Morgunblaðið - 10.06.2000, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 10.06.2000, Qupperneq 68
 Cisco Systems 1 P A R T N E R SILVER CERTIFIED J Tæknival D0LE Netþjónar EJS hf + 563 3000 + www.ejs.is MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAU GARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Jim Smart Margir á ferðinni um hvítasunnuhelgina Flestir tóku stefn- una norður í land NOKKUR umferðarþungi var frá höfuðborginni í gærkvöldi en hvíta- sunnuhelgin fer nú í hönd. Flestir virtust taka stefnuna norður í land að sögn lögreglunnar, en mikil um- ferð var þó einnig á austurleiðinni skv. upplýsingum lögreglunnar á Selfossi. Skv. upplýsingum umferðar- deildar lögreglunnar var umferðin mest um kvöldmatarleytið í gær en minnkaði síðan er á leið og má gera ráð fyrir að margir bregði undir sig betri fætinum í dag og fari út úr borginni. Mikið var að gera á Reykjavík- urflugvelli í gær og höfðu um 2.000 farþegar flogið með Flugfélagi ís- lands á áfangastaði þess úti á landi. Flestir voru á leið norður á Akur- eyri eða til Egilsstaða en mikið var reyndar að gera á öllum flugleið- um. s „E g á mér draum“ ÚTISÝNINGIN Strandlengjan 2000 verður opnuð á mótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar klukkan tvö í dag. Á sýningunni eru verk eft- ir 15 Iistamenn og standa þau á norðurströnd Reykjavíkur, með- fram Sæbrautinni frá Reykjavfkur- höfn yfir mót Kringlumýrarbrautar. Þetta er sýning Myndhöggvarafé- lags Reykjavíkur og er hún sam- starfsverkefni við Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Strandlengjan 2000 er þriðji hluti verkefnis, sem hófst með sýningu Myndhöggvarafélagsins sem hét Strandlengjan 1998 og var fram haldið með Firma 99, sem tengdist ýmsum stofnunum borgarinnar. Tveir erlendir gestir sýna á Strand- lengjunni 2000, Agnieszka Wot- odsko frá Kraká og Laila Kongevold frá Björgviri, hvor tveggja menning- arborg árið 2000. Á myndinni sést hluti af verki Kongevold ogber það nafnið „Eg á mér draum“. Útlínur kinda mynda Qárhjörð beggja vegna vegarins. Verkið hefur trúar- legt inntak. Útlínumar eru fengnar úr biblíumynd þar sem má sjá þörf hinna kristnu til að njóta vemdar, en vegurinn er tákn þeirrar hættu, sem felst í að fara yfir hindrun. Heit- ið vísar í orð Martins Luthers Kings Jr. og lag hljómsveitarinnar ABBA. ■ Strandlengjan/Dl-8 MITSUBISHI Landsvirkjun hækkar heildsölugjaldskrá raforku um 2,9% Gæti þýtt uml,5% hækkun fyrir notendur STJÓRN Landsvirkjunar tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að hækka heildsölugjaldskrá fyrirtækisins um 2,9% frá og með 1. júlí og sagði Guð- mundur Þóroddsson, forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur, að þetta myndi sennilega þýða um 1,5% hækkun á rafmagni til viðskiptavina Orkuveit- unnar. Eiríkur Briem, framkvæmda- stjóri Rafmagnsveitna ríkisins, sagði að beina verðskrárhækkun upp á 1,74% þyrfti til að mæta þessari hækkun. 60% beint til Landsvirkjunar „Sextíu prósent af rafmagnsreikn- ingi hins almenna notanda fara beint til Landsvirkjunar," sagði Guðmund- ur. „Það má því búast við að það þurfi að hækka um eitt og hálft prósent, þótt ekki hafi verið tekin ákvörðun um það. Næsti stjómarfundur í Orku- veitunni er eftir tíu daga og ég reikna með að þetta verði ákveðið þá.“ Hann sagði að sér þætti ekki ólík- legt að gjaldið yrði hækkað þar sem nctmmyar jtýýxmna X MiTSUBISHI - demantar í umferö ekki hefði verið reiknað með þessari hækkun í áætlunum Orkuveitunnar. Eiríkur Briem sagði að RARIK byggi við sama umhverfi verðhækk- ana og Orkuveitan og Landsvirkjun og því mætti einnig gera ráð fyrir verðhækkun þar. Líkt og hjá Orku- veitunni eru orkukaup Rafmagnsveit- unnar hjá Landsvirkjun um 60% af kostnaði. Eiríkur sagði að málið yrði tekið fyrir á stjómarfundi 20. júní. í raun þyrftu Rafmagnsveitumar á veralegri gjaldskrárhækkun að halda, en hann ætti ekki von á að hún yrði.Raunverðslækkun, segir Landsvirkjun Raunverðslækkun, segir Landsvirkjun í fréttatilkynningu Landsvirkjun- ar segir að hækkunin hafi verið ákveðin til að mæta almennum kostn- Morguriblaðið/Birgir Pðrbjamarson Miallhegri sást á Snæfellsnesi MJALLHEGRI sem aldrei áður hef- ur verið greindur hér á landi sást við tjamirnar upp af Beruvík á ut- anverðu Snæfellsncsi nýlega. Birg- ir Þórbjarnarson náði þessari mynd og hafa fuglaáhugamenn og -fræð- ingar lagt leið sína vestur til að sjá fuglinn. aðarhækkunum. „Miðað við verðlags- þróun hefði 5% hækkun gjaldskrár- innar' verið nauðsynleg til þess að halda raunverðinu stöðugu á árinu í samræmi við ákvörðun eigenda," seg- ir í útskýringum Landsvirkjunar. „Raunverðslækkun hefst því ári fyrr en áformað var samkvæmt stefnum- örkun eigenda Landsvirkjunar um 2-3% raunlækkun árlega 2001 til 2010“ * Aforma að reisa heilsulind í Mývatnssveit BAÐFÉLAG Mývatnssveitar ehf. stefnir að því að hefja rekstur heilsulindar fyrir almenning í Bjarnarflagi, vestan Námaskarðs í Mývatnssveit, næsta sumar. Þetta kom fram í samtali Morg- unblaðsins við Pétur Snæbjörns- son, hótelstjóra á Hótel Reynihlíð og forseta Baðfélagsins, en liann sagði að stefnt væri að þvi að bjóða upp á jarðböð, gjáböð og lónböð. Pétur sagði að þegar væri hafin vinna við deiluskipulag svæðisins og gerð fjárhagsáætlunar, en áætl- aður heildarkostnaður vegna fram- kvæmdanna er um 200 milljónir króna. Pétur sagði að varla væri hægt að finna hreinni gufu en þá sem væri i Bjarnarflagi og að rannsóknir bentu til þess að hún hefði góð áhrif á fólk með liðagigt og asma. ■ ■ Vilja starf rækja / 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.