Morgunblaðið - 10.06.2000, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ
DAGBOK
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 67
VEÐUR
25mls rok
% 20mls hvassviðri
-----15m/s allhvass
^ 10m/s kaldi
\ 5 m/s gola
▼ va—OMsr ysfflsmsr
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað
íl3
Alskýjað
é * * * Rigning A Skúrir |
t**é*Slydda y;,Slydduél I
% tjc % t Snjókoma Ú Él ^
Sunnan, 5 m/s.
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjöðrin
vindhraða, heil fjöður
er 5 metrar á sekúndu.
10° Hitastig
= Þoka
V Súld
VEÐURHORFUR í DAG
Spá: Norðaustan 8-13 m/s og rigning eða súld
austanlands, en þokuloft norðvestantil. Víða
léttskýjað á Suðvesturlandi, en stöku síðdegis-
skúr. Hiti 3 til 14 stig, svalast í þoku fyrir norðan,
en hlýjast suðvestanlands.
VEÐURHORFUR HÆSTU DAGA
Um helgina má búast við norðaustlægri átt, 5-10
m/s og rigningu norðan- og austanlands en
síðdegisskúrum suðvestantil. Hiti á bilinu 5 til 12
stig. A mánudag hlýnar heldur, einkum norðantil,
með hægri austlægri átt og rigningu um
sunnanvert landið. A þriðjudag og miðvikudag
verður norðaustlæg átt og vætusamt einkum
norðaustantil en snýst til vestlægrar áttar á
fimmtudag.
FÆRÐ Á VEGUM
Hjá Vegagerðinni er hægt að fá upplýsingar um
færð og ástand vega í fjögurra stafa númeri 1777
eða í símsvara 1778.
Veðurfregnir eru lesnar frá Veðurstofu kl.
1.00, 4.30, 6.45, 10.03, 12.45, 19.30, 22.10.
Stutt veðurspá er lesin með fréttum kl. 2, 5,
6, 8, 12, 16, 19 og á miðnætti. Svarsími veður-
fregna er 902 0600.
Til að velja einstök
spásvæði þarfað
velja töluna 8 og
siðan viðeigandi
tölur skv. kortinu til
hliðar. Til að fara á
milli spásvæða er ýi
og siðan spásvæðistöluna.
Yfirlit: Skammt suðvestur af Færeyjum er 995 mb lægð
sem þokast norður og siðan norðaustur, en 800 km
suðvestur af landinu er 993 mb lægð á austurleið.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
°C Veður °C Veður
Reykjavík 10 skúr Amsterdam 26 léttskýjað
Bolungarvik 6 alskýjað Lúxemborg 26 léttskýjað
Akureyri 7 alskýjað Hamborg 26 léttskýjað
Egilsstaðir 10 Frankfurt 27 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 12 skýjað Vin 23 léttskýjað
Jan Mayen 23 skýjað Algarve 23 léttskýjað
Nuuk 4 léttskýjað Malaga 26 léttskýjað
Narssarssuaq 12 skýjað Las Palmas 23 léttskýjað
Þórshöfn 10 skúr á síð. klst. Barcelona 24 hálfskýjað
Bergen 17 léttskýjað Mallorca 29 léttskýjað
Ósló 20 skýjað Róm
Kaupmannahöfn 17 léttskýjaö Feneyjar 28 heiðskírt
Stokkhólmur 19 Winnipeg 12 léttskýjað
Helsinki 20 skúr á sið. klst. Montreal 13 alskýjað
Dublin 13 rign.á síð. klst. Halifax 12 alskýjað
Glasgow 12 rigning New York 22 alskýjað
London 17 rigning Chicago 21 heiðskirt
Paris 26 skýjað Orlando 24 mistur
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Islands og Vegagerðinni.
10. júni Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólar- upprás Sól i há- degisst. Sól- setur Tungl i suðri
REYKJAVÍK 0.53 3,3 7.21 0,9 13.42 3,0 19.51 1,1 3.03 13.27 23.53 21.00
ÍSAFJÖRÐUR 2.50 1,8 9.34 0,4 15.58 1,6 21.57 0,6 1.51 13.32 1.13 21.05
SIGLUFJÖRÐUR1 5.03 1,1 11.36 0,2 18.10 1,0 23.56 0,4 20.47
DJÚPIVOGUR 4.11 0,7 10.30 1,6 16.40 0,6 23.07 1,7 2.20 12.57 23.35 20.28
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfiöru Morgunblaðið/Sjómælinqar slands
fWgrguttMðfoift
Krossgáta
LÁRÉTT:
I mótgengur, 8 hörfar, 9
þyngdareiningar, 10 tala,
II jarði, 13 sefaði, 15
þráðar, 18 dreng, 21 af-
kvæmi, 22 detta, 23 smá-
aldan, 24 miskunnar-
leysið.
LÓÐRÉTT:
2 hráslagi, 3 dimmviðri, 4
yfirhafnir, 5 systir, 6 tor-
veld, 7 fífl, 12 smáger, 14
títt, 15 Freyjuheiti, 16
kvabba um, 17 vik, 18 lítil
saurkúla, 19 þvættingi,
20 þekkt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU;
Lárétt: 1 blíða, 4 sígur, 7 asann, 8 náðng, 9 agn, 11 alda,
13 uggs, 14 umber, 15 sálm, 17 traf, 20 kal, 22 eyrun, 23
jaðar, 24 lúrir, 25 narra.
Lóðrétt: 1 blaka, 2 íhald, 3 Anna, 4 senn, 5 geðug, 6
regns, 10 gubba, 12 aum, 13 urt, 15 spell, 16 lærir, 18
riðar, 19 forna, 20 knár, 21 ljón.
í dag er laugardagur 10. júní, 162.
dagur ársins 2000. Orð dagsins:
Þess vegna, mínir elskuðu bræður,
verið staðfastir, óbifanlegir,
síauðugir í verki Drottins.
Þér vitið að erfíði yðar er ekki
árangurslaust í Drottni.
(l.Kor.15,58.)
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Victoria fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Sjóli kemur í dag.
Hríseyjarfeijan Sæv-
ar. Sumaráætlun frá 15.
maí til 14. júní. Frá
Hrísey kl. 9 til 23 á 2ja
tíma fresti og frá
Árskógssandi kl. 9.30 til
23.30 á 2ja tima fresti.
Ath. ekki er boðið upp á
morgunferðir kl. 7 á
sunnudögum. Upplýs-
ingar um frávik á áætl-
un eru gefnar í símsvara
466-1797.
Fréttir
Félag eldri borgara, í
Reykjavík. Silfurlínan,
síma- og viðvika þjón-
usta fyrir eldri borgara,
er opin virka daga kl.
16-18, sími 588-2120.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyking-
um í Heilsustofnun
NLFÍ Hveragerði fund-
ur í Gerðubergi á þriðju-
dögum kl. 17:30.
Ferðakhíbburinn
Flækjufótur. Hringferð
um landið 15.-22. júlí.
Gististaðir: Freysnes,
Kirkjumiðst. við Eiða-
vatn, Hótel Edda Stóru-
Tjörnum. Skráning í
þessa ferð er fyrir 5.
júní nk. í síma 557-2468
eða 898-2468.
Mannamót
Aflagrandi 40, Hraun-
bær 105 Gróðursetning-
arferð. Miðvikudaginn
14. júní kl. 13 verður
farin sameiginleg gróð-
ursetningar- og skoðun-
arferð í Álfamörk í
Hvalfírði. Þetta er liður
í verkefninu „Byggjum
brýr“ sem er samstarfs-
verkefni félagsmið-
stöðva ungs fólks úr
ITR og aldraðra sem
hófst á Ári aldraðra. Nú
er ætlunin að ungir og
þeir sem eldri eru haldi
áfram að gróðursetja í
reitinn og eru eldri
borgarar eindregið
hvattir til að taka þátt í
þessu samstarfi. Skrán-
ing er í félagsmiðstöðv-
unum í Aflagranda 40
sími 562-2571 og Hraun-
bæ 105 sími 587-2888.
Fólk er beðið að hafa
með sér nesti og hlýjan
fatnað.
Bólstaðarhlfð 43
Þriðjudaginn 27. júní
verður farið í Flatey,
lagt af stað kl. 9, ekið
um Bröttubrekku, vest-
ur í Stykkishólm og það-
an siglt með Sæferðum
út í Flatey, leiðsögn um
eyjuna. Á heimleið verð-
ur ekið um Kerlingar-
skarð að Hótel Eldborg
þar sem kvöldverður
verður snæddur. Skrán-
ing í síðasta lagi þriðju-
daginn 20. júní í síma
568-5052. Fimmtudag-
inn 15. júní verður farin
skoðunarferð um Kefla-
víkurflugvöll. Lagt af
stað kl. 12.30, ekið um
svæðið, slökkvistöðin
skoðuð og litið inn í
bandaríska kirkju, kaffí
og meðlæti í ;,Offisera-
klúbbnum." Á leiðinni
suðureftir verður komið
við í Ytri- og Innri-
Njarðvíkurkirkju, þar
sem sr. Baldur Rafn
Sigurðsson tekur á móti
okkur.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Laugardagsgangan.
Rúta frá Miðbæ kl. 9:50
og frá Hraunseli kl. 10.
Innritun í 3ja daga ferð í
Skagafjörð 12.-14. júh'
stendur yfir. Á þriðju-
dag hefst innritun í 6
daga orlofsferð, 22.-28.
ágúst, að Laugum í Sæl-
ingsdal.
Félagi eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofa op-
in alla virka daga frá kl.
10-13. Matur í hádeg-
inu. Hvítasunnudagur:
Félagsstarf fellur niður.
Mánudagur annar í
hvítasunnu: Brids fellur
niður í dag. Dansleikur
kl. 20. Caprí-tríó leikur
fyrir dansi. Ungir og
aldnir fara saman í
gróðursetningaferð í
Hvammsvík miðviku-
daginn 14. júní. Farið
verður með rútu frá Ás-
garði kl. 13. Þátttakend-
ur taki með sér nesti.
Komið til baka milli kl.
17 og 18. Þátttaka til-
kynnist skrifstofu FEB
í síðasta lagi á þriðju-
dagsmorgun 13. júní
Söguferð í Dalasýslu
verður farin 22. júní
kaffihlaðborð í Borgar-
nesi. Skagafjörður 15.-
17. ágúst 3ja daga ferð
m.a. Vesturfarasetrið á
Hofsósi heimsótt. Nán-
ari upplýsingar á skrif-
stofu FEB í síma 588-
2111 frá kl. 8-16.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ, Kirkjulundi
Opið hús á þriðjudögum
á vegum Vídalínskirkju
frá kl. 13-16. Gönguhóp-
ar á miðvikudögum
frá Kirkjuhvoli kl. 10.
Hvassaleiti 56-58.
Miðvikudaginn 21.
júm' verður farin dags-
ferð á Mýrar og á Snæ-
fellsnes. Ekið verður
vestur á Mýrar og þaðan
á Staðarstað á Snæfells-
nesi. Sögustaðir skoðað-
ir t.d. Borg á Mýrum og
Straumfjörður þar sem
sögufærgt sjóslys vai-ð
þegar rannsóknarskipið
Pourqoi pas? fórst. Há-
degisverður á Hótel
Eldborg leiðsögumaður
Hólmfríður Gísladóttir.
Allir velkomnir. Upplýs-
ingar í síma 588-9335 og
ísíma 568-2586.
Norðurbrún 1
Fimmtudaginn 15.
júní verður farið í
Byggðasafnið í Görðum
Akranesi, síðdegiskaffi
á veitingastaðnum
Barbró, Akranesi. Leið-
sögumaður Anna Þrúð-
ur Þorkelsdóttir. Lagt
af stað frá Norðurbrún 1
kl. 12.45. Nánari upplýs-
ingar og skráning hjá
Bimu í síma 568-6960.
Vesturgata 7. r\
Tveggja daga ferð unL
Norðurland verður 11.
og 12. júh. Hádegis-
hressing í Staðarskála,
skoðunarferð um Akur-
eyri, kvöldverður,
kvöldvaka, gisting og
morgunverður á Dalvík.
Byggðasafn Dalvikur
skoðað, komið við í Dal-
bæ. Léttur hádegisverð-
ur í Hrísey. Ekið til
baka um Hofsós. Leið-
sögumaður Guðmundur
Guðbrandsson. Ath!
takmarkaður sætafjöldk
Upplýsingar og skrán-
ing í síma 562-7077.
Félag austfirskra
kvenna. Sumarferðin
verður farin laugardag-
inn 24. júní. Farið verð-
ur frá Umferðarmið-
stöðinni kl. 9. Takið með
ykkur gesti. Skráning,
upplýsingar og pantanir
hjá Nínu í s. 554-4278,
Ólínu í s. 588-0714 eða
Ingu s. 553-4751.
FEBK. Púttað verður
á Listatúni kl. 11 í dag.
Mætum öll og reynum
með okkur. .
Félag hjartasjúklinga
á Reykjavíkursvæðinu.
Ganga frá Perlunni
laugardaga kl. 11. Nán-
ari upplýsingar á skrif-
stofu LHS frá kl. 9-17
virka daga, s. 552-5744
eða 863-2069.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur í
kvöld kl. 21 að Hverfis-
götu 105, 2. hæð (Risið).
Nýir félagar velkomnir. •
Skálholtsskóli, Elli-
málanefnd Þjóðkirkj-
unnar og Ellimálaráð
Reykjavíkurprófasts-
dæma efna til orlofs-
dvalar í Skálholti í júlí.
Boðið er til fimm daga
dvalar í senn. Fyrri hóp-
ur er 3.-7. júlí og seinni
hópur 10.-14. júlí.
Skráning og nánari upp-
lýsingar eru veittar á
skrifstofu Ellimálaráðs
Reykjavíkurprófasts-
dæma f.h. virka daga í
síma 557-1666.
Viðey. í dag verður
gönguferð um Norð-
austureyna. Farið verð-
ur frá kirkjunni um kl.
14.15, eftir komu ferj-
unnar, sem fer úr landi
kl. 14. Gengið verður
austur fyrir gamla
túngarðinn, yfir á norð-
urströndina og austur
með henni yfir á Sund-
bakka. Á þessari leið um
„bakhlið“ Viðeyjar er
heilmikið landslag og
skemmtilegt að ganga
þar um. Á Sundbakkan-
um verður Tankurinn,
félagsheimili Viðeyinga,
sýndur ásamt rústum og
ýmsu öðru, sem við blas-
ir á þessari leið. Báts-
ferðir hefjast klukkan
13 og verða á klukku-
stundar fresti til klukk-
an 17. Hestaleigan er
tekin til starfa og veit-
ingahúsið í Viðeyjar-
stofu er opið. Það er
áhugaverð sölusýning á
fornum íkonum og róðu-
krossum frá Rússlandi.
Húnvetningafélagið í
Reykjavík fyrirhuguð
dagsferð í Árnesþing
miðvikudaginn 14. júní-
fellur niður af óviðráð-
anlegum ástæðum. Fyr-
irhuguð er dagsferð síð-
ar í sumar sem verður
kynnt þegar þar að
kemur.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 115(L
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANf^é
RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintaki'