Morgunblaðið - 10.06.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 10.06.2000, Qupperneq 48
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Röð vegganga Það er líka töluð íslenska * á upplýsingamiðstöðvum! UPPLYSINGAMIÐSTÖÐVAR eru fyrir alla ferðamenn, en ekki að- eins þá erlendu. Eins og íslendingar hafa kynnst, sem komið hafa inn á upplýsinga- miðstöðvar einhvers staðar á land- inu, er þar starfandi fjöldinn allur af vel þjálfuðu og menntuðu fólki. Þetta fólk hefur góða þekkingu á landinu og á öllum þeim fjölbreyttu ferðamöguleikum sem í boði eru vítt og breitt um landið. Þá má finna á upplýsingamiðstöðvum ógrynni af kortum, bókum og bæklingum um öll svæði landsins og myndskreytta upplýsingapésa ferðaþjónustuaðil- anna sjálfra. Ætlir þú að ferðast um landið í sumar, sem þú gerir árið 2000, skalt þú kíkja inn á næstu upplýsingamið- stöð eða staldra við á þeirri fyrstu eftir að þú hefur ferðina. Þetta gerir þú ekki bara til að ná þér í bæklinga heldur einnig til að fá upplýsingar um hvaðeina á þinni leið, sem að ein- hverju leyti hefur verið ákveðin. En kannski breytist leið ferðar þinnar inmitt í upplýsingamiðstöðinni. Þar færðu upplýsingar um ótrúlega fjölbreytta afþreyingu, um gistingu af öllum gerðum og um þekktar og óþekktar gönguleiðir ýmist á lág- lendi eða upp til fjalla. Allar þessar upplýsingar sem þú færð hjá vel upplýstu starfsfólki geta auðgað eða jafnvel gerbreytt ferð þinni og gert hana að hinni fullkomnu fjölskyldu- ferð eða að hörkuspennandi ævin- týraferð. Þar með er ekki öll sagan sögð, þú getur líka bókað gistingu fyrir fjölskylduna, tekið hesta á ■ leigu eða fengið far í hvalaskoðun, svo fátt eitt sé nefnt. Þessar upplýsingamið- stöðvar eru nefnilega líka fyrir fslendinga! Upplýsingamiðstöðvamar eru um fjörutíu talsins um allt land. Þeim á eftir að fjölga bæði í sumar og næstu ár. Þær munu fá meiri stuðning frá for- ystu ferðamála en hingað til, enda hefur vægi þeirra í augum fer ðaþj ónustunnar aukist til muna með breyttum ferðavenj- um. Upplýsingamið- stöðvamar sem mark- aðs- og upplýsinga- tæki fá meiri þunga eftir því sem fleiri ferðamenn ferðast á eigin vegum um land- ið. Ferðamálasamtök Islands hafa undanfar- in ár barist fyrir upp- gangi og fjölgun upplýsingamið- stöðva, fjármögnun þeirra og tæknivæðingu. Þetta kemur m.a. í Þjónusta Á upplýsingamiðstöðv- unum, segir Pétur Rafnsson, færðu upp- lýsingar um afþreyingu, gistingu eða þekktar og óþekktar gönguleiðir ýmist á láglendi eða upp til fjalla. ljós með auknu fjármagni til rekstr- ar þeirra frá hinu opinbera í gegn- um Ferðamálaráð íslands. Þá hafa Ferðamálasamtök íslands haft for- göngu um enn frekari tölvuvæðingu á upplýsingamiðstöðvum. Ferða- málaráð íslands hefur á hverju vori staðið fyrir námskeiðum fyrir nýtt starfsfólk upplýsingamiðstöðva en ^öðkaupsveisiur—írtisamkomur—skemmtanlr—tónleikar—sýningar—kynningar og fi. og fl. og fl. iteipy - wsy odðjPdL ^ ..og ýmsir fylgihlutír EkJd treysla á veðrið þegar á eftirminniiegan viðburð - . _ jið ykkur og leiglð stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. af öllum stœrðum frá 20 - 700 m2 Einnig: Borð, stóiar, tjaldgólf og tjakíhitarar. Odtsai söcto ..með skátum á heimavelli slmi 562 1390 • fax 552 6377 • bls@scout.lj www.scout.is einu slíku er nýlokið og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri. Bæklmgur inn á þitt heimili En hvað er svo um að vera á landinu í sumar? Fyrir sunnan, vestan, norðan eða austan? Þessa dagana er verið að dreifa um land bæklingi Ferða- málaráðs Islands fyrir árið 2000. Hægt er að nálgast bæklinginn Pétur m.a. á upplýsingamið- Rafnsson stöðvum. Bæklingur- inn er ætlaður þeim fjölmörgu íslendingum sem ferðast munu um landið í sumar. Þegar þú hefur fengið bæklinginn í hendurn- ar hvetjum við þig til þess að geyma hann í allt sumar, annaðhvort í hanskahólfínu eða á milli framsæt- anna til þess að þú getir gripið til hans þegar lagt hefur verið af stað. Bæklingurinn tekur á ýmsum þátt- um ferðaþjónustunnar vítt og breitt um landið, fjallar t.d. um umhverfið, hálendið, fuglana og fjörurnar auk þeirra fjölbreyttu afþreyingar- möguleika sem þér standa til boða um allt land. Tengd bæklingnum verður auglýsing í Morgunblaðinu á hverjum fimmtudegi í sumar með viðburðaskrá hvaðanæva af landinu og ekki máttu gleyma pistlum um ferðamál sem verða í allt sumar klukkan hálftvö á miðvikudögum og fimmtudögum á Rás 2. Starfsmenn upplýsingamið- stöðva, ferðaþjónustufyrirtækja, sveitarfélaga og svæða um allt land hafa í mörgu að snúast þessa dag- ana við undirbúning og fyrstu skref í nýhafinni sumarvertíð, sem mun verða stærri og kraftmeiri en allar fyrri vertíðir. Góða ferð um landið og gangi ferðaþjónustufólki sem best á kom- andi sumri, það verður gaman að sjá þig- Höíundur er formaður Ferðamála- samtaka íslands og situr (Ferða- málaráði. M FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN jgr SKIPHOLTI 50B • SÍMI 552 6000 ■ FAX 552 6005 US5 Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali Oplð virka daga frá kl. 8-12 og 13-17 EYRARSKOGUR Til sölu nýlegt glæsilegt bjálkahús í Eyrarskógi í Svínadal. Húsið er vandað að allri gerð á glæsilegum útsýnisstað og nýtist jafnt sumar sem vetur. Loftið er vandað, klætt panel, á gólfum eru massíf gólfborð, hurðir og innréttingar eru massífar. Stór verönd. Stutt I sund, golf og vatnaveiði. Klukkutíma akstur frá Reykjavík. Upplýsingar um helgina hjá eigenda í síma 8968550, sem verður á staðnum. Komið og skoðið. 13454 BUJARÐIR Á söluskrá FM eru núna yfir 40 sumarhús og 90 jarðir af ýms- um stærðum. Póstsendum söluskrár um land allt. í ÁGÆTRI skýrslu tU Alþingis er lagt til að veggöng verði næst gerð milli Reyðarfjarð- ar og Fáskrúðsfjarðar, þá milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og hin þriðju mUli Amarfjarð- ar og Dýrafjarðar. En næstu tvö ár munu fara í rannsóknir, og tU að glata ekki þeim tíma ættu bormenn að opna á meðan a.m.k. 1-2 fjallvegi stutta, eins og lagt var tU í fyrri grein í Morgunblaðinu, „Eitt er landið, ein vor þjóð“. Fyrir þessu vilja menn rök. Kletts- háls og Brattabrekka lokast í fyrstu snjóum, eru snjóruðningstækjum dýr og erfið og vegfarendum ótrygg, fjarri byggð í báðar áttir, óvíst hvort fært er. Sá sem strandar er fjarri hjálp, mitt á milli byggða. Þetta veg- ur þungt. Þá mun og allt sem gert verður á næstunni til að bæta sam- göngur á Vestfjörðum beina umferð til vesturs, um göng og brýr, og þar með bæði um Kiettsháls og Bröttu- brekku. Og enn eykst umferð um Bröttubrekku, ef örugg leið er þar (1,8 km göng) þegar Holtavörðu- heiði lokast og farið er um Laxárdal (Haukadal?). I þriðja lagi verða þessi göng stutt og ódýr - hví skyldi svo lítil þúfa lengi enn fá velt svo þungu hlassi? Nei, góðir hálsar, kippum þessu í lag meðan bormenn bíða þess að geta hafizt handa við Reyðarfjörð. Og ef tíminn leyfir mætti bæta við örstuttum göngum um Almanna- skarð og/eða Reynisfjall. I áðurnefndri skýrslu er raðað þrennum göngum og endað við Arn- arfjörð. Þaðan þarf 5 km göng undir Dynjandisheiði, að Geirþjófsfirði, og veg áfram til Suðurfjarða (Bíldu- dals) og að Helluskarði fram hjá núv. fjallvegi. Ætla mætti að rétt og hagkvæmt væri að taka þessi tvenn göng saman, bæði í útboði og verki, ella yrði vandi að velja milli þeirra síðamefndu og sumra annarra, s.s. Óshlíðar. Þar er furðulega mikil um- ferð að vetrinum, búin hætta af snjóflóðum og grjótflugi. I Bolungar- vík er líka glæsilegt land af náttúrunni, sem býður upp á miklu fjöl- mennari byggð en þar er nú og liggur vel við fiskimiðum. Allt þetta hrópar á örugga sam- gönguleið, en hví ekki 4-5 km göng frá Hnífs- dal fremur en 4 km í þrennu lagi á Óshlíðar- vegi? Önnur göng sem Guðjón Jónsson keppa við þessi um röð verða milli Norðfjarðar og Eskifjarðar. Þar verða sterkustu rökin hin fyrirhuguðu umsvif í Reyð- arfirði, enda verði þessi göng þá lág- lendisgöng en ekki hátt uppi í fjalli í Vegagerð Þessi mannvirki, segir Guðjdn Jónsson, verða óbrotgjarn minnis- varði um framtak og dug þeirrar kynslóðar sem ræður ferð næstu áratugi. annað sinn, eins og þó er nú ráðgert. Standist þessi rök er einboðið að göng komi þarna strax á eftir hinum fyrstu, til Fáskrúðsfjarðar. Ef ekki gæti verið komið að Bakkasels- brekku. Þar er svo að skilja að stutt göng, 3,7 km, myndu duga til að snjómokstri yrði að mestu hætt á þessum snjóþunga fjallvegi, Öxna- dalsheiði, sem lokast að vísu sjaldan alveg eða m.ö.o. er haldið opnum með gríðarmiklum mokstri, 98 daga á vetri hverjum að meðaltali. Full- nægjandi göng, til þess m.a. að lækka veginn í 360 m, þyrftu að vera 10,7 km, en það verður miklum mun bærilegra að bíða þeirra í nokkur ár Viðarvörn 25% allar aarðvörur qarovorur 3 daga! Láttu þetta einstaka tækifæri ekki úr greipum ganga. I Byggt og buið er frábært úrval - og nú með 25% afslætti! L.. byggtogbúió simi 568 9400 Kringlunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.