Morgunblaðið - 10.06.2000, Side 43

Morgunblaðið - 10.06.2000, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 4^ ARNI EINARSSON + Árni Einarsson fæddist í Reykja- vík 28. desember 1944. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu í Reykjavík 2. júní síðastliðinn og fór útfor hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 9. júní. Einaæviogskamma eignasthverumsig Þessar ljóðlínur Guðmundar Böðvars- sonar koma ósjálfrátt upp í hugann, þegar samferðarmaður fellur óvænt frá á miðjum starfsdegi löngu fyrir aldur fram. Þannig kvaddi góður vin- ur og samstarfsmaður til margra ára, Ámi Einarsson, framhalds- skólakennari, þessa jarðvist þann 2. júní sl. Kynni okkar Áma urðu fyrst og fremst á kennarastofu Fjölbrauta- skólans í Breiðholti og í því fjöl- breytilega og merkilega menningar- starfi sem unnið hefur verið innan veggja þeirrar merku stofnunar um langt skeið. Arni Einarsson var á ýmsan hátt sérstakur maður, óvenju fjölhæfur og lék þar flest í höndum hans og huga. Hann gekk til smíða eins og lærður húsasmiður, nam og kenndi sálfræði og tölvufræði jöfnum hönd- um og kennsla í fleiri greinum var á valdi hans, ef á þurfti að halda. Starf deildarstjóra félagsgreina hafði hann með höndum um skeið og sinnti því bæði af ræktarsemi og áhuga. Þá er að árétta það sem ekki er minnst virði, hvemig Ámi leitað- ist við að skapa í kringum sig frjóa og menningarlega um- ræðu í stopulum hléum á kennarastofu skólans. Kom þar oft og vel fram, hversu víðlesinn og vel að sér hann var í hinum ólíkustu mála- flokkum. Auðvitað kunni hann góð skil á flestum þátt- um lista og menningar auk hinna hefðbundnu háskólafræða, en jafn- oft kom hann viðmæl- endum sínum gjörsam- lega á óvart með yfirburðaþekkingu á svo ólíkum sviðum sem siglingafræð- um sjófara og seglabúnaði eða upp- byggingu og gerð nýjustu þotu- hverfla og orkugjafa þeirra eða þá að hann flutti dálítinn fyrirlestur um kínverska heimspeki. Fyrir fáum árum dreif Ámi sig til Skotlands í framhaldsnám í sálfræði. Ekki minnist ég þess að eins árs skólaganga hafi haft jafn afdrifarík og djúpstæð áhrif á neinn kunningja minn í kennarastétt sem námið í Skotlandi hafði á Árna. Ljóst var að hugsun hans og margvísleg viðhorf höfðu gengið í gegnum einskonar hreinsunareld og endurmat við að komast í tengsl við margt af því nýj- asta í sálfræðivísindum nútímans. Og það sem meira var, Ámi deildi af miklum áhuga með sér þeim fræðum og þeirri viðhorfsbreytingu sem hann hafði numið og tileinkað sér á þessu mikilvæga námsári. Þannig má fullyrða að hann hafi verið í hópi þeirra kennara, sem sí- fellt auka við sig í þeirri viðleitni að verða betri fagmenn. Hógværð og stilling vora skap- gerðareinkenni Áma Einarssonar. Þrátt fyrir óvenju ríka hæfileika og góða menntun bæði í skólum og utan þeirra svo sem hér að framan er nefnt, miklaðist hann aldrei af sínu heldur dró sig miklu frekar í hlé, ef hann mat stöðuna þannig að einhver annai' þyrfti að koma skoðun á fram- færi. Það verður h'ka að kallast mikil ögun að sjá jafn hæfileikamikinn og skapríkan mann og Árni var aldrei að æsa sig upp í heitri umræðu eða skipta skapi að heitið gat. Þá var hann mannasættir og vildi alltaf leggja gott til og lagði oft mikið á sig til að ná samstöðu um farsæla lausn. Það verður sjónarsviptir að Árna Einarssyrú. Kennarastofa Fjöl- brautaskólans í Breiðholti verður ekki söm eftir. Margir nemendur skólans munu sakna góðs og einlægs kennara og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti sér á bak einum sínum dyggasta þjóni. Það er mikið áfall, þegar atorku- samt og gott fólk fellur frá á miðjum starfsaldri. Menn reyna á slíkum stundum að hugga sig við minning- una um það góða og bjarta og öll hin vel unnu verk látins vinar. En í huga manns vakir samt vitneskjan um það, að ekkert verður eins eftir og að aldrei kemur maður í manns stað, nema í orði. Því mun minningin um Árna Ein- arsson lifa með okkur samferðar- mönnum hans meðan dagar gefast og vitundin um þennan góða dreng og hvemig hann vildi efla og auðga samtímann mun reynast styrkur til þess að auka áfram gjöfult og heil- brigt mannlíf. Þannig mun minning- in um Ama Einarsson gera margvís- legt gagn og árétta að ævi eins manns og áhrif er eitthvað allt annað og meira en þær tilteknu stundir sem tímaglasið telur. Árna Einarssyni er hér með þökk- uð elskuleg samfylgd og ástvinum hans vottuð einlæg samúð. Blessuð sé minning hans. Þorkell St. Ellertsson. + Magnús Erlends- son fæddist í Tíðagerði á Vatns- leysuströnd 4. des- ember 1918. Hann Iést á Sólvangi í Hafnarfirði 30. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Kristín Gunn- arsdóttir og Erlend- ur Magnússon, er þá bjuggu í Tíðagerði, en fluttu að Kálfa- tjörn 25. mars 1920 með fimm böm' sín. Magnús var þeirra næst yngstur. Systkini hans eru Ingibjörg, f. 1915, Ólafur, f. Ég stend til brautar búinn mín bæn til þín og trúin er einkaathvarf mitt. (M. Joch.) Nú þegar Magnús, móðurbróðir minn, hefur kvatt þetta jarðlíf, langar mig að minnast hans fáein- um orðum. Hann lést eftir erfiða sjúkrahúsvist og nærfellt þriggja ára legu á Sólvangi, þar sem hann vantaði allan mátt til hreyfinga og getu til að tjá sig. Hins vegar þekkti hann alla, brosti eilítið og hvíslaði já eða nei eftir því sem við átti og hvað spurt var um. Það hlýtur að vera þungbært manni, sem hefur átt starfsama ævi að hljóta það hlutskipti að ligga rúm- fastur og upp á umönnun annarra kominn áram saman. Magnús flutti ungur að Kálfa- tjörn og ólst þar upp við leiki og störf á mannmörgu menningar- heimili, þar sem saman fóra bú- skapur og útræði. Þar lærði hann snemma til verka og vann m.a. við breytingar á kirkjuturninum á Kálfatjörn og byggingu íbúðar- hússins þar á áranum 1935-36, þá innan við tvítugt. Eftir það stóð 1916, Herdís, f. 1917, og Gunnar, f. 1920 (látinn). Fóst- ursystkini Magnús- ar, Kristinn Erlend- ur Kaldal Michaelsson, f. á Kálfatjörn 1934 (lát- inn) og Linda Rós Michaelsdóttir, f. 1951, sem ólst þar upp frá 9 ára aldri. Utför Magnúsar fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 10.30. Jarðsett verður í Kálfaljarnar- kirkjugarði. hugur hans til sjós og sótti hann vélstjóranámskeið í því skyni, en sjóveiki setti honum stólinn fyrir dyrnar á þeim ferli. Eftir það tóku við ýmis störf, aðallega við bygg- ingar, m.a. tók hann þátt í að reisa Laugarneskirkju í Reykjavík. Þá vann hann með eigin vörubíl á Keflavíkurflugvelli og síðar í frysti- húsinu í Fífuhvammi, þar sem var eins konar heimavist, og þar líkaði honum lífið vel. Síðustu áratugi starfsferils síns vann hann svo við skipasmíðar í Bátalóni. Öll þau ár var hann bú- settur í Hafnarfirði og átti þar heimilisfang til æviloka. Þó hann yndi sér vel í Firðinum voru æsku- stöðvarnar á Kálfatjörn honum ávallt kærastar, og þangað fór hann í öllum frístundum og kallaði það að fara heim. Þar naut hann útivistar í náttúrunni, dyttaði að girðingum og öðru sem til féll á sveitabýli, fór í gönguferðir með sjónum, oftast inn í Keilisnes, og kom þá gjarna við á Bakka eða Litlabæ á heimleiðinni og heilsaði upp á vini og kunningja. Þó Magn- ús væri einfari og léti lítið fyrir sér fara í fjölmenni, var hann glaður á góðri stund í fámennum hópi. Upp- áhaldsumræðuefni hans var skipa- smíðar og sjávarútvegur, og fylgd- ist hann vel með í þeim efnum. Hann vissi deili á flestum skipum, aldur þeirra, hvar þau vora smíðuð, hverjir eigendur og hver mestu aflaskipin, enda safnaði hann að sér fjölda heimilda í þeim efnum. Ég man í uppvexti mínum á Kálfatjörn, hvað ég hlakkaði alltaf til á föstudögum, þegar Maggi frændi kom með sjörútunni, klædd- ur í gráan rykfrakka með gráa der- húfu og ferkantaða litla brúna ferðatösku. Hann kom með fréttir úr Firðinum eða innanað, eins og það var kallað, og Vísi og seinasta Mánudagsblað, og á föstudags- kvöldum fékk maður að vaka svolít- ið og hlusta á fullorðna fólkið rabba um heima og geima. Sumarkrakk- arnir á Kálfatjörn kölluðu hann líka Magga frænda og hændust óspart að honum, enda var Magnús mjög vinsæll meðal barna og ung- linga, sem höfðu gaman af að fá hann til að glettast við sig. Aldrei mátti slíkt þó ganga út í öfgar. Magnús var dagfarsprúður mað- ur, sem tróð ekki öðrum um tær, orðvar með afbrigðum og hallaði aldrei á nokkurn mann. Hann gekk hljóðlátur og hógvær um lífið, var vinnuveitendum sínum hollur og gegn og vann fram undir sjötugt, þrátt fyrir eril og hávaða, sem gjarnan fylgir skipasmíðum og hlýtur að hafa verið erfitt starf höf- uðveikum manni eins og Magnús var lengst af. Að lokum skal þakkað þeim, sem heimsóttu Magnús í langri sjúkra- vist hans. Ber þar fyrstan að nefna Ólaf, bróður hans, sem kom til hans tvisvar í viku, og einnig Árna Ingv- arsson, frænda hans, sem oft leit til hans. Þá ber að þakka starfsfólki öllu á Sólvangi fyrir einstaka um- önnun og kærleiksríka alúð. Magnús er horfinn sjónum okkar í bili. Systkini hans, systkinabörn og aðrir aðstandendur kveðja hann með kærri þökk. Guð blessi minn- ingu hans. Friðrik H. Ólafsson frá Kálfatjörn MAGNUS ERLENDSSON SIGURBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR - + Sigurbjörg Magnúsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 19. september 1916. Hún lést á Víf- ilsstöðum hinn 1. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 9. júní. Okkm- langar að setja fáein orð á blað til að kveðja Sigurbjörgu, frænku og vinkonu um áratuga skeið. Frænk- an minnist hennar frá bemskuáram þegar steinsnar var milli heimila þeirra Sigurborgar og Axels og Jóns og Sigurlaugar við Kirkjuveg í Vest- mannaeyjum og daglegt samband milli eldri bama Sigurbjargar og yngri bama Jóns sem vora því sem næst jafnaldra. Seinna hittum við Sigurbjörgu við fjölmörg tækifæri sem fullorðið fólk, einkum þó hjá Unni systur hennar og í fjölskyldu- samkvæmum. Systkinin frá Sólvangi í Vest- mannaeyjum höfðu vanist á samsöng og glaðvært margmenni á heimili föður síns í bernsku og þeim sið var haldið þegar saman var komið síðar meðan líf og heilsa entist. Sigurbjörg var alltaf glaðvær, elskuleg og ræðin en þegar samsöngurinn hófst geislaði hún og kunni bæði lög og löng kvæði sem yngra fólk hafði ekki á taktein- um en mikillar hylli nutu framan af þessari öld. Heimili þeirra Axels í Vest- mannaeyjum og síðar á Reynimel í Reykjavík var fallegt og bar svip gróinnar borgaralegrar menningar. Þau vora bæði gamansöm og gjöful og gott til þeirra að koma. Axel bar erfið- an sjúkdóm með æðru- leysi um áratuga skeið og Sigurbjörg lagði sig^ alla fram að létta hon- um þá byrði. Sjálf starf- aði hún lengi við versl- unarstörf, bæði í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Þau áttu vel við hana. Eðlislægt glaðlyndi og mannblendni, háttvísi og þokki gerðu henni þau störf létt og eðlileg. Sigurbjörg lofaðist Axel Halldórs- syni ung. Hún var þá og síðan fögur kona svo að orð var á gert. Síðustu æviár Axels vora henni erfið og að lokum var heilsa hennar sjálfrar far- in að bila. Það hefur þó verið aðdáun- arvert hve vel hún hefur borið erfiða sjúkdóma á síðustu áram og hvorki látið þá buga glaðværð sína né áhuga á mannlífinu. I viðmóti og tali var hún^ alltaf ung og sannaði hið fomkveðna: „Fögur sál er alltaf ung undir silfur- hæram.“ Við kveðjum Sigurbjörgu með þakklæti fýrir samverana og sendum niðjum hennar einlægar samúðar- kveðjur. Unnur A. Jónsdóttir og Vésteinn Ólason. OLI TRYGGVASON + Óli Tryggvason fæddist í Reykja- vík 29. desember 1959. Hann lést á Dalvík 26. maí síð- astliðinn og fór útfór hans fram frá Dal- víkurkirkju 6. júní. Elsku pabbi, ég trúi ekki að þú sért farinn. Ég skil það ekki, þú sem varst alltaf maður- inn með húmorinn í lagi og varst alltaf svo sprækur, alveg sama hvað dundi á, þú varst alveg eins og steinveggur, hentir öllu sem leiðinlegt var í burtu og gerðir gott úr því. Ég pældi svo oft í því hvernig þú færir eiginlega að þessu. Ég gat alltaf treyst á þig þegar eitt- hvað var að, þá varst þú alltaf til stað- ar, stóðst með mér í gegnum súrt og sætt, varst alltaf til staðar á bæði góð- um og vondum stundum. Núna hef ég engan til að klaga í þegar eitthvað er að, þegar mig vantar stórt knús eða einhvem til að spjalla við sem nennfr að hlusta á mann eða bralla eitthvað með manni. Ég hélt að það væri orðið nóg þegar hún íris okkar fór, en svo var ekki. Mér líður eins og einhver fari inn í mig og kreisti hjartað í mér alltaf fastar og fastar. Ég man þejgar þú komst til okkar Irisar og kysstir okkur góða nótt og kall- aðir okkur alltaf gell- umar hans pabba síns. Mér finnst svo erfitt að trúa að pabbi, þessi frá- bæri og spræki, sem hafði svo gaman af líf- inu, skyldi fara svona fljótt. Þetta hvarflaði ekki að neinum, alla~ vega ekki mér. Núna þegar ég fer til Dalvíkur er það svo rosalega skrítið þegar það er enginn pabbi sem er að braskast í tölvum eða eitthvað að bralla og skoða. Ég sat í sófanum á Dalvík og beið og vonaði að þú labb- aðir inn um dyrnar og kæmir á hlaup- um og kitlaðir mig en þú komst ekki. Það var svo sárt en ég veit að þér líð- ur alveg rosalega vel hjá í risi þar sem þið erað að spjalla og styðjið við bakið á hvort öðru, haldist í hendur glöð. Það gleður mig að vita að þú ert alls ekki einn þama hinum megin. Sofðu núna rótt, elsku pabbi minn. Ég elska þig af öllu mínu hjarta. Bjamey Inga Óladóttir. Birting a fmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.