyggjur að
með þessu nýja fyrirkomulagi rýrn-
aði áhrifamáttur þeirra meðan
ESB-þjóðir, sem ekki eru í NATO,
hefðu áhrif á ákvarðanatöku banda-
lagsins. Halldór sagði í viðtali við
Morgunblaðið í gær að þær tillögur,
sem nú lægju fyrir virtust aðgengi-
legar, en reynslan hefði sýnt að öllu
máli skipti hvernig þeim yrði síðan
beitt. „Mönnum fannst í fyrstu að
pólitískar samræður EES-land-
anna við ESB væra góð lausn í þeim
efnum, en út úr því hefur lítið kom-
ið,“ sagði utanríkisráðherra. „Ég
tel þær ekki hafa verið gagnlegar í
seinni tíð því áhugi ESB er í aðrar
áttir. Nú beinist athyglin að stækk-
un ESB.“ Aðspurður hvort hætta
væri á að það fyndist lausn, sem síð-
an reyndist innihaldslaus, sagðist
Halldór ekki vilja taka svo sterkt til
orða. „En það er mikilvægt að finna
lausn, sem ekki breytist þegar nýir
menn taka við, því það er eðlilega
alltaf verið að skipta um fólk.“
Áhersla á fríverslunarsamning
EFTA og Suður-Afrxku
Af öðram málum á fundinum
sagði Halldór að hann hefði átt
tvíhliða viðræður við Mbeki, sem
snúist hefðu um samstarf íslend-
inga við Afríku og þróunarhjálp ís-
lendinga, sem Mbeki væri ánægður
með og eins að hún yrði aukin. ís-
lendingar eru að taka við formenn-
skunni í EFTA og þar hefði ekki
gengið vel að gera fríverslunar-
samning við Suður-Afríku, en það
mál hefðu íslendingar fullan hug á
Scanpix Nordfoto
Frá fundi ráðherranna í gær. F.v: Halldór Ásgrímsson, starfandi for-
sætisráðherra, Jens Stoltenberg, forsrh. Noregs, Paavo Lipponen, for-
srh. Finnlands, Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, Poul Nyrup Ras-
mussen, forsrh. Danmerkur, og Göran Persson, forsrh. Svíþjóðar.
að leiða til lykta. Á fundi norrænu
ráðherranna voru Evrópumálin
einkum til umræðu, auk norræna
samtarfsins. Athyglin í Evrópumál-
unum beindist að stækkun ESB.
Halldór sagði að nú væru meiri lík-
ur á að fleiri en færri ríki bættust í
ESB. Erfitt væri að velja eitt land
öðra fremur og til dæmis væri erfitt
að velja aðeins eitt Eystrasaltsríkj-
anna. Þetta væri ástæðan fyrir að í
næstu stækkun bættust vísast
nokkuð mörg lönd við. Talað væri
um að það gæti orðið þegar árið
2003, en enn væri óljóst hvort nauð-
synlegum undirbúningi lyki á leið-
togafundinum í Frakklandi í des-
ember, en Frakkar taka nú við
formennskunni í ESB er Portúgal-
ar láta af henni.
borvnijndi borstál boiki ónur
SINDRI
Borgartúni 31 • s. 575 0000 ■ www.sindri.is