Morgunblaðið - 10.06.2000, Page 50
50 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Að trúa löggunni
í HAUST verður tek-
ið fyrir í hæstarétti mál
þar sem ákveðið verður
hvort lögregluþjónum á
íslandi sé trúandi eður
ei. Lyktan þess máls
getur haft mikil áhrif á
löggæsluna í landinu um
ókomna framtíð og er
rétt að almenningur geri
sér grein fyrir þessu þar
sem ásýnd lögreglunnar
myndi breytast til muna
ef dómurinn fellur þeim í
vil.
I Bandaríkjunum
fyrir um 50 árum ríkti
svipað ástand og hér í
dag. Lögregluþjónar
þar sátu paraðir saman í bflum sín-
um einfaldlega vegna þess að ekki
þótti þorandi að leyfa þeim að sinna
skyldum sínum einum vegna valds
þeirra. Með aukinni tíðni afbrota í
borgum álfunnar á 6. og 7. áratug
síðustu aldar breyttist þetta til
muna. Lögregluþjónar sáust æ oft-
ar einir við eftirlit í bílum sínum þar
til slíkt var orðið venjan. Sú þróun
varð einfaldlega vegna þess að sam-
hliða því að afbrotum fjölgaði mjög
voru fjár-framlög almennrar lög-
gæslu í landinu sífellt skorin niður.
Astand sem við þekkjum nú orðið
hér.
Almenningur í borgum Banda-
ríkjanna brást við á ýmsan hátt,
bæði með því að vígbúast sjálfur í
samræmi við það sem leyft er sam-
kvæmt stjórnarskrá landsins og að
leita til einkaaðila sem lofuðu lög-
gæslu gegn beinu gjaldi. Það var
ekki nóg, almenningur leit einnig til
lögreglunnar sjálfrar, hvort heldur
alríkis-, fylkis- eða sveitastjórnar-
umdæma og þrýsti á
bætta þjónustu.
Margt var prófað í
þeim efnum, m.a. að
reyna að fjölga öku-
tækjum á götunum
til að gera lög-
regluna sýnilegri og
þar með að koma í
veg fyrir afbrot ým-
iss konar. Hér ætla
ég ekki að ræða
hvort þessar nýju að-
gerðir báru einhvern
árangur eða ekki, en
flestir eru sammála
um að með því að
fjölga bílum þó svo að
ekki sé bætt við starfs-
mönnum verður lögreglan sýnilegri
og þar með ætti hinn almenni borg-
ari að finna fyrir meira öryggi hvort
sem það er á rökum reist eða ekki.
Islendingar hafa um árabil beðið
um að sú þróun í tíðni afbrota, sem
hér á sér stað, verði hamin og sjálf-
sagt þykir að lögreglan sé í fremstu
víglínu í þeirri baráttu. Mikil vinna
liggur að baki því að reyna að vega
og meta vaxandi þarfir Reykvík-
inga, sem fjölgar hratt, á móti aukn-
um niðurskurði í fjárframlögum til
lögreglunnar hér í borg og eru yfir-
menn á Hverfisgötu ekki öfunds-
verðir af því verkefni. Eitt vopnið er
að fjölga bflum í venju-bundnu eft-
irliti svo ekki sé nema til þess eins
að friða þá sem mestar áhyggjurnar
hafa.
Eitt er það sem gæti vafist fyrir
hæstarétti er hann tekur fyrir þetta
mikilvæga mál á næstunni. Það er
spurningin um það hvort almennum
lögregluþjónum verði frekar trú-
andi fram yfir hinn almenna borg-
Löggæsla
Spurningín er sú,
segir Eyþór Víðisson,
hvort almennum lög-
regluþjónum verði trúað
frekar en hinum al-
menna borgara í málum
þar sem framburður
beggja aðila skarast.
ara í málum þar sem framburður
beggja aðila skarast. Við þessari
spurningu er ekkert einhlítt svar. I
Bandaríkjunum eru þessi mál í föst-
um farvegi en þó eru notaðar aðrar
reglur en hér gætu verið teknar upp
á næstunni. Sönnunarbyrðin er að
sjálfsögðu lögregluþjónsins og hef-
ur þróast oft á tíðum geysilega flók-
in aðferðafræði í kringum þennan
málaflokk. Vald lögregluþjóns í
Bandaríkjunum er einnig mun
meira en hér á landi en á móti kem-
ur líka að menntun og þjálfun
þeirra er með öðru sniði. Megin-
reglan í bandarísku réttarkerfi er
sú að lögregluþjónum þar er trúað
fram yfir hinn grunaða í langflest-
um tilfellum. Þessi trú er hvorki
blind né byggð á einhverjum barna-
skap, heldur byggist hún á því að
hinn almenni borgari setur traust
sitt á löggæsluna einfaldlega vegna
þess að hann upplifir mikið úrræða-
leysi og vanmátt í þjóðfélagi þar
sem glæpir virðast hafa náð að setja
mark sitt á allt. Spurningin er því
þessi: Ætlum við að trúa lög-
reglunni eða ekki? Ef ekki, hvers
vegna? Og ef við veljum að trúa hin-
um almenna löggæsluþjóni, er það
ekki vegna þess að við lifum á þann-
ig tímum að við munum neyðast til
þess?
Höfundur ermeð B.S. gráðu
í almennri löggæslufræði frá
Bandaríkjunum og stundar
nú mastersnám í öryggisstjórnun
í Leicester á Englandi.
www.mbl.is
HUGSKOT
j * ■% ■» yj % 1s f cí \ o
u I /
Brúðkaupsmyndatökur
Nethyl 2, sími 587 8044
Kristján Sigurðsson, IjósmyncJari
Með blaðinu í dag fylgir
8 síðna umfjöllun um
dagskrá Reykjavíkur
menningarborgar Evrópu 2000
frá 10. júní - 15. ágúst.
Um andmæli
við doktorsvörn
í Morgunblaðinu 6.
júní sl. birtist greinar-
korn eftir Þröst
Helgason blaðamann
þar sem hann fjallar
um doktorsvörn Ólinu
Þorvarðardóttur og
málflutning 1. and-
mælanda við vörnina.
Það er í sjálfu sér
gleðiefni að blaða-
menn skýri frá því
sem fram fer í fræða-
setrum landsins en
þess verður að krefj-
ast að vísvitandi halli
þeir ekki réttu máli.
Grein Þrastar ber með
sér að hann hefur lítil-
lega kynnt sér efni bókar Ólínu, en
eftir umsögn hans um andmælin að
dæma virðist hann lítt þekkja til
fræðilegra vinnubragða, og hefur
hann þó lokið háskólaprófi í íslensk-
um bókmenntum síðari alda. Sér-
staklega er ámælisvert að hann
leyfir sér að kalla vandaða vísinda-
lega heimildarýni stafkrókafræði
og talar af lítiisvirðingu um „króka-
leyfishafa" í því samhengi. Blaða-
manninum ætti að vera ljóst, eink-
um þegar litið er til menntunar
hans, hafi hann þá á annað borð
menntast á þann hátt sem kennarar
hans við Háskóla íslands hafa til
ætlast, að nákvæmni í meðferð
heimilda og tilvísun til þeirra í úm-
ræðu fræðilegs efnis er aðalsmerki
hvers vísindarits. Vanti tilvísanir
eða höfundur vísindarits verði ber
að ónákvæmni, bæði í tilvísunum og
heimildaskrá, bendir það oft til þess
að fræðilegri rökræðu sé líka í
mörgu ábótavant. Andmælanda við
doktorsvörn er skylt að segja frá
þess háttar annmarka og gagnrýna
slíka meðferð málsemda. Því fer
enn fremur fjarri að sá sem þessar
línur skrifar hafi eingöngu vikið að
slíkum vinnubrögðum í verki Ólínu
Þorvarðardóttur eins og ætla mætti
af orðum Þrastar Helgasonar um
andmælin.
Ólína Þorvarðardóttir sem varði
ritgerð sína 3. júní sl. er fyrst til að
Ijúka prófi samkvæmt nýrri reglu-
gerð, sem kveður á um að doktors-
nemi skal hlíta leiðsögn þriggja
leiðbeinenda, en einn úr þeirra hópi
hefur aðalumsjón með verkinu.
Doktorsnemi á síðan að leggja rit-
gerðina fyrir dómnefnd sem að
meirihluta skal vera skipuð öðrum
mönnum en leiðbeinendum.
Haustið 1999 var ritgerð Ólínu
Þorvarðardóttur send til heim-
spekideildar Háskóla íslands sem
Maestro
ÞITT FÉ
HVAR SEM
ÞÚ ERT
síðan skipaði þrjá
menn í dómnefnd um
hana, dr. phil. Véstein
Ólason prófessor, og
var hann formaður
hennar, dr. phil. Bo
Almqvist og dr. phil.
Sverri Tómasson. Rit-
gerðin var dæmd hæf
til varnar en áður
hafði verið lögð á það
áhersla að Ólína Þor-
varðardóttir leiðrétti
beinar tilvitnanir og
lagaði heimildaskrá
ritgerðarinnar.
Þröstur Helgason
víkur að þeim ummæl-
um Ólínu Þorvarðar-
dóttur að sá sem þessar línur skrif-
ar hafi lesið ritgerð hennar á
„vinnslutíma hennar" og ekki gert
neinar athugasemdir „um uppsetn-
Doktorsvörn
Meginhluti andmæla
minna, segir Sverrir
Tómasson, sneríst um
efnistök verksins.
ingu heimildaskrár". Rétt er að ég
las ritgerðina á frumstigi og benti á
allmargt sem betur mátti fara og
sumt af því hefur verið tekið til
greina, en heimildaskrá var þá enn
óunnin svo að vitaskuld voru ekki
gerðar athugasemdir við hana,
enda verður að ætlast til þess að
doktorsnemi hafi þegar á því stigi
fengið leiðsögn um frágang fræði-
rita og þjálfun í að beita vísindaleg-
um vinnubröjgðum. Ég var ekki
leiðbeinandi Olínu Þorvarðardóttur
og ber enga ábyrgð á endanlegri
gerð ritsins - það gerir höfundur
þess einn, og það er siðlaust að
reyna að varpa ábyrgðinni á verk-
inu yfir á aðra menn.
Meginhluti andmæla minna sner-
ist um efnistök verksins, en ritgerð
Ólínu er öðrum þræði hugarfars-
saga; nýnæmi ritgerða af slíku tagi
verður að meta eftir því hvort höf-
undum þeirra tekst að varpa nýju
ljósi á þekktar eða áður óþekktar
heimildir. Því reyndist nauðsynlegt
að víkja að þeirri rýni sem Ólína
beitti til að geta lýst sefa 17. aldar
manna. Lýsing Ólínu er brota-
kennd. Það stafar mestmegnis af
því að hún hefur látið undir höfuð
leggjast að kanna hvort um galdra
hafi spunnist orðræða í öllum stig-
um mannfélagsins - og í því skyni
hefði hún þurft að kanna tiltækar
heimildir miklu betur og um leið er
nauðsynlegt að gera grein fyrir því
hvort erlend tillærð hugmynda-
fræði hafi náð til þeirra sem dæmdu
menn á bálið eða farið hafi verið
eftir gömlum landsins vana í þeim
efnum eins og í venjulegum laga-
þrætum. Með öðrum orðum sagt, í
verkið vantar greiningu á allnokkr-
um þekktum heimildum, svo að
nota mætti þær til að lýsa upp fyrir
nútíma mönnum myrkur 17. aldar
og sýna um leið betur en gert er í
ritinu viðhorf og skoðanir þeirrar
aldar manna til galdurs og brennu-
mála. Um önnur málefni andmæla-
ræðu minnar má fræðast gerr, þeg-
ar hún verður birt í heild.
Af greinarkorni Þrastar Helga-
sonar er ekki ljóst hvort hann hefur
haft þrek eða þolinmæði til að hlýða
á allt það sem fram fór við vömina.
Ef hann hann hefur hlustað á allt
til enda og greinarkornið er árang-
ur hans erfiðis, þá verður ekki ann-
að sagt en athyglisgáfan hafi
brugðist honum.
Það er að vísu algengur kvilli og
því miður ekki auðlæknanlegur.
Höfundur er dr. phil. ímiðalda-
bökmenntum og er vísindamaður
við Stofnun Áma Magnússonar
á Islandi.
Sverrir
Tómasson