Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 41
------------------------
uðum verktökum á Keílavíkurflug-
velli um tíma og um árabil hjá
Siglufjarðarbæ. Á efri árum sinnti
hann skógrækt í unaðsreit þeirra
Siglfirðinga á Skarðsdal.
Þrátt fyrir árin 82 kom andlát
Jónasar á óvart því hann hafði alla tíð
verið heilsuhraustur, ungur í anda og
alltaf hress og kátur. Glaðvær og
hress sem alltaf fyrr tók hann á móti
okkur sl. sumar og var engum í huga
kveðjustund á þeim tíma. Eftir erfiða
hjartaaðgerð og stutta legu á Land-
spítala lést hann.
Jónas var tryggui', mikill dugnað-
armaður, ósérhlífinn og vildi leysa
hvers manns vanda. Þannig minn-
umst við þessa góða drengs sem var
ekki aðeins frændi okkar heldur góð-
ur og traustur vinur og lærifaðir.
Við þökkum fjölmargar samveru-
stundir um leið og við sendum Mar-
íönnu, Jónu, Önnu og Magnúsi okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Anna, Bogi, Ólafur og Gústav.
Vamai-leysi lífsins gagnvart dauð-
anum er mikið. Á uppstigningardag
lést á sjúkrahúsi Reykjavíkur Jónas
Sigurður Stefánsson, oftast kenndur
við Sfldarverksmiðjuna Rauðku á
Siglufirði. Hann verður til moldar
borinn frá Siglufjarðarkirkju í dag,
og lagður til hinstu hvflu við hlið sinn-
ar kæru eiginkonu Rósbjai'gar, lát-
innar fyrir nokkrum árum, eftir erfið
veikindi.
Þau hjón eru öllum sem til þekktu
mikill harmdauði. Kynni okkar Jón-
asar hófust snemma. M.a. sökum ná-
grenndar, innan LIONS hreyfingar-
innar og svo auðvitað í búðinni.
Við urðum nánari síðar.
„Mér leiðast lofgerðarrullueftir-
mæli um fólk,“ sagði Jónas, eitt sinn
þegar við bárum saman bækur okkar
um minningargrein í blaði um mann-
eskju sem við þekktum báðir.
Reynt verður að sneiða hjá því hér.
í aumingjaskap og heigulshætti
nútímans vantar hnunndagshetjur
eins og Jónas í Rauðku var. Þar fór
maður hár vexti, myndarlegur á velli
og ljúfmenni. Stundum hafði hann
hátt, en aðeins þegar það átti við.
Maður vissi hvar Jónas fór.
Fyrir fáeinum dögum síðan, á okk-
ar hinstu stund í sól og sumaryl sitj-
andi útá svölum hjá Hrönn og Magn-
úsi, í afmæli Palla, afaguttans okkar,
sagði Jónas að hann gæti ekki lifað
svona lengur með sjúkdómi sínum.
„Mér finnst ég vera í fangelsi og ætla
í þessa aðgerð þó ég komi heim í
kistu.“ Sú varð raunin, því miður.
Svona talar bara fólk sem meinar það
sem það segir.
Þessum hetjum fer fækkandi.
Mér er í unglingsminni reglusemin
og myndarskapurinn að Hverfisgötu
2 hérna á Sigluftrði, heimili Jónasar
og Rósbjargar. Hún var kjólasauma-
meistari að mennt, einstaklega
smekkleg, myndarleg og mikil mann-
eskja. Eftir hana liggja margar fal-
legar og minnisstæðar flíkur.
Já, Húsið í Hverfisgötunni. Ávallt
snjóhvítt eins og nýmálað uppí
brekkunni, og þótt komið væri til ára
sinna sást hvorki rispa eða blettur á.
Blómin, trén og grasið í garðinum
minnti á suðrænar slóðir, stelpurnar
og Maggi til fara eins og á 17. júní.
Zephyrinn (F-122) sem Olafur lækn-
ir átti, og síðar Cortinan (F-119) sem
Ási slapstjóri átti, stífbónaði þær á
götunni fyrir neðan.
Það var ekki algengt í þá daga að
daglaunamenn ættu einkabfl.
Jónasi hélst einstaklega vel á.
Hann kom oft og verslaði í búðinni
hjá mér, bæði fyrir Rauðku, bæjar-
sjóð, hitaveituna o.fl. Þegar innkaup-
um fyrir vinnuveitandann var lokið,
þá kom yfirleitt þessi gullvæga: „og
svo einn Grúnó Siggi minn“.
Þeir sem Jónas þekktu muna hann
með pípu í munni.
„Það er erfitt að vinna með fólki
sem ekki getur tekið ákvarðanir,11
sagði Jónas. Hann var stærstur þeg-
ar mest lá við. Stresslaus en ákveð-
inn og rólegur, oftast verkstjóri.
Þess minnast þeir sem með honum
störfuðu.
Sjón Jónasar hrakaði síðustu árin
sem hann lifði, og háði það honum
fjarskalega. En hann heyrði samt vel
og fylgdist mjög vel með. Þegar við
hittumst vildi hann fá fréttir, því ekki
gat hann lesið. Jónas þekkti nefni-
lega fólk á röddinni. Gömlu dagana
mundi hann eins og gerst hefðu í
gær, sérstaklega æsku sína og upp-
vaxtarár.
Aðallega úr Fljótum, hans kæru
svejt.
Ég kveð þig nú, eins og við kvödd-
umst yfirleitt: „Bless vinur og hafðu
það gott.“
Sigurður Fanndal.
Ég vissi vel af Jónasi meðan hann
vann bæði í Sfldarverksmiðjunni
Rauðku þar sem hann verkstjóri í
mörg ái' hjá Snorra Stefánssyni og
síðan í Áhaldahúsi Siglufjarðar þar
sem hann sá um ýmis sérverkefni.
Ég kynntist Jónasi ekki að ráði
fyrr en ég tók við rekstri Hitaveitu
Siglufjarðar árið 1981. Jónas hafði þá
um nokkurt skeið séð um dælur og
dreifikerfi veitunnar hjá áhaldahúsi
bæjaiins.
Eftir orkukreppuna 1973 sam-
þykkti bæjarstjórn Siglufjarðar á
fundi 7. nóvember 1974 að hefja
framkvæmdir við byggingu á hita-
veitu í Siglufirði þai' sem vatn yrði
tekið úr Skútudal. Framkvæmdir
dreifðust á árin 1975-76 og fyrstu
húsin tengd veitunni í desember
seinna árið. Það var mikið verk að
leggja hitaveitu um allan bæinn og
hvíldi það verk á starfsmönnum
áhaldahússins undir stjóm Þorsteins
Jóhannessonar bæjarverkfræðings.
Það kom í hlut Jónasar að vera verk-
stjóri við lögn á aðveituæðinni úr
Skútudal og fylgja eftir borunum og
uppbyggingu á dæustöðvum. Hann
sinnti þessum störfum þegar hita-
veitan var sameinuð rekstri rafveit-
unnar og flutti í áhaldahús veitnanna
og starfaði þar þangað til hann lét af
störíúm 1987.
Rafveitan sinnti strax útgáfu og
innheimtu hitaveitureikninga sem
voru eftir hemlakerfi. Á þessum tíma
voru bæði erfið ár veðurfarslega svo
skall á önnur olíuverðshækkun 1978,
og hitaveitan bjó við erfiða stöðu með
vatnsöflun úr Skútudal. Reyndi mjög
á Jónas á þessum árum, hann var í
sambandi við viðskiptavinina sem
vildu að sjálfsögðu fá skammtinn
sinn sem þefr keyptu um hemlana en
höfðu kanske ekki allir skilning á hve
veitan stóð illa með vatnsöflun. Árið
1978 var keypt kyndistöð til að yfir-
hita vatnið úr Skútudal og spara með
því dælingu. Eftirlit og umsýsla á
kyndistöðinni bættist á starfsmenn
áhaldahússins og var krafa frá not-
endum um kyndingu oft óbilgjörn, en
þeir bjuggu við mjög háa gjaldskrá
fyrir heita vatnið. Eg minnist þess
frá þessum árum hvað Jónsasi var
lagið að sinna þessum samskiptum
við viðskiptavinina. Hann var ein-
stakur starfsmaður, þægilegur í um-
gengni, samstarfsfús og hvers manns
hugljúfi.
Jónas var fæddur í Fljótum og
vann hann eins og fleiri ungir menn
við virkjun Skeiðsfossvirkjunar 1945,
ég veit að hann vann við að reisa há-
spennulínuna til Siglufjarðar.
Hann lýsti því fyrir mér og þeim
aðstæðum sem starfsmenn urðu að
búa við, staurar í línuna dregnir út á
hestum og reistir með gálga og hand-
afli. Allar holur grafnar með skóflum.
Þetta starf höfðaði mjög til hans og
við bilanir og viðgerðir leitaði ég til
hans og gekk hann í staura og tók
þátt í viðgerðum fram á sjötugsaldur.
Jónas starfaði í ýmsum félögum,
var t.d. um árabil í Lionsklúbbi Siglu-
fjarðar, Bridgefélagi Siglufjarðar og
Skógræktarfélagi Siglufjarðar þar
sem hann var í stjórn um árabil.
Eftir að hann hætti störfum held
ég að skógræktin í Skarðsdal hafi átt
hug hans, átti hann þar ásamt félög-
um sínum margar stundir á sumrin.
Síðustu árin starfaði Jónas í félagi
eldri borgara og var í stjórn þess,
hann hafði gaman af að spila eins og
fleiri Fljótamenn og greip í spil fram
á síðasta dag.
Jónas missti Rósu eiginkonu sína
30. júlí 1998. Ég tel að sá missir hafi
dregið úr lífslöngun hans. Engu að
síður vildi hann gangast undir ei'fiða
aðgerð sem reyndist honum um
megn.
Ég kveð þennan vin minn og þakka
honum þau ár sem við unnum saman,
bömum hans og fjöskyldum þeÚTa
sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
Sverrir Sveinsson.
+ Pála Katrín Ein-
arsdóttir fæddist
26. nóvember 1909 á
Hörgslandi og lést á
elliheimilinu Grund
4. júní síðastliðinn.
Foreldrar Pálu Kat-
rínar voru Einar
Pálsson, f.1880,
d.1972 og Guðríður
Ólafsdóttir, f. 1874,
d.1929. Systkini
hennar voru: Ragn-
heiður Sigurlaug, f.
12.5.1907, d.
25.5.1908 og Halldór,
f. 1912, d.1948.
Pála eignaðist þrjú böm með
Björgvini Pálssyni, f. 1.4.1909 frá
Hofi á Öræfum, d. 3.4.1942 í
Reykjavík. Börn þeirra eru l)Guð-
mundur Einar, f.1933, maki:
Fanney Óskarsdóttir, búsett í
Hafnafirði. Þeirra börn eru a)Ein-
ar Páll, f.1958, b)Óskar Hrafn,
f.1959, c)Björgvin Smári, f.1962,
d)Sigrún Birgitta, f.1963. e)Elín
Þuríður, f.1965, f)Guðmundur
Finnur, f.1969, g)Klara Guðrún,
f.1972. Uppeldissonur, sonur
Fanneyjar, Sigurður Pétur Sig-
mundsson, f.1957. 2)Már Ágúst, f.
1937, maki: Inga Ingvadóttir bú-
sett í Reykjavík. Þeirra dætur eru:
Elsku amma. Þegar ég sest niður
til að skrifa nokkur orð koma margar
góðar minningar upp í hugann. Þú
varst södd lífdaga enda komin á ní-
tugasta og fyrsta aldursárið. Þú
hafðir lifað margt bæði súrt og sætt,
misstir móðir þína ung og varst ung
orðin ekkja með þrjú böm. Þú bjóst
á Hörgslandi ásamt föður þínum og
aldraðri tengdamóður þinni, bróður,
mágkonu og þremur dætmm þeirra,
einnig var þar vinnufólk eins og tíðk-
aðist þá. Þar var verslun gerð út frá
Vík, fyrst Halldórsverslun og síðan
Verslunarfélag Vestur-Skaftfell-
inga. Þar var bróðir þinn útibústjóri
er hann féll skyndilega frá. Þá tókst
þú við hans starfi og saman rákuð þið
Sóla mágkona þín heimili með fóður
þínum og sex börnum ykkar. Þar fór
fram einstök samvinna ykkar, sem
aldrei bar á skugga á stóru heimili
sem var um og yfir tíu manns, fyrir
utan allar gestakomur sem óhjá-
kvæmilega fylgdu rekstri verslunar-
innar. Þú talaðir aldrei um að þetta
hafi verið erfiðir tímar, þetta bara
var svona. Það tók því ekki að fást
um það. Margar góðar minningar
fara í gegnum hugann er minnst er á
búðina þína eins og við systkinin
kölluðum hana. Þar var gott að
koma. Eins varst þú alltaf tilbúin að
hjálpa og gera öðrum greiða, sauma-
vélin þín stóð tilbúin uppi á borði
bæði til að laga, bæta og sauma nýtt.
Margar peysur, sokkar og vettlingar
hafa farið um hendur þínar svo ég
tali nú ekki um allt sem þú saumaðir
út. Þetta kom öllum vel því að barna-
hópurinn í kring um þig stækkaði
ört. Þegar ég bjó í Vesturbænum fór
ég ófáar ferðir til þín á Framnesveg-
inn, þar var margt skrafað, við tók-
um okkur til við að raða öllum mynd-
unum þínum. Við það fékk ég
margai' sögur sem ég geymi í minn-
ingum mínum. Guð geymi þig elsku
amma mín.
Bryndís F. Harðardóttir.
a)Dagrún, f.1692, b)
Berglind, f.1965,
uppeldissonur, son-
ur Ingu, Ingvar Hall-
dórsson, f. 1956. 3)
Ragnheiður Björg,
f.1939, maki: Hörður
Kristinsson, búsett á
Hunkubökkum.
Þeirra böm eru: a)
Björgvin Karl, f.
1957, b)Bryndís
Fanney, f. 1959, c)
Þóranna, f. 1960, d)
Margrét, f. 1960, e)
Pálmi Hreinn, f.
1965.
Pála var bústýra hjá foður sín-
um á Hörgslandi frá 1929 til 1958,
hjá syni sínum þar 1958 til 1971.
Pála starfaði sem útibústjóri lijá
Halldórsverslun árið 1948 til 1951
er Verslunarfélagið tók við
rekstrinum til ársins 1971. Hún
flytur til Reykjavíkur ásamt Jóni
Lárussyni, f. 31.7.1908, d.2.3.1986,
að Framnesvegi 46. Árið 1974
gifta þau sig. Pála var búsett að
Framnesvegi 46 er hún flytur að
Elliheimilinu Grund
6.11.1993.
Útfór Pálu Katrínar verður
gerð frá Prestbakkakirkju á Síðu f
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
nesveg 56, og var hennar heimili
uppfrá því þar, en síðustu ár dvaldist
Pála á Elliheimilinu Grund og lést
þar. Ég kom á sjöunda ári til sumar-
dvalar á heimili þínu og fjölskyldu í
stóran frændgarð minn, og voru
næstu fjögur sumur þar þau beztu á
mínum æskuárum. Þar kynntist ég
almennum sveitastörfum og oft var
nú gaman þegar verið var að hjálpa
til við afgreiðslu á pöntunum til út-
keyrslu varnings til hinna ýmsu
bæja í sveitinni. Þessi tími var yndis-
legur við leik og störf, og er „sveitin
mín“ á Síðunni sú yndislegasta í mín-
um huga. Ég vil af öllu hjarta þakka
þér fyrir öll okkar góðu ár og hlýhug
í minn garð. Börnum þínum og
þeirra fjölskyldum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur, hafðu
ætíð þökk fyrir allt og allt.
Hafdfs Hannesdóttir.
Farin er í ferðina löngu hún Pála
frænka okkar frá Hörgslandi á Síðu.
Pála var systir pabba okkar og í
návist hennar ólumst við systurnar
upp fyrstu ár ævi okkar. Á Hörgs-
landi var verslun þegar við vorum að
alast þar upp. Þar voru mikil umsvif
og sá Pála alfarið um rekstur versl-
unarinnar.
Það hlýtur að hafa verið óvenju-
legt fyrir 50 árum að kona tæki að
sér slíkt starf. Fyrir okkur systumar
var það heill ævintýraheimur að fá
að vera í búðinni hjá Pálu. Þar feng-
um við að vigta brjóstsykur sem kom
í háum, mjóum silfurlituðum stömp-
um með flutningabflnum frá Reykja-
vík og líka að vigta rúsínur og
sveskjur og setja í brúnu pokana.
Þetta fannst okkur vera mikið
ábyrgðarstarf.
Þegar vinnudegi var lokið kom
Pála heim og tók til við bókhaldið og
skrifaði nótur bæði stuttar og lang-
ar. Pála hafði einstaklega fallega rit-
hönd og oft fengum við systurnar að
standa við skrifborðið og fylgjast
með. Pála var einnig mjög flink við
alla handavinnu og marga fallega
kjóla saumuðu þær saman móðir
okkar og hún.
Pála var alveg sérstaklega barn-
góð og nutum við þess svo sannar-
lega öll okkar ár með henni á Hörgs-
landi.
Elsku Pála, nú þegar komið er að
leiðarlokum viljum við bróðurdætur
þínar þakka þér samfylgdina og alla
þá hlýju sem þú sýndir okkur.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við Mumma, Má, Ragnheiði og
fjölskyldum.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt
ogallt
hver minning er dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
þinn kærleikur í verki var gjöf sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj.Sig.)
Sigurlaug, Erla og Hadda
Halldórsdætur.
Það var okkur Benna mikil gæfa
að fá, í rúm sex ár, að búa á neðri
hæðinni hjá henni Pálu í litla húsinu
við Framnesveg. Það var í maí árið
1988 að við fluttum inn. íbúðin var
hvorki stór né glæsileg en húsinu
fylgdi notalegur andi og við unga
parið vorum himinlifandi. Pálu hafði
ég þekkt áður sem ömmu mágkonu
minnar og ýmsar skondnar sögur
hafði ég heyrt af henni. En að fá að
kynnast þessari ótrúlegu konu sem
kvartaði aldrei undan erfiðleikum og
ósanngirni lífsins, þótt hún hafi
reynt meira en margur annar, og leit
ávallt björtum augum á tilveruna,
það er dýrmæt reynsla sem ég bý að.
Pála Katrín var einstök á margan
hátt. Hún var mikill mann- og dýra-^
vinur sem ætlaðist ekki til neins af
öðrum. Það væri hægt að skrifa
langa grein til að lýsa mannkostum
hennar en í stuttu máli sagt var hún
góð manneskja. Mjög góð mann-
eskja, ein af þeim bestu sem ég hef
kynnst.
Góðar minningar eru eitt það dýr-
mætasta sem lífið gefur okkur og
þær á ég margar sem tengjast Pálu
og húsinu hennar. Sumar eni festar
á filmu en aðrar geymdar í hjartanu.
Mynd af Fannari á fyrsta ári með
Gutta, kettinum hennar Pálu, er ein
af þessum dýrmætu myndum sem
minna á lærdómsríkan tíma hjá ein-
stakri konu. Að minningunum munu
ég og aðrir sem þekktu hana áfram
búa þótt hún sé nú farin.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þokk fyrir allt og allt
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem)
Dagrún Guðlaugsdóttir.
PÁLA KATRÍN
EINARSDÓTTIR
Pála ólst upp hjá foreldrum sínum
á Hörgslandi og vann þar við öll al-
menn sveitastörf. Ung kynnist Pála
föðurbróður mínum, Björgvini, og
hefja þau sambúð á heimili hennar,
og eignast þijú börn. Veikindi
Björgvins settu strik í reikning í
þeÚTa sambúð, en hann dó 1942 frá
þremur ungum bömum, og var
hennar lífsbarátta erfið á þeim árum.
Halldór bróðir Pálu hafði tekið að
sér starf sem útibússtjóri verzlunar-
félags Vestur-Skaftfellinga á
Hörgslandi og eftir fráfall hans tók
Pála við því starfi og sinnti af rausn í
um tuttugu ár. Þá kynnist Pála Jóni
Lámssyni er hún síðar giftist.
Bjuggu þau fyrst á Hörgslandi en
fluttu síðar til Reykjavíkur, á Fram-
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
I
Baldur
Frederiksen
útfararstjóri,
sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
V.........................................................—.......■« -