Morgunblaðið - 10.06.2000, Side 35

Morgunblaðið - 10.06.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 35’' þ.jónustuna í S-Þingeyjarsýslu mynda með því ldn fyrir baðgesti. i að reisa rnarflagi ipp á sandböð, en þau voru stunduð á íslandi allt frá 12. öld og fram á 18. öld. Tækniháskólanum í Berlín, er einn af þeim hönnuðum, en lokaverkefni hennar snerist einmitt um það að hanna baðaðstöðu í Bjarnarflagi og fékk hún 10 í einkunn fyrir það. Pétur sagði að Halldór Gíslason, prófessor við Arkitektaháskólann í Portsmouth, hefði yfirumsjón með verkinu og að líklega myndi hann vinna með Olgu Guðrúnu og fleirum að nánari útfærslu á uppbyggingu á baðaðstöðu á svæðinu. Olga Guðrún sagðist í samtali við Morgunblaðið strax hafa orðið mjög áhugasöm þegar hún hefði heyrt af áformum Baðfélagsins og því ákveðið að fjalla um þau í lokaverkefni sínu. „Það má segja að meginþema verk- efnisins sé endurreisn baðmenningar íslendinga,“ sagði Olga Guðrún. „Þessi menning hefur lagst af með tímanum, en svæðið er mjög ríkt af heitum uppsprettum, sem hingað til hafa nær eingöngu verið nýttar til orkuvinnings." Sandböð stunduð í frá 12. öld Olga Guðrún sagði að í upphafi hönnunarferilsins hefði hún rannsak- að svæðið bæði jarðfræðilega og sögulega. Hún sagði að reyndar væri lítið til af sögulegum heimildum um baðmenningu á svæðinu, en að þær væri helst að finna í Islendingasög- unum og sagði hún að Þorsteinn Ein- arsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri ISI, hefði reynst sér afar vel hvað þá leit varðaði. „í dag má sjá merki þess að bað- menning hafi verið stunduð í Bjarn- arflagi fyrr á öldum og eru gamlar rústir til vitnis um það,“ sagði Olga Guðrún. „Sandböð voru stunduð í Bjarnarflagi frá 12. öld og allt fram á 18. öld en þá lögðust þau af. Einnig voru og eru enn stunduð gufuböð á svæðinu.11 Guðrún sagði að samkvæmt verk- efninu væri hugsunin sú að bjóða upp á sandböð, gufuböð og gjáböð sem og að nýta vatn frá umhverfisvænum iðnaði á svæðinu og mynda með því lón sem hægt væri að baða sig í. Að sögn Olgu Guðrúnar eru sand- böðin þannig úr garði gerð að byggt er yfir gufuhver, hellur lagðar yfir hann og sandur ofna á þær, síðan grefur fólk sig í heitann sandinn. Hún sagði að gjáböðin væru tilbúin frá nátturunnar hendi og að Grjótagjá væri dæmi um slíkt, hún hefði mynd- ast eftir jarðhræringar á svæðinu. Hugmyndin að flétta saman tækni og náttúru Eins og áður kom fram hafa nátt- úruauðlindirnar á svæðinu nær ein- göngu verið nýttar til orkuvinnslu. „Hugmyndin er að flétta saman þessa tvo ólíku heima, tækni og nátt- úru. Eins mótsagnakennt og það kann að hljóma byggist verkefnið m.a. á því að virkja iðnaðarstöðvar eins og fyrirhugaða gufuaflsvirkjun, kísilverksmiðjuna og steinsmiðjuna og nýta affalsvatnið til að mynda lón, en vatnið er svo tært að það er vel drykkjarhæft.“ Olga Guðrún sagði að þar sem há- hitasvæðið Bjarnarflag væri mjög sérstakt og viðkvæmt væri mjög vandasamt að fara út í mannvirkjag- erð þar. „Þegar maður er staddur á svæð- inu fær maður það helst á tilfinning- una að maður sé staddur á ókunnri plánetu, eins og tunglinu. Það verður því að fara mjög varlega að þessari mikilfenglegu náttúru ef það á ekki að eyðileggja heildarmynd hennar." Göngustígar tengja baðstöðvar saman Olga Guðrún sagðist í raun hafa hugsað sér svæðið sem nokkurs kon- ar baðgarð enda væri það mjög stórt eða um hálfur kílómetri á breidd og l,8álengd. „Baðgarðurinn mun samanstanda af nokkrum baðstöðvum sem hannað- ar eru sem litlar einingar við upp- spretturnar eða böðin. A norður hluta svæðisins liggur þjóðvegur 1 og skiptir hann baðgarðinum í tvo helm- inga. Við veginn er gert ráð fyrir móttökubyggingu, þar sem baðgestir geta fengið upplýsingar um staðsetn- ingu og notkun baðstöðvanna og keypt sér veitingar. Göngustígar liggja síðan á milli baðstöðvanna og þannig geta baðgestir upplifað nátt- úruna á notið svæðisins á sem bestan hátt.“ Olgu Guðrún sagði að hugmyndin að baðstöðvunum í Bjarnarflagi væri fyrst og fremst sú að gera baðgestum kleift að upplifa náttúruna í ró og næði. agbókarblöð SPANN / „A fremsta bekk sat utangardsmaður. Hann var í þremurþykkum peysum. Hann lagðist á gólfið þegar hann bað. “ t. f » *. NAUTAAT. Úrmyndaseríu eftir Picasso. 21. apríl, föstudagurmn langi Hófum Spánarferðina, fengum gott flug til Lundúna þar sem Ing- ólfur, sonur okkar, tók á móti okk- ur. Flugfreyjan annaðist okkur eins og ungbörn. Við Hanna vorum ein á Saga-farrými en þar vil ég heldur vera vegna þess að þar er rýmra um mig. Ég hef alltaf haft aðkenningu að innilokunarkennd, það hefur háð mér, ég átti t.a.m. í hinu mesta basli með að fá mér bíómiða á barna- myndir þegar ég var drengur vegna þess ég gat helzt ekki staðið í bið- röð. Flugmennirnir ungir og einstak- lega alúðlegir. Þeir buðu mér fram í og var ég þar part af leiðinni og einnig við lendingu. Þessi tækni er í raun og veru einhvers konar furðu- verk og kunnátta mannanna og reynsla,þótt ungir séu,áreiðanlega framúrskarandi. Flugstjórinn, kornungur maður og tók við Boeing 757 í janúar sl., heitir Ágúst Arn- björnsson, sonur Ambjörns í Set- bergi, en nú er svo komið að ég spyr annaðhvort um foreldrana eða af- ann! Hinn flugmaðurinn heitir Þrá- inn Höskuldsson, ekki Sigfússon eins og kempan í Njálu, fyrrum flugmaður hjá Atlanta og var þá flugstjóri á Boeing 737. Þeir sögðu mér margt og sýndu enn fleira. Ég hef aldrei séð London svona vel úr lofti, gat stungið hana út með við- miðun við Thames og hafði hana þannig á hreinu eins og krakkarnir segja. Við erum á Þistla-hótelinu í Lon- don, það er bak við Oxford-götu, skammt frá Cumberland. Ágætt hótel en enginn íburður. Gamalt, nýuppgert. Við gengum niður í Soho í gærkvöldi, fengum okkur kínverskan mat. Það var ánægju- legt að vera með Ingó, það er end- urtekning sem er alltaf ný. Við höf- umþað ágætt, slöppum af. Ég er að hugsa um 50 ára afmæli Þjóðleikhússins, það gekk vel. Ég flutti mína ræðu og gat svo farið. Jónsmessunæturdraumur í leik- stjórn Baltasars var fjörlegur en upp úr stóð framlag gömlu leikar- anna, Herdísar Þorvaldsdóttur og Róberts Amfinnssonar, sem er ein- hver verðugasti trúður, veggur eða tungl sem ég hef séð og Bessa Bjarnasonar sem var ágæt ástmey í sínu gervi - og síðast en ekki sízt Gunnars Eyjólfssonar sem var ógleymanlegur. Það hafði hann einnig verið þegar hann fór á kost- um yfir Pétur Gaut á afmælishátíð- inni fyrr um daginn. Gunnar er mik- ill leikari og raunar allt þetta fólk. Sveinn Einarsson heldur því fram að eldri leikarar fari betur með texta en unga fólkið, nái því meiri LADY IN THE VAN - Maggie Smith leikur aðalhlutverkið; þ.e. utan- garðskonuna sem eitt sinn hafði veríð menntaðurþíanóleikari. LÉO DELIBES - höfundur Coþþelíu. áhrifum. Það má vel vera en við eig- um samt marga ágæta unga leik- ara. Þeir þroskast eins og hinir. Kvöldið Fórum á leikrit eftir Alan Benett, The Ladyin The Van, en sú mikla leikkona Maggie Smith, lék aðal- hlutverkið; þ.e. utangarðskonuna sem eitt sinn hafði verið menntaður píanóleikari. Leikritið er mjög vel skrifað en ég held það hefði orðið sterkara sem einþáttungur. Það út- vatnast dálítið undir lokin og leysist síðan upp í einhvers konar fjar- stæðuleikhús, þegar sú gamla rís upp úr kistunni og hverfur til himna. En þetta er semsagt brezkt leikhús eins og það getur bezt orðið og meira er ekki hægt að krefjazt. Eg hef áður hlustað á einþáttunga eftir Bennett, en hann er þekktast- ur fyrir slík útvarpsleikrit að ég held. Ég hef einnig lesið glefsur úr dagbókum hans. Hann er sérstæð- ur höfundur og fer sínar leiðir. Ég keypti dálitla bók með glefsum úr dagbókum hans þar sem talað er um Konuna í vagninum, en leikritið er samið beint út úr raunveruleik- anum, mig minnir að Konan í vagn- inum, sem hét víst ungfrú Shep- herd, hafi dáið 1989. Við búum á þistlahóteli en þessi leikhúsreynsla lofar góðu, hún var allt-nemaþistlar. Sáum einnig í kvöld ballettinn Coppelíu í Konunglegu óperunni. Þangað höfum við ekki farið eftir þá stórkostlegu endurnýjun sem gerð hefur verið. Getum margt af henni lært. Coppelía er skemmtileg sýning, létt og auðmeltanleg. Ég þekki ekk- ert til höfundarins, Delibes, sem lifði á síðari hluta 19. aldar; heyrði ekki betur en eitthvað úr tónlistinni í þriðja þætti sé komið inn í Evítu, það skyldi þó ekki vera! Held sá kafli heiti Bænin. Páskadagur Fórum í síðdegismessu í St. Patr- ic-kirkju í Soho, þar sem Ingó turn- aðist til kaþólsku á sínum tíma. Ágætjjáskamessa, einlæg og ein- föld. Á fremsta bekk sat utangarðs- maður. Hann var í þremur þykkum peysum. Hann lagðist á gólfið þeg- ar hann bað. Hann gekk fyrstur út eftir messuna, þögull og virðulegur. Ég hugsaði með mér að hinir síð- ustu verði fyrstir. Annarípáskum Flugum með BA til Madrid. Fór- um með Boeing 767, fínt flug. Á miðri leið kom flugstjórinn aftur í til farþeganna og heilsaði. Það þótti mér skemmtileg nýbreytni. Vekur traust og öryggi. Ég sagði honum að við værum frá Islandi. Hann sagði „og nú ætlið þið að komast í heitara loftslag“. „Já“, sagði ég. Síðan fór hann að tala um Kefla- víkurflugvöll og þennan hafsjó af storknuðu hrauni, Reykjanes. Island er alltaf þekkt í útlöndum af einhverju einu; aðeins af ein- hverju einu. Veðrið var afar gott þegar við komum til Madrid, sól og 18 stiga hiti. Sá nautaat í sjónvarpinu, þjóð- aríþrótt Spánverja. Það er ljótur leikur. Nautabaninn þreytti nautið og stakk það svo í gegn. Síðan drógu þeir sverðið úr dýrinu, þá lagðist það. Þá gekk nautabaninn að því og drap það. Þó að þetta sé hluti af menningararfi Spánverja tel ég þennan dauðadans úreltan á okkar dögum. Ég gæti a.m.k. ekki kvalið dýr með þessum hætti. Samt finnst mér nautakjöt ágætt, það er annað mál. Hvar eru nú græningj- arnir, hvar eru hvalverndunar- mennirnir nú? Ætli þeir séu allir Spánverjar?! Það var engin furða þótt Hemmingway hefði ánægju af nautaati. Það var honum leikur við dauðann. Hann var heillaður eða bergnuminn af dauðanum eins og maður sér í sögum hans - en þó einkum hvernig hann lifði. Og hvernig hann dó. Dauðinn er mér umhugsunarefni að vísu, en hann er mér enginn leik- ur, heldur ógn. Hann hefur alltaf síðasta orðið. Mér leiðast þeir sem hafa alltaf síðasta orðið. Nautaban- inn getur drepið eins mörg naut og hann vill, en það breytir engu. Sjálf- ur getur hann ekki umflúið dauð- ann. Að lokum stendur sverð dauð- ans í gegnum hjarta hans - eða eigum við heldur að segja horn dauðansl Lífið er skrýtinn leikur; minnir á guðastyttuna sem hindúinn gefur mjólk að drekka til að halda í henni lífi. En hún er jafndauð fyrir það. M. Meira nœstu laugardaga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.