Morgunblaðið - 10.06.2000, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 10.06.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 39 Lesskimun II - Bekkjarkennarinn þekkir nemandann best og hefur mesta svigrúmið til að sinna honum. Gunnar Hersveinn hlýddi á Rósu Eggertsdóttur á málþinffl um les- skimun og lestrarörðugleika vara kennara t.d. við því að „afgreiða“ nemendur frá sér. Er íslensk þjóð almennilega læs? Er lestrarhæfnin slök? Hvað er til ráða? Morgunblaðið/Jim Smart Erindi Rósu vakti mikla athygli á málþinginu um lesskimun og lestrarörðugleika. Skoðun á lestrar- kennslu í skólum • Bekkjarkennarinn er og á að vera helsta haldreipi nemenda. • Lágmarkslæsi í grunnskólum er um 100-120 orð á mínútu. Er annað viðunandi en að veita nemendum bestu kennslu í lestri sem völ er á? spurði Rósa Eggerts- dóttir sérfræðingur hjá Rannsókna- stofnun Háskólans á Akureyri á mál- þingi menntamálaráðuneytis um lesskimun og lestrarörðugleika þriðjudaginn 6. júní. „Það er kominn tími til að taka til endurskoðunar lestur og lestrarkennslu í heild í grunnskólum landsins. Skýra stefnu- mótun þarf varðandi málefni lesham- laðra svo að þeir geti notið náms. Hækka þarf almenn viðmiðunar- mörk varðandi lesskilning og leshr- aða. Innleiða þarf meiri fjölbreytni í kennsluháttum og gagnger endur- skoðun þarf að fara fram á því hvern- ig mati er almennt háttað í lestri.“ Hún sagði einnig: „Lestur og rit- mál er hluti af daglegu lífi í þjóðfél- aginu og sá sem er ekki læs á á bratt- ann að sækja. Það er ljóst að framhaldsskólinn hefur um margra ára skeið fundið fyrir því að nemend- ur hafa ekki nægilega lestrarfæmi miðað við lestrarkröfur framhalds- námsins. Spyrja má hvort þjóðin sé almennt nægilega vel læs. Lág- marksviðmiðun fyiir læsi í grunn- skólum virðist vera um 100-120 orð á mínútu. Erlend viðmið fyrir full- orðna eru um 250-500 orð á mínútu fyrir almennan lestur.“ Aðferðir til að skilja Rósa fjallaði í erindi sínu um stöðu lestrarmála, þarfir nemenda, þekk- ingu kennara og skipulagt skóla- starf. „Samspil þessara þátta ræður yfirleitt úrslitum um hvernig til tekst með nám. Nauðsynlegt er að meta stöðuna á hverjum tíma, skilgreina hvernig hún hætti að vera og finna leiðir til að brúa bilið þar á milli,“ sagði hún. Hér er sagt frá nokkrum þáttum í fyrirlestri hennar. Lesend- ur geta kynnt sér hann betur á heimasíðu menntamálaráðuneytis: www.mrn.stj.is. Hún sagði að eftir níu ára nám í grunnskóla vorið 1996 hafi 'Æ hluti nemenda á Norðurlandi eystra átt við erfiðleika að etja í lestri, þar af voru 6,6% með leshömlun. Upplýs- ingar frá þrettán skólum á svæðinu árið 1997 bentu til að kennsluaðferð- ir í lestri hafi verið einhæfar, viðmið fyrir leshraða lág eða um þriðjungur ef ekki fjórðungur þess sem t.d. Bandaríkjamenn telja æskilegt og lesskilningur virtist vera metinn fremur en kenndur. „Þetta síðast- talda kemur heim og saman við um tuttugu ára gamla rannsókn Durkins sem leiddi í ljós að af 300 kennslu- stundum sem fóru í umfjöllun um lesskilning eyddu kennarar 99% tím- ans í að meta hvort nemendur hefðu skilið, t.d. með því að spyrja þá út úr, en aðeins um 1% tímans til að kenna þeim aðferðir til að skilja efni texta.“ Skyldi málum vera eins háttað á ís- landi? Að vaka og sofa á verðinum Rósa sagði að Giljaskóli hafi sl. tvö ár sett lestur og lestrarkennslu í for- gang. Þar var staða lestrar metin, sett var fram stefna um æskilega stöðu og allir almennir kennarar, báðir skólastjórnendur og sérkenn- ari tóku þátt í vetrarlöngu námskeiði um byrjendakennslu, fjölbreytta kennsluhætti, leshraða og lesskiln- ing. í vetur hafa kennarar þar verið að kenna hver öðrum sína sérfræði. Borgarhólsskóli hefur í vetur verið að innleiða markvisst skipulag á skimun á lestri í 1.-8. bekk. Starfs- hópur kennara frá öllum skólum í báðum Þingeyjarsýslum hefur í vet- ur starfað að stefnumótun í lestri. 11% almennra kennara á Norður- landi eystra hafa sótt 70 tíma nám- skeið í lestri og leshömlun. Tuttugu kennarar í Verkmenntaskólanum og Menntaskólanum á Akureyri hafa nýlega setið námskeiði um leshöml- un. „Vafalaust er svipaðar sögur að segja annars staðar frá, sögur sem lýsa ýmist slæmu ástandi eða upp- sveiflu ogframþróun. Staðreyndin er sú að ástæðulaust er að draga fjöður yfir það að vandinn er umtalsverður mjög víða varðandi lestur. Við höfum sofið á verðinum og ekki lánast sem skyldi að færa þá þekkingu sem íræðaheimurinn býr yfir inn í skól- astofuna," sagði hún. Þarfir nemenda verða ekki skil- greindar með góðu móti nema fyrir liggi viðmið um æskilega stöðu. Skil- greining á viðmiðum getur byggst á vanþekkingu eða góðum skilningi og djúpri þekkingu. Sem dæmi má taka leshraða. „Ef talið er gott að nem- endur í 5. bekk hafi náð 170-200 at- kvæðum á mínútu miðað við radd- lestrarpróf sem felur í sér einfaldan bamalegan sögutexta mætti ætla að neinendur sem ná þeim hraða séu í góðum málum. Hvað skyldi það svo segja okkur ef þessir sömu nemend- ur eiga í erfiðleikum með að lesa námsbókina Sjálfstæði íslendinga?“ spurði hún. Að senda nemendur út úr bekk Rósa sagðist vera að leiða að því rök að skóli geti ekki með góðu móti sett fram æskileg viðmið fvrir ár- angri nemenda nema þau byggi á ít- arlegri þekkingu. Þegar viðmið um árangur varðandi lestrartækni, lið- leika raddlestrar, hraða hljóðlestrar og síðast en ekki síst lesskilnings hafa verið sett fram er raunhæft að meta og túlka stöðu og þarfir nem- enda. Skimunarpróf eru lykilþættir í því sambandi. „Þau eru leitartæki til að vísa okkur á nemendur sem huga þarf betur að en almennt gerist. Ef reglubundin skimun er ekki hluti af skólastarfinu verða nemendur háðir þekkingu eða þekkingarleysi kenn- ara á hveijum tíma.“ Hún segir þá tilhneigingu hafa verið ríka í skólastarfi að senda nem- endur út úr bekk ef þeir þurfa persónulegri umönnun en sameigin- leg yfirferð námsbóka í bekk felur í sér. Hér þarf að staldra við því grein- ing má ekki verða til þess að kennar- ar vilji losna við nemanda - afgreiða hann frá sér til einhvers annars. Sumum finnst e.t.v. að hér sé kveðið fast að orði. Hér verður þó enn minnt á að það er óviðunandi þegar skólar og kennarar halda í tiltekna skipan mála ef hún gefur ekki góðan árang- ur. Skólar þurfa að geta sýnt fram á að skipan skólastarfs á hverjum tíma byggi á leiðum sem gefa hámarksár- angur í víðum skilningi." Þekking kennara er forsenda þess að hann hafi skilning á þörfum nem- enda að mati Rósu. En hvað með lesturinn sjálfan? Að stunda nám á eigin forsendum „Nú er það svo að skólar reyna að sinna vel nemendum með leshömlun með því að bjóða þeim ítarlega lestr- arkennslu til lengri eða skemmri tíma. Þessi kennsla gengur venju- lega undir heitinu „sérkennsla" og Dæmi „Ég las aldrei hratt en mér lannst ekkeii erfltt að lesa. Ég skrifaði alltaf ipjBg vit- laust. Þegar dg fór að !æra erlend tungumál fann ég fyrst fyrir erfiðleikum. Ensk- an hefur atltaf verið mjög slæm hjá mér, bæði þegar ég les, hlusta og skrifa. Mér finnst erfítt að komast í gegnum iöug orð og muna hvernig á að bera fram orðin. Þótt kennarinn færi yfír það í tfmunura var ég búin að gleyma þvf þegar ég kom heim. - Já, ég hefði viþ'að læra eitthvað." Þrítvg ófaglærð kona fer oftar en ekki fram utan almenns bekkjarstarfs,“ sagði Rósa. Nem- endum er oftast kennt nokkrum saman í hóp tvisvar til þrisvar í viku. Við þessa skipan yfirtekur sér- kennarinn venjulega ábyrgð og um- sjón með lestrarkennslunni. Bekkj- arkennarinn ýmist styður við sérkennsluna eða hættir afskiptum af lestri nemandans meðan á sér- kennslu stendur, e.t.v. árum saman. Sérkennsla af þessu tagi er dýrasta kennsla hvers skóla. Þessa skipan mála þekldr margt íslenskt skólafólk vel. Rósa setti fram miklar efasemdir um að þessi háttur sé sá sem gefur nemendum mestan og bestan árang- ur. Hún setti einnig fram þá skoðun að hinn almenni kennari sé eða ætti að vera helsta haldreipi nemenda. Bekkjai-kennarinn þekkir nemand- ann best og hefur mesta svigrúmið til að sinna honum. Faggreinakennar- inn kemur næst á eftir, hittir nem- andann a.m.k. vikulega ef ekki fjór- um til fimm sinnum í viku. í hinu hefðbundna skipulagi hittir sér- kennarinn nemendur e.t.v. jafnoft og faggreinakennarar. Það dugir þó ekki til vegna þess að hin persónu- bundna aðstoð og það að stunda nám á eigin forsendum þarf að hríslast inn í allt námið hvar sem er, hvenær sem er. Nemandinn er kjarni skólastarfsins „Skipuleggja þarf starfið í skólan- um út frá mikilvægi hins almenna kennara. Það er löngu þekkt að um- bætur og skólaþróun takast þá fyrst þegar hinn almenni kennari fóstrar hugsunina innan veggja kennslustof- unnar. Kjaminn er nemandinn og þarfir hans,“ sagði hún. „Næstir hon- um standa þeir kennarar sem kenna honum mest. Öflugt stoðkerfi ráð- gjafa er í næsta hring, ætlað til að styðja við kennarann og nemandann beint, sé þörf talin á. I ýmsum tilvik- um mun þurfa tveggja kennara kerfi þar sem kennarar deila jafnri ábyrgð á undirbúningi, kennslu og mati. Hluti af skipulagi skóla þarf að vera viðvarandi matsvinna. Skólinn setur sér viðmið fyrir árangm1 og metur þarfir nemenda út frá þeim viðmið- um. Þegar þarfir nemenda eru ljósar metur skólinn hve mikið þarf að styðja við kennara til að þeir verði færir um að mæta þessum þörfum nemenda. í framhaldinu er skipulögð ráðgjöf og endurmenntun til að gera kennarana hæfari til að mæta sífellt fjölþættari þörfum nemenda. Sá háttur að vísa nemendum frá bekkjarkennslu að hluta eða öllu leyti leiðh- það af sér að bekkjar- kennarinn og faggreinakennarinn læra ekki að takast á við sífellt fjöl- breyttari verkefni. Þeirra fæmi verður „status quo“ - lítt breytanleg - enda finna þeir lausnir í því að af- greiða nemendur frá sér til ein- hverra annarra sem þeim finnst að ættu að geta meira en þeir sjálfir. Er þetta ásættanlegt?" Punktar af málþingi ► Málþing menntamálaráðuneytis um lesskimun og lestrarörðug- leika var haldið 6. júní frá kl. 9:00- 17:00 ► Málþingisstjóri var Jónína Bjartmarz alþingismaður og for- maður Heimilis og skóla. Meðai þeirra sem skipulögðu málþingið voru Guðni Olgeirsson deildar- sérfræðingur og Erla Ósk Guð- jónsdóttir stjómarráðsfulltníi. ► Á málþingi var m.a. fjallað um forvamamarstarf, greiningu dyslexíu, kennsluaðferðir og námsefni. Guðni Olgeirsson sleit þinginu með þeim orðum að fag- stéttir þyrftu að vinna saman með * foreldrum og nemendum að því að þjónustan vegna dyslexíu yrði góð í skóla án aðgreiningar. ► Menntamálaráðherra skipaði framkvæmdanefnd á árið 1998 til að þróa áfram lesskimun í gmnn- og framhaldsskólum. En hún var lögð niður. Ráðherra sagði á þing- inu: „Töluverðar vonir tengdust störfum nefndarinnar, enda sátu þar fulltrúar þeirra stofnana og félaga, sem helst hljóta að koma að framkvæmd þessa verkefnis í sam- ræmi við nýju skólastefnuna. Því miður varð ágreiningur um leiðir að markinu og forgangsröðun verkefna til þess að nefndarstarfið skilaði ekki þeim árangri, sem að var stefnt. Annars vegar var sagt, að allt handbært fé ætti að nota til að þróa séríslenskt lesskimunar- próf með tilheyrandi rannsóknum og umtalsverðum kostnaði, hins vegar var talið skynsamlegt, að fjánnagn yrði einkum nýtt á þessu ári til að koma á lesskimunarkerfi í grunnskólum með því að styðja við þróun lesskimunartækja _ /prófa sem eru á lokastigi. /Ég ætla ekki að relqa hin ólíku sjónar- mið nánar, því að vafalaust munu : þau koma fram í máli manna hér á r þessu þingi. Ágreiningurinn um leiðir varð hins vegar til þess, að ég ákvað að þakka nefndinni fyrir vel unnin störf og tók framkvæmd- ma að mestu inn í ráðuneytið." Björn Bjarnason ákvað í kjölfarið að leita fremur til þeirra sem væru langt komnir með að þróa, þýða og staðfæra tæki og próf til að skima lestur meðal barna. ► Dyslexía er ráðgáta. Hún virðist eiga sér flókinn uppruna í taugakerfinu og stundum birtist samband milli lestrarörðugleika og hreyfigetu. Oftast birtist hún í óvæntum námserfiðleikum. ► Leiðin að því markmiði að greina námsörðugleika vegna dys- lexíu verður sú að styðja fjöl- breyttar aðferðir og ýmiss konar tæki og próf og leyfa þeim að keppa sin á milli. (Leiðimar eru annaðhvort miðstýring eða sam- keppni.) Tæki sem gefur góðan árangur stendur áfram, annað líður undir lok. Þótt æskilegt sé að þróa sér- íslenskt lesskimunartæki, er ekki talið ráðlegt að slíkt tæki verði ráðandi í kerfinu. Sveitarfélög og skólar geta valið og þróað sínar leiðir. ► Námsráðgjafar bentu ítrekað á á málþinginu að skólar ættu að nýta sérþekkingu þeirra til að vinna með dyslexíu-nemendum. <' Þeir gætu veitt góða þjónustu og m.a. kennt þeim námstækni. ► Þverfagleg nálgun á dyslexíu virðist vera vænlegust til vinnings. Engin ein fagstétt ræður við hana. Samstaða og samstarf! Ekki sundmng og deilur um keisarans skegg.! ► Dyslexía er ekki einhliða. Hún þýðir erfiðleikar með orð. Hún er sértæk les- og stafsetningarhöml- un/röskun/eifiðleikar. Hún er tor- læsi, lesblinda, orðblinda. ► Dyslexía birtist mismunandi eftir aldri: Á leikskólaaidri: Mál- - tmflanir em oft merkjanlegar eða undirliggjandi. Á gmnnskólaaldri: Lestrarerfíðleikar hamla mest námi en stafsetningarerfíðleikar em líka. Önnur skólast ig: Staf- setningarerfíðleikar í íslensku og tungumálum, stundum Iestrarerf- iðleikar á erlendum málum, jafn- vel íslensku. 'C
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.