Morgunblaðið - 10.06.2000, Síða 60
60 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ájjfe ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sóilið kl. 20.00
LANDKRABBINN — Ragnar Arnalds
Mið. 14/6 síðasta sýning.
I *DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT eftir Wiliiam Shakespeare
Fim. 15/6 nokkur sæti laus. Siðustu sýningar leikársins.
ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric-Emmanuel Schmitt
Aukasýning fös. 16/6. Allra siðasta sýning.
GLANNI GLÆPUR í LATABÆ
Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson.
Sun. 18/6 kl. 14 nokkur sæti laus. Síðasta sýning leikársins.
Litia sóiðið kl. 20.30:
HÆGAN, ELEKTRA — Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir
Mið. 14/6 og fös. 16/6, 30. sýning. Síðustu sýningar.
Miðasalan er opin mánud.—þriðjud. kl. 13—18, miðvikud.—sunnud. kl. 13—20.
Símapantanir frá ki. 10 virka daga. Sími 551 1200.
thorev@theatre.is — www.leikhusid.is
www.landsbanki.is '
Tilboð til
Nómuféloga
Internetkaffi
thomsen
Frítt fyrir Námufélaga
15% afsláttur af myndböndum
hjá solumyndir.is
Ýmis önnur tilboð og afslættir
bjóðast klúbbfélögum
Landsbanka íslands hf. sem
finna má á heimasíðu bankans,
www.landsbanki.is
T FJKFEIAG ISLANPS
552 3000
Sjeikspír eins og hann leggur sig
fim 15/6 kl. 20 laus sæti
lau. 24/6 kl. 20
fös. 30/6 kl. 20
Panódíl fyrir tvo
fös 16/6 kl. 20.30 laus sæti
Síðustu sýningar í sumar
530 303O
Stjörnur á morgunhimni
sun 18/6 kl. 20 laus sæti
fim 22/6 kl. 20 laus sæti
Síðustu sýningar í sumar
HédegisleikhAs: LEIKIR
fös 16/6 kl. 12
Síðasta sýning
Miðasalan er opin frá ki. 12—18 alla virka daga,
kl. 14-18 laugardaga og fram að sýningu sýningar-
daga. Miðar óskast sóttir I viðkomandi leikhús
(Loftkastalinn/lðnó).
Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dðgum fyrir sýningu.
iiHÓ
gL
Mk mnmsn Landsbankinn irFFTiWTTiTil Odíö frá 9 til 19
Kafíikihhúsið
Vesturgötu 3 ■■ilKHW‘iag‘WIIIW
Bannað að blóta í
brúðarkjól
5. sýn. miðvikudag 14.6 kl. 21
6. sýn. föstudag 16.6 kl. 21
7. sýn. miðvikudag 21.6 kl. 21
8. sýn. föstudag 23.6 kl. 21
9. sýn. sunnudag 25.6 kl. 21
Ljúffengur málsverður fyrir sýninguna
Ath. Sýningar verða aðeins út júní
MIÐASALA í síma 551 9055.
QQC
Attaius
Plasthúðun
- Allur véla- og tækjabúnaður
- Vönduð vara - góð verð
®)J. Astvrldsson hf.
-== Skipholti 33, 105 OtykjMih, uml 333
Nœtmgatinn simi 587 6080
Dúndrandi dansleikur með hljómsveitinni
Sín. _
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Hulda
Steingrímur Eyíjörð, grafískur hönnuður Plúsfrétta og Gísli Örn Guðmundsson auglýsingastjóri glugga
áhugasamir í nýja afkvæmið.
Ferskur blær í blaðaút-
gáfu á Austurlandi
Egilsstöðum,
ÞAÐ er ávallt ánægjulegt þegar vorið
kemur, náttúran tekur við sér og
vaknar eftir vetrardvalann. Blómin
fara að springa út, hunangsflugumar
að suða og nýtt líf að kvikna úti í nátt-
úrunni.
Já, það er ljúft þegar ný afkvæmi
líta dagsins Ijós. Fyrir skemmstu
tóku nokkrir ftjóir og hugmyndaríkir
einstaklingar á Egilsstöðum sig tO og
fæddu nýtt afkvæmi sem í senn er
ferskt, skemmtilegt og svolítið öðru-
visi eins og Austfirðingar komust að
raun um þegar þeir fengu það inná
borð til sín, sér til ánægju og fróðleiks
og ekki síst til að reyna að sameina
þessa 12.000 manns sem í fjórðungn-
um búa. Um er að ræða fjölbreytt og
skemmtilegt blað sem er gott og þarft
innlegg í þjóðfélagsumræðuna. I
Plúsfréttum, eins blaðið kallast, má
meðal annars lesa viðtöl við þekkta
austfirðinga eins og Einar Má Sig-
urðsson þingmann og Einar Ágúst
söngvara Skítamórals, ýmsan fróð-
leik, s.s.þróun á hlutabréfamarkaði,
veiðihomið, íþróttir, menningu, grein
um ást á yrkinu og margt fleira. Enda
kom á daginn þegar ritstjóm fór að
skoða málin að af nógu var að taka og
blómlegt líf er á Austurlandi, blóm-
legra en margur heldur.
Blaðið mun koma ársfjórðungslega
og er dreift ókeypis á öll heimili á
Austurlandi. Næsta kemur út nú í
júní og verður því einnig dreift á alla
helstu ferðamannastaði í fjórðungn-
um og er ætlunin að höfða ekki ein-
ungis til sjálfra Austfirðinga heldur
einnig gesta. Sú hugmynd hefur einn-
ig komið upp að gefa út aukablað fyr-
ir útlendinga. Blaðamaður ákvað að
taka púlsinn á ritstjórn blaðsins og
fræðast um hugmyndina að baM þess
og fyrir svörum urðu ritstjórinn
Björg Jóhannsdóttir kennari og
Steingrímur Eyfjörð myndlistarmað-
ur og hönnuður blaðsins.
Blað um Austfirðinga
Hver var hugmyndin?
Björg: „Hugmyndin er blað um
Austfirðinga , fyrir Austfirðinga og
aðkoma með ferskan blæ inní blaða-
útgáfu hér eystra. Það var ákvörðum
ritstjórnar að hafa blaðið skemmti-
legt og á fyrsta fundi var ákveðið að
Eyjabakkaþras fengi ekki aðgang í
blaðið! Það má segja að það sé vert að
reyna að þjappa Austfirðingum sam-
an, og líta megi á Austurland sem
meiri heild en gert hefur verið. Tii
dæmis með því að benda fólki á hvað
er að gerast og það að vegalengdimar
eru ekki miklar milli staða. Að fólk
fari að gera meira af því að líta á að þó
ekki sé kannski neitt um að vera t.d. á
Egilsstöðum þurfi ekki annað en
skreppa, t.d. niður á Reyðarfjörð eða
til Djúpavogs, til að sækja viðburði.
Einnig að ekki beri alla atburði uppá
sömu helgi eins og oft vill verða.“
Steingrímur: „í blaðinu er ýmis
fróðleikur eins og um t.d hvernig
versla megi á Netinu og fólki bent á
þær breytingar sem eiga sér stað.
Þetta er svona nokkurs konar dægur-
málablað. Eg veit ekki til að það sé
nokkur hliðstæða að slíku blaði á
landsbyggðinni. Kannski verður
meiri sköpun í gangi í það minnsta
verður hún sýnilegri. Að það komi
meira uppá yíirborðið hvað er t.d.
séraustfirskt!"
Hvað er séraustfírskt?
Björg: „Nú t.d. „gæskur“ og
„gæskan“, Atlavík, rabbabarasulta,
sól og hiti.“
Steingrímur: „I framtíðinni er ætl-
unin að koma fólki meira inní þær
breytingar sem eru að verða í þjóðfé-
laginu, varðandi lífstíl og viðhorf. Það
þarf ekki alltaf að taka Suðvestur-
land til fyrirmyndar og Austurland
þarf ekki að líta til Reykjavíkur og
verða þá önnur kynslóð. Það má líkja
þessu við videospólur, eftir því sem
þær eru oftar fjölfaldaðar þeim mun
lélegri verða þær. í raun og veru er
Reykjavík eins konar þriðja kynslóð
af því sem hefur verið að gerast í
Evrópu og Bandaríkjunum og það er
enginn grunnur fyrir því og verður
því yfirborðskennt og samhengis-
laust sem réttlætist sem hluti af al-
þjóðlegri neyslumenningu. Austur-
land er háð stjórnmálamönnum og
undir því hvað þeir vilja gera og
Langförulir á leiðarenda
ÍSLENDINGA dreymir eins og
aðra að landið sé alltaf grænna
handan fjallsins, en komast svo að
raun um, að allt er þetta eins. Þeir
sem lögðu á nítjándu öld og í byijun
tuttugustu aldar í langa ferð til
Vesturheims, sem Guðmundur
skáld á Sandi kallaði „út í buskann",
komust að raun um að þótt stundum
lægi við hungursneyð á gamla land-
inu og þar væri stundum ósköp kalt,
var ekki hlýrra á sléttum Kanada né
að þar stæðu matarkisur opnar fyrir
gesti og gangandi. Þáttur sýndur af
tveimur mönnum, sem fluttu til
Vesturheims og sýndur var á
sunnudagskvöld
sýndi, þó ekki nema í
myndum og tali, að
vistin vestra, svona
fyrsta kastið, var
meiri mannraun en menn gera sér
almennt grein íyrir. Sumir einstakl-
ingar biluðust við þessi fim. Frá
þeim var líka sagt í þessum þætti.
Hér heima héldu menn áfram að
bíða eftir betri tíð og hún kom í tím-
ans rás eins og vestra. Þannig
leystu þjóðflutningamir vestur eng-
an vanda. Hann var hinn sami, sem
blasti við landnemunum vestra og
sá sem blasti við frændum þeirra og
vinum og venslamönnum hér heima
- að lifa af. Þekktur Islendingur á
nítjándu öld; maður sem vílaði ekk-
ert fyrir sér, var einhuga og ötull og
lá úti í stórhríðum eins og ekkert
væri og fór allra sinna ferða hvernig
sem viðraði, duglegur sjósóknari,
eílings sláttumaður og kunni allt til
búskapar; hann gafst upp þegar ald-
ur sótti á hann og flutti frá Svans-
grund til Kanada á versta harðinda-
kaflanum upp úr 1880. Þar kaus
hann heldur að vinna í kopamámu
en sæta hremmingum föðurlands-
ins. Þetta var Sigurður Ingjaldsson
frá Balaskarði. Lífsreynsla hans er
til á bók, þar sem ekki er kvartað
undan neinu. Þetta bara var svona.
Sigurður andaðist á Gimli í hárri
elli. Mér finnst að Islendingar ættu
að minnast Sigurðar í
einhverju, af því hann
var hinn sanni fulltrúi
þjóðar sinnar á nítj-
ándu öld; dæmi um það
að hún hafði þrek og hugarorku til
að rísa upp um leið og rofaði til. En
vesturfararþátturinn í ríkiskassan-
um var frábær lýsing á aðstæðum,
sem við gerum okkur ekki alltaf
grein fyrir hveijar voru.
Ríkiskassinn sýndi einnig þetta
sama sunnudagskvöld þátt vestan
frá Gjögri og bar þátturinn nafn
trillubáts, sem faðir Kristmanns
Guðmundssonar hafði átt. Þáttur-
inn var ekki tíðindamikill, en hann
var skemmtilegur. Þama vora
menn á ferð sem sækja í átthagana,
en sum húsin standa auð mestallt
árið. Þau em þarna eins og ættar-
skrín, hvítmáluð og þrifaleg, á veð-
ui-barinni ströndinni og enginn
verðbéfamógúllinn gerir sér far um
að kaupa þau vegna þess að þau eru
fyrir löngu orðin lítið annað en
minningin. Þannig er komið fyrir
stórum hluta lands okkar, þar sem
menn börðust áður fyrir lífi sínu í
hrikalegum átökum við máttarvöld-
in. Gott er á meðan einhverjir eiga
nógu stóra minningu til að leggja á
sig ferðalög til útnesja eins og Gjög-
urs, að ekki sé nú talað um ástæð-
una, sem rekur fólk til að láta jarð-
syngja sig á kærum stað meðal
ættmenna. En samtíminn veður yfir
allar þessar tilfinningar og slettir í
góm.
Á mánudaginn var svo birtur á
ríkisrásinni nýr breskur þáttur,
sem nefndist Eyðingarmáttur jarð-
ar og er eiginlega ný skýring á því
ferli í jarðsögunni, eyðingu dýralífs,
sem kennt var löngum fimbulvetri
eftir að loftsteinn eða steinar rákust
á jörðina. Kom einn sá mesti á
Yukatan í Mexíkó og myndaði heil-
an hafsbotn. Nú tala menn um ofúr-
öldur bráðins hrauns, sem breytti
bæði lífi og loftslagi um langan ald-
ur. Upp úr því á nýtt lífsform að
hafa sprottið. Svo virðist sem mað-
urinn búi ekki á tryggum stað held-
ur á lifandi sól.
Indriði G. Þorsteinsson
SJONVARP A
LAUGARDEGI